Þjóðviljinn - 17.06.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Side 5
/ ust vægðar af kóngi . . . Ekki fékkst af höfuðsmanni þá supplicatiu fram að bera og greiða þetta fyrir íslendingum. (Skarðsannáll) ísland falt (Bréf konungs með eigin hendi, dagsett 9. febr. 1645, er enn til. Korfitz Ulfeld, tengda- sonur konungs, var í það mund ríkishofmeistari og er bréfið stilað til hans, svohljóðandi; Til ríkishofmeistarans: „Þessa dagana var hjá mér maður frá Hamborg frá nokkrum kaup- mönnum þar, sem nefnir sig Uffelen. Hann bauð mér 500.000 dali, ef þeir fengi ís- land að veði. Ég gekk að þessu með nokkrum skilmálum. Nú fáum við að sjá, hverju fram vindur um þetta kaup. Á þess- um tímum má allt gera með peningunum, ef Guð almáttug- ur vildi gefa mér þá.“ Manndráp 1670. í Djúpavogskaupstað var íslenzkur maður veginn af öðrum dönskum, þá greindi á um kaupskap. 1671. Sá danski vegandi í Djúpavogi boðaður fram ódæmdur. 1670. Skaut danskur, Hermann Kock, í Djúpafirði fyrir austan einnís- lenzkan dugandismann, hraust- an, í hel pg náðist síðar af sýslumanninum, Þorsteini Þor- leifssyni . . . náðaðist af kongl. Majestet upp á lífið . . . komst vel af þessu manndrápi með fébótum, 80 rd,, við erf- ingja þess dauða . . . (Fitjaannáll, Eyrarannáll) Aftaka Anno 1602. Tekinn af á al- þingi Björn Þorleifsson fyrir kvennamál og svall, fékk góða iðran. Hann kvaddi menn með handabandi, áður sig niður lagði á höggstokkinn, og bauð svo öllum góða nótt. Var hann rneð öllu óbundinn. Jón böð- ull, er höggva skyldi, var þá orðinn gamall og slæmur og krassaði í höggunum, en Björn lá kyrr á grúfu. Og þá sex höggin voru komin, leit Björn við og mælti: „Höggðu betur, maður.“ Lá hann svo grafkyrr, en sá slæmi skálkur krassaði ein þrjátíú högg, áður en af fór höfuðið, og var það hryggi- legt að sjá. Voru þá áminning- ar gerðar yfirvöldunum, þeim veraldlegu, að hafa örugga menn til slíks embættis, svo landið yrði ekki að spotti í þeirri grein. (Skarðsárannáll). . . . George; húsbændur hans á síðunni til vinstri. Brennuæði 1654. Þrír menn brenndir í Strandasýslu fyrir galdragern- ingar, bæði mönnum og fénaði gerða með óheyrilegri og furðu- legri djöfulsins ásókn. Fékk einn þeirra góða iðran. Á hin- um sáust lítil merki iðranar, sérdeilis þeim þriðja, er Grím- ur hét. Þorleifur Kortsson hafði þá sýslu ... 1662. Var þá kjörinn til lögmanns Þor- leifur Kortsson . . . vitur mað- ur, ljúfur og spakferðugur . . . 1674. Þá var brenndur á al- þingi maður frá 'Gufuskálum . . . fékk iðran. Annar var brenndur af Vatnsnesi fyrir norðan . . . iðrunartæpur. 1675. Brenndur galdramaður á Vest- fjörðum, annar á alþingi, Lassi Diðriksson, afgamall, með- kenndi ekkert. (Seyluannáll, Fitjaannáll) Margdæmt höfuð Jón Hreggviðsson heldur loks sýkn heim eftir áratuga of- sókn fyrir grun um að hafa drepið böðul Danakonungs. Árni Magnússon kveður vísu: Líta munu upp í ár íslands búar kærir, þá Hregviðsniður hærugrár höfuð til landsins færir. Stóridómur Að stóridómur auk líftjóns karlmanna með því að háls- höggvast, kvenna með drekk- ingu, lætur allt lausafé sekra vera fallið undir konung eftir staðfesting þess dóms frá 1565, er eitt af þeim annars fáu — og sem það sýnist — ástæðu- litlu dæmum upp á framúr- keyrandi hörku enn gildandi sakalaga við innbúa þessa lands framar en aðra þegna konungs . . . (Magnús Steph- ensen) Skúli fógeti 1734. Skúli . . . fékk Austur- Skaftafellssýslu og hafði þá þrjá um tvitugt . . . Var nú settur niður of mikill ofsi og sjálfstæði fyrirmanna, en fllgerðir hóflega refstar, en flestir embættismenn höfðu til þarfar sér og fór þá sæmilega landstjórn fram innan lands, þó einstöku sinnum yrðu mis- smíði ... Skúli var hár með- almaður á vöxt og eigi þrek- inn, kvikur mjög, skarpeygur og nokkuð varaþykkur, mikill rómurinn og því líkast sem hann biti nokkuð á vörina, er hann talaði. Hann var óvíl- samur og þótti nokkuð harð- lyndur, en vinfastur var hann og þrautgóður í mörgu. (Espólín). Árin fyrir bólu 1701. Þjófaöldin frábær um landið. í Árnessýslu voru hýddir og markaðir 20 þjófar. Á alþingi um sumarið voru hengdir tveir þjófar. Það ár í héraði var margur réttaður. ... Stúlka í Landeyjum fannst dauð í fjörunni, hún hafði fyr- ir nokkrum tíma stolið sauð. 1702. Rán og þjófnaðir um all- ar sveitir. Þjófana var verið að hýða og marka. Einn var hengdur í Borgarfirði en 3 í Gullbringusýslu... Þjófur var hengdur fyrir norðan, annar á alþingi, margir hýddir og markaðir í velflestum sveit- um... Maður týndi sér í Hraunhrepp, hét Þorsteinn, fannst dauður í læk nokkrum, setti fyrir sig efnaskort og bágindi sín. Deyði barn 7 vetra í Rifi af brennivíns- ofdrykkju. (Grímsstaðaannáll). Um sýslumann Kúgaðu fé af kotungi svo kveini undan þét almúgi. Þú hefnir þess í héraði, sem hallaðist á alþingi. Páli Vídalín. Föstudagur 17. júní 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Móðuharðindin Á manneskjum var hungur og sultur með öllum þeim sjúkdómum, sem þar af ^rísa, einkum blóðsótt, skyrbjúg og hettusótt. Svo algengt var hungrið, að sá á fjölda presta og beztu bænda. Þjófnaður og ránsháttur úr hófi, svo engi mátti vera óhultur um sitt... í Þingeyjarsýslu fór fólk að flosna upp strax eftir slátt og horfalla fyrir jólaföstu... Um nýár 1785 voru einar 4 kýr á öllu Langanesi.. var mannfellT ir svo stór, að í meðalmáta sókn, hvar árlega voru vanir að burtkallast 20 manneskjur, dóu nú yfir 200. Sumstaðar dóu faðir og móðir frá börnunum. Fundust svo börnin nær dauða komin og sum út af dáin, þeg- ar einhver af öðrum bæ kom af hendingu að ... í öllum þessum fyrrnefndu harðærum (1779—85) hefur fólki fækkað um heilan fimmtung ... jafn- vel 1784 var komið fyrir al- vöru í tal að sækja allt fólk úr landinu til Danmerkur og gera þar af því nýbýlinga. (Hannes biskup Finnsson). Eggjun skálds Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna. Skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið! Jónas Hallgrímsson. Gránufélag Sá er tilgangur félags vors að gera verzlunina innlenda, svo allur ágóði hennar lendi íland-' inu sjálfu; að bæta innlendan varning og fjölga tegundum hans, að flytja til landsins eigi aðeins góð'an almennan kaup- eyri, heldur og þarfa iðnaðar- vöru og smíðisgripi til umbóta og framfara í atvinnuvegum vorum til lands og sjávar og að efla menning og auðsæld landsmanna, svo sem kostur er á og föng eru til.... Fátæktin var ... Fátæktin var mín fylgjukona, frá því ég kom í þennan heim. Við höfum lafað saman svona sjö tigi vetra, fátt í tveim. Hvort við nú skiljum héðan af, hann veit, er okkur saman gaf. Jón Þorláksson. Þá sem nú Lærdóms og kennidómsstétt- anna ásteytingarsker teljast helzt: drembsemi, hégómadýrð, æru- og þrætugirni, ófyrirlát- semi, oftraust á eigin og ann- arra lærdómi og kenning- um, skortur umburðarlyndis ' jnargra við aðra, drottnunar- sótt og' ímyndaður umráðarétt- ur annarra lífs- og sálarheilla. Á stundum freistast þær til leti og vanræktar skylduverka, en þó ágengni í tekjum. (Magnús Stephensen: Ræður Hjálmars á Bjargi, 50—51). Norðurreiðin (Norðlendingar ihafa gert að- súg að Grími amtmanni á Möðruvöllum, sem þá voru raunar kallaðir „Friðriksgáfa") Mattnfjöldinn var um 50 manna úr Skagafirði, og nokkrir bættust við norðan heiði. Yfirmenn litu óhýru auga til þessa fyrirtækis og virtist þörf a’ð taka fyrir kverk- ar á því. Ársrit og blöð fóru líka að leyfa sér að tala skor- inort um æðri menn, meðal hverra Nýju félagsritin og ný- byrjaður (1848) Þjóðólfur vory tiltakanlegust. (Brandsstaða-" annáll 1849). Séð yfir Þingvelli við öxará. í dimmu skýi Senn mun ráðin raunaglíman, rotnar moldarhnaus. Bágt er að fúna fyrir tímann í fletinu hjálparlaus. Sálar allar banna bjargir bikkjur fjandakyns. Fyrir sjónum svipir margir sveima djöfulsins. Hugurinn þótt í hæðir flýi, hrapar á sama stig. Leyndardóms í dimmu skýi drottinn hylur sig. Bólu-Hjálmar. Móðurmálið ... ekki hafði ég búizt við að finna það svo afskræmt á Norðurlandi, sem það er í raun og veru. Enda er það ekki án orsaka, enginn hirðir um að vanda það, og þær stéttimar, sem nú ber mest á, kaupmenn og embættismenn, leggja hér ógott til. Málinu, sem talað er yfir búðarborðinu, þarf ekki að lýsa fyrir kunnugum, hvort sem þar heldur eiga hlut að íslenzkaðir Danir eða danskað- ir íslendingar. (Tómas Sæ- mundsson). Erlent ríkismál Það var sagt, að sú bæn til kohungsins, að islenzkan ein yrði töluð á þinginu, hlyti að særa hans hjarta (ummæli Páls Melsteðs, kammerráðs). Þar held ég þvert á móti. Ég held, að konungurinn hafi sýnt þess svo ljós merki, að hann vill vernda móðurmál vort og þjóð- erni, að ég held, að bæn þessi værf honum fremur geðfelld heldur en ógeðfelld og þætti hún öldungis eðlileg. (Jón Sig- urðsson í umræðum um þing- sköp alþingis, 1847). íslenzkan íslenzkan er orða frjósöm móðir, ekki þarf að sníkja bræður góðir, né stela heilum hendingum og hugmyndanna’ vendingum, með skjall og skrum, frá þeim, sem við fátækt sína þreyja og fordildarlaust deyja. Bólu-Hjálmar. (Þessar svipmyndir hér að ofan úr lífi íslenzkrar alþýðu eru teknar úr ágætu safnriti dr. Björns Sigfússonar er hann nefndi Neista). SAMVINNUyERZLUN tryggir sannvirðL Það er hagur heimilisins að verzla í eigin búðum. Við höfum á boðstólum allar algengar neyzluvörur. KAUPUM íslenzkar framleiðsluvörur. Kaupféfog Fóskrúðsfjarðar Fáskrúðsfirði

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.