Þjóðviljinn - 22.06.1966, Side 2

Þjóðviljinn - 22.06.1966, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINTSr — Míðvikudagur 22. }Önf 1966. 4* .. .Karl úr GarðinurrT skrifar: Flugsýnarvélin á Neskaupstað - Hin- nýja Douglas Dakota vél Flugsýnar, som enn hcfur ekki verid gefið nafn, hefur nú byrjað reglu- bundnar ferðir til Neskaupstaðar og fer þangað átta ferðir í viku, tvisvar með viðkomu á Akur- eyri. Myndimar hér að ofan voru teknar þegar nýja vélin kom til Norðfjarðar S fyrsta sinn og er efri inyndin af flugvélinni en á þeirri neðri sjást frá vinstri Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, Egill Benediktsson flugmaður, farþegi, Kristján Gunnlaugsson flugstjóri og Jón Magnússon forstjóri Flug- sýnar. — (Ljósm. R. S.) Skatta- innheimta I Morgunblaðinu á sunnu- daginn var gat að líta næsta furðulega frétt um nýupp- kveðinn hæstaréttardóm útaf stóreignaskatti. Dánarbúi einu hér í bænum var gert að greiða fjórðung miljónar í stóreignaskatt og féU sú skattkrafa í gjalddaga haustið 1958, þ.e. fyrir átta árum. Ekki var upphæðin greidd og ekki var gerður reki að því að innheimta hana fyrr en tveim árum síðar, haustið 1960. Innheimtuaðgerðir tóku hvorki meira né minna en hálft annað ár, og var loks kveðinn upp fógetaúrskurður um framkvæmd lögtaks vorið 1962. Þeim úrskurði var á- frýjað til hæstaréttar, og tók sá málarekstur nær tvö ár í viðbót. Snemma árs 1964 ó- gilti hæstiréttur lögtaksúr- skurðinn og vísaði málinu heim í hérað „til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju“. Rúmum fimm mánuðum síðar sendi tollstjórinn yfirborgarfógetan- um í Reykjavík endurrit af heimvísunardómi hæstaréttar með beiðni um að málið yröi tekið fyrir á nýjan leik ,Jiið allra fyrsta‘‘. Þrem mánuð- um eftir það hófst fógeti handa og kvað upp nýjan iögtaksúrskurð. Honum var enn áfrýjað til hæstaréttar, og llta júní s.l. komsthæsti- rétfcur að þeirri niðurstöðu að borgarfógeti hefði , hafizt handa of seint, málið væri fyrnt og óheimilt að inn- heimta stóreignaskattinn! Var tollstjóra ná gert að greiða dánarbúinu 30.000 krónur í fébætur til þess , að standa straum af málskoistnaði í héraði og fyrir hæstarétti. Þessi innheimtusaga er næsta lærdómsrík fyrir óbreytta gjaldþegna sem sannarlega hafa aðra reynslu af rögg- semi yfirvalda við skattainn- heimtu. I sama eintaki Morg- unblaðsins er birt þjóðhátíðar- ræða Bjama Benediktssonar forsætisráðherra 'þar sem lögð er áherzla á það að albr skull jafnir fyrir lögum: „Þar má ekkert manngreinarálit til koma, hvorki staða, stétt, kunningsskapur, vild eða ó- vild. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.“ Á- gætt samræmi 1 þjóðhátíðarræðu sinni komst Bjami Benediktsson for- sætisráðherra m.a. svo að orði: „Svo ' er sfcundum að heyra sem það gangi land- ráðum næst. að virkja vátns- föll og efla hag þjóðarinnar með því að selja erlendum mönnum raforku, sem fæst við virkjun stórfljóta, sem ella mundi um áratugi renna ó- nofcað tll sjávar engum til gagns en mörgum til trafala.“ Þessi setning er til marks um þann óheiðarleik í mál- flutningi sem mjög einkennir þjóðmálaumræður hér á landi. Enginn Islendingurhef- ur mælt gegn því að vatns- föll séu virkjuð, hvað þá minnzt á landráð í því sam- bandi. Hins vegar hafa menn dregið í efa að það efli hag þjóðarinnar að afhenda er- lendum auðhring rafork- una fyrir verð sem trúlega mun reynast lægra en fram- leiðslukostnaður. Það er einn- ig fjarri sanni að íslendingav þurfi ekki að hagnýta raf- orku frá Búrfellsvirkjun „um áratugi‘‘ — við verðum að ráðast í nýja og dýrari virkj- un eftir aðeins einn áratug vegna þess að útlendingar eiga í hálfa öld að fá að njóta ódýrustu orku sem framleidd verður hérlendis. ‘ Hitt skal íúslega viður- kennt að þessi málflutningur ráðherrans er í ágætu sam- ræmi við málstaðinn. — Austri. Landleysi Keflavíkur og Geriahreppur Þegar það fréttist, að til stæði að frumvarp til laga yrði lagt fyrir Alþingi, um stækk- un lögsagnarumdæmis Kefla- víkurkaupstaðar um ca 350 ha yfir í land Gerðahrepps, sendi hreppsnefnd Gerðáhrepps til Alþingis tvö mótmælabréf við því, að frumvarp þetta næði fram að ganga. I öðru þessara bréfa var því greinilega og ó- tvírætt lýst, hvílíkt fjárhags- legt tjón það yrði fyrirhrepp- inn, ef að frumvarp þetta yrði að lögum. Einnig voiu send ti'l Alþingis mótmæli frá þeim íbúum hreppsins sem búa á Hólmsbergi, en þar eru ca tíundi hluti af íbúum Gerða-^. hrepþs, mótmæli gegn því, að verða innlimaðir Keflavíkur- kaupstað. Oddviti Gerðahrepps, Bjöm Finnbogason, vann einn- ig ötullega að því, meðpersónu- legum samtökum við ýmsa al- þingismenn, að tafið yrði fyrir að frumvarp þetta yrði strax afgreitt sem lög, þar sem mál þetta var algerlega óundirbúið og órætt hjá þessum tveimur aðilum sem hlut áttu að máli, þ.e. Gerðahreppi og Keflavikur- kaupstað. Sýslunefnd Gull- bringusýslu treysti sér ekki til að mæla með þessu frumvarpi og Landssamband ísl. sveitap- félaga ekki heldur. Ætla hefði mátt að þingmenn Reykjanes- kjördæmis hefðu eitthvað lát- ið þetta mál til sín taka, því það var þeim mest viðkomandi, að þéfcta yrði athugað nánar, áður én það yrði gert að lög- um. En sú varð þó ekki raun- in á, heldur var þessu flaustrað af undir þinglokin og frum- varpið afgreitt sem lög. Hér í Gerðahreppi hefur alla tíð, langmestur hluti íbú- anna fylgt Sjólfstæðdsflokknum að málum, svo það er kald- hæðni örlaganna, að þeir sem vildu láta athuga málið betur, áður en það yrði gert að lög- um yoru þessir; 1. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. utan af landi, sem hefur sennilega aldrei á ævi sinni komið í Árekstur c Miklubraut Rétt fyrir hádegi á mánud. varð árekstu.r tveggja bíla á mótum Miklubrautar og Háaleitisbraut- ar. Annar bíllinn valt vig á- S reksturinn og kviknaði smávegis í honum, en tókst fljótlega að slökkva. Hann skemmdist tals- vert. Maður, sem í bílnum var, Kristfinnur Ólafsson, Búðar- gerði 5, meiddist lítillega og var fluttur á Slysavarðstofuna. hafa eignazt máigagn Þau t'" na£a gerzt í blaða- útgáfu iögreglumenn hafa eignazt málgagn. Nefnist það Lögreglublaðið og er Lögreglufé- 1 lag Reykjavíkur útgefandi. Blaðið fer allmyndarlega af stað. I fyrsta hefti er m. a. við- tal við lögreglustjóra um nýju lögreglustöðina, viðtal um mót lögreglukóra, endurminningaþátt- ur eftir Erling Pálsson. spjall við Jóhann Löve um hrakninga á reginfjöllum og frásöguþáttur eftir Guðlaug Jónsson. Blaðið er vel myndskreytt og verð þess er 40 krórrur. Garðinn, 2 þingmenn Fram- sóknarflokksins (þó ekki Jón Skaftason) og 3 þingmenn Al- þýðubandalagsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi hafa ábyggilega ekki aukið traust sitt eða álit hjá íbúum Gerða- hrepps fyrir framkoonu sína í þessu máli. Hvers vegna mátti Gerðahreppurinn ekki skaffa land í byggingarlóðir eins og Keflavíkurkaupstaður? Þetta eru mennimir sem þykjastvera að vinna að jafnvægi í byggð landsins. Eins og áður er getið, var skýrt tekið fram í bréfum þeim, er hreppsnefnd Gerða- hrepps sendi Alþingi, hvegeysi- legt fjárhagslegt tjón það yrði jafnvel nú þegar, fyrir hrepp- inn, ef áðumefnt frumvarp næði fram að ganga. Hitt er svo algerlega óútreiknanlegt, hvaða tjón þessi lagasetning er fyrir Gerðahrepp um framtíð alla. Ég er fullviss um það, að ef að Ólafur sál. Thors hefði lifað og starfað nú, þá hefði þessu máli aldrei verið flaustr- að af, á þennan hátt, sem raun hefur á orðið. Mér kæmi það ekki á óvart, þó að nokkuð mikið yrði af auðum atkvæðaseðlum við næstu Alþingiskosningar í at- kvæðakassanum í Gerðahreppi og ef til vill meira af atkvæð- um sem tilheyrðu andstöðu- flokkum Sjálfstæðisflokksins, heldur en áður hefur verið. Söltanarstúlkur Söltunarstöðin Síldin h.f., Raufarhöfn óskar eftir söltunarstúlkum. Fríar ferðir og kauptrygging. Upplýsingar hjá Síldinni h.f. Raufarhöfn eða í síma 50865 Hafnarfirði T/LBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem föstudaginn 24. júní, 1966 kl. 1—4 skrifstofu vora, Borgartúni 7; verða til sýnis í porti bak við Volvo Amazon, fólksbifreið árgerð 1963 Mercedes Benz, fólksbifreið — 1960, Taunus 17 M, station — 1959 Willys, statxon *"J*' _ f&ÖT*’1 Willys, station — 1959 Taunus Transit, sendiferðabifreið — 1961 Volvo, vörubifreið 8 tonna — 1955 Gaz 69, rússajeppi — 1959 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Borgartúni 7 sama dag kl. 5 e.h., að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi.. Innkaupastofnun ríkisins. * BILLINN Rent an Icecar Símí 1 8 8 3 3 -L

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.