Þjóðviljinn - 29.06.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvik’udagur 29. júní 1966
Minning
Björn Gunnlaugsson, læknir
Björn Gunnlaugsson læknir
varð bráðkvaddur á heimili
sínu mánudaginn 20. júní sl.
á 67. aldursári. Hann hafði
stundað verk sín að vanda um
daginn og var fyrir nokkru
kominn heim. en um kvöldið
sveif allt í einu að honum og
hann var látinn á svipstundu.
Með honum lézt einhver merk-
asti og vinsælasti læknir þessa
bæjar en samt hefur verið
undarlega hljótt. um andlát
hans, rétt eins og berja þurfi
bumbur um verk sín svo þau
séu 'metin. „Eigi fyrir hefð né
hrósi hann að starfi sínu vann“,
en hann vann það af frábærri
alúð og samvizkusemi. gekk
upp í starfinu, og ég hef ekki
þekkt lækni sem lét sér eins
annt um sjúklinga sina oghann.
Og starf hans var ekkert kák.
Bjöm var frábær námsmaður
0 Þant fer til
Sovétríkpnna
NEW YORK 21/6 — í höfuð-
stoðvum SÞ var opinberlega frá
því skýrt í dag, að U Þ>ant hefði
þegið heimboð rikisstjómar Sov-
étríkjanna og muni fara til
Moskvu í sumar.
Starfstímabili U Þant aðalrit-
ara lýkur 3. nóvember næstkom-
andi.
Bæði bandarískir o» brezkir
forráðamenn hafa hvatt hann til
að taka endurkosningu.
En Sovétstjómin hefur ekki
látið neitt uppi um málið.
U Þant hefur sjálfur ekki vilj-
að segja neilt um viðhorf sitt.
Búizt er við að endurkjör hans
verði til umræðu er hann ræðir
t'ið Kosygin forsætisráðherra og
Brésjnéf aðalritara í Moskvu.
og aflaði sér betrL framhalds-
menntunar en títt var á hans
dögum, bæði í Danmörku og
Þýzkalandi og við heimkomu
hans frá utanför hans held
ég að þeir Níels Dungal hafi
borið af öllum ungum lyf-
lækrium hér bæði að þekkingu
og dugnaði. Björn gerðist að-
stoðarlæknir við lyflæknisdeild
Landspítalans fyrstu þrjú ár-
in sem hún var starfrækt og
var hægri hönd Jóns Hjalta-
líns Sigurðssonar prófessors, og
gegndi bæði læknisstörfum .og
kennslustörfum fyrir hann í
forföllum hans. Samt sem áð-
ur átti það ekki að liggja fyr-
ir Bimi að helga kennslu ungra
læknanema starfsorku sína.
Hann var „therapeut‘‘, maður
hagkvæmra lækninga og stund-
unar sjúkra. Jafnframt starfi
sínu við Landspítalann, og ætíð
síðan, stundaði hann almenn
læknisstorf, en vann jafnframt
sem sérfræðingur í lyflækning-
um og var bráðlega önnum
hlaðinn og kom þar bæði til
þekking hans og frábær um-
hyggja og samvizkusemi í allri
umgengni við sjúklinga. Þessu
starfi gegndi hann hátt á fjórða
áratug eða svo lengi sem æfi
hans entist. Það er sjálfsagt
ekki margt fréttnæmt í svona
starfi, ekki sízt þar sem lækn-
ar eru bundnir þagnarskyldu,
en það þarf vakandi viðleitni
og óhuga til að geta sinnt
þessu án þess að allt verði að
dauflegu vanaverki. En Björn
elskaði starf sitt og stundaði
það alltaf af lifandi áhuga. Ég
held að hann' hafi fundið þama
köllun sína. Helzta áhugaefni
hans á hvíldarstundum var
klassisk músfk; hann átt á-
gætt plötusafn og gladdi sig
við tóna meistaranna á mörgu
síðkvöldi.
Ég kynntist Bimi fyrst lítið
eitt í Menntaskólanum, þegar
hann var dúx í sjötta bekk en
ég illa fræddur græningi f
fjórða. Hann var. fríöur piltur,
,,fölur og interessant", eins og
við sögðum þá, en gaf sig lítið
að öðrum ijinan skólaveggjanna
en ég leit til hans með tals-
verðri virðingu. I Háskólanum
dró hinsvegar bráðlega saman
með okkur og varð hann lengi
nánasti félagi minn, bæði við
nám og gleðskap. Björn stund-
aði ném sitt alltaf mjög vel,
enda sýndi námsárangur hans
það, en að loknum lestri gaf
hann sér stundum tíma til að
létta af sér áhyggjum og tókst
það oft vel á þeim árum og
gat verið manna skemmtileg-
astur og fyndnastur og hitti
oft vel í mark. Eftir fram-
haldsnám okkar erlendis lágu
leiðir okkar aftur saman á
Landspítalanum og síðan vor-
um við samstarfsmenn á Hvíta-
bandinu í mörg ár. En svo fór
heilsu hans að hraka, svo hann
hætti störfum þar og eftir það
fyrntist heldur yfir kynni okk-
ar, enda fór þá þreyta að
segja til sín og margskonar
raunir fnannsæfinnar. Samt
sem éður lifði alltaf í kolun-
um, og einhver leyniþráður lá
alltaf milli -okkar.
Bjöm var kvæntur Elínu
Hlíðdal, dóttur Guðmundar
heitins póst- og símamálastjóra,
• og var hún, að mínu viti, frá-
bær förunautur og styrkur bæði
á heimili og í starfi, það fékk
enginn sjúklingur, sem tilhenn-
ar leitaði um fyrirgreiðslu, af-
svör hjá henni. Ég votta henni
innilegustu samúð mína í
hennar þungu raun, og eins
sonum þeirra.
Kristinn Björnsson.
<S>----------------------------
Afsláttarfar-
gjöld vegna
afmælishátíðar
Um miðjan júlímánuð verður
100 ára afmælis Isafjarðarkaup-
staðar minnzt með hátíðahöldum.
Vegna þessa hefur Flugfélag
Islands ákveðið að vikuna fyrir
afmælið verði í gildi sérstök ó-
dýr fargjöld til Isafjarðar, um
tuttugu af hundraði ódýrari en
venjuleg fargjöld á þessari flug-
leið, sé farmiði keyptur og not-
aður báðar leiðir.
Afmælisfargjöldin ganga í
gildi 11. júlí og gilda farmiðam-
ir í átta daga frá því ferð er
hafin.
Friendship skrúfuþotur Flug-
félagsins fljúga til ísafjarðar alla
virka dag$, en á sunnudögum
er flogið með Dakota flugvél.
' Vegna mikilla flutninga á
þessari flugjeið, var nýlegabætt
við Friendship-ferð síðdegis á
laugardðgúm, og ér brottför frá
Reykjavík kl. 19:00.
Fornleifar á
Nílarbökkum
Fomleifafræðingar frá 22
löndum hafa nú lokið við að
„fínkemba" um 130 kílómetra
svæði á bökkum Nilar í hinni
súdönsku Núbíu til að bjarga
leifum fornra mannvirkja und-
an vatni Assúan-stíflunnar.
Þegar stíflunni er iokið mun
vatnsborðið hækka um 65 m
á þessu svæði.
Uppgröfturinn hefur leitt í
ljós, að í Núbíu var langæ
menning, en ekki bylgjur inn-
rásarþjóða, eins og menn hafa
álitið hingað til, segir dr. Willi-
am Adams, bandarískur fom-
leifafræðingur, sem kominn er
til Parísar eftir sjö ára dvöl á
staðnum í þjónustu UNESCO
(Menningar- og. vísindastofnun-
ar SÞ).
Meiri háttar uppgröftur hef-
ur átt sér stað á 800 stöðum.
Vinnan norðantil — á svæðun-
um sem fyrst fara undir vatn
— er iangt komin og verður
brátt lokið. Uppgröfturinn sem
eftir er sunnantil á svæðinufer
undir eftirlit annars fomleifa-
fræðings frá UNESGO.
Einn forvitnilegasti fornleifa-
fundurinn var koptísk kirkja
frá miðöldum sem pólski leið-
angurinn fann.
M/s SKJALDBREIÐ
fer vestur um land til Ólafs-
fjarðar 1/7 1966. VörUmóttaka
á fimmtudag til Bolungarvíkur
pg áætlunarhafna við Húnaflóa
pg Skagafjörg og Ólafsfjar^r.
Farseðlap seldir á fösttudag,.
Gleymd
fyrírheit
Bjarni Benediktsson for-
sætisráðherra virðist vera
nýtinn maður. Á sunnudaginn
var tíndi hann saman ýms
orðaskipti sín og blaðamanna
í útvarpsþætti í fyrrahaust
og notar eftirtekjuna sem
Reykjavíkurbréf. Raunar kveð-
ur ráðherrann tilgang þess-
arar samhaldssemi vera þann
að afsanna ummæli sem birt-
ust hér í blaðinu fyrir
skemmstu um þennan út-
varpsþátt, en þar var. komizt
svo að orði um svör ráðherr-
ans um verðbólguþróunina:
..Athygli vakti, að hann vildi
sem minnst úr því , vanda-
máli gera og gaf jafpvel í
skyn að verðbólgan væri á
ýmsan hátt æskileg“. En birt-
ingin í Morgunblaðinu sýnir
einkar Ijóslega að hér voru
dregnar réttar ályktanir, ráð-
herrann fékkst ekki með
nokkru móti til að viður-
kenna það að verðbólgan væri
nokkuð alvarlegra vandamál
nú en hún hefði verið í a.m.k.
aldarfjórðung. Hann sagði m.
a.: „Það hefur verið svipað
vandamál aíla tíð síðan ég
kom á þing, getur maður
sagt. Þetta hefur verið aðal-
viðfangsefnið frá þvi 1942....
Ég held að þa'ð sé ekki alvar-
legra núna heldur en það
hefur verið, síður en svo“.
Skömmu seinna sagði forsæt-
isráðherrann: „Nú, það er
eins og stundum hefur komið
fram, að það eru vissir kostir
þessu samfara. Og miklu fleiri
en einstaka fjáraflamenn, sem
vilja halda þessu ástandi við.
Menn úr öllum flokkum hafa
sagt við mig: Já, verðbólga
að vissu marki er öllum til
góðs“.
Þannig taldi ráðherrann
óðaverðbólguna ekkert ó-
venjulega og jafnvel að
nokkru leyti æskilega, og
hann virtist ekki hafa neitt
hugboð um það að rúmlega
hálfu'' ári síðar myndu for-
ustumenn flestra atvinnu-
greina á Islandi telja algert
neyðarástand blasa við. En
þótt ráðherrann skorti þá
framtýni' serri prýðir góðan
stjómmálamann, héfði sagn-
fræðiáhugi hans átt að geta
vakið upp í.hugskotinu ýmsar
setningar úr þeirri merku bók
/ „Viðreisn“ sem út kom
1960. Þar ‘ gerði ráðherrann
m. a. svofeUda grein fyrir ráð-
stöfunum þeim sem áttu að
stöðva óðaverðbólguna á Is-
■landi, koma í veg fyrir kapp-
hlaup launa og verðlags:
„Útflytjendur verða- framvegis
að sæta ríkjandi gengi og
geta ekki fengið aukinn Iauna^
kostnað endurgreiddan í hækk-
uðum útflutningsbótum. Þá
er það einnig ætlun ríkis-
stjórnarinnar að leyfa ergar
verðhækkanir á innlendum
vörum og þjónustu vegna
launahækkana. Með þessu
móti getur því aðeins skap-
azt grundvöllur fyrir launa-
hækkunum, að um sé að ræða
aukningu framleiðslutekna,
sem launþeginn njóti góðs af
fyrir sitt leyti S hækkuðu
kaupi. Það er líku aðeins með
þessu móti, sem launahækk-
anir geta orðið launþegum til
raunverulegra hagsbóta".
Loforðin frá 1960 voru
gleymd haustið 1965. En veru-
leikinn minnir óþyrmilega á
þau þessa dagana.
ó-
sæmilegt
Það er ein af landplágun-
um að á hverju ári drífur
hingað raikið lið áróðurs-
manna á vegum Atlanzhafs-
bandalagsins, og maðurhefur
ekki frið fyrir þessari óværu
í blöðum og útvarpi dögum
saman. 1 fyrra var innrás
þessi framkvæmd á vegum
Varðbergs. og nú er framund-
an ámóta ófögnuður á vegum
svokallaðra Samtaka um vest-
ræna samvinnu. Ot yfir tekur
þó að hlaupagikkir þessir ern
látnir leggja Háskóla Islands
undir sig ár eftir ár, líkt og
stríðsáróður sé talinn til vís-
inda hér á landi.
Háskóli Islands er sameign
þjóðarinnar allrar, og það er
algerlega ósæmilegt að tengja
hann deilumáli sem skiptir
þjóðinni í andstæðar fylking-
ar, nota hann til framdráttar
hemámsáróðri og stríðsbanda-
lagi. Jafnvel þótt pólitíkusar
vilji nota æðstu menntastofn-
un þjóðarinnar eins og kopp-
inn sinn, ber forráðamönnum
háskólans að gæta sóma
stofnunar sinnar. Eitt sinn
var Hákon Noregskonungur
beðinn að gerast vemdari
einhverra andkommúnistasam-
taka, ,en hann neitaði þeirri
beiðni og kvaðst vera eining-
artákn þjóðarinnar allrar:
„Jeg er ogsá kommunisternes
konge“. Er Háskóli Islands
ekki einnig stofnun þeirra
Islendinga sem vilja lifa ein-
ir og frjálsir í landi sínu?
— Austri.
Sextugur í dag:
JÓN SIGURÐ5SGN
borgmiæknir
1 þeim fáu orðum sem hér
fara á eftir verður ekki rætt
um embættismanninn Jón Sig-
urðsson, þann manninn sem
vafalaust hefur átt einna mest-
an þátt í því að móta hið um-
fangsmikla embætti sem hann
gegnir sem borgarlæknir. Það
munu vafalaust aðrír mér
kunnugri þeim efnum gera.
Hér verður að þessu sinni vik-
ið með nokkrum orðum að
íþróttaáhugamanninum Jóni
Sigurðssyni sem á sínum yngri
árum var virkur þátttakandi
í íþróttum og þá fyrst og
fremst knattspyrnu. Þar skrif-
aði hann merkilegt blað í sögu
Knattspyrnufélágsins Vals, ekki
sem" snillingur á milli stang-
anna, en hann lék um skeið í
marki, heldur sem forustumað-
urinn, sem á sínum tíma átti
einna drýgstan þátt í því að
Valur náði hinu mikla tak-
marki allra knattspyrnufélaga
að verða Islandsmeistari í
knattspymu, en það gerðist í
fyrsta sinn 1930. Þó það hefði
sinn aðdraganda, allt frá því
að félagið var nærri liðið und-
ir lok um 1920, þar sem ýmsir
bjartsýnir menn og duglegir
héldu uppi merkinu, var það,
þó undir forustu Jóns sem fé-
lagið náði þessum árangri.
Á þessum erfiðleika tímum
kom það greinilega fram að
Jón- var búinn sérstökum hæfi-
leikum að skipuleggja, fá menn
til að vinna að þeim málefn-
um sem hann taldi að félag-
inu væri fyrir beztu. Hann
skynjaði mjög vel félagslega
uppbyggingu, og byggði allt
starf sitt á henni, ekki aðeins
þegar hann ræddi um það sem
gera þurfti í félaginu; hann
var og sífellí að brýna fyrir
leikmönnum þýðingu samstarfs
á leikvelli, og má segja að hann
hafi á sinn hátt lagt grundvöll-
inn að þeim leik eða leikað-
'ferðum sem um langt skeið
urðu einkennandi fyrir Val.
sem sagt stuttur og hraður sam-
leikur.
Þegar Jón lét af formennsku
í Val, reyndu eftirmenn hans
að halda þeirri stefnu sem
hann háfði mótað í sinni for-
mannstíð, og er ekki að efa
að velgengni Vals um langt
tímabil átti sína styrkustu stoð
í áhrifunum frá Jóni.
Það kom líka mjög vel frabn
meðan hann gegndi forustu-<
störfum í Val að hann var
fylginn sér, fljótur að átta sig
á hlutunuíh, og hafði einurð
til að taka afstöðu til hlut-
anna. Hann var alltaf fullur
áhuga, sem smitaði útfrá sér,
og hreif menn til athafna sem
nærri honum Jtomu. Eftir-
minnileg verður mér og öðr-
um þeim sem tóku þátt 1 fyrstu
knattspyrnuförinni til megin-
lands Evrópu 1931, en þá ferð
skipulagði Jón sérlega skemmti-
lega, og kom þá vel fram
skilningur hans á hinu félags-
lega samstarfi manna, en hann
var ásamt sr. Friðriki Friðriks-
syni fararstjöri í þessari mjög
svo skemmtilegu ferð.
Eftir að Jón lét af for-
mennsku og storfum fyrir Val
hvarf hann að námi sínu með
sama áhuga og viljafestu, og
dvaldist um langt skeið er-
lendis, fyrst við nám og síðar
sem starfandi læknir.
Fyrir okkur Valsmerin er
Jón Sigurðsson hinn stórbrotni
endurreisnarmaður, sem við
stöndum í ævarandi þakkar-
skuld við. Eftir að hann kom
heim aftur, var hugur hans og
hjarta hjá Val, en ný verkefni
tóku hug hans og starfsorku
og þar gekk hann eins einlæg-
ur að verki og í leik fyrrum,
og gat ekki verið tvískiptur þar
fremur en annarstaðar. Hann
gekk með einlægni og alvöru
að verki sínu, í hinu margþætta
borgarlæknisembætti.
Þó hér hafi aðeins verið
dvalizt við afskipti Jóns af
Val og sannarlega stiklað á
stóru, þá kom hann víðar við.
Hann var um skeið í stjóm
Iþróttasambands Islands, og
lét þar mikið að sér kveða,
hann hafði svo mörg hugsjóna-
•-mél fram að færa, og' hálf-
volgur gat Jón ekki verið, hann
hafði sínar skoðanir og hafði
alltaf manndóm til að standa
við þær.
Víðar kom hann við í íþrótta-
málum þó það verði ekki rak-
ið nánar hér.
Hér er Jóni Sigurðssyni og
fjölskyldu - hans árnað heilla,
og honum þakkað skemmtilegt
samstarf frá löngu liðnum dög-
um, og æ síðan.
Ég veit að ég mæli fyrir
mu-nn allra Valsmanna, er ág
flyt Jóni þessar þakkir og ám-
aðaróskir.
Frímann.
> ..... ............ ......—.-
Bílslys viS
Rauðavatn
Á laugardaginn valt Ford bif-
reið við Rauðavatn með þeim
afleiðingum að fimm farþegar,
vistkonur að Hrafnistu, slösuðr
ust. .Konurnar voru á leið til
Reykjavíkur úr skemmtiferða-
lagi og voru tvær þeirra fluttar
á sjúkrahús eftir rannsókn á
Slysavarðstofunni.
Bifreiðin skemmdist verulega
en ökumaðurinn slapp ómeidd-
ur.
Reiknistofnun Háskél-
ans heldur námskeið
I næstu viku, þriðjudaginn 5.
júlí nk. hefst námskeið á vegum
Reiknistofnunar Háskólans.
Kennd verða grundvallarat-
riði várðandi úrvinnslu gagna í
rafeindareiknum og gerð FORT-
RAN-forskrifta. Kennslan miðast
við þann reikni, sem háskólinn
nú á, og verða léyst raunhæf
verkefni í honum.
Þátttaka í námskeiðinu eröll-
um heimil, sem hafa lokiðstúd-
entsprófi úr stærðfræðideild eða
hafa samsvarandi reynslu. Kennt
verður á þriðjudögum og fimmtu-
dögum, en námskeiðinu lýkur 21.
júlí.
Ætlunin er að halda annað
námskeið í september, sem mið-
ast við að þátttakendur hafi
stærðfræðimenntun á borð við
verkfræðinga.
t
v
*