Þjóðviljinn - 29.06.1966, Blaðsíða 5
Miðvifcudagur 29. júni 1966 — ÞJÓÐVILJTNN — SlÐA 5
„Kísilgúrmdlið" til umrœðu ú
almennum fundi í Skjólbrekku
Fréttabréf
ur
AAývatnssveit
Þann 19. þ.m. boðaði sveit-
arstjóm Skútustaðahrepps til
almenns fundar að Skjólbrekku
í ' Mývatnssveit um ,,kísilgúr-
málið“, sem svo er nefnt hér
í sveit. Maettu þar, að tilmæl-
um sveitarstjórnar, stjórn Kís-
iliðjunnar h.f. og fyrir hönd
Náttúruverndarráðs Islands
Gunnar Vagnsson. Hafði þess
fastlega verið óskað að formað-
ur Náttúruverndarráðs mætti á
fundinum og gerði grein fyrir
afstöðu ráðsins til yfirstandandi
og væntanlegra framkvæmda
Kísiliðjunnar hér, en sá mæti
maður hafði flogið til útlanda
þann sama dag, og kvaðst stað-
gengill hans enga sérfræðilega
þekkingu hafa á náttúruvernd,
en las úr bréfum þeim er far-
ið höfðu milli ráðsins og stjórn-
ar Kísiliðjunnar um varúðar-
fáðstafanir til verndar dýralífi
hér, einkum fugla.
Af hálfu Kísiliðjustjórnar
varð fyrir svörum Magnús fjár-
rriálaráðherra frá Mel. Gerði
'Kdftrhdf'úp'phafi miklar gylling-
ar á fyrirtæki þeirra Kísiliðju-
manna; var helzt að heyra sem
gulli og grænum skógum mundi
rigna yfir Mývetninga, sem að
sjálfsögðu ærtu að vera þakk-
látir slíku regni úr sameigin-
legri hendi ríkisstjómar og
Manville-hringsins.
En er fyrirspurnum fjölgaði,
og þá einkum þeim er snertu
fjárhagslega hlið mála, dró all-
mikið úr gullregninu, og var
að heyra undir lokin að nokk-
ur tími kynni að líða áður en
úrhelli félli.
Oddviti Skútustaðahrepps,
Jón Gauti Pétursson, kvað það
misskilning að Kísiliðjan hefði
þurft að reisa hér verksmiðju
til bjargræðis Mývetningum;
þeir væru ekki verr stæðir en
svo að innstæður og skuldir
myndu standast á, hefðu bjarg-
azt hingað til og átt að geta
það eins hér eftir án Kísiliðj-
unnar. Fleiri tóku í sama
streng. Tóku margir til máls
og mjög á einn veg. Létu fu id-
armenn óspart í ljósi mikinn
ugg um náttúruleg og menn-
ingarleg verðmæti sveitarinnar
af völdum nýsmíðis þessa. Las
einn fundargesta upp úr Les-
bók Morgunblaðsins ummæli
amerísks ferðalangs, sem full-
yrðir að verksmiðjur eins og
sú, sem hér er fyrirhuguð, ger-
eyði öllu jurta- og dýralífi
í umhverfi sínu. Vildu fundar-
menn fá svör við því á hvern
hátt sú eyöing ætti sér stað,
en greinarhöfundur taldi mörg
dæmi slíks víða í heiminum.
Ekki var stjórn Kísiliðjunn-
ar kunnug þeim dæmum, né
heldur Finnur Guðmundsson
Magnús Jónsson.
hélt uppi vörnum.
Landbúnaður hefur
ekki við fjöigun
-<•>
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma mun landbúnaðarfram-
íeiðslan ekki ná þeirri árlegu
aukningu um tvo af hundraði,
sem er nauðsynleg til að halda
i við fólksfjölgunina í heimin-
um á tímabilinu 1965—66, segir
í skýrslu frá Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu
þióðanna (FAO). Matvælafram-
leiðslan á hvern jarðarbúa hef-
-<S>
Sðalfundur Fél.
bifreiðasmiða
Aðalfundur Félags bifreiða-
smiða var nýlega haldinn. Stjórn-
in var öll endurkjörin, en hana
skipa: formaður Magnús Gísla-
son og meðstjómendur Hrafn-
kell Gíslason, Sigurður Isaksson,
Krafnkell Þórðarson og Steinn
Guðmundsson. Varamenn eru
Ástvaldur Andrésson og Friðbj.
Kristjánsson
Tvær góðar, gjafir bárust fé-
laginu á fundinum en þær voru
lagasafn 1965 í vönduðu skinn-
bandi frá bifreiðaverkstæðinu
Múla og fagurlega skorinn fund-
arhamar frá Bílayfirbyggingum
s H. ' '
ur ekki aukizt á fyrra helm-
ingi þessa áratugs (1960—65).
Alþjóðleg vérzlun með land-
búnaðarafurðir jókst verulega
á árinu 1965 og sömuleiðis jókst
eftirspurnin.
I skýrslu FAO kemur fram,
að meginorsök þess að ekki
varð meiri allsherjaraukning á
landbúnaðarframleiðslu á ár-
inu 1965 var hin rýra kornupp-
skera í Sovétríkjunum og öðr-
um löndum A-Evrópu af völd-
um þurrka. Vegna slæmra veð-
urskilyrða tókst Kínverjum
ekki að auka uppskeru sína f
landinu norðanverðu, þannigað
útkoman varð svipuð og 1964.
Bæði Norður-Ameríka og Vest-
ur-Evrópa juku landbúnaðar-
framleiðslu sína, basði að magni
og á hvern fbúa.
Á árinu 1965 varð veruleg
verðlækkun á sykri. Verð á
kakói var sömuleiðis „óvenju-
lega Iágt“. Yfirleitt lækkaði
verðlag á útflutningsmarkaðin-
um á fyrstu þremur ársfjórð-
ungum 1965. Hins vegar hækk-
aði verðlag á síðasta ársfjórð-
ungi og hélt áfram að hækka
bæði f iðnaðarlöndum og van-
þróuðum löndum. Þó varð vart
lítils en almenns afturkipps f
löndum sem búa við áætlun-
arbúskap.
Mývatn — eitt af náttúruundrum veraldar.
fuglafræðingur. sem fenginn
var til að mæta á fundinum
og svara fyrirspurnum um per-
sónulegt álit sitt á málinu,
en hann er hér kunnur að á-
huga á fuglalífi og kunnugur öll-
um aðstæðum hér. Flutti hann
stutta en glögga greinargerð
fyrir afstöðu sinni til málsins,
kvað mestu hættum stafa af
þéttbýli, að sínu áliti, og eng-
ar varnir duga að fullu. Einn-
ig staðfesti hann það, sem
margir Mývetningar hafa haft
eftir vísindamönnum, innlend-
um og erlendum sem hér hafa
dvalið gestir, að Mývatnssveit
— og þá ekki sízt vatnið sjálft
— væri eilt veraldanjndur frá
sjónarhóíi jarð- og náttúru-
fræðivísinda. En til vísinda-
rannsókna hér hefði aldrei
fengizt fé, og var ekki að heyra
að slík fjárveiting mundi á
næstu grösum. (Mætli, ef til
vill, spara eitthvað til slíkrar
starfsemi með því að draga úr
ónauðsynlegum utanförum?)
Mikið af umræðum snerist
um hæltuna á olíumengun
vatnsins frá dælupramma Kís-
iliðjunnar, og hafði stjórnin
heitið varúðaráðstöfunum, sem
fullnægja kröfum Náttúruvernd-
arráðs, eftir bréfagerðum beggja
að ætla. En allir sem að Skjól-
brekku voru staddir þennan
dag — þar með talinn Magn-
ús fjármálaráðherra frá Mel —
virtust á einu máli um að eng-
inn mannlegur máttur gæti þó
fyrirbyggt slys af þessum að-
gerðum. En þá áhættu kvað
fjármálaráðherra menn verða
að sætta sig við, vegna þess
mikla gróða, sem fyrirtækið
myndi gefa í aðra hönd þegar
stundir liðu. Nokkuð virtist þó
á huldu hvert sá gróði skyldi
lenda og svör við fyrirspurnnm
um það efni harla loðin.
Og ekki virtust fundargestir
heldur gráðugir í gæsina and-
spænis áhættunni. Bentu ýms-
ir á að búskap mundi allhætt
í samkeppni við Kísiliðjuna;
kvað formaður Búnaðarfélags-
ins merki þess þegar komin í
Ijós á þessu vori er ekki væri
efnt til neinna búnaðarlegra
byggingaframkvæmda hér í
sveit, sem mun einsdæmi í
langan tíma.
Ennfremur var rætt um hinn
nýja veg um Hólasand til
Húsavíkur, sem lagður verður
vegna Kísiliðjunnar. Var það
álit margra mælenda, að þar
hefði ekki síður verið flanað
að framkvæmdum, en með nið-
ursetningu kísilgúrverksmiðju
við Mývatn. Telja kunnugir
mjög vafasamt að velja þá leið
sem vetrarveg. Stjórn Kísiliðj-
unnar bar af sér alla ábyrgð
á vegarstæði þessu, en oddviti
og fleiri Mývetningar þjörmuðu
svo að henni, að fjármálaráð-
herra viðurkenndi að stjórnin
hefði óskað eftir vegarlagningu
skemmstu leið til Húsavíkur, án
tillits til íbúa þeirra þriggja
hreppa, sem nú byggja afkomu
sína að miklu leyti á viðhaldi
gamla vegarins til Ilúsavíkur.
Reyndust menn uggandi um
Iryggð forsjármanna vorra við
landbúnaðarveginn þegar kísil-
gúrvcgurinn kallaði að samtím-
is um viðhald á vetri og sumri.
Og þótt fjármálaráðherra
fullyrti, að svo hjartfólgnir
væru hagsmunir Mývetninga
Kísiliðjustjórn, nð hún hefði
viljandi samið um skattaálögur
fyrirtækinu í óhag Mývetning-
um til g<jða, þá var som bú-<^
endur tregðuðust enn við að
votta þessum nýja sveitupga,
John Manville, fullkomið traust.
Vildu þeir fá sem gersta upp-
fræðslu um hlut hans og að-
stöðu í sem ílestum greinum
varðandi væntanlegt snmbýli.
Fjármálaráðherra upplýsti þá
að 8—9% hlutafjár væri enn
óráðstafað og mundi boðið
sveitarfélögum, 51% skyldi vera
ríkiseign, en auðhringurinn eigi
undir 40% cigandi. Ennfremur
gaf ráðherra í skyn, að samn-
ingar mundu gerðir við sveit-
arstjórn Skútustaðahrepps um
öll atriði varðandi Mývatns-
sveit, þótt ekki væri það ráð
tekið í upphafi, nema til mála-
mynda. Fullyrti hann, að hcfðu
Mývetningar látið í Ijósi ein-
dregnar dskir um að ekki yrði
stofnað til kísilgúrvinnslu við
Mývatn, þá hefðu stjórnarvöld
vor tekið þá afstöðu til greina
þegar í stað og aldrei stofnað
til Kísiliðjunnar háeff. Kom
mörgum spánskt fyrir sú yfir-
lýsing ráðherrans, þvi að ekki
hafa menn reynslu af slíkri til-
Iitssemi stjórnarvalda við ósk-
ir almennings undangengna
áratugi, sé frá dregin ósk
fjórtán þús. dátasjónvarpsneyt-
enda á Suðurnesjum síðastliðið
vor, um óskorað frelsi til slíkr-
ar menningarneyzlu.
Fundur þessi var mjög fjöl-
sóttur af hálfu Mývetninga,
sem vænta mátti, því að af-
drifaríkara stórmál hefur senni-
lega aldrei borið að höndum
okkar hér í sveit. Fannst mörg-
um að fundur sem þessi hefði
mátt vera fyrr haldinn, eða
áður en verulegar framkvæmd-
ir hófust, því enga varðaði
það meir en okkur Mývetninga,
sem hér er á döfinni. Uppl.vs-
ingar hefur okkur skort til-
finnanlega um þetta mál, og
var til þessa fundar stofnað
fyrst og fremst til að bæta úr
því, þó seint sé.
Og hver varð svo árangur-
inn fyrir okkur Mývetninga?
Fáum spurningum svarað svo
að fullnægjandi geti talizt, við
öðrum gefin loðin svör, sum-
um ósvarað er fram komu.
Fundartími ákveðinn af Kísil-
iðjustjórn kl. fjögur e.h.. tveim-
ur tímum síðar en hentugast
var fyrir sveitarmenn, og fund-
artími því mikils til of stutt-
ur. Þegar þá það við bættist
að íundai-stjóri, Pétur Jónsson
hreppstjóri í Reynihlíð, sleit
fundi af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum í miðjum klíð-
um á áttunda tímanum. Margt
var þá órætt er menn vildu
taka til meðferðar í þessu máli,
og ýmsar spurningar ókomnar
fram.
I>að er j)ó ljóst eftir þennan
fund, að engin trygging er hér
gefin fyrir náttúruvernd, og
mun reynslan ein verða látin
svara hvernig um það fer. Þá
er og allt þoku hulið hver at-
vinnulegur eða fjárhagslegur
vinningur Mývatn.ssveit er að
tilkomu þessa fyrirtækis, enda
ekkert verið samið við Mý-
vetninga um þetta mál, ef frá
eru taldir einbverjir samningar
við landeigendur í Reykjahlíð,
sem fjármálaráðherra taldi að
væru einkamál þeirra og kísil-
iðjumanna og kæmu þessum
fundi ekki við. Var ekki hægt
að skilja það á Kísiliðjustjórn,
að hún áliti Mývetningum bera
neitt húsbóndavald yfir sinni
sveit, en sumir hér í sveit
hafa gerzt svo bíræfnir að
halda slíku fram.
F^’rir Kísiliðjustjórn er fund-
urinn lærdómsríkur að því
leyti, að hún komst að raun
Birgir Kjaran.
— i'laug til útlanda.
Finnur Guðmundsson.
— svaraði íyrirspumum.
um það, að fjöldinn allur af
Mývetningum — og efalaust
meirihlutinn — er í vafa um
ágæti þessa fyrirtækis fyrir sitt
byggðarlag, eins og allt er í
pottinn búið, og gagnrýna þó
einkanlega hvernig að þessum
málum hefur verið unnið. Enda
fengust ekki nema tveir Mý-
vetningar, af öllum þeim er
til máls tóku, til að þakka Kís-
iliðjustjórn frammistöðuna og
lýsa yfir stuðningi sínum við
hið væntanlega fyrirtæki.
Hljóta það að vera stjóm-
inni sár vonbrigði. og mætti
ætla að forráðamenn Kísiliðj-
unnar gætu dregið af þvi þann
lærdóm, að þeir tækju meira
tillit til Mývetninga og þeirra
hagsmuna £ þessu máli fram-
vegis en hingað til. Ef svo fer,
ma segja að þessi fundur hafi
ekki verið til einskis haldinn.
Garði, 21. júní 1966.
Starri.
ILO vinnur að reg/um um
samstarf innan fyrirtækja
Aukin og bætt samskipti
milli stjórnenda og starfs-
manna fyrirtækja — gagn-
kvæm skipti á upplýsingum,
skoðunum og hugmyndum á-
samt rannsókn á kvörtunum —
verða æ meir aðkallandi til
að komast hjáóánægju ávinnu-
stað, segir í skýrslu sem nú
er til umræðu á fimmtugustu
alþjóðlegu vinnumálaráðstefn-
unni í Genf.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Alþjóðavinnumálastofnunin (I-
LO) tekur þessi vandamál til
meðferðar i því skyni að fá
samþykktar einhverjar alþjóð-
legar reglur um þau.
Jafnvel þar sem andinn er
hvað beztur milli atvinnuveit-
anda og launþega koma alltaf
öðru hverju upp misklíðarefni
eða misskilningur, segir í
skýrslunni. Því stærri sem fyr-
irtækin verða, þeim mun meiri
kröfur eru gerðar til þess að
sambandið milli stjóiTienda og
starfsmanna sé snurðulaust.
Geri stjórnendurnir raunhæfar
ráðstafanir til að koma í veg
fyrir eða kveða niður ósam-
komulag í fyrirtækinu, skapast
betra andrúmsloft fyrir samn-
ingsumleitanir og sameiginlegar
ákvarðanir, og í mörgum til-
vikum er hægt að koma í veg
fyrir alvarlega misklíð sem
leiði til verkfalla.
Vinnuþeginn verður að eiga
þess kost að láta í ljós óánægju
sína, annars hefur óánægjan
áhrif á vinnusiðgæði og afköst.
Hann á að fá vitneskju um
breytingar og nýjar ákvarðan-
ir. Auk þess verður hann að
finna, að tillit sé tekið til hans
sjónarmiða. Sambandið milli
vinnuveitenda og vinnuþega
verður að aukast samhliða
stækkun og sérhæfingu fyrir-
tækisins.
Annað mikilsvert efni áráð-
stefnunni i Genf er hlutverk
Alþjóðavinnumálastofnunarinn-
ar í eflingu iðnþróunar í van-
þróuðum löndum. Forstjórinn,
David A. Morse, lagði i árs-
skýrslu sinni ríka áherzlu á
nauðsyn þess, að Alþjóðavinnu-
málastofnunin aðstoðaði þessi
lönd við að vinna bug á ýms-
um tálmunum sem tefja iðn-
þróunina. Hann sagði m.a. að
þau ættu að fá aðstoð við að
skilgreina og framkvæma at-
vinnumálastefnu sem gerði
þeim fært að hagnýta og þróa
«1 hins ýtrasta eigið vinnuafl.
1 skýrslunni er vikið að ýms-
um félagslegum og atvinnuleg-
um vandamálum, sem hafa á-
hrif á gang iðnþróunarinnar.
t
«
1