Þjóðviljinn - 05.08.1966, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fösfcudagur 5. ágúst 1966.
Ctgefcandi: SameiiiingarOofckpur alþýdu — SóeíalistaflofcJc-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jódssod (áb). Magmís Kjartanssoo,
Sigurður Guðmtmdsson.
Fréttaritstjári: Sigurður V. Fiiðþjófsson.
Auglýslngastj.: Þorva’dur ffóhannessan.
Síml 17-500 (5 lfnur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 5.00.
ÁróðursfullYrðingum hnekkt
Olöðum hefur ekki orðið tíðræddara um annað
þessa viku en viðtal Þjóðviljans við EðvaTÖ
Sigurðsson, formann Verkamaamafélagsins Dags-
brúnar, sem birt var á sunnudaginn. Hefur ekki
með rökum verið reynt að hnekkja hinum skýru
og öfgalausu ummælum Eðvarðs um áróðursfull-
yrðingar Morgunblaðsins varðandi 15—20% aukn-
ingu á kaupmæ'tti tímakaups verkamanna og allra
láglaunamanna. Eina vöm Morgunblaðsins er sú
að Eðvarð hafi lagt of mikið upp úr viðmiðun við
verðlag almennrar neyzluvöru, en ekki fram-
færsluvísitöluna. En Eðvarð benti einmitt á tvö
veigamikil atriði önnur, húsnæðiskostnað og
skattgreiðslur, og fór um það m.a. þessum orðum:
„Nú er það alkunnugt að framfærsluvísitalan er
reiknuð með algerlega óraunhæfum húsnæðislið
og mörgum öðrum liðum sem teljast verða mjög
vafasamir. Væri fróðlegt að spyrja mann sem býr
í leiguhúsnæði, að ékki sé 'falað um mann sem
stendur í byggingaframkvæmdum, hvort kaup-
máttur þeirra sé fimmtungi meiri gagnvart þess-
um atriðum nú en var fyrir tveimur árum. Eða
hverjir telja sig standa nú 20% betur að vígi gagn-
vart skattgreiðslum en fyrir tveimur árum“. Ekki
þarf nema að benda mönnum á þessi atriði og biðja
menn að líta í eigin barm til þess að þeim verði
ljósf að áróðursfullyrðingar Morgunblaðsins eru
sjónhverfingar einár. Byggingarkostnaður og verð-
lag á íbúðum hefur aukizt stórkostlega á þessum
síðustu árum svo stöðugt verður örðugra að kljúfa
hann. Ölium er augljóst að í því kapphlaupi
verður kaupið langt á eftir. Og sízt mun auðveld-
ara að eiga fyrir útsvari og sköttum.
Ifegna þess að í samningunum 1964 tókst verka-
* lýðshreyfingunni að hnekkja stefnu ríkisstjórn-
ar Alþýðufiokksins og Sjálfstæðisflokksins að ekki
mætti greiða vístöluuppbæfur á kaup, hafa verka-
lýðsfélögin síðan getað beitt sér meira að umbót-
um á öðrum samningssviðum jafnframt því að
semja um kauphækkun. Eðvarð nefndi af því 1
viðtali. sínu styttingu vinnutíma, aukið orlof,
greiðslur vegna helgidaga, lengingu á greiðslum
vegna veikindadaga, orlofssjóðinn nýja, aukin hús-
næðislán og samning um félagslega lausn húsnæð-
ismála. En því fer að sjálfsögðu fjarri eins og
stundum er gefið í skyn í stjórnarblöðunum að
þessir ávinningar verkalýðshreyfingarinnar hafi
verið færðir henni af góðvilja ríkisstjórnar eða at-
vinnurekenda. Allir þessir ávinningar hafa fengizt
vegna styrks verkalýðshreyfingarinnar, eftir harða
samningabaráttu. Hlutur ríkisstjómarinnar hefur
verið m.a. að gera að úrslitaskilyrði lagfæringa
sem fengust á húsnæðislánum jafnfráleitt atriði
og vísitölubindingu húsnæðislánanna, sem hefði
þær afleiðingar ef verðbólgán heldur áfram með
sama hraða að húsnæðislán að upphæð 280 þús. kr.
yrði að greiða á 25 árum með röskum tveimur
miljónum króna. Og sviksemi og ráðaleysi ríkis-
stjómarinnar í verðbólgumálunum hafa rýrt all-
an ávinning verkamanna og annarra launamanna.
— s.
Síldveiðarnar fyrir norðan og austan:
151 skip meí afla, — 139
með 100 lestir eða aneira
Reykjanes Hafnarfirði 582
Runólfur Grundarfirði 139
Seley Eskifirði 2879 -
Siglfirðingur SiglufirSi 1801
Sigurborg Siglufirði 1167
Sig. Bjarnason Akureyri 2890
Sig- Jónsson Breiðd.v. 913
Sigurfari Akranesi 706
Sigurpáll Garði 813
Sigurvon Reykjavík' 1136
Skálabérg Seyðisfirðií'5) ! ;!i'122
Skímir Akranesi . . 868
Snæfell Akureyri 3702
Afli einstakra skipa á síld-
veiðum Norðanlands og austan
tii og með 30- júlí 1966- Kunn-
ugt er um 151 skip, sem feng-
ið hafa einhvem afla. Þar af
eru 139 með 100 lestir og þar
yfir og fylgir hér skrá yfirþau
skip. Enn hafa ekki boriztupp-
iýsingar frá nokkrum söltun-
arstöðvum er því aflamagn
sumra skipa lægra en vera
skyldi.
Aflamagnið er mælt í smá-
lestum.
Akraborg Akureyri 1288
Akurey Homafirði 638
Akurey Reykjavík 1989
Anna Siglufirði ' 542
Amar Rvík 2442
Amames Hafnarfirði 325
Ámi Geir Keflavík 607
Ámi Magnúss- Sandgerði 2268
Ásbjöm Rvík 2815;,
Ásþór Reykjavík 1575
Auðunn Hafnarfirði 1359
Baldur Dalvík 707
Barði Neskaupstað 3076
Bára Fáskrúðsfirði 1891
Bergur Vestmannaeyjum 478
Bjarmi II Dalvík 1867
Bjartur Neskaupstað 2833
Björg Neskaupstað 752
Björgúlfur Dalvik 774
Björgvin Dalvík 1086
Búðaklettur Hafnarfirði 1601
Dagfari Húsavik 2040
Dan Isafirði 148
Einir Eskifirði 192
Eldborg Hafnarfirði 2118
Elliði Sandgerði 1671
Fagriklettur Hafnarfirði 543
Faxi Hafnarfirði 2333
Fákur Hafnarfirði 1332
Framnes Þingeyri 1137
Freyfaxi Keflavík 197
Fróðaklettur Hafnarfirði 726
Garðar Garðahreppi t 1115
Geirfugl Grindavik 384
Gissur hvíti Hornafirði 139
Gísli Árni Rvík 3439
Gjafar Vestmannaeyjum 1285
Glófaxi Neskaupstað 336
Grótta Rvík 1483
Guðbjartur Kristján Isaf. 2114
Guðbjörg Sandgerði 1843
Guðbjörg ísafirði 1333
Guðbjörg Ólafsfirði 705
Guðm. Péturs Bolungavík 1944
Guðm. Þórðarson Rvík 603
Guðrún Hafnarfirði 1810
Guðrún GuðJeifsd. Hnífsd- 1328
Guðrún Jónsd- ísafirði 1567
Guðrún Þorkelsd. Eskif. 1270
Gullberg Seyðisfirði 1743
Gullfaxi Neskaupstað 787
Gullver Seyðisfirði 2086
Gunnar Reyðarfirði 1344
Hafrún Bolungavík 2498
Hafþór Rvík 263
t
Halkion Vestm.eyjum 1818
Halldór Jónsson Ólafsvík 732
Hamravík Keflavík 1259
Hannés Hafstein Dalvík 1981
Haraldur Akranesi • 1449
Hávarður Súgandafirði 196
Heimir Stöðvarfirði . 1996
Helga Reykjavík 1207
Helga Björg Höfðakaupstað 758
Helga Guðmd. Patreksf. 2613
Helgi Flóventsson Húsav- 1577
Héðinn Húsavík 808
Hoffell Fáskrúðsfirði 1,129
Hólmanes Eskifirði 1255
Hrafn Sv-bj.s. III Grindav. 649
Huginn II Vestmannaeyjum 363
Hugrún Bolungavík 1044
Húni II Höfðakaupstað 493
Höfrungur II ’Akranesi 1037
Höfrungur III Akranesi 1679
Ingiber Ólafss. II. Y-Njv. 1975
Ingvar Guðjónss. Sauðárk. 1241
Jón Eiríksson Hornafirði 147
Jón Finnsson Garði 1861
Jón Garðar Garði 2817
Jón Kjartansson Eskif. 3432
Jón á Stapa Ólafsvík 690
Jón Þórðarson Patreksfirði 302
Jörundur II Rvik 2077
Jörundur III Reykjavík 2074
Keflvíkingur Keflavík 1158
Krossanes Eskifirði 1475
Loftur Bakjv-s. Dalvík 1874
Lómur Keflavík 2129
Margrét Siglufirði 1430
Mfmir Hnífsdal 232
Náttfari Húsavík 1008
Oddgeir Grenivík 1478
' Ólafur Bekkur Ólafsfirði 714
Ól. Friðbertsson Súgandaf. 1885
Ólafur Magnússon Akure. 3060
Ólafur Sigurðsson Akran. 2392
Ólafur Tryggvason, Homaf- 329
Óskar Halldórsson Rvík 2461
Pétur Sigurðsson Rvík 587
Reykjaborg Rvík 2717
Snæfugl Reyðarfirði
Sóley Flateyri
Sólfari Akranesi
Sólrún Bolungarvík
Stapafell Ólafsvík
Stígandi Ólafsfirði
Sunnutindur Djúpavogi
Súlan Akureyri
Svanur Súðavfk
áveinbjöm Jakobss. Ól-v.
Sæfaxi II Neskaupstað
Sæhrímnir Keflavík
Sæúlfur Tálknafirði
Sæþór Ólafsfirði
Viðey Reykjavík
Víðir II Garði
Vigri Hafnarfirði
Vonin Keflavík
Þcrbjöm II Grindavífc
Þorleifur Ólafsfirði
Þórður Jónasson Akure-
Þorsteinn Rvík
Þrymur Patreksfirði
Æskan Siglufirði
ögri Reykjavík
219
'i 907
/s814
1462
294
|794
854
2107
198
366
■ 603
326
■ 590
. 661
j854
393
1964
1207
•1335
837
3495
.2440
.563
229
1289
Alþjóiastofnun fyrírhugui um
húsnæðismál og borgaskipulag
Efnahags- og félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna, sem kom
saman til árlegs fundar í Genf
5. júlí s.l., hafði m.a. á dagskrá
sinni tillögur um nýja stofnun
sem hafa á með höndum gagna-
söfnun um húsnæðismál, bygg-
ingarmál og skipulagningu
borga. Hefur komið til orða
að hún hafi aðsetur annað hvort >
í Róm eða Nýju Delhi, en bæði
ítalir og Indverjar hafa boðizt
til að hýsa stofnunina.
Á aðalstöðvum Sameinuðu
þjóðanna í New York er þegar
til miðstöð fyrir þessi mál, en
lengi hefur verið þörf á stofn-
un til að safna saman, sam-
ræma og dreifa upplýsingum
um niðurstöður rannsókna á
þessu sviði. Hin nýja stofnun
verður upplýsingamiðstöð þar
sem öll gögn varðandi þessi
mál verða tilgengileg. Hún
verður einnig tengiliður milli
vísindamanna og stofnana sem
fjalla um húsnæðismál og
skipulagningu borga. Með því
að safna saman niðurstöðum
rannsókna á skipulegan hátt
gera menn sér einnig vonir um
að geta bent á eyður sem fylla
beri út í. Að sjálfsögðu mun
stofnunin starfa í nánum
tengslum við miðstöð Samein-
uðu þjóðanna fyrir húsnæðis-
og byggingarmál.
Gert er ráð fyrir að við
stofnuniría starfi um 20 manns.
Samkvæmt tillögu frá húsnæð-
is- og byggingamálanefnd Sam-
einuðú þjóðahna eiga ' aðeiTiS **
fjórir menn sæti í stjórn vænt-
anlegrar stofnunar; einn full-
trúi fyrir sérstofnun Samein-
uðu þjóðanna (stungið hefur
verið upp á Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni), eirín fulltrúi
fyrir óopinbera stofnun (stung-
ið hefur verið upp á Alþjóða-
ráði byggingarmálarannsókna.
CIB), einn fyrir hinar svæðis-
bundnu efnahagsnefndir Sam-
einuðu þjóðanna og loks for-
maður áðurnefndrar húsnæðis-
og byggingamálanefndar Sam-
einuðu þjóðanna. ^
ið bent á byggingu þar sem
hýsa m'egi hana. Indverjar vilja
gjarnan tengja stofnunina ind-
versku byggingarmálastofnun-
inni sem undanfarin tíu ár hef-
ur haft yfirumsjón með bygg-
ingamálum í Asíu undir hand-
leiðslu Sameinuðu þjóðanna
og með styrk frá þeim. Bæði
starfslið og húsrýmí er t"
reiðu, og Indverjar bjóðast ttí'
að leggja fram 1,2 miljónir
dollara (51.600.000 ísl. kr.) til
að setja stofnunina á laggirnar
og 300.000 (12.900.000 ísl. kr.)
til daglegra útgjalda. Þegar síð-
ast fréttist hafði ekki verið
gert út um þessi mál, en bæði
ítalir og Indverjar eru mót-
fallnir tillögum um að skipta
verkefnunum milli tveggja að-
greindra stofnana.
(Frá S.-Þ.)
A Italíu eða Indlandi
ftalir. hafa boðizt til að greiða
400.000 dollara (17.200.000 ísl.
kr.) árlega til daglegra útgjalda
stofnunarinnar, verði aðsetur
hennar í Róm. Þegar hefur ver-
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Greiðið félagsgjöldin í skrif-
stofuna í Lindarbæ. Fulltrúá-
ráðsfólk vitji fulltrúaráðá‘
skÍTteina á sama stað-
* \
lUjMÍHtlíjM
''M'
fslenzk móðir ungs banda-
rísks hermanns hefur átt
viðtal við blaðamenn . ef
verða mœtti til skilnings-
auka á því að sonur henn-
ar strauk úr herþjónustu á
Keflavíkurflugvelli. Hann
hafi verið „lítt hneygður
til herþjónustu“ (Mbl.) og
hafi sótt um að verða ís-
lenzkur ríkisborgari. Tím-
inn hefur það eftir móður
piltsins að hann hafi unað
lífinu í hernum illa, sér-
staklega hefði hann „kunn-
að illa við vistina í sérstök-
um œfingabúðum í Banda-
ríkjunum, þar hefði einn
pilturinn reynt að svipta
sig lífi vegna hins stranga
heraga“.
☆ ☆ ☆
íslendingar þurfa að
kynnast útlendingum til
þess að skilja hve mikils
virði var ákvörðun stofn-
enda íslenzka ríkisins að
Island skyldi vera friðlýst
og herlaust land. Herskyld-
an og hermennskuþjálfun
ungra manna verður þeim
oft þungbœr reynsla, og
hver sá ungur maður sem
losnar við kennslu í skipu-
lögðum og allt að þvi vís-
indalegum morðum og
manndrápsaðferðum er sæll
og heppinn. Sá hrottafengni
grimmdarskóli verður ó-
hörðnuðum mönnum oft
lítt bærilegt álag og stund-
um ofraun. Þessu er sjald-
an lýst svo sem vert væri
í skáldskap eða frásögn.
Nókkra hugmynd um það
hvernig umhverfi og vist-
arvera bandaríski herinn er
má þó fá í allbersöglum
bókmenntum frá heims-
styrjöldinni, til dæmis hinni
heimskunnu skáldsöau Nor-
mans Mailers, Naktir og
dauðir, — og raunar inn-
sýn í bandariskt þjóðfélag
um leið. Og það virðist ékki
vera notalegt þjóðfélag né
neitt sœluriki frelsis og
manngöfgi. samkvœmt lýs-
ingum beztu rithöfunda
Bandaríkj anna.
☆ ☆
Mér er minnisstœtt frá
árunum eftir stríð o-ð við
vorum nokkrir saman að
rífa yfirgefna hermanna-
bragga uppi í Mosfellssveit.
dð þá lágu þar í einum
bragganum bókaræflar. Ein
þeirra var kennslubók her-
manna og handbók í þeim
fræðum að. ganga á land
gegn óvinum. Og þar var
m.a. nákvæm lýsing á ■ því
hvernig æskileqast væri að
drepa mann á verði, Síib’
að sem minnstur hávaði
hlytist af því. Skyldi læðst
að honum ef þess yæri
nokkur kostur, freistað að
grípa fyrir munn honum- og
dregið eldsnöggt á barká
hans með hárbeittum hníf.
Teikning fylgdi til að sýna
takið rétt.
Hvernig yrðu viðbrögð
venjulegra íslenzkra pilta
við slíkum og áþekkum
kennslufræðum? Og skyldi
nokkur maður verða samur
aftur sem hlotið hefur hérn-
aðarþjálfun? Sem betur fer
hafa einunais fáir íslend-
ingar gengið í þá grimmu
skóla. Feður okkar skiluðu
landinu sjálfstœðu. frið-
lýstu og herlausu. Gœtum
við gefið börnum , oíckar
betri gjöf?