Þjóðviljinn - 06.08.1966, Side 4
4 SÍÐA — MÖÐVILJXNtl — l<augardagur 6. ágóst 1966-
Otgeíandi: Samelnlngarflolckui alþýðu — SóedalistaOokk-
nttaa.
Ritatjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Rjartanæoo,
Sigurður Cadmundsson.
fréttaritstjóri: Sigurður V. Piiðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorva’dur J<tT'.annesson.
Síml 17-500 (5 lfnur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa-
söluverð kr. 5.00.
Stríðsg/æpadómstól/
JJeimsathygli vekur barátta hins háaldraða brezka
heimspekings Bertrand Russels að friðarmál-
um og gegn árósarstríði Bandaríkjanna í Víetnam.
Undanfarin ár hefur Russell unnið sleitulaust að
friðarmálum og beitt heimsfrægð sinni gegn kjarn-
orkuvígbúnaði og stríðshættu. Hann hefur snúið
sér 'til voldugustu manna stórveldanna með mynd-,
ugleik vísindamannsins og sagt þeim til synd-
anna, og ritað í greina- og bókarformi um vanda-
mál friðar og stríðs. Og hvarvetna um heimsbyggð-
ina er hlustað á rödd hins aldna brezka heimspek-
ings.
JJertrand Russell hefur í ræðu og riti fordæmt
hryðjuverk Bandaríkjanna og leppa þeirra í
.Víetnam. Ef verða mætti til þess að vekja sam-
vizku heimsins hefur Russell nú skipulagt óopin-
beran stríðsglæpadómstól, sem samkvæmt frétta-
skeytum síðustu daga á að koma saman í París í
nóvember til að fjalla um ákærur á héndur John-
son Bandarí kj aforseta og nánustu samstarfs-
mönnum hans fyrir stríðsglæpi. í dóminum munu
sitja 12 15 Evrópumenn og Suður-Ameríkumenn
sem kunnir eru á sviði alþjóðastjórnmála, lögfræði,
trúmála, þjóðfélagsmála og lista. Verða meðal
dómaranna frönsku rithöfundarnir Sartre og Sim-
ane de Beauvoir, ítalski lögfræðingurinn og rit-
stjórinn Lelio Basso, Lazaro Cardenas fyrrverandi
Mexíkóforseti, júgóslavneski sagnfræðingurinn
Dedijer, sagnfræðingurinn Isaac Deutscher, ítalinn
Danilo Dolci og þýzk-sænski höfundurinn Peter
Weiss. í fréttaskeytum segir ennfremur að vitna-
leiðslur muni standa í tólf vikur og því næst verði
dómur kveðinn upp. Um tvö hundruð manns muni
koma flugleiðis frá Víetnam til að bera vitni fyrir
dóminum.
'é7^
Qnnur frétt varðandi Víetnam hefur einnig vakið
heimsathygli undanfama daga, yfirlýsingar
fjögurra hinna kunnustu fréttaritara Bandaríkja-
manna sem verið hafa austur þar um fréttafals-
anir Bandaríkjaherstjómarinnar varðandi stríðið
í Suðaustur-Asíu og hvemig bandaríska þjóðin sé
blekkt um eðli stríðsins með hinurr\ opinbera
bandaríska áróðri. Þetta ætti sérstaklega að verða
umhugsunarefni íslenzku Natóblöðunum sem und-
antekningalítið hafa talið sér skylt að taka hinn
fáránlega blekkingaáróður bandarískra stjómar-
valda um Víetnamstríðið sem heilagan sannleika
og afsakað hvers konar hryðjuverk Bandaríkja-
manna og leppa þeirra þar með því að verið sé
að „berjast gegn kommúnismanum“. Sú afstaða
og undirgefni við bandarískan áróður er nú orðin
sjaldséð í erlendum blöðum. Stríðsglæpadómstóll
Bertrand Russells og uppljóstranir hinna banda-
rísku fréttaritara ættu að vera nokkur viðvörun
og bending um hversu smánarlegt er að íslenzk
blöð skuli gera áróður Bandaríkjahers í Víetnam
að sínum og telja að stríðið þar sé krossferð fyrir
vestrænaf hugsjónir. — s.
Hann segir, gerir og skapar.það sem
aðrir láta sig aðeins dreyma um
mmrnm
Dýrlingur bandarískrar skólaæsku —
Baldinn strokumaður — Söngvari
mótmælanna — Líkt við Faulkner og
Hemingway — Engrnn þekkir hann
Sá ekki dagsins
Ijés í 130 daga
Frægðin kom yfir Bob Dylan
eins og skýfall. Fyrir
fimm árum var hent í ’hann
' tveim dollurum eða svo fyrir
að hamra á gítar á krám í
New„, York. Nú flýgur hann i
einkaflugvél milli hljómleika-
sala- Hér virðumst við semsagt
hafa enn eina væmna banda-
riska sögu um blaðastrákinn
sem varð forseti. Svo er þó
ekki — Bob Dylan er þekkt-
asti „mótmælasöngvari“ Banda-
ríkjanna-
Bob er aðeins 25 ára. Hánn
er lérvitur með afbrigðum og
siðhærður í anda kynslóðar-
innar. Hann gerir sig sekan
um bamalegar tiltektir og auk-
lýsingabrellur — lætur til dæm-
is þjón sinn krumpa sérstak-
lega brækur sínar á morgnana
og kemrar matarleifum fyrir í
skyrtu sinni áður en hann fari
út að ganga- En sæmilega
virðuleg bandárísk blöð hafa
nefnt hann í sömu andrá og
William Faulkner og Ernest
Hemingway.
★
Bob Dylan leikur á gítar í
taugaóstyrkri ákefð. rödd
hans er hrjúf og á milli á-
deiluvisna sinna, þegar aðrir
söngvarar kjósa að taka sér
smáhvfld, blæs hann stuttar-
leg hljóð úr munnhörpu, sem
hann festir framan á sig.
Söngva sína semur hann
sjálfur og kallar þá ekkl ,,songs“
heldur „stories" — sögur, því
þar er jafnan sagt frá ein-
hverju: frá einverunnl frá fá-
tækt, frá grimmd jog örvænt-
ingu. Sögur hans eru árásir á
styrjöld, kynþáttahatur, atóm-
sprengjuna, á hverskcnar órétt-
læti. Hann hefur sagt: „Mestu
glæpamennimir eru þeir sem
Mesti signr Bobs Dylans: í fyrra söng hann fyrir sjötíu og
Newport-hátíðinni.
fimm þúsund áheyrendur á
reisn án glöggra markmiða.
Ljóð hans og líf hafa einhverja
þá töfra, sem margir láta heill-
ast af. Hann segir, gerir og
skapar það sem aðrir láta sig
í bezta falli dreyma um-
Merkari höfundur en Saul Bellow og Norman Mailer?
Tíu ára gamall strauk þessi
þrjózki drengur, sem þá
hét enn Robert Zimmermann,
í fyrsta sinn frá heimabæ sín-
um, Hibbing, námubæ í Minne-
sota (hann tók síðán upp nafn
eftirlætisskálds síns Dylans
Thomas frá Wales). Stroku-
maðurinn komst til Chicago og
þar kenndi götusöngvari einn
honum undirstöðuatriði í gítar-
leik. Síðan sendi lögreglan hann
heim aftur- Dylan sagði siðar:
„Hibbing er elskulegur gamall
bær, ég strauk þaðan tíu, tólf,
þrettán, fimmtán, fimmtán og
hálfs, sautján og átján ára
gamall. Ég náðist alltaf og var
sendur heim aftur — utan einu
sinni“. .
Eftir aðra strokutilraun (þá
var hann tólf ára) lærði harm
að spila á píanó og munnhörpu
og æfði sig á sérkennilegri
tegund hörpu- A milli flökku-
Ieiðángra lauk hann við skóla
og var sex mánuði við háskól-
ann í Minne?ota. Hann hrósar
sér af því, að hafa ekki opnað
bók meðan hann var þar, og
hann kveðst síðan ekki geta
skilið hvernig fólk fáist til að
leggja á sig langskólanám.
í fjórtán mánuði flakkaði
aði hann um Bandaríkin með
gítar sinn og söng á götum og
strætum. I ársbyrjun 1961
komst hann til New York og í
„Gerde’s Folk City“ í lista-
mannahverfi borgarinnar, Gre-
enwich Village, var honum
tekið sem jafningja- 1 frum-
kemur, allir vita hvert hann
fer: ofar, hærra . . .“
★
Málfar Dylans er harðneskju-
legt, knappt, stundum dá-
lítið klunnalegt. En ,,sögur“
hans fjalla jafnan um efni sem
er efst á baugi og hann tekur
með þeim ákveðna afstöðu.
Þegar hnefaleikameistari,
blökkumaður, týndi titli og
lífi á hnefaleikapallinum, varð
til ballaðan ,,Hver drap Davey
Moore?“ Þegar loftárásirnar á
Norður-Vietnam hófúst, mót-
' mælti Dylan með „Herrar
stríðsins“. Söngur hans ,,Blow-
in’ in the Wind“ — sem mætti
e-t.v. þýða „Svarið veit vind-
urinn einn“, flaug um allan
heim.
Bandarískri æsku er Bob
Dylan miklu meira en söng-
stjarna sem selur kynstrin öll
a£ plötum. Skoðanakönnun með-
al stúdenta ieiddi það í Ijós,
að þeir álíta ekki skáldsagna-
einnig takmarkalitla aðdáun
hinumegin Atlanzhafs- Þýzka
blaðið „Frankfurter Ailgemeine
Zeitung“ kallar hann ,,Hómer
og Beethoven í einni persónu."
Dylan virðist lita á þessa
viðurkenningu aðeins sem
byrjun á meiri tíðindum og er
ekki alldeilis á þvi að leggja
árar í bát. Á fimm árum hef-
ur hann skapað 400 söngva og
nú leggur hann æ meiri á-
herzlu á kvæði sem ætluð eru
einungis til frásagnar- Síðasta
áætlun hans er „Leiðarvísir
greinds manns um Bandaríkin“»
sem saminn verður frá sjónar-
miði hinna undirokuðu.
Mesta sigur sinn vann Bob
Dylan í fyri-asumar er hann
söng á Newport-hátíðinni: sjö-
tíu og fíiroji þúsund áheyrendur
fognuðu honum innilega.
★
Dylan leyfir aðeins þeim ljós-
myndurum að koma nálægt
sér, sem hann þekkir persónu-
lega- 1 viðtölum gefur hann oft-
Framhald á 7. síðu.
4 ný Eands-
lagsfrímerki
f fyrradag gaf póst- og síma-
málaþjónustan út fjðgur ný frí-
merki, og eru myndir frá þekkt-
um og fögrum stöðum á þeim
öllum. Verðgildin eru 2,50 kr„
4 kr„ 5 kr. og 6,50 krónur.
Á 2,50 kr. merkinu er niynd
af Lóndröngum, á 4 kr. merk-
inu mynd frá Mývatni, á 5 kr.
merkinu mynd af Búlandstindi
og af Dyrhólaey á 6,50 kr. merk-
inu. Frimerkin eru prentuð í
fjórum litum.
Merkin eru prentuð í Sviss
hjá Courvoisier S/A La Chaúx
de Fonds í Sviss, en ekki er
getið um teiknara.
vilja ekki koma auga á órétt-
lætið, þó þeir viti hvað órétt-
læti er“. 1 einum þekktasta
söng Dylans segir m.a. á þessa
leið: .,Hve oft þarf maðurinn
að horfa upp áður en hann
sér himininn, hve mörg eyru
þarf maðurinn að hafa til að
heyra fólkið hrópa. . •“
Bob Dylan, sem hefur verið
kallaður „kynblendingur kór-
drengs og beatniks“, er að dómi
bandarísks æskufólks forystu-
maður í uppreisn þess — upp-
sömdum vísum hans sagði frá
blökkustúlkunni Hattie Caroll,
sem hlaut að kveðja þennan
heim án skynsamlegrar ástæðu
og hóruhúsinu í New Orleans,
þar sem aðeins er þá ást að
finna sem ekki fær neitt svar.
Blaðið „New York ’ Times‘‘
komst í mikla hrifningu:
.jSöngvar hans eru frumlegir
og lýsa furðulegum hæfileikum.
Bob Dylan segir sem fæst um
uppruna sinn. En það skiptir
heldur ekki máli, hvaðan hann
höfundana Saul Bellow eða
„ Norman Mailer markverðustu
höfunda Bandaríkjanna um
þessar mundir — heldur þenn-
an mjóslegna dreng frá Minne-
sota-
I annarri skoðanakönnun, er
fram fór meðal bandarískrar
háskólaæsku, varð Bob Dylan í
öðru sæti, næst á eftir hinum
myrta forseta, John F. Kenne-
dy, er spurt var um „athyglis-
verðasta persónuleika okkar
líma“. Og söngvarinn hlýtur
LONDON 4/8 — 27 ára gamall
Englendingur, David Lafferty,
sá í dag í fyrsta sinn í 130
sólarhringa dagsins Ijós, þegar
hann kom upp úr jarðgöngum
við Cheddar þar sem hann hef-
ur hafzt við aleinn á 120 metra
dýpi síðan 27. marz. Honum
tókst að bæta met Frakkans
Antoine Senni sem hafðist við
niðri í jörðinni í 126 daga.
Sjálfur hafði hann týnt tölunni
á þeim dögum sem hann hafði
verið í göngunum og hélt sig
enn eiga eftir 25 daga þar.