Þjóðviljinn - 11.08.1966, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.08.1966, Qupperneq 1
Fimmtudagur ilL ágúst |19&6 •— 31. árgangur — 177. tölublað. Randaríkjamenn drepa eða særa um 200 óbreytta borgara í S-Vietnam Sjá síðu @ r a Verðuppbót laun hækkar úr 13,42 í 15,25% 1. sept n.k. Samkvæmt fréttatilkynningn sem Þjóðviljanum barst í gær frá Hagstofu Isiands á verð- lagsuppbót sú sem greidd er á laun að hækka úr 13,42% í 15,25 prósent frá og með 1. september n.k. og gildir þessi verðlagsuppbót næstu þrjá mánuði eða til 1. desember. Svarar þetta til þriggja stiga hækkunar á kaupgreiðsluvísi- tölunni frá því hún var reikn- uð út síðast. Kauplagsnefnd hefur reikn- að kaupgreiðsluvísitölu eftir vísitölu framfærslukestnaðar í ágústbyrjun 1966, í samræmi við ákvæði fyrri málsgr. 2. gr. laga nr. 63/1964, og reynd- ist hún 'vera 188 stig. I fyrri málsgrein 3. gr. sömu laga er*svo fyrir mælt, að greiða skuli verðlagsupp- bót sem svarar 0,61% aflaun- um og öðrum vísitölubundnum greiðslum fyrir hvert siig, sem kaupgreiðsluvísitala hvers þriggja mánaðatímabils er hærri en visitala 163 stig. Samkvæmt því skal á tímabil- inu 1. septembcr til 30. nó- vember 1966 greiða 15,25% verðlagsuppbót á laun og aðrar vísitölubundnar greiðsl- ur. Athygli er vakin á því, að þessi verðlagsuppbót skal ekki reiknuð af launum að við- bættri þeirri verðlagsuppbót (13,42%), sem gildir á tíma- bilinu júní-águst^ 1966, held- ur skal hún miðast við grunn- laun og aðrar grunngreiðslur. Verðlagsuppbót á vikulaun og mánaðarlaun skal, samkv. ákvæðum nefndra laga, reikn- uð í heilum krónum, þanmg að sleppt sé broti úr króríu, sem ekki nær hálfri krónu, en annars hækkað í heila kr. SkæÓir hisndar Að undanförnu hafa mikil brögð orðið að því í Holtahreppi Rangárvallasýslu að lömb hafa verið bitin, og þykir augljóst að hundar hafi verið að verki. Alls hafa 26 lömb verið bitin og hef- ur bóndinn í Stafholti misst mest — nítján lömb. Framfœrsluvísitalan hœkkaðt um 3 stig 1. ágúst: gjaldahækkanð Rvík- s. Gaf stefiiuljésin öfugt I □ Afleiðingamar af hinum stórfelldu hækkunum borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík í síð- asta mánuði á hitaveitu- og rafmagnstöxtum og strætisvagnafargjöldum eru að koma í Ijós. Nú um mánaðamótin hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar úr 192 í 195 stig eða um 3 stig, mest vegna fyrrgreindra hækkana. □ Er það því komið frain sem fulltrúar Alþýðu- bandalagsins bentu á við umræður í borgar- stjórn um þessi mál, að með þessum aðgerðum væri beinlínis að því stefnt að magna óða- verðbólguna enn meira en orðið er og hleypa af stað nýrri skriðu almennra verðhækkana. 2,2 stig vegna gjaldahækkananna □ í fréttatilkynningu Hagstofu Íslands um vísitöluhækk- unina segir að vísitala framfærslukostnaðar í ágúst- byrjun hafi reynzt 195,0 stig eða 3,2 stigum hærri en í júlíbyrjun. uAf þessari hækun voru 2,2 stig vegna hækkunar á töxtum hitaveitu, rafmagns óg strætis- vagna Reykjavíkur. Að öðru leyti var um að ræða verðhækkun á grænmeti, ávöxtum o.fl.“ segir í frétta- tilkynningunni. Einstakir liðir hækkuðu um 1—25 stig □ í fréttatilkynningunni eru síðan tilgreindar nánar > breytingar á einstökum flokkum og liðum vísitölunn- ar. Flokkurinn „vörur og þjónusta11 hefur í heild hækk- að úr 224 stigum 1. júlí í 228 stig 1. ágúst. Af einstökum liðum innan þessa flokks hefur „fatnaður og álnavara" hækkað minnst eða úr 180 stigum í 181 stig, liðurinn • „matvörur“ hefur hækkað um 2 stig eða úr 248 stigum í 250, liðurinn „ýmis vara og þjónusta“ hefur hækkað um 4 stig, úr 230 stigum í 234 og lóks hefur liðurinn „hiti, rafmagn o.fl.“ hækkað um hvorki meira né minna en 25 stig eða úr 169 stigiim í 194! □ Aðrir flokkar framfærsluvísitölunnar eru óbrevttir frá fyrra mánuði. Úfvarpið og landsíminn hefjast handa í endurvarpsstöðvarmálinu: Ríkisútvarpið krefst lögbanns við starfrækslu endurvarpsstöðvar Laust eftir kl. 13,30 i gær ■ varð mjög harður árekstur fyrir ofan Hafnarfjörð á mótum Rcykjanesbrautar, Öldu- götu og Kaldárselsvegar á milli Trabantbifreiö ar og stórrar flutningabifreiðar. Áreksturinn varð með þeim hætti að vöruflutningabifreiðin ætlaði að aka fram úr Trabantbifreiðinni en ökumaur hennár hafði gefið merki með stefnuljósum um að hann ætlaði að beygja inn í öldugötuna. Hann hafði hins vegar gefið vitlaust merki og beygði 1) veröfugt og lenti á hliðinni á vöruflutningabifreið- inni með þeim afleiðingum að afturhjól hennar fóru hreinlega yfir vélarhús Trabantsins. Er bifreið- in talin gerónýt en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Myndin er af Trabantinum eftir áreksturinn. — (Ljósm. J. E.). Utanríkisráðherra ísraels í fyrirlestri í gær Leggur áherzlu á hlutverk smáhjóðanna í samfélaginu ■ Abba Eban, utan- ríkisráðh. ísraels, flutti í gær fyrirlestur í fyrstu kennslustofu háskólans. □ Þau tíðindi hafa nu gerzt f sjónvarps- málinu í Vestmannaeyjum að ríkisútvarpið hefur snúið sér til bæjarfógetans í Vestmanna- eyjum og krafizt lögbanns við starfrækslu sjónvarps-endurvarpsstöðvarinnar þar. Er krafan byggð á þeirri forsendu að starfræksla endurvarpsstöðvarinnar sé ólögleg þar eð rík- isútvarpið hafi samkvæmt íslenzkum lögum eínkarétt á starfrækslu slíkra endurvarps- stöðva. □ Þá sendi póst- og símamálastjómin einn- ig bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum beiðni um það í gær að meint ólögleg tæki til endur- varpsins verði fjarlægð af leigulóð póst- og símamálastjórnarinnar á Stóra-Klifi með út- burðargjörð svo flj.ótt sem við verður komið. □ Búiz't er við að bæjarfógetinn í Vest- mannaeyjum hefjist handa um aðgerðir í mál- inu í dag. ! Fyrirlesturinn, sem fluttur á fögru ensku máli, var að mestu um hlutverk smáþjóða í samfélagi þjóðanna. Eb- an komst að þeirri nið- urstöðu, að enda þótt smáþjóðirnar gætu ekki haft áhrif á hemaðar- og efnahagsstefuu stórveld- anna, og tækju því þátt í ýmsum handalögum, væri hlutverk þeirra smáþjóða, sem lengst væru komnar, hið mikil- vægasta á sviði tækni- mála, menniugarmála og annarra þeirra mála, er vörðuðu heill maun- kynsins í heild. Hér er þess enginn kostur að rekja ítarlega og eins og vert væri snjallan fyrirlestur utan- ríkisráðherrans, hann bar vott þeirri hámenningu og þroska sem menn hafa svo lengi sakn- að hjá íslenzkum stéttarbræðr- um hans. Eban gat þess, að sagn- Varffræðingurinn Toynbee hefði get- ið þess við lok síðustu heims- styrjaldar, að smáþjóðir myndu hverfa af sviði sögunnar sem sjálfstæð ríki. Raunin hefði orð- ið önnur: Sjálfstæðum smáríkj- um hefði sífellt farið fjölgandi, og þróunin virtist sú, að þau myndu standa þrátt fjrrir hern- Framhald á 7. síðu. Abba Eban

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.