Þjóðviljinn - 11.08.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.08.1966, Qupperneq 4
Q SÍBA — ÞJÖÐVILJINN — Fámmtadagar II. ágúst 1966. urinn. Ritstjórar: Ivax H. Jónssan (áb). Magnús FCjartansson, Sigurður Suðmundseon. rréttaritstjóri: Sigurður V. Filðþjófseon. Auglýsingastj.: Þorva’dur Jó'-anneeson. Simi 17-500 (5 lintrr). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. AuBskffið Oíytting vinnutíma með ósker'tu kaupi er mikil- ^ væg kjarabót, en hún ein gefur ekki verka- manni auknar tekjur til að mæta útgjöldum heimilis hans. Það er líka óumdeilanlega mikils- verð kjarabót fyrir verkamann að lengja sumar- fríið sitt um þrjá daga. En ekki færir sú kjarabót honum auknar tekjur til að standa betur að vígi í sífelldri baráttu fyrir því að láta kaupið endast. Þess vegna er það blekkjandi og raunar tómar sjónhverfingar þegar slík kjaraatriði sem þessi eru talin merkja það að verkamaðuriran standi miklu betur að vígi í baráttunni við dýrtíðina, talin merkja að hann standi betur að vígi til að greiða húsnæðiskostnað sinn eða hafi fremur efni á því að borga skattana sína, — vegna þess að hann hafi femgið styttan vinnutíma með ó- skertu kaupi og orlofið lengt. Hann fær nákvæm- lega sama kaup fyrir vinnudag sinn þrátt fyrir þessar kjarabætur, þó hann fái meira fyrir hverja stund þess vinnudags. ffjað eru þessi einföldu sannindi sem Eðvarð Sig- * urðsson hefur verið að reyna að kenma ritstjór- um Morgumblaðsins. Og vegna þess hversu leiðin- legt það er að væna starfsbræður sína við leiðara- skrifin um vísvitandi blekkingar langar mig til að hafa heldur hina skýringuna, þó ekki sé hún góð, að þetta atriði varðandi kaup og kaupmát't sé bein- línis ofvaxið skilningi þeirra sem skrifa forystu- greinar Morgunblaðsins þessa dagana. Natóblöð að vitkast FVanska Natóblaðið Information gagnrýnir nú ” orðið einarðlega framferði Bamdaríkjastjórnar gagnvart Yíetnam og lét nýlega svo ummælt í for- ustugrein, að yfirgnæfandi hluti manna í Vestur- Evrópu léti ekki blekkjast af bandaríska utanrík- isráðumeytinu eða bandarísku herstjórninni um stríðið í Víetnam. Annað Natóblað, Tíminn, mál- gagn Framsóknarflokksins, trúir sýnilega ekki heldur Bandaríkjaáróðrinum, og segir m.a. 9. ág- úst: „Það getur ekki samrýmzt forustuþjóð lýð- ræðisskipulagsins að heyja stríð fyrir herforingja- klíku, sem nýtur ekki stuðnings meirihluta þjóð- ar sinnar, undir því yfirskimi að um krossferð fyr- ir lýðræðisskipulagið sé að ræða. Það er niðurlægj- andi fyrir stærstu lýðræðisþjóð veraldar að veifa kommúnistagrýlu sem röksemd fyrir slíkum að- förum og Bandaríkjamenn gera sig hlægilega með því að tala um „löglega stjórn Suður-Víetnam“ í þessu sambandi“. „Víetkong nýtur stuðnings meiri- hluta þjóðarinnar í Suður-Víejmam ög baráttan gegn hersveitum stjórnarinnar í Saigon og Banda- ríkjamönnum er fyrst og fremst háð af íbúum Suð- ur-Víetnam“. Og loks vitnar Tíminn í ummæli Ú Þants og gerir að sínum, að undirrót Víetnams- stríðsins sé „barátta þjóðar fyrir að fá að lifa ein og óáreitt af öðrum þjóðum í landi sínu“, Önnur málgögn Atlanzhafsband a 1 a gsins á íslandi láta -ár enn sæma að tyggja Bandaríkjaáróðurinn hráan. — s. Hvenær tekur lög- reglan í taumana? Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi bréf: „Við Hvérfisgötu hér í borg er hús sem vekur athygli veg- farenda á tvennan hátt. Það er frábrugðið öðrum húsum að útliti, en þó vekur meiri eftirtekt að þar er erill af drukknum körlum og konum á kvöldin og um helgar, að koma og fara eftir atvikum, og jafnvel á öllum tímum sól- arhringsins. Þetta hús er í eigu heiðar- legs fólks, að því er ég bezt veit, en því óskiljanlegra er, að húsráðendur skuli geta liðið það siðleysi sumra leigj- enda sinna, sem þama búa, en í kjallara hússins búa nokkrir einhleypir karlmenn, einn þeirra hefur ekki etund- að aðra atvinnu, svo að vit- að sé, um áraraðir, en áfeng- issölu. Annar maður sem þama býr hefur einnig stundað sömu iðju, en þó aðallega óskað \>i3skipta við hið veika kyn. Einnig er þar til húsa ungur maður, sem varð snemma eiturlyfj-um og áfengi að bráð, að því er talið er- Vmsar sögur væri hægt að hafa eftir, um þann ósóma, sem þama er sagður eiga sér stað, og einnig það, er sá er þetta skrifar, hefur séð og heyrt sjálfur, en því skal sleppt að þessu sinni. Á undanfömum árum hef- ur lögreglan unnið að því að uppræta leynivínsölu hjá bif- reiðastjórum og orðið allvel ágengt, þótt betur þyrfti að loka þeim brunnum, en þeim mun meira undrunarefni er það að einstaka mönnum skuli haldast það uppi, að hafa ólöglega áfengissölu fyr- ir atvinnugrein um áraraðir, og það á allra vitorði, nema lögreglunnar. Þá má einnig sjá á rölti, í nágrenninu við umrætt hús, mann nokkum, á kvöldin og um helgar, sem selur áfengi úr vösum sínum, hverjum sem þess óska, og hefur hann stundað þá iðju 2—3 síðustu árin, án þess að lögreglan hafi séð ástæðu til þess að gera honum ónæði- P“. Hvorir eru vinsælli, 'Jes- ús eða Bítlamir? Svo virð- ist sem allt sé að komast í uppnám í Bandaríkjunum vegna þessa vandamáls. Samkvæmt fregnum í Morgunblaðinu er því hald- i8 fram þar vestra að „kommúnistar hafi heila- þvegið Bítlana“. í sömu •fregn er sagt að mölva eigi í borginni Birmingham í -------------------------é> Alabama allar hljómplötur með Bítlasöng sem í næst „í stórri tréslípivél sem borgarstjgrnin á“. „Þegar búið verður að mölva nið- ur plöturnar, verður brotun- um safnað saman í skrín, sem afhent verður Bítlun- um við komu þeirra til Memphis i Tennessee hinn 19. þ.m.“. „Einnig hefur Bítlabókum og plötum ver- ið varpað á bálkesti víða i Birmingham. . .“ Þá skýrir Morgunblaðið svo frá að þrjár útvarpsstöðvar á Spáni hafi bannað útsend- ingar á lögum Bítlanna þar til Lennon hafi opinberlega dregið þau ummæli sín til þaka að Bítlomir séu vin- sáelli en Jesús! ☆ ☆ ☆ plötuframleið- enda stofnað Hínn 8. ágúst sl. var slofnað félag íslenzkra hljómplötufram- leiðenda, en félagið verður deild í hinu alþjóðlega sambandi hljómplötuframleiðenda (Federa- tion of the Phonographic Indu- stry). Tilgangur íélagsins er að gæta hagsmuna meðlima sinna á inn- lendum og erlendum vettvangi svo og að vinna að framgangi stefnumála alþjóðasambandsins hér á landi- Meginverkefni íslenzku deild- arinnar verður að knýja fram í félagi við listflytjendur samninga við útvarp, sjónvarp og skemmti- staði um greiðslur fyrir hljóm- plötuafnot á sama hátt og tíðk- ast í öðrum löndum. Einnig að vinna að setningu nýrra höf- rndalaga, sem félagið telur, að dregizt hafi mjög úr hömlu. I stjórn félagsins voru kjörnir: Haraldur Ólafsson, formaður, Svavar Gests, ritari, og Helgi Hjálmsson, meðstjórnandi. End- urskoðendur voru kjömir Sveinn Guðmundsson og Ámi Ragnars- son- Á fundinum var einróma sam- þykkt að ekora á ríkiisstjóm og Alþingi 'að lögfepta þegar á næsta þingi frumvarp dr. juris. Þórðar Eyjólfssonar til nýrra höfundalaga- Einnig fullgilda milliríkjasáttmála þann, sem gerður var í Róm 26. október 1961 um vemd listfiytjenda, hljóðrita-framleiðenda o. fl. Fróðlegt er að frétta af þvílíkum menningarvið- brögðum í Bandarikjunum og fasistaríkinu Spáni, og mundu margir telja að fyr- irbæri af þessu tagi gætu ekki gerst á Íslandi. En bezt er að taka ekki of stórt upp í sig. Það hefur komið fyrir hér í Ríkisút- varpinu að kunnur stjórn- málamaður og heitur aðdá- andi bandarískrar menning- ar braut hátíðlega við hljóðnemann plötuna „Ég vil<H að ég vœri hanahœnu- grey“, en raunar var tal- ið að vísan væri eftir plötu- brjótinn sjálfan og athöfn- ina bæri að skoða sem sjálfsgagnrýni misheppnaðs skálds. En annað dæmi er nærtœkara: Hugmynd „sjónvarpsáhugamanna" í Vestmannaeyjum að brenna táknrænt virðulegan emb- ættismann á þjóðhátíðinni til að undirstrika ást á her- mannasjónvarpinu frá Keflavikurherstöðinni. Sú hugmynd sver sig greinilega í ætt við hin bandarisku menningarfyrirbæri sem að framan er lýst, og vantar „sjónvarpsáhugamenn“ þá ekki mikið annað en hvít- an búning með topphúfum til að verða þeim líkastir sem þeir vilja likastir vera. sitt af hverju • Noel Carroll frá Dublin á írlandi bætti fyrir skömmu eigift Evrópumet í 880 jarda hlaupi, hljóp á 1.47,4 mín. — sem er 1/10 sek. betri tími en fyrra met frá 1963. • Rainer Stenius, Finnlandi, stökk fyrir nokkrum dögrum 7,95 m. í langstökki á íþrótta- móti í Kouvola- A sama móti stökk BandaríkjamaJfturinn Ron Morris 4,80 m- í stangar- stökki. • Janis Lusis, Sovétríkjuniun, kastaði spjótinu 83 metra á íþróttamóti í Stokkhólmi fyr- ir skömmu. • Lev Jasjín, hinn frægi sovézki landsliftsmarkvörftur, skýrfti frá þvi I sjónvarps- viðtaii fyrir nokkrum dögum, aft hann stefndi að því að vera einnig meftal keppenda á HM í knattspyrnu í Mexikó eftir 4 ár. Jasjín er nú 37 ára gamall. • Mary Peters, Englandi, varft tíunda konan í heimin- um til aft varpa kvennakúl- unni yfir 17 metra línu. Á í- þróttamóti sem haldið var í Annotto á Jamaica fyrir nokkrn varpafti hún kúlunni 17.10 metra- • Egon Henninger, Austur- Þýzkalandi, setti nýtt heims- met í 110 jarda bringusundi á dögunum, syntl vegalengd- Lev Jasjín ■ ■ ina á 1.08,4 mín. og bætti : fyrra met Astralíumannsins I. : O’Örien um einn tíunda úr ■ sekúndu. O’Brien þessi bætti : hinsvegar daginn eftir heims- j met Egons Henningar í 220 j jarda sundi um 2,6 sek. synti ■ á 2.28,0 mín. ■ ■ ■ ■ • Stanislaw Gredzinski vann j 400 m. hlaupið á pólska > meistaramótinu fyrir nokkr- ■ um dögum á 46,0 sek- Næstur : honum varð Badenski á 46,2 j sek. f 1500 m. hlaupinu á j sama móti sigraði Witold : Baran á 3.39,5 mín. utan úr heimi Skíðamót í Kerlingarfjöilum annan laugardág, 20. ág. Þegar sumarnámskeið var haldið í Kerlingarfjöllum í júlí sl. varð að fresta stónsvigsmót- inu vegna veðurs. Laugardag- inn 20. ágúst nk. stendur til að iáta mótið fara fram. Fyrirhugað .er, að keppendur verði komnir á mótsstað föstu- dagskvöldið 19. ágúst. Stór- svigsmótið mun fara fram laust eftir hádegið laugardaginn 20. ágúst- Mótsstjórinn, Valdimar öm- ólfsson, tilkynnir, að þrátt fyr- ir mikla sólbráð í fjöllunum sé ennþá mikill snjór, t>g skíða- færi er hið bezta. Keppendur og aðrir eru beðn- ir að hafa með sér viðleguút- búnað og nesti. Aætlunarbíll fer frá Umferðarmiðstöðinni föstudagskvöld kl. 8, og eru. farþegar beðnir um að taka farseðla daginn áður. Að mótinu loknu (laugar- dagskvöld) verður haldinkvöld- vaka, og afhent verða mjög falleg verðlaun, sem Skíða- skólinn í Keriingarf jöllum ^hef- ur gefið. Skíðamenn og konur eru beð- in um að fjölmenna á mót þetta, þar sem þetta verður ef til vill síðasta stórmótið á þessu starfsári. » ★ Allar nánari .upplýsingar veit- ir Þorvarður Örnólfsson, Fjólu- götu 5, sími 10470 «g Skíða- ráð Reykjavíkur, sími 19931. MeisUramót í frjálsíþróttnm þraut og 10 km. hlaupi seinni daginn. — Þátttökutilkynning- ar þurfa að hafa borizt Einari: Frímannssyni, c/o Samvinnu- tryggingar, í síðasta lagi mánu- daginn 15- þm- Iþróttir 1. Meistaramót Islands í frjáls- um íþróttum, 3- hluti, fer fram á Laugardalsvellinum í Reykja- vik dagana 20. og 21. þ.m- — Keppt verður í tugþraut, fimmt- arþraut kvenna og 4x800 m. boðhlaupi fyrri daginn og tug- UTB0Ð Tilboð óskast í að byggja tvær hæðir ofan á norð- urálmu Fæðingardeildar Landspítalans. Uppdrátta má vitja á teiknistofu húsameiStara ríkisins, Borg- artúni 7, gegn 1.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð 30. ágúst kl. 2 e.h. Reykjaví'k, 9. ágúst ’66. Húsameistari ríkisins Borgartúni 7.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.