Þjóðviljinn - 11.08.1966, Qupperneq 5
Mínnzt prestsins sem var svo heit-
trúaður að honum tókst með bæn
sinni að stöðva eyðandi hraun-
strauminn sem ógnaði kirkju hans,
en |dó framar öilu mannsins sem
aldrei lét hugfallast og var óþreyt-
andi við að hjálpa og hughreysta
sóknarbörn sín í hörmungum
Skaftáreldanna
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'
Legsteinn Jóns prófasts Steingrímssonar og konu lians í kirkjugarðinum á Kirkjubæjarklaustri. Áletrunin er sem hér segir: Hér
undir hvílir blundað hold prófasts, þakið foldu, síra Jóns Steingrímssonar. Sendur, boð herrans kenndi. Skaftafellssýslu skartið skæra
bar list og æru. Lifir hans minning Ijúfust, látinn l)ó öldin gráti. Fæddur 1728, dag 10. Sept. Varð prestur 1761. Próf. 1774. Deyði
1791, d. 11. Ág. Begr. 18. ed. Samlivílir maka sínnm sóma vafin, með blóma, madame Þórunn þýða, þæg dróttum, Hannesdóttir.
Sálirnar lifa í sælu, segja lijá drottni eja, líkömum meður líka, Ijómandi eftir dóminn.
■ í dag, 11. ágúst 1966, eru liðin 175 ár frá audláti séra
Jóns Steingrímssonar, prests og prófasts í Skaftafells-
þingi á hörmungatímum Skaftáreldanna, en sem
^imnugt er sýndi séra Jgn þá frábært þrek og mikla
fórnfýsi við að hjálpa og líkna sveitungum sínum
sem bezt hann mátti og telja í þá kjark, er allt
vonlaust. *’*» » - - v ....... . ...
■ Jón Steingrímsson fæddist 10. september 1728 að Þverá
í Blönduhlíð, sonur Steingríms Jónssonar bónda þar
, og konu hans Sigríðar Hjálmarsdóttur frá Keldulandi.
Honum var komið til náms í Hólaskóla 1744, varð
stúdent 1750 og djákn á Reynistað 1751, stundaði um
nokkurra ára skeið búskap og sjómcnnsku, en vígðist
síðan og varð prestur Sólheimaþinga 1760. Prófast-
ur Vestur-Skaftafellssýslu varð séra Jón 1773 og pró-
fastur í öllu Skaftafellsþingi árin 1779—87. Hann fékk
Prestsbakka á Síðu 1778 og þjónaði þar til æviloka,
11. ágúst 1791. — Jón var tvíkvæntur og var fyrri
kona hans Þórunn Hannesdóttir Schevings og áttu
þau saman fjórar dætur. Síðari kona Jóns var Mar-
grét Sigurðardóttir frá Stafholti.
■ Séra Jón þótti hinn mcrkasti maður, var preslur góð-
ur og heittrúaður og vel að sér í mörgum greinum
öðrum, ættfróður, slyngur læknir, dugmikill og skáld-
mæltur. Hann var vel ritfær og eru til eftir hann
nokkrar ritgerðir m.a. um Kötlugos, Skaftárelda og
„Um að ýta og lenda í brimsjó". Hæst ber þó ævi-
sögu hans, sem talin er ein ágætasta sjálfsævisaga
sem rituð hefur verið á íslenzku fyrr og síðar. Er þar
að finna mikinn og margháttaðan fróðleik um Vestur-
Skaftafellssýslu og íbiia liennar á ofanverðri 18. öld
og reyndar um líf og háttu alls almennings hér á
landi á þeim tíma. Einstæð heimild er frásögn -Jóns
og lýsing á þeim hörmungum sem yfir .dundu í Skaft-
áreldunum og lífi manna þá. Birtist hér á eftir hluti
af þeirri frásögn.
■ Ævisöguna tileinkaði Jón Stcingrímsson dætrum sín-
um og öðrum afkomendum og virðist hafa skrifað
hana öðrum þræði í varnarskyni gegn ýmsum rógi
sem um liann hafði gengið og hann tók mjög nærri
sér, og gefur liann enda í skyn að ævisagan sé rituð
svo að börn hans geti varið minningu foreldra sinna.
Ævisagan ber þess 'vott, að Jón hefur þótzt mæðu-
maður mikill, þótt flestum muni nú virðast hið gagn-
stæða er litið er til baka, og samtiðarmenn hans hafi
veitt honum ýmsar viðurkenningar* þegar í lifanda
Iífi og mikið ágætisorð færi af honum um allt land.
■ Ævisaga Jóns Steingrímssonar var fyrst gefin út 1913
og síðan aftur af Helgafelli í flokki Skaftfellinga-
rita 1945 með inngangsorðum Einars Ólafs Sveins-
sonar og formála eftir Guðbrand Jónsson.
Svo byrjast upphaf drottins
tyftunar og nýrra' hörmunga,
er komu yfir mig og aðra, þó
fneð stærri biðlund og vægð en
verðskuldáð höfðum, sem eftir
fýlgir.
1783 -þann 8. Junii á hvíta-
sunnuhátíð gaus hér eldur upp
úr afréttarfjöllum, sem eyði-
lagði land, menn og skepnur
með sínum verkunum nær og
fjær, hvar um eg ei framar
skrifa, þar bæði eg og aðrir
höfum þar um skrifað á parti.
Svo fljótur skaði og töpun kom
þá yfir skepnur þær, guð hafði
lánað mér, að laugardaginn
áður en pestin kom á, var frá
kvíum og stekk heim bornar
8 fjórðungsskjólur af mjólk, en
næsta laugardag þar eftir 13
merkur. Og eftir því fóru af
hold og líf. Sauðfé og lömb
foreyddust strax, en kýr mínar
og hesta lét ég færa út að
Leiðavelli, og fólk til að heyja
þar fyrir þeim, þó til lítils
kæmi, þvi öll ráð, útréttingar
og höndlanir. er menn tóku
sér fyrir, urðu að ráðleysu,
fordjörfun, mæðu og kostnaði,
og flest að aldeilis engu.
Frá 12. Aug. 1783 til 24.
Junii árið eftir átti eg slétt
öngvan mjólkurmat i mínu
heimili. Var það einasta að
þakka allra stærsta almætti
guðs, að eg og mínir skyldum
lífi halda. Pestin í loftinu var
svo þykk, að eg vogaði aldrei
að draga til min. andann til
fulls og varla vera úti, þá sól
var ei á lofti, allt það ár og
það eftirkomandi. Kjötið, sem
étið var af skepnunum, var
fullt af pest, item vatnið, er
menn hlutu nú að drekka, og
það fór nú fyrst að svekkja
mína krafta, þar svo mikið
varð af því að drekka, af því
sífellda ónæði, er eg hlaut um
allan þann tíma í að vera.
Eg fór um haustið vestur í
Skálholt til biskupa minna,
fékk hjá' þeim 20.rd af fátækra
peninga kössum. Þeir gáfu mér
ei einn skilding, auk heldur
meir, en 7 fjórðunga smjörs
seldu þeir mér. Þá eg kvaddi
herra Finn, segir hann: „Verið
þér nú harður og látið ekkert
á yður bíta“. Kom mér þessi
upphvatning ' ei síður en lítil
gáfa, því þetta átti svo vel við
mitt geð sem þá var. Var það
og vist, að í öllum þeim býsn-
um, sem á gengu, varð eg ei
hið allra minnsta hræddur,
hvernin sem jörðin og húsin
hristust og skulfu, skruggur
dunuðu, eldblossarnir flygi um
mig, á allar síður myrkrið Ót
þreifanlegt. Var eg í mínum
guði svo hughraustur, því eg
vonaði og trúði, að hann mundi
hjálpa mér, bæði í því, og
fram úr því öllu, ef eg gengi á
hans vegum, og gerði min emb-
ættisverk með trú og dyggð,
hvað og svo skeði. Á þeirri
minni haustferð í Skálholt
fann eg marga mína vini, sem
nú kenndu í brjóst um mig og
gáfu mér smjörfjórðung nokkr-
ir, en sumir minna, og þáðu
þá ei betaling. En þar eftir
sannaðist, að æ veit gjöf til
gjalda. Fóru þeir þá að biðja
mig um ýmsa hluti, þar til
við urðum skildir að öllum
skiptum og vináttu, undir eins
eftir því sem eg tók efnaminni
að verða. Sannaðist enn að
margur er vinur, vel þá
gengur.
víst að nauð, en ekki
lengur.
Frátakast börn mín og náung-
ar og einn vandalaus, sem var
Magnús Ólafsson vicelögmaður,
sem þá var enn oeconomus í
Skálholti. Hann átti hjá mér
4 rd.; þá gaf hann mér upp,
og þar til 5 fjórðunga smjörs
og hefur þar fyrir engan betal-
ing þegið. Hann hefur og langt
um fleiri þénustur síðan gert
mér í verki, viðgerningum, ráð-
um og útréttingum, sem hann
hefur að engu reiknað, né vilj-
að betaling fyrir, þó eg hafi
hann fram boðið. Fundið hef
eg og einstöku mann af fátæku
bóndafólki, sem ei hafa slitið
sína tryggð við mig. Við sjó
átti eg, þá eldurinn kom yfir,
rúman 1 hundraðshlut, svo nú
varð eg allt að kaupa, sem
eg með 14 mönnum áttum af
að lifa, og ótal, er að kom til
og frá, hvað _mig víst kostaði
140 rd., sem eg hefði ei fyrr
né annars kunnað trúa, nema
reynt hefði. Um haustið sendi
eg 2 vinnumenn mína út á
Eyrarbakka með 7 hesta undir
mat, er eg þar út tók og lagði
þar upp í hendur þeirra. Þeir
voru 9 vikur á þeirri leið. Eng-
inn kom hesturinn lifandi aft-
ur af þeim, er þeir með fóru,
heldur aðrir til láns eður
kaups, hverjir 9 hestar allir
aftur drápust um veturinn.
Miklu höfðu strákar þeir eytt
af matnum, og það heim komst
var skemmt og fordjarfað. Svo
varð þá allt að óhamingju og
mannsins heimamenn þeir
verstu. Eg tók þræla þessa aft-
ur í sátt, þó þanninn léki mig
út, hvað aldrei skyldi þó verið
hafa gerði þá til sjós, en sagði
þeim að vista sig eftirleiðis
annars staðar, hvað þeir gerðu,
þó ei yrði til langgæðrar lukku,
sem ei varð von. Þeir dóu í hungri
og vesöld síðast. Madame
Málmfríður Brynjólfsdóttir,
ekkja prófasts síra Jóns Bergs-
sonar, míns forna vinar, kom
upp á mig þetta haust, og sál-
aðist hjá mér um Jónsmessu-
leytið árið eftir. Rægðu öf-
undsjúkir mig og bræður henn-
ar saman um eigur þær og
fatnað, sem hún hefði til mín
flutt, en urðu að renna niður
þeirri lygi, þá skilagreinin á
öllu var með órækum vitnum
og bevísingum sýnd. Umferð
fólksins var svo mikil, að
aldrei kom sú nótt, að ei væri
aðkomandi 7 menn og þar yf-
ir. Það var stór kraftur guðs,
að eg skyldi við hús og búskap
haldast. Svo var matvælum
niðurraðað, að 1 mörk smjörs
skyldi vera handa hverjum
manni í viku, sem nægði, þá
af öðru var nóg. Ef við feng-
um af mjólk, þá létum við 4,
kona mín, Málmfríður, Helga
dóttir mín og eg okkur mörk-
ina nægja í 4 mál saman við
tevatnið, er við hlutum að
drekka. Svo komst vani á að
drekka vatnið, að það fannst
sem sætur drukkur. En það
leiddi þó meiri ólyfjan eftir
sig en eg frá vilji segja. Eg
heyjaði um sumarið hér af tún-
inu hér um 3a hesta, sem eg
ætlaði einni kú, en hún drapst
út frá því. En einum hesti,
er eg að keypti um haustið,
hélt eg við á því. Var hey
þetta svo vónt, að væri því
kastað á eld, var líkt reykur
og logi af því svo sem af sjálf-
um brennisteininum. Þó lifði
þessi hestur á því, því hann
var sá eini hestur, sem hér á
Síðunni var lifandi eftir og í
burðum að bera lík til kirkj-
unnar.
Níels Hjaltalín og Þórunn
Jónsdóttir kona hans buðu mér
að taka af mér Katrínu dótt-
ur mína, hvað eg þáði. Vel-
nefnd Þórunn hafði verið hjá
mér til lækninga áður. Svo fór,
að Jórunn dóttir mín varð og
á þeim sama bæ, hvar þau
bjuggu, sem var í Hlíðarhúsum
á Seltjarnarnesi. Hafði þar
hvor skemmtun af annarri á
þeirri sorglegu tíð.
Áður áminnzt sumar, haust
og vetur, sem eldsins ógn mest
yfir geisaði, gekk hér svoddan
umbreyting á í öllu, að eg get
þar ef orðum að komið. Hér
var flótti fólks til og frá. Þar
einn þorði ei vera óhultur
vegna eldsyfirgangsins, þangað
flýði hinn annar, og svo burt
hingað og þangað, allt vest-
ur um Gullbringusýslu. Mátti
eg vakinn og sofinn vera að
hjálpa þeim með ýmislegt, gefa
þeim attest, geyma fyrir þá
etc., en allra helzt telja þeim
trú og hughreysta þá, og þá
aðrir prestarnir flýðu, beiddu
margir mig í guðs nafni að
skilja ei við sig, því þeir hefðu
þá trú, að ef eg væri hér
kjur, biðjandi guð fyrir þeim,
þá mundi hér eldurinn engum
bæ né manni granda, og það
skeði svo.
Eg fór svipsinnis vestur í
Mýrdal. Á meðan tók eldurinn
einn bæ af sókn minni og for-
djarfaði mikið hinn annan. En
helzta orsök mun þó hafa ver-
ið sundurlyndiseldur er framar
var áður og undir það á þeim
bæjum en öðrum í minni sókn.
Þá tók eldurinn að færa sig
fram eftir árfarveginn, að ei
sá annað fyrir en hann ætlaði
kirkjuna og svo að eyðileggja.
En þar hann var á fullri fram-
rás í afhallandi farveg, stefndi
á klaustrið og kirkjuna, sér-
deilis-einn sunnudag, þ.e. þann
4. eftir trinitatis, embættaði
eg í kirkjunnás sem öll var í
hristingu og skjálfta af ógn-
um þeim, er að ofan komu. En
svo var eg óskelfdur, og eg
ætla allir þeir, eð í kirkjunni
voru, að vér vorum ljúfir og
reiðubúnir að taka á móti því,
sem guð vildi. Var þá guð
heitt og í alvöru ákallaður,
Framhald á 7. síðu.
1