Þjóðviljinn - 11.08.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 11.08.1966, Qupperneq 10
Fimmtudagur 11. ágúst 1966 — 31. árgangur — 177. tölublad. upp? Afkastaminnsti fundur í 20 ár O AðáLfuaadi Stéttaxsam- bands bænda var siitið tmdir miðnætti í fyrrakvöld, — voru þá mörg mál óafgreidd og ríkti óvissa um stefmma í sumum málum. □ Þannig var samþykkt að fresta fundarhöldum um sinn og taka aftur upp þráðinn um miðjan nóvem- þer og ljúka þá fundinum. O Það var margra álit á fundinum, að þetta hafi ver- ið afkastaminnsti og óráðn- asti fundur á vegum sam- takanna í tuttugu ár. Hin fástmótuðu bændamálgögn nni áratugaskeiS, — Tíminn og Morgunblaðið, — er litið hafa á baendur sem erfðagóss til skipt- anna milli Framsóknarflokksins og Sjálfstaeðisflokksins hafa raun- verulega falið merkilega hluti, sem eru núnaíþróun hjá’bænda- stéttinni, en það er hörkukjarni í i uppsiglingu í andstöðu við gamalgróið vald þessara flokka, — það eru bændur er telja svo vegið að bændastéttinni að horfi jafnvel til upplausnar og krefjast þeir hörkufullra aðgerða. gagnvart ríkisvaldinu vegna hagsmuna sinna og líta á Fram- leiðsluráð , landbúnaðarins sem part af ríkisvaldinu, sem ráðsk- ast með hag þeirra. Þannig er - niður^taða þessa að- alfundar að gefa ríkisstjóminni og Framleiðsluráðinu frest til þess að leggja fram fé, — er tryggi bændum fullt grundvall- arverð. Þessi frestur er veittur til framhaldsaðalfundar Stéttar- sambands bænda um miðjan r^ye.rnber, — ef ekkert gerist af háíiu ríkisvaldsins á þessu tíma- bili til þess að leiðrétta hina stórfelldu kjaraskerðingu, sem fellst í mjólkurskattinum, — þá verður þráðurinn tekinn upp aftur í umræðum um sölustöðv- un á mjólk eða önnur vopn smíðuð til hörkufullra aðgerða til vamar hagsmunum bænda. Þannig er enginn vafi á þvi, að klofningur kom upp meðal fulltrúanna á þessum aðalfundi og er þegar til staðar minni hluti, — er tekur 1 fyllilega tillit til héraðsnefndanna og telja þá bændur hafa lög að mæla. Fundahöld bænda í sumar út af mjólkurskattinum túlkuðu mikla reiði hinna almennu bænda út í stórfellda kjaraskerðingu, ,sem bæði forvígismenn Fram- sóknárflo'kksins og Sjálfstæðis- flokksins stóðu að, *— þeir hafa rékið ábyrgðarlausa landbúnað- arpólitík undanfarin ár og ætl- uðu bændum að súpa seiðið af vizku þeirra eins og ekkertværi, — hallast þar ekki á hlutur beggja bændaflokkanna ograun- verulega var verið að refsa bænd- um fyrir dugnað og atorkusemi Framhald á 7. síðu. A.S.Í: sendir Stétt- sambandi bænda kveðjur AlþýSusambandið sendi Stétt- arsambandi bænda kveðju á ný- loknum aðalfundá á þessa leið: Aðalfundur Stéttarsambands bærada, Bændahöllinni, Rvik. Alþýðusamband Islands þakk- ar boð ykkar um að senda á- heyrnarfulítrúa á aðalfundinn, en vegna fjarvem forseta Al- þýðusambandsiras og fleiri mið- stjómarmanna þess, er sam- bandirau ekki kleyft að eigafull- trúa á fundinum. Alþýðusambandið sendir aðal- femdj Stéttarsambands bænda kveðgiar sínar og óskSr þess, að störf fundarins megi verða ís- lenzkri bændastétt tH heilla. Aigjýðusamiband feiand'j. Njarðvík — Ljósm. v.h.). Suðurnesjastrákar bíta í skjaldarrendur Víkingaskipinu hleypt af stokkum i NjarBwík í dag Víkingarnir um borð, og við hlið skipsins eru starfsmenn skiþasmíðastöðvarinnar í Ytri- f Skipasmíðastö'ð Bjama Einarssonar í Ytri Njarðvik er nú lokið smífJi nýs skips og nýstárlegs efta kannski væri réttasra að segja gamals og forniegs þvi hér er um aö ræða gamlan nótabát sem breytt hefur verift í víkínga- skip með fomu sniði. Verður skipið flutt í da.g frá Njarð- víkunum austur á sanda þar sem hráftlega mun hefjast taka nýrrar kvikmyndar þýzkr- ar, Die Nibelungen, ' sem gerð verftur eftir Ijóðinu um Sigurð fáfnisbana, eins og áftur hefur verift skýrt frá hcr i blaðinu. Skipfð verður flutt á drátt- arvagni austur um Kamba og síðan sem leið liggur til Víkur og ekki er að efa að margir. munu reka upp stór augu á þeirri leið er þeir sjá gínandi drekahöfuð bera við himinn. 1 næsta nágrenni skipa- smiðastöðvarinnar, Njarðvík- um og Keflavík hefur með tilkomu skipsins vaknað mik- ill áhugi á víkingaöldinni, sagði Bjami Einarsson Þjóð- viljanum og hefur verið straumurinn af bílum alla góðviðrisdaga með fólk til að skoða skipið. Þá hefur yngsta kynslóðin ekki látið sitt eft- ir Iiggja, nú eru það ekki lengur kúrekar og pólísarsem strákarnir vilja vera, heldur Skarphéðinn, Gunnar ogNjáll, og hafa starfsmenn skipa- smíðastöðvarinnar varla haft við að reka þá burt úr vík- ingaskipiny. öll vinnan við breytingu bátsins er unnin í skipasmíða- stöðinni, en Jón Benedikts- son járnsmiður og mynd- höggvari hefur séð um skreyt- ingu hans og tréskurð. Vík- ingaskipið er um tólf tonn að þyngd og 15 metrar að ■ lengd frá haus að sporði. J Mesta breidd er 3,50 metrar. I Á hvorri hlið eru 10 skildir í J fögrum litum, en aðallitur B skipsins sjálfs er ráutt. w Skákmótið í Santa Monica: Spasskí er efstur \ Larsen óheppinn Að loknum 14 umferðum á skákmótinu í Santa Monica í Kaliforníu heldur Spasskí enn öruggri forustu, hefur hlotið 8 vinninga og á biðskák úr 13. umferð gegn Larsen sem Larsen segir sjálfur í viðtali við BT að sé unnin fyrir Spasskí. • Fisch^r er orðinn annar með 714 vinning og biðskák úr 14. umferð gegn Unzicker en hún mun töpuð fyrir Fischer eða í mesta lagi jafntefli. Fischer var næst neðstur eftir fyrra hluta mótsins en vann síðan 4 skák- ir í röð og komst í annað sæti. Larsen er 3. með 7 vinninga og 2 biðskákir, þar af aðra tapaða eins og áður segir. Hann var orðirin efstur eftir 10 umferðir með 7 vinninga. f 11. úmferð tapaði hann fyrir Donner effir að hafa hafnað jafntefli og sama saga endurtók sig í 12. umferð gegn Unzieker. Og í 13. umferð tefldi hann svo við Spasskí og segir í viðtali við BT að hann hafi verið kominn með vinningsstöðu eftir 30 leiki en þá sneri gæfan við honum bakinu enn einu sinni og er skákin fór í bið var staðan töpuð. f 4.—5. sæti eru Najdorf og Unzicker með 6% vinning og 2 biðskákir. 6. er Reshevsky með 6% og eina biðskák, 7. Portisch með 6%, 8. Pétrosjan með 6 og 1 biðskák, 9. Donner með 5% og 1 biðskák og 10. Ivkov með 4 vinninga og 1 biðskák. Spasskí er eini keppandinn sem engri skák hefur tapað ennþá. Hefur unnið 3 skákir og gert 10 jafntefli. Flestar skákir hafa þeir hins vegar unnið Fise- her og Larsen, 5 hvor. Eftir er að tefla 4 umferðir á mótinu. 26 skip fengu sam- tals 3680 lestir Fyrra sólarhring voru skipin einkum aft veiðum við Jan May- en og nm 120 mflur SA frá Sei- ey. Við Jan Mayen var veður fremur óhagstætt, en veður var allgott við Seley. Raufarhöfn. Akurey RE 70 lestir, Gísli Árni RE 230, Helga Guðmundsdóttir BA 120, Snæfell EA 70, öm RE 80, Sigurvon RE 85, Sæþór ÖF 70, Guðmundur Þórðarson RE 60, Framnes ÍS 90, Haraldur AK 65, Amfirðingur RE 80, Akra- borg EA 140, Péfcur Thorsteins- son BA 100, Höfmngur III AK 55, Súlan EA 35, Gjafar VE 135 lestir. Dalatangi. Ögri RE 200, Grótta RE 200, Sólfari AK 160, Hólmanes SU 190, Ásbjöm RE 160, Baldur EA 100, Helga Björg HU 40, Jón Finnsson GK 180, Öskar Hall- dórsson RE 260, Sigurey 25. Útsvör í Njar&vík- um 11,5 milj. kr. Skattskrá Njarðvikurhrepps hefur nýlega verið lögð fram. Álögð útsvör í hreppnum nema liðlega 11,5 milj. króna, en að- stöðugjöldin 4,3 miljónum. Af útsvarsupphæðinni er 391 einstaklingi gert að greiða 8.809.100 krónúr en 22 fyrirtækj- um 2.757.100 kr. 48 einstakling- ar greiða 294.100 kr. í aðstöðu- gjöld, en 46 fyrirtæki 4.004.600 krónur. Hæstu útsvarsgreiðendur í hópi félaga og fyrirtækja eru: íslenzkir aðalverktakar 1.177.400 kr., Dverghamar s.f. 502.000 kr., Hraðfrystihús Innri-Njarðvíkur 219.600 kr., Járniðn og pípulagn- ingar, verktakar, 112.400 kr. og Vatnsvirkjadeildiri 123.700 kr. Af einstaklingum eru hæstu útsvarsgjaldendurnir þessir: Ein- ar Guðmundsson skipstjóri 315.800 kr., Garðar Magnússon skipstjóri 139.100 kr., Hreiðar Bjarnason skipstjóri 130.000 kr., Ásgeir Ólafsson matsveinn 111.000 kr., Friðrik Magnússori kaupmaður 101.000 kr. og Niku- lás fsaksson sjómaður 100.900 krónur. Þessi fyrirtæki greiða mest aðstöðugjald í Njarðvíkur- hreppi: íslenzkir aðalverktakar sf. 1.429.900 kr., Loftleiðir hf. : Reykjavík 547.300 kr., Efrafall 132.600 kr., Fiskiðjan sf. 161.100 kr., Fiskimjölsverksmiðjan 149,- 600 kr., Heildverzlunin Hekla 103.100 kr., Hraðfrystihús Innri- Njarðvíkur 119.800 kr., Loftleið- ir Keflavík hf. 249.200 kr., Skipa- smíðastöð Njarðvíkur 154.100 kr. og Vélsmiðja Njarðvíkur 127.700 krónur. 4 umsækjendur um forstöðu- mannsembættið að Keldum Umsóknarfrestur um starf for- stöðumanns við Tilraunastöð há- skólans. í meinafræði að Keld- um rann út 1. ágúst. Umsækj- endur um embættið eru: dr. Guð- mundur Georgsson, læknir, Guð- mundur Pétursson, læknir, dr. Halldór Þormar, lífeöUsfræðing- ur, og Margrét Guðnadóttir, læknir. 24701 - 11182 Undirbúningur fyrir lands- fund Samtaka hernámsand- stæðinga er nú í fuilum gangi. Hernámsandstæðingar eru hvattir til að hafa sam- band við skrifstofuna í Mjó- stræti 3, sem er opin frá kl. 10—19 alla virka daga, símar: 24701 og 11182. Eru þar veitt- ar allar upplýsingar um til- högun og undirbúning lands- fundarins. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.