Þjóðviljinn - 21.08.1966, Side 1

Þjóðviljinn - 21.08.1966, Side 1
Sunnudagur 21. ágúst 1966 — 31. árgangur — 196. tölublað. Gosið hefur færzt í aukana Nýja hraungosiö í Surtsey hafði færzt talsvert í aukana í gærmorgun. Heldur hraunið áfram að streyma úr gígnum og treysta tilveru eyjarinnar. Gosið í Surtsey hófst að- faranótt 15. nóvember 1963; þannig að nú skortir aðeins tæpa þrjá mánuði á að það hafi staðið' í 3 ár og er það orið annað lengsta gos sem sögur fara af hér á landi næst á eftir Mývatnseldum sem stóðu yfir frá 1924 til 1729 með nokkrum hléum. Og enn heldur Surtur á- fram að gjósa svo að e.t.v. á hann eftir að slá metið. Einar Olgeirsson rifar i Réff um sósialisma og samfylkingu Bezta færi frá 1942 til mikilla og góðra umskipta fyrir alþý □ „Það eru umbrot í aðsigi í stjórnmálum Norður- og Vestur-Evrópu, og eigi síður hér á Islandi. Sósíalistískir flokkar eru í umsköpun. Flokkavald almennt tekið til endurskoðunar. Alvarlega er til íhugunar, hvort samfylk- ing er ekki heppilegasta form beirra pólitískra samsteypna, er sameina J skulu frelsi inn á við og þrótt út á við. ! ' n Öll þessi mál eru nú á dagskrá til úrlausnar og það er því þýðingar- meira að rétt og viturlega sé ráðið sem pólitískt gjaldþrot ráðþrota ríkis- / stjórnar, — er glatað hefur með stjórnleysi tækifæíum bezta góðæris, sem yfir ísland hefur komið, — skapar slíka deiglu í íslenzkum stjórnmálum, að eigi hefur síðan 1942 verið annar eins möguleiki til mikilla og góðra um- skipta frá alþýðu sjónarmiði, og vart nokkru sinni verið eins brýn þörf á 1 algerum umskiptum frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar." □ Þe.ssar eru niðurstöður Einars Olgeirssonar formanns Sósíalistaflokksins í ýtarlegri grein um sósíalisma og samfylkingu, sem birt er í nýútkomnu hefti af tímaritinu Rétti 3. hefti 1966. í inngangi greinarinnar, sem er 15 þéttprentaðar síður, skýr- ir Einar viðfangsefni hennar á þessa leið; „Hreyfiaflið í sögu íslands á 20. öldinrn eru verkalýðs- og þjóðfrelsishreyfingar. Saga ís- lendinga á 20. öld er fyrst ög Málgagn hernámsandstæðinga Nýtt og fjölbreytt hefti af Dagfara kam út fyrir he/gi í nýútkomnu hefti af „Dag- fara“, málgagni Samtaka her- námsandstæðinga, er birt ávarp frá ungu fólki til íslendinga um hernámsmálin. Undir það ritar ungt -fólk. sem hefur „ólíkar skoðanir á ýmsum málum“ en er „sammála um, að við viljum ekki hafa herstöðvar eða her- lið í landi okkar“, eins og seg- ir í upphafi ávarpsinsr' ' Auk ávarpsins er í heftinu margvíslegt efni. Ragnar Arnalds alþingismað- ur ritar grein, sem hann nefnir ísland, Norðurlönd, NATO — 1969. Þar ræðir Ragnar um hin nýju viðhorf í friðar- og varn- armálum, og leggur í lok grein- ar sinnar áherzlu á að hernáms- andstæðingar fylgist vel með þeim umræðum, sem fram fara um þessi efni á Norðurlöndum. — Síðan er í „Dagfara“ ýtar- legt viðtal við Björn Th. Björns- son, listfræðing, um íslenzkt sjónvarp og bandarískt. Þá er grein um hernámsframkvæmd- irnar í Hvalfirði, með myndum frá framkvæmdunum, Heimir Pálsson stúd. mag. á kvæði í heftinu „Nýtt kvæði um guð / Kvæði um nýjan guð“. Þá er greinin „Gunnur var þeim á sinnum“ og fréttir eru af starfi samtakanna upp á síðkastið. Loks er' grein eftir Loft Gutt- ormsson um Víetnammálið og fremst í heftinu er grein um landsfund Samtaka hernáms- andstæðinga í Bifröst í Borgar- firði 3.—4. september næstkom- andi. ^ Ritstjórn Dagfara að þessu sinni skipa Svavar Sigmunds- son, cand. mag. og Loftur Gutt- ormsson, sagnfræðingur. (Frá Samtökum her- námsandstæðinga.) fremst saga þeirra. Þær hafa ( knúð fram þróunina, sem orðið hefur til framfara, frelsis og mannréttinda. Höfuðafl þjóð- frelsishreyfingarinnar í upphafi aldarinnar, — þegar enn er við danskt afturhald að eiga, — eru bændur og menntamenn, en hluti borgarastéttarinnar stend- ur með, — síðar verða það verkamenn og menntamenn, er forustuna hafa, einkum eftir að höfuðóvinur íslendinga verður amerískt auðvald og hervald. Og það hefur eftir 1941 orðið hlutverk Sósíalistaflokksins og,j,___ þeirra hreyfinga, sem hann hef- , ur staðið að og að mestu haft forustu fyrir, að heyja þessa baráttu. Skipulagsmál þessara hreyf- inga eru oft ekki síður mikil- væg en stefnumálin sjálf, sök- um þess að undir skipulagi þeirra er það komið, hvort slík öfl, er framvinduna knýja á- fram, standa sameinuð eða sundruð, — og þar með, hvort þáu eru slíkt vald í þjóðfélag- inu, sem þarf til að sigra, þrátt fyrir ólíkar skoðanir innbyrðis. Til þess að skilja þessi mál til hlítar og geta stjórnað þess- um hréyfingum farsællega, er því nauðsyn að jafnt sósíalist- ar sem aðrir verkalýðs- og/eða þjóðfrelsissinnar, átti sig til fulls á þeim tvíþættu verkefn- Einar Oigeirsson Fluttu með tvö ung börn í tjald í gœr í GÆRDAG skömmu áður en blaðið fór í prentun hringdi kona til Þjóðviljans og kvaðst vilja segja ofurlitla sögu um ástandið í húsnæðismálunum í borginni. SAGA KONUNNAR var í stuttu máli á þessa leið: í tveggja herbergja íbúð við Bústaðáveg hafa að undanfömu búið ung hjón með tvö böm. Þessa í- búð þurftu þau að rýma og í vandræðum sínum sneru þau sér til þeirra aðila hjá Rvík- urborg sem hafa með hús- næðismál að gera og leituðu eftir aðstoð. Sóttu þau bæði um að fá keypta íbúð á veg- um borgarinnar og eins að fá leigða íbúð til bráðabirgða a. m. k. ^ ENGA FYRIRGREIÐSLU fengu ungu hjónin hjá borginni. Og í gær var komið að þeim degi að þau áttu að flytja úr £- búðinni sem þau hafa verið í og stóðu þau uppi síðdegis í gáer húsnæðislaus og á göt- unni með böjnin tvö og allt sitt innbú. ; • ÞAR SEM ÖNNUR úrræði vóru ekki fyrir hendi ætluðuungu hjónin því að tjalda yfirsig og börnin í nótt á eiáhverjum blétti í nágrenni við húsið þar sem þau hafa búið. SÖKUM ÞESS AÐ blaðið var að fara í prentun var ekki unnt að athuga þetta mál nán- ar £ gær en væntanlega verð- ur sagt frá þvf nánar fÞjóð- viljanum eftir helgina. Framhald á 7. siðu. Góðar horfur á hitaveitu fyrir Húsavík: Líklegt er sb nægilegt vatn fáist innan bæjarlandsins □ Að undanförnu hefur verið unnið að því að reynsludæla borholur þær í landi Húsavíkurkaup- staðar sem boraðar voru á árunum 1961—1963 og gefa þær tilraunir góðar vonir um að fást muni í bæjarlandinu með frekari borunum nðégilegt heitt vatn til hitaveitu fyrir kaupstaðinn. Ikveikja í fngélfsstræti TJm eitt leytið í fyrrinótt lcviknaði í tveim húsum við Ingóifsstræti, og bendir flest til að þar hafi brennuvargur verið á ferðinni. Slökkviliðið var fyrst hvatt að Ingólfsstræti 9, þar sem Félagsbókbandið var áður til húsa. Hafði eldurinn konjið upp £ ruslageymslu bakatii við húsið og það tekiðað loga, en eldurinn var fljótt slökkt- ur og pkemmdir urðu ekki teljandi. Meðan slökkviliðið var Á efri hæðinni er Ljósmynda- þama statt varð elds vart f i stofa Péturs Thomsens og húsinu nr. 4 við sömu götu. Var þar eldur í íjallara og húsið fullt af reyk. Eldurinn virðist hafa komið upp í geymsluherbergi , frá Ljós- myndastofu Péturs Thomséns, var þar mikið af filmum og öðru eldfimu efni. Eyðilagðist þar allt og einnig urðu nckkr- gr skemmdir í öðrum hluta kjallarans þar sem rafmagns- vprkstæðið Rafröst er til húsa. urðu þar miklar skemmdir á tækjum og myndum. Að þvi er rannsóknarlög- reglan sagði Þjóðviljanum i gær virðist lítill vafi á því að um fkveikju hafi verið að ræða á báðum þessum stöð- um. Nokkrir menn sem voru að flækjast drukknir kringum húsin meðan á slökkvistarfinu stóð voru teknir til yfir- heyrslu, en ekkert er upplýst hver valdur er að brunanum. Þjóðviljinn átti fyrir helgina tal við Áskel Einarsson bæjar- stjóra á Húsavík um þessi mál. Sagði hann að á árunum 1961- 1963 hefðu verið boraðar fjór- ar holur í bæjarlandinu í leit að vatni en síðan hefði orðið langur dráttur á» því að dæla fengist til þess að dæla úr hol- unum til reynslu. Hafa menn frá jarðborunum ríkisins unnið að því að undanförnu að reynsludæla holurnar og efna- greina vatnið undir stjórn Jens Tómassonar jarðfræðings. Stærsta holan var boruð á Höfðanum, er hún 1200 metra djúp og úr henni hafa fengizt 5,5 sekúndulítrar af 94 gráðu heitu vatni. Þá er önnur borhola í Laugardalnum og hafa feng- izt úr henni 5—6 sekúndulítrar af 79 gráðu heitu vatni og er álitið að þar sé hægt að fá miklu meira vatn með frekari borun. Þá var boruð hola á svo- nefndu preststúni en hún hefur reynzt „dauð“. Er ætlunin að dýpka hana og bora eina til tvær holur til viðbótar þar í grennd og er verið að útvega bor 'til þessara framkvæmda. Fjórða holan er í Bakkanum. Áskell taldi líkur á að úr þeim fjórum holum sem þegar er búið að bora megi fá um 15 sekúndulítra með fullri dælingu en til þess að fá nægjanlega mikið heitt vatn fyrir hitaveitu handa kaupstaðnum mun þurfa 30-40 sekúndulítra. Eru allar líkur taldar á að unnt verði að fá svo* mikið vatn í bæjarland- inu með því að dýpka þær hol- ur sem fyrir ■ eru og bora nýj- ar. Verða nú keyptar dælur í holnrnar og jafnframt haldið á- fram borun. Að lokum sagði Áskell að hitaveita fyrir Húsavíkurkaup- stað yrði að sjálfsögðu dýr framkvæmd en hefði jafnframt mjög mikla þýðingu fyrir bæ- inn. Sagðist hann vera mjög á- nægður yfir því, að nú væri farinn að sjást árangur af bor- ununum. Þetta hefði verið eitt fyrsta verkefnið sem hann hefði beitt sér fyrir í sinni bæjar- stjóratíð en nú væri hann að láta af störfum 1. september n. k. Fyrirlestur um þýðingar úr ísl. Dr. Ladislav Heger frá Prag, sem dvelst hér á landi.um þess- ar mundir í boði menntamála- ráðuneytis, heldur fyrirlestur í Háskóla íslands miðvikudag 24. ágúst kl. 5.30. Efni fyrirlestrar- ins er þýðingar íslenzkra bók- mennta, einkum forr.bókmennta, á tékknesku. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Öllum er heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.