Þjóðviljinn - 21.08.1966, Síða 2
2 SfÐÁ — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. ágöst 1966.
Skólalæknar
Skólalækna vantar við nokkra barna- og gagnfræðaskóla
í Rey-kjavík á komandi skólaári.
Nánari upplýsingar gefur forstöðukona Heilsuvemdar-
stöðvar Reykjavíkur í síma 22400.
Umsóknir sendist stjóm Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
ur fyrir 15. september n.k.
Reykjavík 18. ágúst 1966,
Stjóin Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Aðvörun lil íbúðareigenda
r fjölbýlishúsum við
HRAUNBÆ og RÓFABÆ
Skrifstofa borgarverkfraeðings leyfir sér að vekja at-
hygli íbúðaeigenda við fyrrnefndar götur á grein úr út-
hlutunarskilmálum lóðanna, þar sem segir, að þeim aðil-
um, sem fengu lóðaúthlutun við Hraunbæ og Rofabæ, sé
skylt að slétta lóðimar og koma þeim í rétta hæð.
Eigi verður hægt að koma fyrir jarðstrengjum og raf-
magnsheimtaugum fyrr en þessu skiiyrði er fullnægt.
V. j
Borgarverkíræðingurinn í Reykjavík.
AKRANESVÖLIUR:
í dag, sunnudag 21. ágúsí kk 4 e.h. leika
Í.A. - K.R.
Dómari: Hannes Þ. Sigurðsson.
Ferð með Akraborginni kl. 1,30 og til baka
að leik loknum.
' i
NJARÐVÍKURVÖLLUR:
í dag, sunnudag 21. ágúst kl. 4 e.h. leika á
Njarðvíkurvelli
Í.B.K. — Þróttur
Dómari: Guðmundur Guðmundsson.
II. DEILD
MELAVÖLLUR:
1 kvöld kl. 7,30 (sunnudag) leika
Fram - Víkingur
Dómari: Xarl Jóhannsson.
MÓTANEFND
Minningarorð
£yjóífur Eyjólfsson
skósmiður
Þann 14. ágúst sl. andaðist
í Borgarsjúkrahúsinu Eyjólfur
Eyjólfsson skósmiður, eftir
langvarandi veikindi. Hann
var fæddur 3. júlí 1902 í
Hraunhjáleigu í Ölfusi.
Foreldrar Eyjólfs voru hjón-
in Guðrún Guðmundsdóttir frá
Ytri-Grímslæk og Eyjólfur
Eyjólfsson frá Efri-Grímslæk,
komin af svonefndri Gríms-
lækjarætt.
Eyjólfur sálugi, sem héi; er
minnzt, var einn af þréttán
systkinum, og eru nú aðeins
sex þeirra á lífi. Þrettán ára
barn varð hann fyrir þeirri
þungu lífsreynslu að veikjast
af illkynjaðri beinbólgu í fæti
og- var síðan fatlaður á fæti
ævilangt síðan af völdum þessa.
Eyjólfur hóf skósmíðanám
árið 1920, eða 17 ára gamall,
lauk því námi hjá Sófusi Guð-
mundssyni skósmíðameistara í
Vestmannaeyjum, en þar
dvaldist hann um átta ára
skeið.
Árið 1930 flytur Eyjólfur til
Reykjavíkur og festir kaup á
skósmíðaverkstæði Kristjáns
Kristjánssonar á Týsgötu 7.
Árið 1933 kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni, Sigur-
björgu Guðmundsdóttur frá
Haukadal vestur í Dýrafirði.
Hún er af svonefndri Arnar-
dalsætt, sem margir kannast
við.
Þeim hjónum varð sjö barna
auðið, en af þeim eru fimm á
lífi, öll uppkomin, það yngsta
16 ára stúlka. Börn þeirra
hjóna eru öll hin gjörvilegustu
— að ógleymdum 9 mann-
vænlegum barnabörnum.
Eyjólfur átti jafnan við al-
varlegan heilsubrest að' stríða.
— Eigi að síður á hann að
baki dáðríkan ævidag. Hann
var vinnuglaður með afbrigð-
um, hagsýnn og búsæll, enda
giftur þeirri konu, að fáum
einum er gefið það lán að eign-
ast þvílíkan lífsförunaut, að
þeirra dómi, sem gerst vita
um sambúð þeirra hjóna. Hann
kunni og manna bezt að meta
þetta lán sitt.
Eyjólfur var félagslyndur
maður að eðlisfari, var t.d.
virkur maður í Sjálfsbjörg, fé-
lagi fatlaðra, og víðar þar sejn
kraftar hans og heilsa entust
til.
Ég hafði náin kynni af Eyj-
ólfi þau átta ár sem hann
dvaldist í Vestmannaeyjum, þá
ungur maður, og sá góði kunn-
/ ingsskapur hélzt jafnan síðan,
þótt leiðir skildi með köflum.
Ég minnist glaðværðar hans,
hjálpsemi hans og hjartans
hreinskilni, sem er og verður
aðalsmerki góðra manna.
Ég kveð nú þennan gamla
æskufélaga minn í hinzta sinni.
— Ég flyt hinni ágætu konu,
frú Sigurbjörgu, og öllum öðr-
um eftirlifandi vandamönnum
hans,' éihlægá sámúðarkveðju.
Jón Rafnsson
Ms. Anna Borg
Vöruflufningar frá ítalíu og Spáni
Ráðgert er að skip vort lesti vörur frá
ítalíu og Spáni til íslands fyrri hluta okt-
óber n.k. ef nægilegur flutningur fæst.
Þeir sem hug hafa á flutningi með skipinu
eru vinsamlegast beðnir að hafa samband
við skrifstofu vora í Garðastræti 3,
sími: 11120. ’
Skipaleiðir hJ.
Frá vélskóla
Is/am/s
Vélstjóranámskeið verða haldin á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum, ef nægileg þátttaka fæst, þau myndu hefjast
um miðjan september.
Námskeiðin veita. þéim er standast próf rétt til að vera
yfirvélstjóri á fiskiskipi með allt að 500 hestafla vél,
og þeim er hljóta framhaldseinkunn rétt til að setjast' í
I. bekk Vélskóla Islands.
Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur og sundkunnátta.
Umsóknir sendist sem fyrst, helst fyrir 1. september n.k.
til Vélskóla íslands, Reykjavík.
Gunnar Bjarnason, skólastjóri.
4
I