Þjóðviljinn - 21.08.1966, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 21.08.1966, Qupperneq 5
Sunnudagur 21. ágúst 1966 — ÞJOÐVILJINN — SlÐA g VIII. EM í frjálsíþróttum: Hverjir verða Evrópumeistarar? Merkt afmæli — Þjálfað af kappLí Evrópu í lok þessa mánaðar liefst 8. Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum í Budapest. Þangað munu koma um þús- und íþróttamenn og konur til keppni um Evrópumeistara- titla ársins 1966. Mótsins er beðið með eftirvæntingu og fjörlegar umræður um sigur- líkur einstakra keppcnda í gangi eins og jafnan a sér stað þegar miklir íþróttavið- burðir eru í nánd. Eftirfar- andi greinaflokkur fjallar um flestar greinar EM og líkur beztu afreksmanna í Evrópu um þessar mundir á sigri í Budapest og er þá stuðzt við þau afrek sem náðst hafa í ■sumar og álit „sérfræðinga“ og íþróttafólksins sjálfs. En áður en komið er að efninu sjálfu skal minnzt á ekki ómerkan atburð í ís- lenzkri íþróttasögu sem gerð- ist fyrir réttum 20 ármn. Úti í Noregi árið 1946 í lok ágústmánaðar fór 3. Evrópu- meistaramótið í frjálsíþrótt- um fram á hinum fræga í- þróttaleikvangi Osloborgar, Bislet. íslendingar sepdu þangað 10 manna flokk. Með- al þeirra var Gunnar Huse- by sem þá var orðinn víð- frægur fyrir afrek sín í kúlu- varpi og miklar líkur á þ'ví taldar að hann hlyti þar 2. sætið. Fremri honum var að- eins sovézki kastarinn Lipp talinn. Lipp mætti ekki til leiks, en engu að síður átti Gunnar við skæða keppi- nauta að etja — 13 að tölu. í úrslit kúluvarpsins kom- ust 9 af þessum 13 en til þess þurfti að kasta yfir 14 m. Gunnar átti lengsta kast- ið í þeirri lotu og kastaði 15,64 m. í úrslitunum um titilinn Evrópumeistari í kúluvarpi 1946 hófst barátt- an fyrir Gunnar fyrir al- vöru. Sovézki kastarinn Gor- j'anov reyndist Gunnari skæðastur. í fyrstu umierð kastaði hann 15,28 m, en Gunnar aðeins 14,94 m. Gunnar lét þetta þó lítið á sig fá og kastaði í næstu umferð 15,56 m, sem nægði honum til sigurs því hVorki Gorjanov né risanum Lethila (varð 3.) tókst að ná betra kasti. Þetta afrek Gunnars var fyrsta afrek íslenzks í- þróttamanns á erlendum vett- vangi og upphaf margra og minnisstæðra afreka ís- lenzkra frjálsíþróttamanna á næstu árum. Fjórum árum- síðar tókst Þremenningarnir, scm héldu merki íslenzkra frjálsíþrótta hátt á loft á Evrópumeistaramótinu í Brussell 1960. Frá vinstri: Torfi Bryngeirsson Evrópumeistari í stangarstökki, Gunnar Huseby Evrópumcistari í kuluvarpi og Örn Clauscn, sem varð annar í tugþrautarkeppninni. Gunnar Huseby tryggir sér Evrópumcistaratitilinn í kúluvarpi á Bisley-Ieikvanginum í Osló 1946 mcð því að varpa kúlunni 15,56 metra í úrslitum. Gúnnari að verja titilinn og kastaði þá 16,74 m sem þá var nýtt' Evrópumet og er enn íslenzkt met. Þriðja Evr- ópumeistaratitilinn fyrir ís- land vann Torfi Bryngeirs- son í langstökki á sama móti og stökk 7,32 m. Þessi ár voru blómaskeið íslenzkra frjálsíþrótta. Eins ,og vænta mátti hefur sumarið borið þess greinileg merki að íþróttafólk álfunn- ar miðar þjálfun sína við þátttöku í EM. í sumum löndum hefur þjálfuninni verið þannig hagað að keppn- istímabilin eru látin vera tvö^ þ.e. snemma í vor og fyrir EM, en tímabilið á milli not- að til undirbúnings. Önnur lönd hafa hinsvegar haldið sig við „gömlu“ aðferðina — langt undirbúningstímabil og eitt keppnistímabil eða þá einfaldlega seinkað keppnis- tímabilinu svo að íþrótta- fólkið sé í beztri þjálfunþeg- ar EM fer fram. Vegna þessa hefur verið erfitt að geta sér til um af- reksgetu einstakra íþrótta- manna og þar fyrir utanhafa fæstir haft hug á því að leggja „spilin á borðið“. Undanfarið hefur þó ýmis- legt komið í Ijós sem gefur tilefni til ályktana. Við skul- um því lita á einstakar greinar og keppendur í næstu blöðum. 1. GREIN INGIMARS JÓNSSONAR Evrópukeppni bikarmeistara: Valur og Standard Liegé annað kvöld Það er annað kvöld, mánu- dag, sem Valsmenn leika á Laugardalsvelli við belgísku bikarmeistarana Standard de Liegé. Þetta er sem kunnugt er fyrri leikur liðanna í Evr- ópukcppni bikarmeistara og hefst kl. 7.30. Þjóðviljinn hefur áður sagt nokkuð frá hinu fræga belg- íska félagi, en hér fer á eftir stutt kynning á helztu leik- mönnum félagsins: Jean Nicolay, fæddur 1937. Hann ’hefur verið sjálfkjörinn markvörður belgíska landsliðs- ins, og hefur tvö undanfarin ár leikið alla milliríkjaleiki, en auk þess verið valinn í Evr- ópuúrval. Guy Raskin fæddur 1937. Bakvörður sem keyptur var frá Beerschot 1965. Hann er landsliðsmaður, þykir róleg- ur. og sterkur leikmaður. Lucien Spronck, , f æddur 1937. Leikur miðvörð, og hefur verið valinn í landslið. Hávax- inn og þykir meistari í því að ná háum sendingum. Luis Pilot, fæddur 1939. Bezti leikmaður og fyrirliði landsliðs Luxemborgar. Leikur I framvörð og þykir mjög sterk- ur leikmaður Roger Claessen, fæddur 1941. Leikur miðherja. Var valinn í landsliðið 1961, en vegna meiðsla og ofreynslu var hann lengi frá keppni, en hefur nú náð sér að fullu. Léon Semmeling, fæddur 1940. Leikur hægri útherja. Hefur oftsinnis verið valinn í landslið. ítölsk og spænsk fé- lög hafa haft mikinn augastað á honum. Paul Vandenberg, fæddur 1940. Hann þykir mjög góður sóknarleikmaður, hefur leikið í landsliði. Þykir mjög góður uppbyggjari, og snjall í lang- skotum. Velco Naumovic, fæddur 1935. Keyptur frá Júgóslavíu, og hefur leikið í landsliðinu. 2. deild Fram- Víkingur I kvöld, sunnudag, kl. 7-30 hefst á Melavellinum leikur Fram og Víkings í 2. deild, dómari verður Karl Jóhanns- son. Ef Framarar sigra í þessum leik, hefur aðstaða þeirra styrkzt mjög fyrir úrslitaleik- inn í riðlinum gegn Vest- mannaeyingum, en þar verður úr því skorið hvort það verð- úr Fram eða ÍBV sem leikur gegn Breiðabliki, sigúrvegar- anum í hinum riðlinum, um setu í 1. deild næsta ár. 1. deild 2 leikir um helgina ÍBK-Þróttur, ÍA-KR I dag verða leiknir 2 leikir í 1. deild íslandsmótsins í kpattspyrnu. Keflvíkingar og Þróttur leika á Njarðvíkurvelli, dóm- ari verður Guðmundur Guð- 15 ára og sigur- vegari á golfmóti Fyrir nokkru var háð hin ár- lega keppni Golfklúbbs Rvíkur um afmælisbikar Guðmundar Sigmundssönar. Tvö sl. ár hafa verið leiknar ✓ einungis 12 hclur og hefur það mælzt vel . fyrir. Svo er fyrir mælt í reglugerð gefandans, að bikar þessi sé farandgripur, verðlaun fyrir beztan árangur í höggleik með forgjöf. Til leiks mættu 24 kylfingar, þrátt fyrir mjög slæmt veður, ausandi stórrigningu af suð- austri, sem næstum hindraði allan golfleik. Var því eigi að vænta sérstaks árangurs að þessu sinni. Leikar fóru svo að ungur kylfingur. Markús Jóhannsson, bar sigur úr býtum. Markús er sonur hins góðkunna kylf- ings Jóhanns Eyjólfssonar og aðeins 15 ára gamall. Hann hefur verið mjög áhugasamur við æfingar og keppni í sumar og má áreiðanlega mikils af honum vænta í framtíðinni, ef hann leggur slíka alúð við þjálfunina. Ásamt honum hafa nokkrir aðrir unglingar æft all- vel í sumar og verður gaman að fylgjast með meistarakeppni unglinga, sem háð verður í lok bessa mánaðar. Urslitin urðu annars sem hér segié: Markús Jóhannsson 64-20=40 Hilmar Pietsch 66-21=45 Haukur Guðmundsson 60-14=46 Erlendur Einarsson 64-17=47 Jónátan Ölafsson 73-23=50 —4> UMF Höfðstrendingur sigruði ú héruðsmóti UMS Skugufj. □ Ungmennafélagið Höfðstrendingar bar sig- ur úr býtum á héraðsmóti Ungmennasambands Skagafjarðar, sem haldið var á Sauðárkróki um síðustu helgi, dagana 13. og 14. ágúst sl. Þrjú skagfirzk met voru sett á mótinu. Hörður Ingimarsson T 5:15,4 Páll Ragnarsscn T 5:17,4 4x100 m boðhl.: Sveit Tindastóls 48,2 (Skmet). Sveit Höfðastr. 48.5. Langstökk Veður var mjög gott báða dagana, sólskin en lítilsháttar gola. Keppendur voi'u frá f jór- um ungmennafélögum: Ung- mennafélaginu Höfðstrendingi. Umf. Tindastóli, Umf/ Fram- för og Umf. Glóðafeyki. Urslit i einstökum greinum urðu þessi: 100 metra hlaup. Gestur Þorsteinsson H Ragnar Guðmundsson T Sigmundur Guðmss. H; Ölafur Ingimarsson T 400 m hlaup. Ragnar Guðmundsson T 54.4 Gestur Þorsteinsson H 55,2 Ólafur Ingimarsson T 57,2 Bjöm Jóhannsson H 58,2 800 mctra hlaup Ólafur Ingimarsson T 2:15,5 Tómas Þorgrímsson H 2:20,2 Sigfús Ólafsson H 2:21,1 Hörður Ingimarsson T 2:28,3 1500 m hlaup Sigfús Ólafsson H 5:11,2 5:14,9 H 11.5 11.6 11,9 12,0 ' Pálmi Rögnvaldsson H Gestur Þorsteinsson Ragnar Guðms. T Páll Ragnarsson T Erlendur Sigurþórs T Þrístökk: Gestur Þorstelnsson H Ragnar Guðmundsson T Sigmundur Guðms. H Erlendpr Sigurþórss. T Ilástökk Gestur Þorsteinsson H Ólafur Ingimarsson T 6,83 6,20 5,70 5,65 13,31 12,75 12,06 11,12 1,66 1,61 Framhald á 9. síðu. mundsson. Leikur þessi er mikilvægur fyrir bæði liðin, með sigri Keflvíkinga hafa þeir enn góða von um sigur í mótinu, en það þýðir hins veg- ar að möguleikar Þróttar til að halda sæti sínu í 1. deild eru orðnir harla litlir. Á Akranesi leika Akurnes- ingar og KR, dómari verður Hannes Þ. Sigurðsson. Eins og staðan í mótinu er verður þessi leikur að teljast mikilvægari fyrir Akurnesinga, því að með sigri yfir KR hafa þeir ekki glatað allri von um að endurheimta íslandsmeistara- titilinn og KR-ingar þurfa tæpast að óttast fall niður í 2. deild þótt þeir tapi þessum leik. , Báðir þessir leikir hefjast kl. 4, og í sambandi við leikinn á Akranesi verða sérstakar ferð- ir með Akraborg. Farið verður frá Reykjavík kl. 1.30 og til baka aftur að loknum leik. Staðan í 1. deild Leikir Stig Valur ÍBA ÍBK ÍA KR Þróttur 11 9 8 7 6 3 i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.