Þjóðviljinn - 23.08.1966, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 23.08.1966, Qupperneq 3
Þriðjudagur 23. ágúst 1366 — ÞJÓÐVTUINN — SlÐA J Skoðanakönnun í USA sem vekur mikla athygli Kennedy er talinn líklegri til sigurs 1968 en Johnson Auknar líkur taldar á því að, Robert Kennedy verði framboði fyrir Demókrata — Vaxandi óvinsældir LBJ WASHINGTON 22/8 — Um helgina voru birtgr í Banda- ríkjunum niðurstöður skoð- anakönnunar og hafa þær vakið mikla athygli fyrir þá sök að Robert Kennedy, öld- ungadeildarmaður, bróðir hins látna forseta, reyndist njóta meiri vinsælda meðal kjósenda úr ílokki Demó- krata en Lyndon B. Jo'hnson forseti og töldu þeir hann sigurstranglegri en Johnson til framboðs í forsetakosning- unum 1968. 40 prósent þeirra kjósenda úr flokki rfemókrata sem spurðir voru kváðust helzt vilja að Robert Kennedy yrði í framboði fyrir flokkmn í kosningunum 1968, en aðeins 38 prósent vildu að Johnson.-yrði aftur í fram- boði. Fréttamenn í * Washington benda á að Johnson forseti leggi jafnan mikið upp úr skoðana- könnunum og því geti ekki hjá því farið að honum lítist illa á þessar niðurstöður, og búizt er við að hann muni nú leggja allt kapp á að afla sér aftur vinsælda með ferðalögum og fundahöldum um land allt. Þótt niðurstöður þessarar skoðanakönnunar hafi vakið mikla athygli, kom það ekki beinlínis á óvart að vinsældir Johnsons hafi minnkað; svip- aðar^' kannanir hafa áður sýnt að menn eru yfirleitt óánægðir með frammistöðu hans, bæði í Vié'fflSmiStríðinu og innanldrids- málum. í fréttaskeyti frá NTB er sagt að enda þótt Robert Kennedy hafi skuldbundið sig fprmlega til að styðja framboð Johnsons 1968, séu flestir kunnugir þeirr- ar skoðunar nú að frambjóð- andi Demókrata þá muni líklega heita Kennedy. Þar mun átt við að Kennedy muni verða fyr- ir valinu sem forsetaefni Demó- krata, ef svo skyldi fara að Johnson gæfi ekki aftur kost á sér. Því hefur verið fleygt að Johnson hafi í hyggju að draga sig í hlé fremur en eiga á hættu annaðhvort ósigur eða nauman sigur í kosningunum. Fæstir munu telja hugsanlegt að framboði fráfarandi forseta wzíiiítm, ... Hætta er á farsóttum eftir jaróskjálftana í Tyrklandi Fundizt hafa 2.300 lík, en óttazt að 4.000 manns hafi farizt. — Jarðhræringarnar halda enn áfram ISTANBUL 22/8 — Hætta á taugaveikifaraldri ógnar nú þeim héruðum í austurhluta Tyrklands þar sem jarðskjálft- ar hafa orðið síðustu daga, en óttazt er nú að allt að 4.000 manns hafi beðið bana í þeim. Enn í dag varð vart jarð- hræringa á þessum slóðum. leið til Hvíta hússins? — Robert Kennedy. Þegar síðast fréttist höfðu fundizt 2.300 lík, en samkvæmt opinberum héimildum er ástæða til að ætla að mun fleiri hafi beðið bana í jarðskjálftunum á föstudag og laugardag, eða allt að 4.000 manns. Vatns- og skolpleiðslur eyði- lögðust víða í jarðskjálftunum og sökum þess og hins mikla hita sem er í jarðskjálftahéruð- unum er talin ástæða til að ótt- dst að farsóttir gjósi upp. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir það með því að sótthreinsa drykkjarvatn með. klór. Verst er ástandið í bænum Varto en þar brundi svo að segja hvert einasta hús £ rúst. Þéttir flugnasveimar eru yfir rústunum, en björgunarsveitir geta fundið á rotnunarlyktinni hvar lik er að finna undir þeim. Teknar hafa verið grafirfyrir 1.300 þeirra sem fórust í bæn- um, en líklega verður að grafa enn fleiri. Enn kunna einhverjir að vera á lífi undir rústunum, en von um það þverr meðhverri stundu. Fólk leitar í örvinglun vanda- manna sinna og nýtur. við það aðstoðar fjölmenns herliðs, sem sent var á vettvang. Demirel forsætisráðherra sagði í Istanbúl að stjómin myndi gangast fyrir því að reistir yrðu nýir bæir fyrir þá sem lifðu af jarðskjálftann. Ætlunin &r að reisa í staðinn fyrir Varto 6.000 manna bæ, en sagt er að fæst- ir þeirra bæjarbúa sem komust lífs af kæri sig um að búa þar lengur, heldur vilji þeir flestir flytjast þaðan. Þúsundir manna i jarðskjálfta- héruöunum hafa hafizt, við und- ir berum himni af ótta viðnýja jarðskjálfta. Allharðir kippir urðu á þessum slóðum í morgun, en ekki vitað til þess að þeir hafi valdið tjóni á mönnum eða mannvirkjum. Auk hættunnar á taugaveiki- faraldri sem oft hefur komið í kjölfar jarðskjálfta óttast menn að kólerufaraldur kunni að breiðast út um jarðskjálftahér- uðin, en vart hefur orðið kóleru í nágrannalöndunum Sýrlandi og írak. Margar flugvélar komu i dag til Tyrklands með fullfermi af lyfjum, ábreiðum,, tjöldum og öðrum útbúnaði handa hinu bág- stadda fólki. f verði haínað, enda eru þess eng- in dæmi. Fari hins vegar svo að Johnson dragi sig í hlé, eru all- ar líkur á því að Robert Kennedy yrði fyrir valinu. Hubért Humphrey varaforseti er varla talinn koma til greina. Hann hefur drðið að lýsa yfir fullum stuðningi sínum við stefnu Johnsons í öllum málum og er því talinn bera ábyrgð á því sem miður hefur farið og Humphrey hefur fyrirgert þeim stuðningi sem hann áður gat gert ráð fyrir að fá frá hinum •frjálslyndari öflum í Demókrata- flokknum. Þau öfl háfa nú svo að segja öll gengið til liðs við Kennedy sem ekki hafa dregið dul á and- "Stöðu síha við Johnáön í sum- um þeim helztu málum sem Bandaríkjastjóm glímir við, þótt hann hafi gætt þess að ganga ekki f Tserhögg við stefnu henn- ar. Hann hefur hvað eftir annað varað við afleiðingum þess að stríðið í Vietnam væri fært út og lýst þeirri skoðun sinni að Þjóðfrelsisfylkingunni í Suður- Vietnam bæri sæti við samninga- borðið þegar og ef viðræður gætu hafizt um frið í Vietnam. Hann og bróðir hans Edward Kennedy, öldungadeildarmaður frá Massa- chusetls, hafa lýst því yfir að Bandaríkjunum væri nær að verja fjárfúlgum þeim sem sóað er í stríðið í Vietnam til að berj- ast gegn fátæktinni og eymdinni ho'mafyrir. Bandaríska vikublaðið „Newsweek": ammuiamM mra umvzs 'orður- Vietnam nú / haust Blaðið hefur eftir góðum heimildum að ókveðið sé að setja iið á land rétt fyrir norðdn 17. breiddarbaug NEW YORK 22/8 — Bandaríska fréttatímaritið „Newsweek" sem kom út í dag segist hafa áreið- anlegar heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn munj gera innrás í Norður-Yietnam í haust. Blað- ið segir að lið verði sennilega sett á land á strönd- inni syðst í Norður-Vietnam svo að Bandaríkja- menn geti á þann hátt lokað aðflutningsleiðum til Suður-.Vietnams um. friðlýsta svæðið beggja vegna 17. breiddarbaugsins. Blaðið nafngreinir ekki heim- ildarmenn sína, en fullyrðir að ástæða sé til að ætla að fótur sé fýrir þessu. Að sögn „News- weeks“ benda sérfræðingar þeir sem það hefur frásögn sína eft- ir á þrjú atriði til stuðnings máli sínu: 1. Bandaríska herstjórnin hef- ur lengi haft strandlengju N- Vietnams við Tonkin-flóa á lista j sínum yfir staði sem til greina j kemur að ráðast á, en mynni | flóans er sem næst við 17. breiddarbauginn, og telur þær I árásir mikilvægari en árásir á olíustöðvarnar við Haiphong. 2. Loftárásirnar á Norður-Vi- etnam hafa ekki orðið til þess að norður-vietnamska stjqrpin hafi látið undan síga. Tilgangur loftárásanna hafi' m.a. verið að neýða Norður-Vietnama að samningaborðinu. 3. Kína muni sennilega ekki gera mikið veður út af því að Randaríkjamenn komi sér upp brúarsporði í suðurhluta Norð- ur-Vietnams, vegna þess að landganga þeirra þar muni ekki stofna Hanoi-stjórninni í beina hættu. „Leyfi“ þegar veitt Þessi frásögn „Newsweeks“ kemur ekki mjög á óvart, enda er hún í samræmi við aðrar svip- aðar sem birzt hafa í banda- rískum blöðum að undanfömu. Þannig skýröi „New York Trib- une“ (Parisarútgáfan) frá því 13. ágúst sl. að bandaríska herliðinu £ Suður-Vietnam hefði verið veitt „leyfi“ til þess að fara norður yfir 17. breiddarbauginn og reyndar öll önnur landamæri, ef það væri talið nauðsynlegt i „varnarskyni“. „Oft er það svo“, sagði tals- maður bandarisku herstjórnar- innar við „New York Herald Tribune", „að bezta vöm gegn árás er að umkringja óvininnog komast á svig við hann. Ef slík aðgerð hefur í för með sér að fara verður yfir landamæri, þá myndi það ekki verða talin á- stæða til herréttarhalda". Loftárásir við Hanoi. Bandarískar flugvélar réðust í dag á skotmörk í næsta nágrenni Hanoi, m.a. á flugskeytapalla og var sagt í Saigon að þrír af fjórum pöllum sem ráðizt var’ á hefðu verið eyðilagðir. Einn þeirra var aðeins 14 km fyrir sunnan Hanoi. Samtals voru farnar 102 á- rásarferðir á skotmörk í Norð- ur-Vietnam, og - sögðu Banda- ríkjamenn að allar- árásarflug- vélarnar hefðu komið aftur, þótt mjög hörð skothríð hefði verið gerð að þeim. Nær engar viðureignir hafa orðið á landi í Suður-Vietnam, en langfleygar bandarískar sprengjuþotur héldu £ dag áfram árásum á skotmörk þar, einkum í grennd við - landamæri Kam- bodja. Bandafísk orustuþota var skot- in niður syðst í Suður-Vietnam og einnig ein af flugvélum Sai- gon-stjórnarinnar. Handsprengju var varpað að bandariskum herjeppa í Saigon og særðust fimm bandarískir hermenn og vietnömsk kona. Flugherstjéri V- Þýzhlands fer frá útaf Starfighfter BONN 22/8 — Yfirmaður vest- urþýzka flughersins, Wemer Panitski hershöfðingi, hefur orð- ið að láta af embætti, a.m.k. um stundarsakir, og er ástæðan sú að hann leyfði sér í blaðaviðtali að gagnrýna landvarnaráðuneyt- ið fyrir að hafa ekki séð flug- mönnum á ,.Starfighter“-þotum fyrir örvsútbúnaði. VÖRUHAPPDRÆTTI S.Í. Aðalumboð VöruhappdrœHis S.Í.B.S. er flutt úr Vesturveri í AUSTURSTRÆTI 6, - 2. HÆÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.