Þjóðviljinn - 23.08.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1966, Síða 4
V 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. ágúst 1966. Otgefandi: Sameluingarflolclcur alþýðu — Sósialistaflokk- uriim. Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, > Sigurður &uðmundsson. Fréttarltstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J‘',-annesson. Simi 17-500 (5 llnur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. r f A elleftu stundu Cjjónvarpsmálið er ekki mál sjónvarpsáhuga- ^ manna í Vestmannaeyjum.. Sjónvarpsmálið er miklu stærra en þessi hneykslisangi þess í Vest- mannaeyjum, sem er þó raunar í þann veginn að gera heilan hóp af embættismönnum að viðundri. Sjónvarpshneykslið ér sjálft sjónvarp Bandaríkja- hersins inn á þúsundir íslenzkra heimila, ástand sem meira að segja menntamála.ráðherra landsins, einn þeirra sem þyngsta sök bera á hermanna- sjónvarpinu, hefur játað opinberlega að sé óvið- unandi ástand fyrir sjálfstæða menningarþjóð, og því bæri að takmarka bandaríska sjónvarpið við herstöðina þegar er íslenzka sjónvarpið tekur rtil starfa. Ýmsir töldu' sig hafa ástæðu til að ætla að ríkisstjórnin mannaði sig upp í ákvörðun og yfir- lýsingu um það atriði áður en þingi lauk í vor, en því var ekki að heilsa. TVTú verður hins vegar ekki vikizt öllu lengur undan ákvörðun, vegna undirbúnings að starfi íslenzka sjónvarpsins. Fulltrúi Alþýðubandalags- ins í útvarpsráði, ^jörn Th. Björnsson, svaraði ný- lega spurningu blaðsins Dag'fara um líkur til þess „að ríkisstjórnin láti takmarka útsendingar banda- ríska Ke'flavíkursjónvarpsins við herstöðina eina þegar hið íslenzka tekur til starfa“, á þessa leið: „Á þessu stigi málsins er erfitf að segjá nokkuð ákveðið um það. Svo mikið sýnist þó víst, að ráð- herrar Alþýðuflokksins hafi tekið þá afstöðu að takmarka beri Keflavíkursjónvarpið, og sennilega reyna þeir að vitnna þá ráðherra Sjálfstæðis- flokksins sem fylgjandi eru áframhaldandi starf- semi þess á núverandi grundvelli, á sitt mál. Rík- irstjórninni er ekki stætt á því öllu lengur 'að fresta ákvörðun í málinu, því það er ómögulegt að halda áfram dagskrárgerð eða öðrum undirbúningi fyr- ir íslenzka sjónvarpið, nema úr því fáist skorið, hvort hið bamdaríska muni s’tarfa samhliða því eða ekki . . . „Skjót ákvörðun í þ'essu máli er þeim mun brýnni sem tilkynna þarf með góðum fyrir- vara, a.m.k. hálfum öðrum mánuði, hvenær ís- lenzka stöðin hefur útsendingar sínar, svo bæði innflytjendur sjónvarpstækja og tilvonandi kaup- endur geti hugsað sitt mál í tíma. Það má því segja að ellefta stundin sé komin, því alla vega tekur íslenzká sjónvarpið til starfa í haust“. Björn bendir á, að í bandarískum reglugerðum um sjónvarpsstöðvar erlendis sé tekið skýrt fram að hvergi megi reka sjónvarpsstöðvar á veg- um bamdaríska hersins sem taki inn á sendi- svæði sjónvarpsstöðva hlutaðeigandi lands. „Það mætti því vel hugsa . sér að stjórnarflokk- amir kysu heldur, af ótta við sjónvarpsbetlarana, að láta frumkvæðið að takmörkun Keflavíkur- stöðvarinnar koma frá Bandaríkjamönnum en þeim sjálfum,“ segir Björn Th. ennfremur. He'fur þess reyndar verið getið til hér í Þjóðviljanum, að stjórnarflokkarnir kynnu að leysa sig þannig úr málinu. Hvað sem því líður er hitt víst að fak- mörkun hermannasjónvarpsins yrði sigur íslenzkr- ar þjóðrækni yfir lítilsigldri ríkisstjórn og því her- ríöðvadrasli sem biin ví^beldur í landinu þjóðinni til skaða og smánar. — s. Þettu þætti íslenzkum úí- vegsmönnum góð vuxtukjöi Um s.l. mánaðamót var til- kynnt í Noregi að vextir aí lán- um frá Statens Fiskarbank myndu hækka frá 15. nktóber um % prósent af 1. veðréttar- lánum. Þessi ákvörðun bankans var jafnhliða staðfest á ríkis- ráðsfundi. Jafnhliða var sagt að vextir af 2. veðréttarlánum yrðu áfram óbreyttir, 2 prósent. Eftir breytinguna eru vaxta- kjörin þannig, eftir því sem blaðið Fiskaren segir, en þaðan er heimildin: Af lánum til skipa 4,5 prósent. Af lánum til dráttarbrauta, viðgerðarverk- stæða, fiskvinnslustöðva ' #og veiðarfærabúnaðar 3,% prósent og af venjulegum rekstrarlán- um 5,5 prósent. Þessi V2 prósent hækkun er sögð nauðsynleg til að standa undir útgjöldum bankans. Á- kveðin hlutföll eru í gildi hjá bankanum viðvíkjandi 1. og 2- veðréttarlánum, en hver þau eru, um það er mér ekki kunn- ugt. Framleiðsla Norð- manna á síldarmjöli 1966 / . Eftir því sem norsk þlöð fullyrða og hafa eftir Arnesen forstjóra við Nordsildmel í Björgvin, þá er framleiðsla Norðmanna á síldarmjöli frá áramótum til 15. júni s.l- 260 þúsund smálestir, en var á sama tímabili 1965 150 þúsund smálestir. Forstjórinn segir, að árið í ár, sé á þessu sviði sér- staklega gott ár- Blöðin segja að miklar birgð- ir af síldarmjöli liggi nú hjá verksmiðjunum meðfram allri norsku ströndinni. í blaðavið- tali segir Arnesen forstjóri að ennþá hafi engir söluerfiðleik- ar gert vart við sig, hinsvegar hafi salan á mjölinu ekki verið jafn ör og framleiðslan sem sé óvenjulega mikil. Þann 2- júlí s.l. voru Norðmönn búnir að flytja út 112,977 smálestir af síldarmjöli. Eitt allra bezta aflaár í Finnmörku Það má segja að gjafmildi Ægis konungs leiki við íhúa Finnmerkur í ár- Þar þefur staðið yfir samhangandi afla- hrota í vor og sumar. Síld, loðna, þorskur, ýsá og ufsi auk fleiri fisktegunda, hafa gengið þar á miðin í miklu stærri stíl en áður hefur þekkzt um'tugi ára- Hvað eftir annað hafa fiskiyfirvöld Finnmerkur orðið að gn’pa í taumana og stöðva veiðamar, þar sem vinnslustöðvarnar höfðj ekki undan. Síldarmjölsverksmiðj- urnar hafa viku eftir vikú verið með yfirfullar geymsluþrær Og veiðiskipin orðið að bíða eða flytja aflasn um langan veg su með ströndinni. í júlí- mánuði var það algengt að fískibátamir sem stunduðu þorsk- og ufsaveiðar gætu að- eins farið f tvo og í hæsta lagi þrjá róðra á viku, og þó höfðu vinnslustöðvarnar ekki undan. Hlaðafli var á togveiðum, hand- færaveiðum og með flotlínu. / Uörð gagnrýni á fyrirkomulag rússneskra fiskveiða Rússneskur blaðamaður, Ju Zubov að nafni, skrifar í Iæn- ingradskaja Pravda þann 19. marz í ár harðorða gagnrýni á fyrirkomulagi rússneskra fisk- veiða eftir langa kynnisferð um borð í' einu veiðiskipanna. Þessi grein rússneska biaða- mannsins hefur verið þýdd og birt í ýmsum fræðiritum þar á meðal í norska ritinu Fiskcts Gang. Blaðamaðurinn byrjar á því að upplýsa að fiskifræðin sem vísindagrein geti ekki svarað þeirri spurningu nákvæmlega hvað fiskimagn sé mikið í heimshöfunum, en gizkar á, að það sé einhversstaðar á milli 300 og 750 miljónir smálesta Ársafli heimsins samanlagður segir hann að sé 30—Í0 miljón- ir smálesta eða 7—8 prósent af áætluðu magni, Blaðamaðurinn gagnrýnir það sem hann kallar ofskipulagn- ingu í rússneskum fiskveiðum og of mikla skriffinnsku í landi. Ju Zubov tekur sem dæmi frystitogarann Pioner Zapeljar sem lagði út frá Leningrad i 175 daga veiðiferð og hafði fyr- irskipun um að toga með botn- vörpu ekki færri en 1100 klukkustundir í ferðinni, þar á meðal átti hann að toga með botnvörpu 14 klukkustundir á miðunum við Dakar á sólar- hring og 12 klukkustundir á sólarhring á miðunum við Suð- vesiur-Afríku Þá íylgdi með áætlun um það fiskimagn sem togarinn . átti að veiða í ferðinni bg hljóðaði hún á þessa leið: 1065 smálestir hrossamakrfll, 74 smálestir venjulegur makríll. 37.3 smálesti.r fiskur sem nefnd- ur er „karuss'1, 35,5 smálestir sarÆnur, 156,3 smálestir „Mer- luza“. Þá koma 48 smálestir óá- kveðinn fiskur til matar, þar næst 6. smálestir hákarl og 948,3 smálestir fiskur í fóður- mjöl. Síðan segir blaðamaðurinn að þó fiskifræðingarnir geti ekki nákvæmlega sagt til um fisk- magn í höfunum þá séu skipu- lagsfræðingar í landi ekki í vandræðum með að setja sam- an slíka áætlun sem þessa- Hann segir svo, að þessi áætl- un sé ekki sök sjómannanna, en hún sé hinsvegar þeirra ógæfa og þau dæmi sem hann bendi á, - séu ,ekki einsdæmi heldur algilt dæmi um ofskipulagningu innan útgerðarinnar. Svo heldur blaðamaðurinn áfram: Á miðunum undan Guinea mættum við túnfisk- flotanum „Solnetsjnyj Lutsj frá Kaliningrad. Flotinn var með fasta áætlun um veiði, þar sem sagt var að hvert veiðiskip ætti að fiski 49 smálestir af túnfiski og 14 smálestir af sverðfiski í tilteknum fjölda kasta. Hversvegna endilega þessar tölur 49 og 14? sjpyr þlaðamaðurinn og svarar sér sjálfur: ,,Það veit enginn“- En öll skipiri í flotanum voru með þessar áætlun, útbúna í landi. Þannig heldur blaðamaðurinn áfram og ræðst án allrar misk- unnar á ofskipulagninguna og skriffinnskuna sem hann segir að stórskaði fiskveiðar Sóvét- ríkjanna. Blaðamaðurinn styð- ur gagnrýni sína með ákvéðn- um dæmum úr ferðinni og seg- ir sjómennina vera oft b'undna á höndum og fótum af ákveðn- um fyrirmælum úr landi frá mönnum sem oft skorti nægi- Iega sérþekkingu á þessu sviði, enda séu aðstæður svo breyti- legar að við þær eigi ekki ein og sama formúlan- Vegna lengdar þessarar greinar er ekki hægt að birta hana í heild hér í þessum þætti, en hún er skrifuð af miklu hispursleysi þar sem gagnrýni er án allrar misk- unriar beitt gegn því sem blaðamanninum þykir miður fara í fiskveiðum Sovétríkjanna. Um það hvurt þessi skarpa gagnrýni rússneska blaða— mannsins hefur orðið til þess Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.