Þjóðviljinn - 23.08.1966, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 23.08.1966, Qupperneq 8
g SÍBA — MÖÐ¥ILJINN‘ — Þriðjudagwar 23. ág«sí 10fi6. í H Ú S I MÓÐUR MINNAR EÆtir J"UL. IAN GLOAG yggi, þar sem hann sat á haskj- um sér á gólfinu, öryggi sem var sterkara en tómleikinn í húsinu. Hann reis á faetur. Honum fannst mjög langt síðan hann fór útúr eldhúsinu. Hann slökkti á lampanum yfir útidyrunum og lokáði vomóttina úti. Það var komið. framyfir háttatímann þeirxa. 4. — Hver var þetta, Húbert? spurði Elsa. Húbert settist í saetið sitt við borðið áður en hann svaraði. Hann tók um kakókrukkuna sína. Hún var ísköld. Hann var allt í einu orðinn mjög þreytt- ur. — Það var maður, sagði hann. — Ég fékk hann til að fara. — Hvað vildi hann? — Ég fékk hann til að fara. Hann gat varla haldið augunum opnum, samt var einhver spurn- ing sem ásótti hann. Hann opn- aði augun upp á gátt og leit í kringum sig við borðið. Þau voru öll syfjuð og höfðu engan áhuga á manninum sem hafði barið að dyrum. Ekki einu sinni Elsa vildifara nánar út í þetta. — Viltu ekki hita kakóið þitt upp, Húbert? Er það ekki alveg orðið kalt? Hann hristi höfuðið. — Það gerir ekkert til. Mig langarekki í það. Eitthvað hafði komið fyr- ir, og það var eins og ekkert þeirra hefði áttað sig á því. • Það er tilgangslaust að sitja^ þama — það var eins og orðin í huga hans kæmu beint af vör- um mömmu. Þau urðu að gera eitthvað, þau urðu að taka á- kvörðun, þau urðu. — Við verð- um að láta gera við úrið henn- ar mömmu. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og DófJó Laugavegi 18 III hæð (lyftaj SÍMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- os snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖMU R Hárgreiðsla vig allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötn 10. Vonarstrætis megin — Sími 14-6-62. Hin bömin horfðu á hann skilningssljó. — Ég sagði að við yrðum að láta gera við úrið hennar mömmu. Það var einmitt það. Það var það sem þau urðu að gera. Það var svo augljóst, að hann talaði hárri röddu. Hann ögraði þeim. — Af hverju, Húbert? sagði Elsa- — Af hverju? — Af þvi að við verðum. — Ég er syfjuð, umlaði Gerty- — Af hverju getur þú þá ekki gert við það? sagði Dunstan. Húbert hrukkaði ennið. — Ég veit ekki hvort ég get gert við það, En við getum farið með það til úrsmiðsins — hann getur gert það. — Ég skil þetta ekki, sagði Dunstan. Af hverju þarf endi- lega að gera við það? — Segðu okkur af hverju, Hú- bert, sagði Elsa- — Af því — skilurðu það ekki — af því .. Hann hugsaði um öll. þau skipti sem hann hafði börið úrið að eyranu og hlustað á tifið og öll skiptin sem hann hafði haldið á því og horft á það og reynt að sjá minnsta vísinn hreyfast. Þegar það laegi á náttborði mömmu, bilað og sýndi alltaf sama tímann — þá væri það eins og lygi- Það væri ekki rétt. Af því að þú sagðir að allt ætti að vera eins og áður, Elsa — þú sagðir það. Hvemig getur allt verið eins og áður, ef' úrið hennar mömmu er bilað? — Láttu ekki eins og kjáni, Húbert. Ég átti ekki við það, sagði Elsa. — En Elsa — við verðum að láta allt vera í lagi. Skilurðu það ekki — við verðum að .... Díana reis á fætur og greip fram í- Það á að vera eins og það er, Húbert, sagði hún. Hún lyfti höfðinu, svo að Ijósa hárið féll frá andlitinu- Mamma hefði ekki viljað tiafa það öðru vísi. Hún leit ekki á hann, ekki á neinn annan heldur, en orð hennar voru endanleg, eimitt vegna þess að þau voru sögð á' svo rólegan hátt. Húbert var allt í einu hjálpar- vana. En Díana • • • • — Og auk þess, sagði Dunstan, ef þú þarft að vita hvað klukk- an er, þá höfum við stóru klukk- una í forstofunni og eldhús- klukkuna. — Kömið þið krakkar, það er háttatími. Elsa reis upp frá borðum og þau hin fóru að dæmi hennar. Húbert einn sat kyrr. Hann leit á klukkuna á veggn- um fyrir ofan vaskinn. Það var rafmagnsklukka með litlum, rauðum sekúnduvísi, sem rann mjúklega yfir skífuna, hring eftir hring, svo jafnst og örugg- lega, að maður óskaði þess stundum að hann færi hraðar eða hægar eða stanzaði jafnvel. Nei, hugsaði Húbert, þetta var ekki eins og úrið hennar mömmu. Þessi sekúnduvísir, hon- um var sama um allt, hann snerist bara í hring. — Húbert! Hann leit niður. — Já — Ég spurði hvort þú vildir hjálpa Jiminee að þvo upp? Við Díana ætlum að hátta Iitlu krakkana. — Ekki lítill, sagði Willy syfjulega- * — Allt í lagi, sagði Húbert- Allt í lagi, ég skal gera það- Jiminee var farinn að safna saman krúsunum. Panta að þvo, sagði hann. Húbert dró stólinn frá borð- inu og stóð upp. Þá þurrka ég. — Já, það er satt, Húbert, sagði Elsa úr dyrunum. Mundu að slökkva ljósið þegar þú kem- ur upp. Hann kinkaði kolli- Allt í lagi. Hann tók þurrkuna af snagan- um og stóð hjá vaskinum og sá vatnið gusast úr gúmmfslöng- 5 unni á krananum. Hann hugsaði: I rauninni skilur Elsa það ekki einu sinni. 5 Jiminee gekk á eftir honum upp stigann. Hvemig left ma- maðurinn út, Húbert? sagði hann. Húbert stansaði á litla pall- inum fyrir framan bókaherberg- ið og horfði niður í forstofuna. Ösköp venjulegur maður, sagði hann. — Hvemig ma-maður? — Tja. Allt í einu kærði Hú- bert sig ekki um að ganga upp stigann framhjá herbergi mömmu- Hann var stór, með barta. — Alveg eins Og hi-nn maður- inn, er það ekki? — Hvaða hinn maður? Húbert gekk að litlu töflunni með rof- um í skotinu og slökkti Ijósið í forstofunni. — Hinn maðurinn sem kom. — Hvað áttu við? Hvenær? Jiminee brosti út að eyrum. Ég .. ég man ekki hvenær það var. Um daginn einhvem tíma- Hann kom líka um kv.öld og .. — Og hvað? sagði Húbert. — Og — og mamma opnaði fyrir honum. Og hleypti honum ekki inn .... — Ég man ekki eftir neinum manni. Þú ert bara að bulla. Brosið á Jiminee dofnaði og birtist síðan aftur. En ég heyrði til hennar, Húbert. Hún sagði: Farðu og komdu aldrei aftur- Ég heyrði það. Húbert var ekki þreyttur lengur. Hvenær? — Ég var búinn að segja þér að ég man það ekki, Húbbi- — Reyndu að muna það, Jim- ir.ee. • — Ég get það ekki — þú v-veizt ég get það ekki. Röddin skalf. Húbert slökkti ljósið í stigan- um, þannig að aðeins logaði á efsta pallinum. Hvemig gazt þú heyrt þetta, Jiminee? Þú Wefur verið farinn að hátta-' — Ég veit það ekki, Húbert. En ég heyrði það. — Gekkstu kannski 1 svefni? — Ég hef kannski gert það- Tifið í klukkunni í forstofunni virtist ósköp hávært í myrkrinu. Húbert vissi að ekki þýddi að spyrja Jiminee um meira, hann yrði bara ringlaður og þá færi hann að bulla. Það þýddi aldr- ei að spyrja Jiminee um neitt. — Ég ætlaði ekki að segja að þú værir að bulla, Jiminee. — Það er allt í lagi. Jiminee var aldrei langrækinn. Húbert andvarpaði. Það er víst bezt að við förum upp, sagði | hann- En hann langaði ekki til j að hreyfa sig. Hann vildi óska , þess að hann hefði verið í her- \ bergi með Jiminee — ekki með i Dunstan — jafnvel' þótt hann talaði í svefni og gengi í svefni. — Húbert? — Já? — Ertu ekki hræddur í myrkri, Húbert? — Nei, 'ekki sérstaklega. — N-nei, ekki ég heldur- Ég kann vel við það. Þetta er satt, hugsaði Húbert. Jiminee kveikji aldrei Ijós þótt hann þyrfti að fara upp að sækja eitthvað. Það var næstum eins og hann sæi í myrkri. — En Díana er hrædd, sagði Jiminee. Hún er myrkfælin. — Ég veit það. Aumingja Di- ana. — Já, aumingja Díana. Það er oft svo mikið myrkur, er það ekki Húbert? Húbert teygði sig eftir hand- legg drengsins. Komdu nú, við verðum að- fara í rúmið. Eikarstiginn var nógu breiður til þess að þrír gátu gengið hlið við hlið, og þeir leiddust. Eftir stóra pallinn uppi mjókkaði hann og þrepin urðu brattari upp á efstu hæðina, þar sem svefn- herbergi bamanna voru- tít frá stóra pallinum var gengið inn í svefnherbergið mömmu og verkstæði Húberts og gestaher- bergi með píanói í. Hvorugur drengjanna leit á herbergisdyr mömmu pg þegar þeir . gengu upp síðustu þrepin, fann Húbert að hann fiýtti sér, eins og það væri ekki Jiminee sem kom á efti,r bonum, heldur einhver ógnandi og þögul vera, utanúr myrkrinu. — Af hverju ertu að hlaupa, Húbert? sagði Jiminee, þegar þeir voru komnir upp. Húbert stóð undir lampanum í ganginum og hann fann til létt- is, þegar hann varð var við ná- vist hinna barnanna. Ég var ekki að hlaupa, sagði hann. En við verðum að koma okkur í rúmið- Það verður mikið að gera á morgun- — G-góða nótt. — Góða nótt, Jiminee. Húbert gekk inn í herbergið sem hann hafði með Dunstan, og um leið fann hann eins kon- ar ógnun í því sem hann hafði sagt við Jiminee tíl skýringar á því að hann var að hlaupa, það verðúr mikið að gera á morgun, og aftur varð hann gagntekinn sömu þrúgandi kenndinni og niðri í eldhúsinu áðan. Hvað áttu þau að gera? Tunglsljósið féll inn í herberg- ið og Húbert kom auga á bréf- rriiða sem lá á koddanum hans. Hann braut hann sundur. Tunglsljósið var svo sterkt, að hann gat lesið það sem á hon- um stóð. Þar var skrifað: Hittu mig í herbergi mömmu klukkan 7, — Elsa- Meðan hann háttaði sig og fór upp í rúmið huggaði hann sig við það, að þau myndu taka á- þórðup sjóari 4827 — Barracuda, skip Drakes er vel búið, með tveim vélum, fokku, útsýnispalli og hjálparseglum. Það kemst upp í 20 hnúta hraða. — Ég geri ráð fyrir að Tailer hafi ætlað að nota sér norð-suðurstrauminn sem er sterkastur um 180 mílur utan strand- arinnar. Það myndi ég a-m.k, gera. — Gerum ráð fyrir að Stanley Tailer hafi nóga reynslu til að komast að sömu niðurstöðu, seg- ir Þórður, og reyni þessa átt- Það má búast við að hann hafi , rannsakað sjókortið nákvæmlega. | SKOTTA — Donni skrifar að stelpumar í útlöndum séu alveg eins vit- lausar og hér heima! TRYGGINGAFELAGIO HEIMIR! LINDARGATA 9 REYKJAVIK SlMI 21260 StMNEFNI ■ SURETY Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). (oníineníal . . . i Útvegum eftir beiáni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki * Onnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmmnnustofan h.f. Skipholti 35 - Sími 30688 og 31055 \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.