Þjóðviljinn - 28.08.1966, Page 2

Þjóðviljinn - 28.08.1966, Page 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJXKW — Sunmidagur 23. ágást 1366. Mggjg . V ■ : ili^w ■*z, VtftíJV Sf&! '*y‘ Hópurinn virðir fyrir sér Sví naíellsjökul. — Ljósm. J.E. Sunnudagurinn var hvíld ardagur. — Ljósm. P.Þ. GENGID A ORÆFAJOKUL Nú þegar bifreiðaslóðir liggja um óbyggðirnar þvert og endilangt má til tíðinda telja ef nokkur nennir að ganga á fjöll — hvað þá heldur ef um er að ræða hæsta fjall landsins — Fyrir skömmu stóðu tveir starfsmenn Þjóðviljans á Öræfajökli: Draumur sérhvers flallgöngu- manns er, má telja víst, sá að klífa hassta tindinn — draumur hvers eiginlegs ferða- manns sá að líta augum feg- urstu og sérkennilegustu lend- ur. Öræfajökull sameinar að rnargra áliti hvorttveggja, að fv;,gra þrátt fyrir stórleik sinn einn fegursti blettur iandsins okkar — og jafnframt sá hæsti. Við félagamir áttum þennan Og,. okkur féll það í skáut, umfram marga fjalla- og ferðamenn, aö sjá hann rætast. □ Nokkrir félagar í Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík tóku sig saman og stofnuðu til þess- arar ferðar, ákveðið var að takmarka' þátttakendafjölda við níu menn — og var hvert sæti fljótt skipað og hafa áreiðan- lega færri komizt að en vildu. Föstudagskvöldið 12. ágúst sl. mættum við félagamir níu á Reykjavíkurflugvelli — og þeg- ar við höfðum tekið myndir (fyrstu myndimar í ferðinni, en ekki síðustu) — hver af öðrum, stigum við upp í Dougias-flug- vél Flugsýnar. Flugvélin hóf sig til flugs eins og gráblár ránfugl, og hnitaði hálfhring yfir Seltjam- amesið og fyrir Gróttu — og skerin í Skerjafirðinum glóðu sem lýsigull í kvöldsólinni. Hvar í veröldinni gefur að líta fallegri bæ en Bessastaði. — Og áfram flugum við, yfir Lönguhlíðamar og Brennisteins- fjöllin. — Þegar austur yfir Kambabrún kom beindi rán- fuglinn okkar flugi sínu á haf út — gulmósku brá á sjóinn þar sem framburður ölfusár litaði hann langt á haf út. Ekki var þessi krókur á flugi flugvélarinnAr þá gerður til þess að sýna okkur Surt íham; gos lá alveg niðri í þetta sinn. Flugvélin lenti á Vestmanna- eyjarflugvelli eftir stórkostlegt hringflug yfir eyjunum, sem skörtuðu sínu fegursta, sem og landið allt sem við sáum á flugi okkar þessa kvöldstund. Á leiðinni frá Vestmannaeyj- um til Fagurhólsmýrar ríkti töluverð spenna og eftirvænt- ing í ílugvélinni. Svo hafði til talazt aþ flogið yrði yf.ir Hvannarjalshnúk, ef skýjafar leyfði; það átti að vera eins- konar forspil að göngunni morguninn eftir, en þrátt fyrir góða veðrið reyndist hríúkur- inn skýjum hulinn. □ Þegar til Fagurhólsmýrar kom beið okkar hlaðið kaffi- borð hjá Helga bónda, sem reyndist okkur höfðingi heim að sækja, jafnframt því sem hann á allan hátt greiddi fyrir - ter& ■ okkar. —...' ' Frá Fagurhólsmýri var okkur ekið í tveimur jeppum vestur að Sandfelli, þar sem við reist- um tjöld okkar í túnfætinum á lyng- og mosaþembummjúkum. Um kvöldið gat ég ekki stillt mig um að skoða lítillega bæj- arsteeðið og bæinn Sandfell — enda þótt svefntími væri stutt- ur framundan. Þegar við gengum yfir h'álf- fallna túngirðingung við Sand- fellsbæinn, skauzt okkur í hug: Hverjir erum við sem óvirðum þennan hröriega stað, þetta „einskis manns land”, og við stigum til baka, og tókum á okkur krók og gengum heim tröðina. Hvað hreif fólkið af þessum bæ — þessum fagra bletti? — Rafmagn, steyptar götur, gler — ryk undan skósólum f jöldans — hvað gat komið í staðinn fyrir frjálsræðið? — Var það einangrun fátæktarinnar? — Hver urðu öriög þessa fólks? Hér hefur einhverju sinni verið kirkja óg enn sér móta fyrir litlum kirkjugarði, grasi- grónum, milli bæjar og útihúsa, sem eru eins og krappir hólar í túninu, hálffallin. Einu sinni hefur þó verið líf og fjör á þessum stað. 1 ferðabók W. L. Watts, þess er fyrstur fór yfir þveran Vatnajökul, svo vitað er og skjalfest, árið 1875, segir: „Sandfcll stendur við rætur Öræfajökuls. Að baki gnæfa gróðurlaus fjöll úr þéttri sam- bryskju af eldfjallaösku oggos- grýti, en presti (séra Stefán Björnsson frá Árnanesi) er ekki svo mikil vorkunn, þótt umhverfið sé ömurlegt, því að hann á þá alfallegustu konu, sem ég hef scð á fslandi (Andr- ea Lúðvíksdóttir Knudsen)“. Svartifoss í öræfum. — Gárungar nefna hann Þjóðleikhúsfoss. — Ljósm. J.E. 1 einu bæjarhúsanna er stoð ein sívöl, sennilega hluti siglu- trés úr strandskipi og eins og svo mörg gömul bæjarhús í öræfum eru þessi hús að miklu leyti byggð úr rekatrjám og skipaviði. Við snúum til baka í tjald- stað, en lítum þó einu sinni við í kveðjuskyni — hið eina sem nokkum veginn hefur staðið af sér tímans tönn er kirkjugarðshliðið — óg efsf'á því trónar hvítur trékróss og ber við svartar skriður Sand- fellsins. > Klukkan fjögur morguninn eftir fórum við á fætur, tók- um saman það sem við ætl- uðum að hafa með okkur á jök- ulgöngunni, mötuðumst, en um klukkan fimm lögðum við í fyrsta áfangann. Brekku eftir brekku mjökuðumst við upp — og eftir því sem ofar dró fríkkaði útsýnið og þegar sólin sendi geisla sína yfir grundimar og gyllti fjöllin í vestri, þá fór ferðin að ganga verr, því útsýnið heillaði okk- ur gjörsamlega — við gengum svo að segja með myndavélam- ar fyrir augimum. Þegar við komumst upp úr giljunum og gengum heiðar- öxlina, blasti Falljökullinn við fyrir fótum okkar, hvítur sem mjöll og kolsprunginn og hrikalegur — og utan í öræfa- jökli ofarlega gnæfði tindur einn ægifagur. Tindur þessi er nafnlaus, en Ingólfur Isólfsson nefnir hann Höggið. Vestarrísa Hrútfjallstindar, lítið síðri að fegurð. En þetta er þó aðeins um- gjörðin að demantinum í skín- andi kórónu landsins, því uppi yfir öllú þessu rís Hvannadals- hnúkur. — I myndabók Al- menna bókafélagsins „Vatna- jökull“ segir: „Hnúkurinn er „hestfjall“ að lögun og veit hausinn til aust- urs, hvasst hamraþil með mjallhvítan ennistopp. Annars tekur hnjúkurinn á sig margar - myndir, eftir veðri og dag- tíma. Hann glóir sem rauðagull mót djúpblárri heiðríkju að morgni dags, en að aftni get- ur hann verið gneyptur og mjallrokinn með flöktandi kvöldsólarskin og regnbogaliti í kófinu. Oft er hájökullinn f heiðskíru þótt allt sé á kafi í skýjum hið neðra. Hann verpur af sér skýjum, svo sem í Konungsskuggsjá segir um Grænlandsjökul”. Og það var einmitt í þannig veðri sem við áttum eftir að sjá hann gnæfa upp úr flóka- 'teppi hvítra skýja með; raðir tinda, sem minntu á heiðurs- vörð voldugs þjóðhöfðingja, allt í kring. Þegar við komum í skerin við jökulröndina sameinaðist hópurinn og mataðist. Síðan bundu menn sig saman þrír og þrir, með íshaka í höndum. Svo var lagt á jökulinn, þrætt fyrir sprungúr, stokkið yfir sumar, þær mjóstu. — Gangan er erfið og brattinn drjúgur. Og nú er sólin komin hátt á loft og brekkumót flétj- ast út; allt rennur saman í einn samfelldan hallanda, — og sprungumar sjást trauðla fyrr en að þeim er komið, sum- ar eru svo djúpar að við eygj- um ekki botn. Það tekur tíma að klöngrast yfir sumar þeirra; og það þarf að tryggja hvem mann og gæta að í hverju spori, en samt gefum við okkur tóm til að njóta landsins sem blasir við fyrir 'fótum okkar. Víðast og fegurst er útsýnið til vesturs — Skeið- arárjökull, fagurlega formaður, og hvilir ró og tign yfir hon- um — og hið næsta okkur hinn umbylti Falljökull. Skafta- fellsfjöllin eru ekki há miðað við hið háreista umhverfi, — en falleg eru þau. Og vest- ar sjáum við Hágöngur í Vatna- jökli eins og heiðbláan þrí- hyrning og Geirvörtur eru fríð- leiksfjöll, eins og nafnið bend- ir til — og baksviðið myndar Háabunga, sem gnæfir hvít við heiðbláan himin. „öll sú dá- semd augu barnsins seiddi“ — og þarna upp af sandinum rfs hæsta standberg á íslandi — Lómagnúpur. Vötnin byltast að brunasandi bólgnar þar kvikan gljúp; Iandið bér sér á Tireiðum herðum bjartan og svalan hjúp; jötuninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig ... kuldaleg rödd og diúp.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.