Þjóðviljinn - 28.08.1966, Page 3

Þjóðviljinn - 28.08.1966, Page 3
Sunnudagur 28. Sgöst 1966 — KJÖEfVTtJlNN — SÍÐA 3 Pétur var forgöngumaður — og hér Iiannar hann snjóbrú yfir allstóra sprungu. — Ljósm. J.G. Þannig kvað Jón Helgason, og betur verður ekki gert. □ * \ Við höfðum veitt athygli dálitlum skýhnoðra á austri, sem hafði búið um sig á Rótar- fjallshnúk — en nú var það ekki aldeilis meinlaust lengur, það hafði þétzt og stækkað á meðan við vorum að brjótast í sprungunum og var nú farið að nálgast ískyggilega. Nú var gangan hert að mun til þess að freista þess að kom- ast upp á sléttuna áður en þokan dytti á. En það skipti engum togum — við vorum i síðustu og auðvitað erfiðustu brekkunni þegar yfir okkur lagðist þoka, svo svört, eða réttara sagt hvít, að við urðum að nema staðar. Við fengum okkur að borða og hvildum okk- ur góða stund. Loks rotfaði til og áfram var haldið, og höfðum skammt far- ið þegar upp á brún kom. öræfajökull er gamalt eld- fjall og sléttan sem við vor- um nú staddir á er gamall gígur, um 3—5 km í þvermál. Allt í kringum sléttuna er röð tinda og er Hvannadalshnúk- ur hæstur af þeim og tignar- legastur, en allir eru tindamir fagrir og margbreytilegir. Við gengum nú yfir sléttuna í átt til Hvannadalshnúks, sem öðru hvoru hvarf í kófið. Við gengum hver í fótspor annars og það mótaðist slóð í snjóinn. Þegar upp undir hnúkinn kom var þar heldur kuldalegt um að litast. Austurhlið hnúksins skar sig frá, svört og gapandi, með margra metra löngum grýlukertum, sem brotnaði af í stormnæðingnum. Við komum okkur fyrirund- ir berginu og bárum saman ráð okkar. Hvað skyldi gera? — Útsýni var ekkert af hnúknum eins og á stóð. Það varð úr að við ákváðum að bíða í nokkrar klukkustundir og freista þess að rofaði til. Síðan fluttum við hafurtask okkar í íshelli einn mikinn, en held- ur torfarinn, ofar í hnúknum. Við skoðuðum nú eftirföng- um umhverfi hnúksins og sumir gerðu tilraun til að ganga upp, en urðu frá að hverfa; sáu .ekki handa skil fyrir þoku, en hnúkurinn er mjög sprung- inn og verður að fara að með gát. En þó ekki rofaði vel í hnúkinn, þá ophaðist okkur samt dýrðarsýn: Einn tindur- inn birtist af öðrum, hvitir og hreinir, og lýsti af þeim upp í blámann. □ Um átta leytið um kvöldið, þegar frost var tekið að bíta verulega 0» ekki nein. sérstök breyting á veðri, ákváðum við að halda af stað, og réð Pétur Þorleifsson, sem kosinn hafði verið fararstjóri einum rómi strax í flugvélinni, stefn- un'ni. FyrSt í stað grisjaði vart út úr augum og réði eðlisávfsun Péturs mestu um stefnuna, og brást hún ekki og er allt í einu rofaði til, stóðum við á fjalls- brúninni þar sem við höfðum komið upp. Já, það rofaði til, og meira en það, skýin greidd- ust frá hájöklinum sjálfum, sléttan hreinsaði sig að mestu. Sólin lýsti lágt í vestri, rauð og glóandi litaði hún tindana gullna, og á himininn brá ó- ótrúlegustu litbrigðum — það var eins og að sjá inn í nýj- an óþekktan heim, — en þetta stóð stutt, — eins og flestar búar vöknuðu — það var svo sem ekkert sérstakt sem kall- aði á þá — menn böðuðu sig og rökuðu kjammana upp úr bæjarlæknum — og tíndu blá- ber, sem uxu þama hér og hvar. Veðrið var gott hið neðra — en þoka lá yfir hájöklinum. Um hádegisbil gekk svohóp- urinn vestur að Svínafelli um fimm km leið í þeim tilgangi m.a. að þomast í síma, til þess að ákvcðá við forráðamenn Flugsýnar hvenær flugvélin skyldi sækja okkur. V'. £, Jökulgjá. — Ljósm. Pctur Þorleifsson. ógleymanlegar stundir, en mynd þessa kvölds stendur þeim mun lengur við i' hug- skoti okkar. Á niðurleiðinni þræddum við aðra leið en upp, fórum nú nær Falljöklinum — og reynd- ist sú leið mun betri og sprung- ur færri, þótt einu sinni stæð- um við tæpt á brún, og hengi- flug fyrir neðan, niður á Fall- jökulinn, en aðeins mjótt haft yfir sprunguna, en það nægði, óg yfir sluppum við. Þegar hópurinn kom niður undir jökulrönd var komið myrkur. Þótt ekki sæi handa skil gekk ferðin niður Sandfellsheiðina furðu greitt, enda er það . reynsla göngumanna, að ef urti þrekmikla menn er að ræða, ganga þeir aldrei betur en dofn- ir af þreytu og á þetta a.m.k. við ef ekki þarf að sækja á stífan bratta. Við komum niður að tjöld- unum um kl. eitt um nóttina og höfðum þá verið á ferð um það bil í 21 klukkutíma. Þessa nótt var óvenju lítið skrafað í tjöldunum, og fyrr en varði ríkti þögnin ein í Öræfanótt- inni. — Uppi yfir þessari lágreistu tjaldbúð skaut hnúkur upp kolli umkringdur skýjum á alla . vegu. — Það var eins og ögrandi ásýndin segði: — Þið sigruðuð mig ekki. — þrátt fyrir allt! □ Það var ekki fyrr en langt var liðið á. morgun að tjald- Svínafell stendur undir sam- nefndu felli. — Fellið er eld- brunnið móbergsfjall, sundur- grafið og ekki óáþekkt Réttar- felli í Þórsmörk, sem flest- ir þekkja. — 'Bæjarstæðið er einstaklega fallegt og bærinn blómlegur, húsum vel við hald- ið og töluvert land í ræktun, sýndist okkur. — Skammt vest- an bæjar sér í fannhvítan Svínafellsjökul, sem teygir sig niður á sand. '—lYfirleitt virð- ast skriðjöklar fylla hvem dal í þessari sveit, og skapa þeir skarpar andstæður og auka enn á tröllsmynd landskaparins. Bóndinn á Svínafelli, Þor- steinn Jóhannsson tók okkur ákaflega vel og sagði okkur að Helgi bóndi á Fagurhóls- mýri hefði hringt og beðið sig um að vera okkur innan hand- ar með bíla ef við þyrftum. Þegar við höfðum kvatt bónda og bæjarfólk að sinni, stigum við upp í fararskjót- ann, bláan „vibon“-bíl, og stefndum. för okkar vestur að Skaftafelli. Ferðin að Skaftafelli gekk heldur skrykkjótt, því að öðru hvoru þurftum við út til að mynda og dást að útsýninu — og stundum birti til upp á hájökulinn, og þá sýn stenzt enginn. Náttúruverndarráð hefur nú nýverið lýst Skaftafell friðlýst svæði — og er það ekki von- um fyrr. Skaftafell er alveg heimur út af fyrir sig — og nú þegar leiðin austur- þangað verður fær öllum bílum á næsta sumri, ver^ur að gera ráðstafanir til þess að þarverði ekki griðarstaður drykkjulýðsá stórhátíðum. — Vítið í Þórs- mörk er til varnaðar. Þarna verður að koma tjald- aðstaða fyrir fólk; og þar þarf að vera rennandi vatn, þannig að ekki þurfi að troða skóginn. □ Við höfðum ekki mikinn tíma til. áð skoða okkur um þama. Tveir klukkutímar höfðu verið ákveðnir — og þennan tíma notuðum við félagamir til þess að skoða Svartafoss og nágrenni hans. Frá bænum er um tíu mínútna gangur að fossinum — þrædd gata gegnum birki- kjarr á gilbarmi, upp með bæj- arlæknum. *Þessi foss á sér engan sinn líka. Fegurðin og þó umfram allt formfestan og þó ' breyti- leikinn, eftjr því hvernig sólin fellur á stuðlabergið, allt er þetta með ólíkindum. Þetta er eins og að koma í höll álfa- kóngsins. Héðan hafði Guð- jón Samúelsson fyrirmynd sína að lofti Þjóðleikhússins — og þó nær hann ekki fegurð- inni til hálfs — það er engum fært. Ekki er fossinn vatnsmik- ill, og ekki er stuðlabergsþilið ýkja hátt, en að- öllu saman- lögðu er þetta einn svipmesti foss Jandsins. Þama ríkti því- lík stemmning að strákarnir köstuðu fötum og böðuðu sig naktir við fossinn — það var eins og böm væm að leik í skjóli mildrar móður. 1 bakaleiðinni sáum við feita og fallega rjúpu vappa yfir veginn, skammt frá bílnum, og af því tilefni spurðum við bíl- stjórann: Er ekki mikið rjúpna- land hér í öræfunum. — Jú, hér er mikið af rjúpu á haustinn, svaraði hann. — Skjótið þið ekki mikið af henni? spyrjum 'við. — Ég skýt aldrei rjúpu, og ég held ég geti sagt hiðsama um flesta aðra öræfinga, svarar bílstjórinn okkar að bragði. Við vissum að hann meinti: alla Öræfinga. Þessir menn drepa ekkert kvikt að þarf- lausu. Þegar við komum að Svína- felli aftur í bakaleiðinni, beið okkar hlaðið borð af braíiði og heimabökuðum kökum og inn- dælis kaffi. Það er einhvern veginn svo að maður færhvergi jafn gott kaffi og á sumum ís- lenzkum sveitabæjum — ef til vill veldur því velvildin, sem er svo rík í andrúmsloftinu. Á einum veggnum er mynd af tveimur mönnum á fjalls- tindi. Á milli þeirra er íslenzki fáninn á stöng. — Undir mynd- inni er texti, og þar má lesa að myndin sé af þeim atburði er íslenzki fáninn var. í fyrsta sinn reistur á Öræfajökli, árið 1925. Bóndi sagði okkur eftir- farandi sorgarsögu í sambandi við þessa mynd: — Annar mannanna var Jón Pálsson frá Svínafelli. Tveim- ur árum síðar, 1927 var hann á ferð yfir Breiðamerkurjökul ásamt fleira fólki með hesta- lest. Það bar við sem oftar, að höggva þurfti leið fyrirhest- ana yfir torfæru á jöklinum. Tvær konur voru með í ferð þessari og héldu |)ær í hest- ana á meðan. Sótti kuldi á konurnar, og kölluðu þær í Jón og báðu hann að taka við hest- unum á meðan þær gengju um sér til hita. Ekki voru þær fyrr farnar frá en jökullinn sprakk undan fótum Jóns, og hvarf hann ásamt mörgum hestanna ofan í djúpa gjá. Sprungan grynnkaði í endann sem fjær var Jóni, og þeir hestanna sem fjarst honum voru náðust upp, sumir þó dauðir, en Jón fannst ekki né tveir hestanna. — Það var ekki fyrr en vorið eftir að lík Jóns fannst og þá of- an á jöklinum — slík hafði umbylting jökulsins orðið á ekki lengri tíma. □ Frá Fagurhólsmýri flugum við um átta leytið um kvöldið. Veðrið var eins gött og hugsazt Framhald á 9. síðu. A hásléttunni, Knappur t.v., Rótarfjallshnúkur t.h. — Ljósm. P.Þ. / y 1 1 ; Höfundur. | z Á ; v.- 'Æ W - ; ,í i ■ jjjjjp ,;gg vÆ | Mmm WÉmmk Hvannadalshnúkur í baksýn. — Ljósm. P.Þ. Svona voru þær margar. — Ljósm. Jörundur Guðmundsson. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.