Þjóðviljinn - 28.08.1966, Qupperneq 12
Rœtt við f jórverði í Döium
Gengur 50 km
annan hvem dag
Það eru ekki allir sem feta i
fótsporin hans. Og; það í eigin-
Iegri merkingu, því Hreinn Frið-
finnsson, ungur myndlistarmað-
ur frá Bae í Dölum gengur
fimmtíu kilómetra annan hvorn
dag.
— Og hinn daginn hvílirðu
þig náttúrlega eða hváð?
— O, nei, ég hjálpa til við
búskapinn hér heima og mála
svolítið, segir Hreinn, sem í
sumar vinnur sem eftirlitsmað-
ur við fjárgirðingu Dalasýslu og
þarf að ganga meðfram allri
girðíngunni annan hvern dag og
gæta þess að fé festist ekki í
henni og að hún sé í fullkomnu
lagi. Sem kunnugt er hafa Dala-
menn orðið harðast úti i mæði-
veikinni og hefur t.d. £ Suður-
Dalahólfi þrisvar orðið að skera
niður allt fé.
— >að er engu að lýsa, þetta
er mjög litilfjöriegt, segir Hrekm
þegar við biðjum hann að segja
okkur frá leiðirmi sem hann
gengur.
— Ég fer af stað klukkan
átta á morgnanna frá hliðinu á
Bröttubrekku og er yfirleitt
kominn aftur um sexleytið. Ég
held í vesturátt og fer hring-
inn. f>etta er varnargirðing
vegna mæðiveikinnar og það
þarf að fylgjast með henni.
— Er þetta ekki þreytandi?
— Ekki mjög. Ég var búinn
að fá æfingu áður en ég byrj-
aði. Það er alltaf gert við girð-
inguna á vorin áður en fénu eP
sleppt og ég var við það. Ég
kann vel við þetta. Þetta er
ólíkt allri annarri vinnu. Veðr-
ið hefur verið hálfleiðinlegt og
verst í júlí, en nú er það á-
gætt og þá er bara gam.an að
' Framhald á 9. síðu.
fr einbúi á Bröttu-
brekku ulit sumurið
Uppi á miðri Bröttubrekku,
þar sem mætast Mýrar og Dalir,
er lítill kofi við girðinguna milli
sýslumanna. Þama býr Ólafur
Guðmundsson á sumrin og gæt-
ir hliðsins. Ólafur er frá Horn-
ströndum i Laxárdal, en býr
nú í Reykjavík. Á veturna fæst
hann við dýralækningar.
— Jái já, ég er hér einn allt
sumarið, frá því að fénu er
sleppt lausu þar til á haustin
að smalað er, segir hann í smá-
viðtali við Þjóðviljann-
— Hvað er eiginlega þitt starf
hér?
— Ég er fjárvörður við hlið-
ið og á að cgæta þess að ekkert
fé frá Borgarfirði komist inn í
Dali og ekkert Dalafé í Borg-
arfjörðinn. Á daginn er hliðið
opið, enda talsverð umferð hér,
en ég loka því þegar skyggja
tekur og kem svo út og opna
fyrir bílunum.
— Alla nóttina?
— Nei, ég læt þá um þetta
sjálfa uppúr hálftólf á kvöldin.
Fer þá að sofa, maður sefur
hér aleinn og eldar oní sig
sjálfur.
— Er ekki stundum einmana-
legt?
— Ojú, ekki ér því að neita.
— Þér veitti ekkert af að
hafa kvenmann hjá þér ...
— Oho, nei, satt segirðu. En
það er ekki pláss, væna min,
ekki pláss... — vh
Sunnudagur 28. ágúst 1966 — 31. árgangur — 194. tölublað.
Tonlistarfélagið hefur starf:
Hjón írá Bunduríkj-
unum httidu tónleika
□ Tónlistarfélagið byrjar st.arfsemi sína á þessu hausti
með því, að hjón frá Bandaríkjunum halda hér tvenna
tónleika i byrjun næsta mánaðar. Eru það óperusöngkon-
an Leona Gordon, sem er íslenzk í báðar ættir en fædd í
Bandaríkjunum, og maður hennar, píanóleikarinn Marcus
Gordon.
Hreinn Friðfinnsson
við bæjardyrnar á Bæ
Elínu Guðmundsdóttur.
ásamt móður sinni,
<?>-
Gestaleikhúsið sýnir gaman-
leikinn Bunbury i Reykjavík
Gestaleikhúsið hefur í sumar
sýnt gamanleikinn „Bunbury"
víðs vegar um landið og hafa
undirtektir hvarvetna verið með
bezta móti. Gestaleikhúsið er nú
komið til Reykjavíkur og mun
reykvískum leikhúsgestum gef-
ast kostur á að sjá þcnnan br^ð-
skemmtilega gamanleik næstu
daga, en fyrsta sýningin verður
í Iðnó á sunnudagskvöldið ki.
20,30.
Höfundur „Bunbury" er Osc-
ar Wilde, sem óþart ætti að
vera að kynna nánajr. Leikrit
það sem hér er á ferðinni, er
eitt af frægustu verkum höfund-
arins og er enn í fullu gildi sem
hnitmiðuð og skemmtileg lýsing
a ensku yfirstéttarfólki 19. aldar-
innar.
Brezki leikstjórinn Kevin
Palmer setti leikinn á svið, en
leiktjöld og búninga gerði Una
Collins. Þau hafa bæði verið
ráðin til starfa við Þjóðleikhús-
ið á næsta leikári. Kevin Palm-
er stjómaði í vor uppsetningu
á leikritinu „Ó, þetta er indælt
stríð“, en hann hefur náð hvað
mestri frægð fyrir uppsetningu
sina á þvi leikriti.
Ólafur Guðmundsson: Býr aleinn og eldar oní sig sjálfur. — (Ljm.
Þjóðs. vh.j.
Dregurúrvin-
sældum Johnsons
vestanhafs /,
WASHINGTON 27/8 — Stjóm-
málasérfræðingar í Washington
segja í dag, að Johnson forseti
sé öruggur um að verða í fram-
boði sem forsetaefni Demókrata
1968, þrátt fyrir að skoðana-
kannanir í þessari viku sýni .tð
óháðir og Demókratar fylgi
fremur Robert Kennedy að mál-
um.
Kennedy hefur lýst því yfir
að hann styðji framboð John-
sons.
Vinsældir Johnsons hafa far-
ið mjög minnkandi í ár og er
það skýrt með stríðinu í Viet-
nam, hækkandi verðlagi, háum
vöxtum óg almennu öryggisleysi
í efnahagsmálum þrátt fyrir að
efnahagslífið blómstrar enn.
Samkvæmt skoðanakönnunum
er það greinilegt að Kennedy er
mjög vinsæll og telja margir
Bandaríkjamenn að hann eigi
eftir að setjast í forsetastól.
Sauðárkróki. — Ljóst er að mik-
ill samdráttur verður í mjólk-
urframleiðslu hjá skagfirzkum
bændum á næsta ári. Er þegar
búið að slátra um 100 naut-
gripum hér á Sauðárkróki í sum-
ar en venjulega fer nautgripa-
slátrun þó ekki fram fyrr en á
haustin að lokinni sauðfjár-
slátrun. — H.S. #
í San Francisco hafa nokkr-
ar íslenzkar fjölskyldur valið
sér búsetu, og gert þar garð-
inn frægan, sem á mörgum öðr-
um stöðum vestanhafs. Má þar
til nefna tvo bræður, Ellis og
Henry Stoneson, er stóðu fyrir
miklum byggingaframkvæmdum,
og systur þeirra, Stefaníu, en
foreldrar þeirra voru Þorsteinn
Þorsteinsson og Ingibjörg Ein-
arsdóttir frá Stafholti í Biskups-
tungum. Stefanía giftist dr.
Andrési Oddstad, en hann var
sonur Jóns Sveinbjarnarsonar
frá Oddsstöðum í Lundareykja-
dal og Guðnýjár Fjeldsted frá
Narfeyri, en bróðir hennar var
Andrés Fjeldsted á Hvítárvöll-
um. Einn son áttu þau, Andrés
verkfræðing, sem varð stórtæk-
ur í byggingariðnaði, og fjórar
dætur, sem allar voru vel mennt-'
aðar og söngelskar, en hin
yngsta þeirra, Leona, lagði þó
mest kapp á að nema tónlist
og söng, enda hefur hún ‘náð
langt á þeirri braut.
Og nú heimsækir hún ættland
sitt í fyrsta sinn og máske
borgfirzkar byggðir forfeðra
sinna, því alízlenzk er hún, eins
og áður er sagt.
Hún er gift Marcus Gordon,
sem talinn er í röð fremstu
píanóleikara í Ameríku og hef-
ur t.d. hlotið mikið lof fyrir
túlkun sína á franskri tónlist
síðari tíma.
Frú Leona Gordon hefur vak-
ið aðdáun með söng sínum og
túlkun á hinum ólíkustu við-
fangsefnum. Hér skal þó ekki
Framhald á 9. síðu
Marcus Gordon
SELJUM NÆSTU DAGA
fjölmargrar gerðir af
KVENSKÓM
frá Frakklandi og Englandi fyrir kr. 298,00.
Ennfremur ýmsar gerðir kvensandala og töfflur fyrir
mjög lágt verð.
SKÓVAL
Austurstræti — Eymundssonarkjallara.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100.
/ \