Þjóðviljinn - 30.08.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1966, Síða 1
Þriðjudaguí 30. ágúst 1966 — 31. árgangur — 195. tölublað. Síldaraflinn í sl. viku var 50 þús. lestir Heildarafli nú 90 þúsund lestnm meiri en í fyrra! ^ Á miðnætti sl. laugardag var heildarsíldarafl- inn á sumrinu orðinn 299.677 lestir og er það 90 þúsund lestum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Um helgina var búið að salta í rúmlega 189 þúsund tunnur og er það nálega 60 þúsund tunnum meiri söltun en í fyrra um þetta leyti. Síldveiðin var wijög góð síðustu viku og bárust alls á land nær 50 þúsund lestir. Séð yfir hluta fundarsalarins í Lindarbæ þar sem fundur Alþyðubandaiagsins var haldinn (Ljósm- Bj. Bj.) Landsfundur Alþý 1 skýrslu Fiskifélags Islands segir svo: Síldveiðin síðastliðna viku var afbragðsgóð. Fyrstu fjóra daga vikunnar var sólarhringsaflinn frá 5.800 til 16.100 lestum, þá kom bræla og næstu tvo daga var afli sáralítill en á laugac- dag var veður orðið sæmilega gott og var sólarhringsaflinn til sunnudagsmorguns 12.869 lestir. Veiðisvæðin voru tvö, annað um 150 sjómílur NA af Raufarhöfn en hitt 70 til 100 sjómílur A og ASA af Dalatanga- Aflinn sem barst á land í vik- unni nam 49-843 lestum. Saltað var í 69.601 tunnu, frystar voru 117 lestir og 39.464 lestir fóru £ bræðslu. Heildarmagn komið á land s.l. laugardagskvöld nam >■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■> Framhald á 7. siðu. Á fimmtudagskvöldið heimsækir Pétur Pálsson fé- lagsheimilið í íjarnargötu 20 með nýjan gítar og ferskar steflur. ÖLLTJM OPIÐ. STJÓRNIN. ■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i Slys við Búr- fellsvirkjun f gærmorgun varð það slys á virkjunarstaðnum við Búrfell, að stór grjótflutningsbíll valt ofan í Fossá. Vegkanturinn bilaði undan þunga bílsins, sem var fullhlaðinn, og fór hann eina veltu niður brattann sem er um 7 m hár. Bílstjórinn virtist ekki hafa slasast mjög alvarlega en hann var fluttur í sjúkrahúsið á Selfossi. Yerkefnf landsfunckirins að ganga frá lögum banda- fagsins og sfefnuyfirlýsingu og kjósa stjórn þess Á ráðstefnu fulltrúa Alþýðubandalagsin^ úr ölluni kjördæmum lands- ins, sem haldín var í Lindarbæ í Reykjavík laugardag og sunnudag, var einróma samþykkt að halda lándsfund Alþýðubandalagsins. Um tímasetningu og verkefni landsfundar samþykkti ráðstefnan eftir- farandi tillögu: „Undirbúningsráðstefna Alþýðubandalagsins, haldin dagana 27. og 28. ágúst 1966, samþykkir að boða skuli til landsfundar Alþýðubandalagsins þann 28. október n.k. í Reykjavík. Verkefni landsfundarins skulu m.a. vera: að ganga frá stefnuyfirlýsingu Alþýðubandalagsins og setja samtökunum starfsreglur og kjósa yfirstjórn þeirra“. Enn tvö dráttarvélaslys: Tveir Jrengir, annar 15 óra hinn 10 ára gamall, slasðst Það slys varð að Þrastarhóli í Arnarneshreppi á sunnudag- inn að dráttarvél valt og dreng- ur, sem ók henni varð undir henni. — Ennfremur varð drátt- arvélarslys að Traðarholti í Stokkseyrarhreppi á sunnudag. Sá sem ók fyrrnpfndu drátt- arvélinni er 15' ára gamall, heit- ir Hreinn Pálsson og á heima að Þrastarhóli. Aftan á dráttar- vélinni stóðu tveir drengir, 13 og 14 ára gamlir og gátu þeir stokkið af áður en vélin valt. Hreinn varð hinsvegar undir vélinni og hlaut einhver meiðsli en þau voru ekki talin alvar- leg. Hann var fluttur á sjúkra- hús á Akureyri. Þennan sama dag varð einnig slys að Traðarholti í Stokks- eyrarhreppi er 10 ára gamall drengur varð fyrir heykvísl sem var framan á dráttarvél. Rakst einn tindurinn í hnésbót drengs- ins og stóð tindurinn út um hnéð, 'að sögn lögreglunnar á Selfossi. Erfitt var að ná tindinum lausum og þurfti að fá logsuðu- tæki tíl að ná honum í sundur. Drengurinn sem fyrir þessu varð heitir Guðni Einarsson og á heima að Traðarholti. Hann var fluttur á Landspítalann. ^ Undirbúningsráðstefnan undir landsfund Alþýðubandalagsis var sett í Lidarbæ á laugardag, 27. ágúst, og mættu 60 fulltrúar af þeim 66 sem rétt áttu til fund- arsetu. Magnús Torfi Ölafsson íbrmað- ur Aljpýðubandalagsins í Rvík setti ráðstefnuna með ávarpi og forseti Alþýðubandalagsins Hannibal Valdimgrsson og for- maður þingsflokks bandalagsins Lúðvík Jósepsson ávörpuðu enn- fremur ráðstefnuna- Fundarstjóri var kosinn Sig- urður Guðgeirsson (Reykjavík) og varamenn Freyr Bjarnasbn (Húsavík) og Haukur Hafstað (Skagafirði). Skrifarar voru kjömir Bergþór Finribogason (Selfossi), Jenni R. Ólason (Stykkishólmi) og Sigurjón Pét- ursson (Reykjavík). Kosnar voru nefndir til undirbúnlngs aðal- mála fundarins og voru álit þeirra rædd og afgreidd síðari dag ráðstefnunnar, sunnudag, en ráðstefnan stóð þessi tvo daga. Ráðstefnan samþykkti m.a- til- lögu um tímasetningu landsfund- arins og verkefni sem birt er í inngangi fréttarinnar, og enn- fremur reglur um kosningu full- trúa á landsfund. Kosnar voru tvær nefndir, skipulagsnefnd og stefnuskrár- nefnd, til frekari undirbúnings landsfundarins og var samþykkt að verkefni skyldu skiptast þann- ig milli þeirra að stefnuskrár- nefnd semji' drög að stefnuyfir- lýsingu landsfundar, en skipu- lagsnefnd annist allan annan undirbúning landsfundar. „Hún semur uppkast að lögum fyrir Alþýðubandalagið, beitir sér fyr- ,ir stofnun nýrra Alþýðubanda- lagsfélaga, semur dagskrá lands- fundar, velur framsögumenn, tryggir húsnæði og leysir af hendi önnur störf sem nauðsyn- leg eru fyrir landsfund“ segir í samþykktinni. í stefnuskrárnefnd voru 1 kjör- in: Adda Bára Sigfúsdóttir, Al- Framhald á 7. síðu. Eldur í íbúðar- húsi í Kéuavofi Uppúr miSnætti aðfaranótt sunnudagsins varð elds vart að Álfhólsvegi 145 í Kópavogi, sem er timburhús, ein hæð og ris. Eigandi hússins sagði svo frá að nágranni hefði komið kl. rúmlega eitt og vakið heimils- fólkið og gert því viðvart. Tókst að bjarga börnunum út en þau sváfu í norðurenda hússins. Eldurinn kom upp í stofu á hæðinni en ekki er vitað hvern- ig. Talsverðar skemmdir urðu í stofunni en litlar annarsstaðar í húsinu. Sættir á Seyðisfirði r ■- • • viður- kenna greiðsluskylduna ■ Um kl. 5 í fyrrinótt náðist samkomulag milli aðila í vatnsdeilunni á Seyðisfirði, en það mál var rakið í Þjóðviljanum á laugard. Höfðu þá staðið yfir svo til stanz- lausir fundir og viðræður siðan á laug- ardag. É Samkomulagið var á þá lund, að hinar 6 síldarverkunarstöðvar, sem neitað höfðu að greiða tengigjald, fallast á að greiða 2,250 milj. kr. fyrir 1. sept. Bæjarráð lofar hins vegar fyrir hönd bæjarstjórn- ar að endurskoða þann. kafla reglugerðar fyrir vatnsveituna sem fjallar 'um tengi- gjald, en síðan verði það lagt undir dóm Félagsmálaráðuneytisins hve hátt gjaldið eigi að vera. Báðir aðilar skuldbinda sig til að hlíta úrskurðinum. Bæjarráð skuld- bindur sig ennfremur til að loka ekki fyrir vatnið, enda falli lögbannskrafan niður og öll eftirmál þeirrar deilu sem reis. ■ Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði telja þetta samkomulag farsæla lausn á þessu déilu- máli, með því hafa síldarverkunarstöðv- arnar viðurkennt greiðsluskyldu sina, og upphæð sú sem þær greiða nú telja þau aðeins uppígreiðslu. en meginkostnaður- inn við þessa vatnsveituframkvæmd fnuni lenda á umræddum verkunarstöðvum eins og ráð var gert fyrir í reglugerðinni. M Bæjarstjórn Seyðisfjarðar ætlaði að ha'lda fund kl. 8.30 í gærkvöld um samkomu- lagið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.