Þjóðviljinn - 30.08.1966, Qupperneq 8
3 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. ágást 1986
f H Ú S I
MÓÐUR MINNAR
Eftir JULIAN GLOAG
hliðunum eins og þau hefðu
framið einhvern glaep.
Húbert leit á klukkuna og sá
sér til undrunar að hún var ekki
nema hálftvö. Sem snöggvast
hélt hann að eldhúsklukkan
hefði líka stanzað, en sekúndu-
vísirinn snerist ennþá hring eft-
ir hring. Kannski, hugsaöi hann,
kannski tekst okkur þetta þrátt
fyrir allt.
— Getum við ekki búið til
ka-kakó? sagði- Jimiee spyrjandi.
Enginn svaraði honum strax. Svo
sagði Húbert: Ég hef ekki lyst
á því-
— Mér finnst ekki viðeiga^li,
sagði Díana, að drekka kakó
núna.
Jiminee saug upp í nefið og
þurrkaði sér um nefið með hand-
arbakinu, þannig að hrein rák
birtist þvert yfir vangann. Dunst-
an dró andann djúpt eins og til
aðvörunar.
— Fyrirgefðu, Dun, sagði
Jiminee í skyndi.
Það virtist miklu kaldara í
eldhúsinu en úti. Það fór hroll-
ur um Húbert. Heiti slátturinn
var alveg horfinn- Hann fann
að honum var ískalt á hnjánum
og handarbökunum. Þau hefðu
hæglega getað kveikt upp í elda-
vélinni og hitað upp herbergið,
en Húbert stakk ekki upp á því.
Það var næstum eins og það
væri viðeigandi að vera kalt
núna.
* — Vertu ekki með þessi læti,
Jiminee, sagði Dunstan með háu
röddinni og Jiminee hætti hinu
•stöðuga hoppi sínu. Jiminee
skrúfaði frá og fyrir brosið
meðan hann reyndi að standa
grafkyrr og hreyfingarlaus.
Eiginlega var Jiminee aldrei
kyrr með hendur og fætur nema
þegar hann var niðursokkinn í
að teikna- Húbert langaði mest
HárffrteTfS«lan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinn no
Daugavegi 18 ITT hæð flyftaT
SfMT 24-6-16
p E R M A
Hárgreiðslu- og snvrtistofa
Garðsenda 21 SfMT 33-968
D O M IJ R
Hárgreiðsla via allra hæfl
T.IARNARSTOFAN
T.1arnargötn 10. Vonarstrætls
megin — Síml 14-6-62.
til að segja við hann að þetta
væri allt í lagi. En það var of
mikil fyrirhöfn að tala.
Hann studdi sig við eldhús-
borðið og góndi á foruga skóna
sína. Sunnudagur var skóburst-
unardagur — en kannski sleppti
mamma þeim við það á morgun.
Mamma! — ha«nn' leit upf) í
skyndi eins og hann hefði gert
gert sig sekan um guðlast. En
hin tóku ekki eftir neinu. Hú-
bert horfði á þau. Þau horfðu
ekki á hann. Þau voru út af
fyrir sig. Dunstan með hrukk-
að ennið inn í sig, eins og hann
sæi stóra, feita pöddu innan í
sér, hugsaði Húbert. Hann varð
að brosa og kæfði skyndilegan
hlátur sem ásótti hann allt í
einu. Díana — einhvers stað-
ar var talað um hana í Biblí-
11
unni: Fögur er Díana frá Efes-
os, nema þar var tekið dálítið
öðru vísi til orða. Hann hugs-
aði oft um þetta, þegar hann
horfði á Díönu. Og Jiminee —
vesalings litli Jiminee — hann
rak tunguna laumulega út úr
sér til að sleikja varirnar og
svo dró hann hana í skyndi
inn aftur. Þau sýndúst ein-
hvernvegin svo ein. Af hverju
tölum við ekki saman, hugsaði
Húbert .— en hann vissi að það
var of. langt á milli þeirra. Já,
þótt hann hrópaði hástöfum,
myndu þau kannski ekki heyra
til hans.
Nú var orðið svo heitt. Af
hverju kom Elsa ekki? Hún var
svo lengi og matama var að bíða
eftir kalda rúminu sínu innanum
lil.iukonvalana,
Allt í einu voru þau orðin
fimm. Húbert deplaði augunum.
Það var Gerty. Hún stóð í dyr-
unum með andlitið slétt eftir
svefninn og hárið ófléttað og
slegið. Blái sloppurinn, sem hún
erfði eftir Jiminee í fyrra, var
alltof stór handa henni og náði
næstúm niður á gólf. Hendur
hennar hurfu næstum upp í
víðar ermarnar.
— Hvað vilt þú? spurði Dun-
stan.
— Kess, umlaði Gerty. Hún
gekk föstum skrefum að matar-
skápnum.
— Kex. sagði Dunstan. — Þú
getur ekki fengið kex í hvert
skipti sem þig langar í það.
Þá hló Húbert.
— Af hverju ertu að hlæja?
glefsaðí Dunstan.
— Þú ert alltaf á móti öllu,
er það ekki Dunstan? Þú mátt
ekki, þú getur ekki, þú mátt
,ekki — það er það sem að þér
er.
— Hættu að htæja og það und-
ir eins.
— Get ekki, get ekki, get ekki,
hætt, hætt! söng Húbert og réð
ekkert við hláturinn.
— Haltu kjaftil hrópaði Dun-
stan, en Jiminee tók undir'
sönglið líka. Og með kexkökuna
í bústnum lófanum tók Gerty
tmdir kórsönginn.
— Hætt, hættj hætt — get
ekki, get ekki — hætt, hætt,
hætt.
Þessi „söngur“ var sérlega
skemmtilegur og fyndinn og það
var engin ástæða til að hann
tæki nokkurn tíma enda. Húbert
varð máttlaus í hnjánum, svo
að hann gat varla haldið sér
uppi. — Get ekki, get ekki,
hætt, hætt, hætt! Þau sinntú því
engu að Dunstan hrópaði allan
tímann: — Haldið þið kjafti!
Hláturrokurnar voru svo ákaf-
ar hjá Húbert, að orðin urðu
naumast annað en hiksti meðan
hann tók andann á lofti.
Svo var eins og eitthvað liði
upp úr höfðinu á Húbert og
lyftist og lyftist næstum upp
úndir loft. Honum fannst hann
horfa niður í eldhúsið ofanfrá
— og hann sá Jiminee hoppa og
ólmast og Gerty berja í kexkass-
ann og Dunstan standa stirðnað-
an og hreyfingarlausan. Og hann
sá sjálfan sig standa og hlæja
og halda um magann. Og hann
sá Díönu með stóru augun gal-
opin meðan hún horfði á þau
á víxl.
Svo sá hann að dyrnar opnuð-
ust og Elsa kom inn. Hún hélt
á skóflunni í annarri hendi og
með hinni reyndi hún að strjúka
buri hárlokk sem hafði losnað
úr tíkarspenanum og hékk nið-
ur á kinnina. Það tók hana lang-
an tíma að koma hárinu aftur
á sinn stað og allan tímann
horfði hún á þau þegjandi. Há-
vaðinn hætti — þó ekki Húbert.
Hann heyrði í sjálfum sér, sína
eigin rödd sem varð daufari og
daufari en hélt þó áfram í sí-
fellu: — Hætt, hætt, hætt —
get ekki, get ekki, get ekki . . .
— Ég heyrði til ykkar alveg
út í garð. Þegar Elsa byrjaði
að tala, féll þessi hluti af Hú-
bert allt í einu niður úr loftinu
og inn í höfuðið aftur.
Gerty setti kexið á borðið. —
Það var ekki ég sem byrjaði,
Elsa.
— Nei, sagði Dunstan. —
Það var ekki Gerty.
— Jiminee, sagði Eisa. — Þú
hefðir átt að vita betur.
— Vertu ekki reið, gerðu það,
Elsa.
— Ég er ekki reið ...
— Það var ekki Jiminee held-
ur. Það var Húbert.
Díana hristi höfuðið. — Hann
hagaði sér mjög illa.
— Það ætti að refsa honum,
sagði Dunstan.
Húbert heyrði ekki til þeirra.
Hann fann til undan augnaráði
Elsu. í vöngum hennar voru
tveir rauðir dílar — þannig var
það ævinlega þegar hún reidd-
ist. En þegar hún talaði, var
rödd hennar mild_og vingjarnleg.
— Dragðu upp sokkana þína,
Húbert.
Hann beygði sig. Það tók lang-
an tíma að toga þykku ullar-
sokkana upp að hnjám og bretta
brúnina snyrtilega utanyfir
sokkaböndin. Hann var með slátt
fyrir eyrunum. Nú var honum
aftur orðið heitt og hann var
alveg máttlaus.
— Við verðum öll að muna
það, sagði Elsa, — að við verð-
um að vera alveg hljóð.
— Já, hvíslaði Díana. — Við
megum ekki trufla mömmu.
Elsa hikaði andartak. — Við
megum ekki trufla neinn.
— Það ætti að refsa Húbert.
— Við getum hugsað um það
á morgun, Dunstan, sagði Elsa.
— Nú höfum við verk að vinna.
Og röðin er komin að þér. Hún
rétti honum skófluna. — Gerðu
svo vel. Hún opnaði dymar fyr-
ir honum.
— Allt í lagi. Dunstan greip
þétt um' skófluna, gaut augun-
um til 'Húberts og lokaði á eftir
sér.
Elsa gaf Gerty kexköku og
sendi hana í rúmið. Svo byrj-
aði biðin enn einu sinni. Hvert
þeirra fékk eina kexköku af
þeim, sem þau fengu annars að-
eins á sunnudögum. Þær voru
með hörðu sykurkremi. Húbert
var þurr í kverkunum og gat
varla kyngt molunum. Hann
skrapaði kremið af með tönnun-
um og gaf Jiminee það sem eft-
ir var af kexinu. Hann gat ekki
horft á Elsu.
Hann sat á eldhússtól og beið
— beið eftir Dunstan, beið eft-
ir Jiminee, eftir Díönu, eftir
sjálfum sér. Hann mundi ekki
eftir því hvort hann hafði farið
út og komið inn aftur. Hann ’óar
þarna bara, sat við eldhúsborð-
ið og hita- og kuldastraumar fóru
um hann á víxl. Andlit systkin-
þörður
Sjóari
4833 Peter Bitt hefur fundið skútuna. Flugvélin hnitar fyrir ofan
hana og fallhlíf er kastað niður. Hún þenst út, lækkar og lendir
á sjónum- Danny nær í hana með haka. — Við fallhlífina hangir
vatnsþéttur poki og er þeir opna hann kemur í ljós lítil labb-
rabb stöð sem stillt er á talstöð flugvélarinnar. Á þennan hátt
kemst Peter Pitt í samband við Stanley Tailer. Hann hafði hugs-
að fyrrr ölhi og hefur nú náð takmarkinu. Nú fær hamn viðtalið
sitt
SKOTTA
Ég er ekki að kvarta en nú höfum við gengið framhjá 2 bíó-
um, íþróttavelli og óteljandi sjopppum • . .
TRYGGINGAFELAGIÐ heimirs
IINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI i SURETY
Leðurjakkar
á stúlkur og drengi.
Peysur ,og peysuskyrtur.
Góðar vörur — Gott verð.
Verzlunin O. L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).
Cgníiiteitíðl
Utvegum eftir beÍG..,
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
Gúmmmnnustofan h.f.
Skipholti 35 - Sími 30688
og 31055
Auglýsíngasími Þjóðviljans er 17500