Þjóðviljinn - 21.09.1966, Page 1
f
Mi&vikudagur 21. september 1966 — 31. árgangur — 213. tölublað.
Dagsbrún velur fulltrúa á Alþýðusambandsþing:
Listi uppstillinganefndar og
stjórnar var sjálfkjörinn
Rikisstjórnín veit ekki sitt rjúkandi róð
niðurgreiðslur og
styrkir
Eskifjörður
1 dag birtum við inni í blaðinu grein um Eskifjörð efíir Grétar Oddssön-
Myndina hér að ofan tók Grétar þar fyrir nokkrum dögum og sést á
henni næst mikil uppfylling sem verið er að geía I sambandi við byggingu framtíðarhafnar fyrir'
þorpið en fjaer rýkur upp úr strompum nýrrar s íldarvcrksmidju Alla ríka. — Sjá 4.—5. síðu.
Tugir loftskeytamanna og
símritara hætta 1. oktober
— svo er embættisafglöpum Ingólfs á Hellu fyrir að þakka
Allt útlit er nú fyrir það, að allur fjöldi símritara og all-
margir loftskeytamenn leggi niður vinnu í Reykjavík og
Gufunesi um næstu mánaðamót, og við það skapist algjort
vandræðaástand í ritsímaviðskiptum. Póst- og símamála-
stjórnin hyggst þó halda rekstrinum áfram eins og ekkert
hafi 1 skorizt, þar eð fyrir-Hggi endanlegt tilboð ríkisstjórn-
arinnar til símritaranna.
Forsaga þessa máls er sú, að
símritarar hafa búið við vond
kjör, verið, í 12. launaflokki, en
vonuðust eins og fleiri eftir leið-
réttingu sinna mála við Kjara-
dóminn margfraega. Allar þær
vonir reyndust tálvonir einar, ©g
©k yfir á rauðu
warð fvrir bsl
HarSur árekstur varð síðdegis
í gaer á mótum Nóatúns og
Laugavegar milli bifreiðar og
lögregluþjóns á mótorhjóli. Var
lögreglumaðurinn á hraðri ferð
inn Laugaveginn með rautt ljós
á hjólinu og sírenur i gangi, en
umferðarljósin á gatnamótunum
skiptu rétt áður en hann kom
að þeim og hélt hann áfram yf-
ir Nóatúnið móti rauðu Ijósi.
Bifreiðin kom upp Nóatúnið, ók
yfir á grænu og á hjólið. Lög-
regluþjónninn datt af hjólinu
og lenti á næsta bíl og hjólið
rann á annan. Maðurinn slas-
aðist eitthvað og var fluttur á
Slysavarðstofuna, en reyndist ó-
brotinn og fékk að fara heim að
rannsókn
símritarar sneru sér því til Póst-
og símamálastjómarinnar og
fóru fram á hækkun upp í 14.
flokk. Einnig ræddu þeir málið
við fjármálaráðherra, en allt kom
fyrir ekki-
Uppsagnir
1 sjálfheldu
Þessu sjónarmiði símritaranna
var engu sinnt, og nú eru fram-
undan hjá þeim víðtækar upp-
sagnir, svo og loftskeytamönnum.
Póst- og símamálastjómin hefur
auglýst lausar til umsóknar stöð-
ur síniritaranna og Póst- og
símamálastjóri, Gunnlaugur
Briem, sagði í viðtali við „Þjóð-
viljann" í gær, að rekstrinum
yrði haldið áfram þótt þessir
menn færu, enda hefði ríkis-
stjórnin sagt sitt síðasta orð í
þessu i máli, því hefði ráðherra
lýst yfir.
Q Ríkisstjórnin veit nú ekki sitt rjúkandi ráð í
viðureigiiinni við verðbólgudrauginn sem hún hef-
ur sjálf magnað um sex ára skeið. Fyrir nokkrum
mánuðum afnam ríkisstjórnin niðurgreiðslur á
ýmsum neyzluvörum, og var þeirri ráðstöfun lýst
í stjórnarblöðunum sem hinni mestu stjómvizku.
Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka upp nýjar
niðurgreiðslur og greiða niður verðhækkun bá sem
átti að koma til framkvæmda á landbúnaðarvörum.
11 — 15% verðhækkun
| | t gær var ekki enn lokið við að reikna út verðið að fullu,
en meðalhækkun á kindakjöti er 15%, hækkun á mjólk nær 1 i%1
og hækkun á kartöflum um 11%. Sumt af þessari hækkun hefúr
komið til framkvæmda fyrr á þessu ári, en afganginn ætlar ríkis-
stjómin að greiða niður. Þó mun sá háttur hafður á niðurgreiðsl-
unum að sumar vörur munu hækka eitthvað en aðrar lækka jafn-
vel, en ekki á að verða um neina meðalhækkun að ræða-
Nýtt styrkjakerfi landbúnaðarins
Q Til þess að fá bændur til að fallast á nýja verðlagsgrundvöll-
inn hefur ríkisstjórnin tekið upp nýtt og víðtækt styrkjakerfi. Hún
hefur heitið því að útvega Veðdeild Búnaðarbankans 20 miljónir
króna til jarðakaupa, og eigra jarðakaupalán að tvöfaldast úr 100
þúsundum i 200 þúsund. Vinnslustöðvar landbúnaðarins eiga að fá
30 miljóna króna lán, auk þess ætlar ríkissjóður að leggja fram
aðrar 30 miljónir í svokallaðan hagræðingarsjóð landbúnaðarins,
og eiga 20 miljónir króna af þeirri upphæð einnig að renna til
vinnslustöðvanna. Þá ætlar rikisstjómin að leggja fram sex milj-
cnir króna tii þess að koma á laggimar jarðakaupasjóði sem á
að gera mönnum sem búa á lélcgum jörðum kleift að selja jarðir
sínar við skaplegi| verði. Þessi framlög til Iandhúnaðarins nema
samtals 86 miljónum króna.
Einu sinni var...
□ Þau ráð sem ríkisstjómin grípur nú til, styrkir og niðurgreiðsl-
ur, eru gamalkunn, og á sínum tíma var það talinn einn megintil-
gangur viðreisnarinar að afema það kerfi að fullu- En nú er svo
komið að styrkja- og uppbótakerfi er orðið víðtækara á islandi
en dæmi voru til áður.
í gær klubkan sex rann út
Erestur til að skila tillögum
um fulltrúa Dagsbrúnar á
þrítugasta Alþýðusambands-
þing. Aðeins einn listi kom
fram, tillaga uppstillingar-
nefndar og félagsstjpmar, og
var hann því sjálfkjörinn.
Aðalfulltrúar Dagbrúnar á
Alþýðusambandsþing eru nú
34 talsins og fara nöfn þeirra
hér á eftir:
Eðvarð Sigurðsson, Litlu-Brekku,
Guðm. J. Guðms., Ljósvallag. 12,
Tryggvi Émilsson Otrafeigi 4,
Tómas Sigurþórsson, Skiph- 26,
Kristján Jóhannss. Laugarn.v. 90,
Halldór Bjömss. Hlíðarvegi 32,
Hannes M. Steph. Hringbraut 76,
Andrés Guðbrs. Rauðalæk 18,
Árni Þormóðsson Hófgerði 2,
Baldur Bjamas. Laufás v/Br.h.v.,
Bjöm Sigurðss. Grensásvegi 60,
Eyþór Jónsson, Sólheimum 54,
Guðm. Ásgeirsson Heiðargerði 29,
Guðm. Gestss., Reykjahl., Rnesbr.
Guðm. Óskarss. Kópavogsbr. 9, '
Guðm. Valgeirsson Sogavegi .150,
Gunnar Jónsson, Hjarðarhaga 33,
Hjálmar Jónss. Efstasundi 7,
Hlynur Júlíusson, Meistarav. 23,
Högni Sigurðsscn Hraunsholti 6,
Ingólfur Haukss. Langholtsv. 11,
Ir.gvar Magnúss. Hólmgarði 42,
Jón D. GuÖms. Ránargata 1A,
Kristinn Sigurðsson Dunhaga 11,
Páll Þóroddsson Bragagata °3,
Pétur Ó. Lárusson Melgerði 20,
Ragnar Kristjánss. Brávallag. 44,
Sigurður Gíslason Sörlaskjóli 13,
Sig. Guðnason, Hringhraut 88,
Sig. Ólafsson Laugamesvegi 58,
Sveinn Gamalíelss. Kópav.br. 16,
Sveinn Sigurðsson Bakkagerði 8,
Þórir Daníelsson, Bergstaðastr. 45,
Þorkell M. Þorkelss. Ránarg. 44.
Leita fiugvélar-
flaks á Græn-
landsiökli
Aðfaranótt þriðjudags hélt hóp-
ur manna úr Flugbjörgunarsveit-
inni til Grænlands og er ætlun-
in að klífa Krónborgarjökul og
Ieita að flugvélarflaki, sem sást
þar í síðasta mánuði.
Bandaríski ísbrjóturinn „Atka“
flytur leiðarigursmenn til Græn-
lands og er svo ráð fyrir gert,
að sjálf fjallgangan hefjist ídag,
miðvikudag. Flugvélarflakið sem
hér um ræðir, er talið vera af
bandarískri könnunarflugvél sem
fórst snemma árs *1962 með tólf
■manna áhöfn. Átta menn úr
Flugbjörgunarsveitinni taka þátt
í þessum leiðangri, auk sex
manna frá hemórnsliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Þeir hafa
með sér allan nauðsynlegan út-
búnað; talið er að leiðangurinn
geti staðið allt upp f tíu daga.
í
*
Þessu vildu loftskeytamenn og
símritar ekki una og sögðu upp
starfi frá 1. júlí; Póst- og síma-
málastjómin beitti lagaákvæði
til þess að*framlengja uppsagn- |j
arfrestinn til 1. október. Um sxð- J
ustu mánaðamót lagði svo við-
reisnarstjórnin, undir greindai*-
forustu Ingólf9 á Hellu, sem með
þessi mál fel — fraim tillögu um
hækkun upp í 14. flokk með því
skilyrði að símritarar færu á
námskeið og tækju próf-
Stöður auglýstar
Þetta samþykktu símritarar í
Reykjavík með þeirri breytingu
þó, að þeir sem starfað hafa í
15 ár hækki f 15. launaflokk og
prófin falli niður hjá þeim, sem
starfað hafa í 25 ár eða lengur.
Þykir símriturum að vonum
hlægilegt, að menn, sem* unnið
hafa við þessi störf í aldarfjórð-
ung eða meira, þurfi að ganga
undir próf.
3% innflutningsgjald á veiSarfæri
'Þjóðviljinn fregnaði það i
gær eftir áreiðanlegum heim-
ildum, að rikisstjó'min hefði
nú ákveðið að leggja 3% inn-
flutningsgjöld á öll tilbúin
veiðarfæri, svo sem þorska-
netaslöngur, síldarnótaslöngur
o.s.frv. og á það fé sen inn
kemur að renna í sérstakan
sjóð cr hafi það hlutverk að
styrkja innlenda veiðarfæra-
framleiðslu. Er talið að þessi
nýi skattur á útgerðina 'muni
nema a.m-k. 9—10 miljónum
króna.
Orsök þessa nýja skatts er
sú, að fyrirtæki þau sem
framleitt hafa , veiðarfæri hér
á' landi eru flest komin á
hausinn eða á heljarþröminni,
svt> sem Hampiðjan. Nú er að
langmestu leyti farið að nota
veiðarfæri úr ýmis konar
gerviefnum, sem bæði ex*u
endingarbetri og ódýrari. Af
hálfu ríkisvaldsins hefur hins
vegór verið búið svo að vfeið-
arfæraiðnaðinum íslenzka.
eins og raunar flestum iðn-
greinum öðrum, að fýrirtækj-
unum hefur reynzf erfitt að
aðlaða sig bréýttum aðstæö-
um og taka upp framleiðslu
á veiðarfærum úr gerviefnum.
en til þess þurfa þau að end-
umýja vélakost sinn og gera
aðrar, tilheyrandi breytingar
á rekstrinum. Hyggst ríkis-
stjómin nú þó seint sé reyna
að bjarga Hampiðjunni frá
gjaldþroti með þessum áðgerð-
um- Fylgir sögunni að Hamp-
iðjan eigi nýjar vélar á hafn-
arbakkanum sem hún neiti að
leysa út, ef hún fær ekki að-
stoð.
Ctgerðarmenn eru hins veg-
ar ævareiðir yfir þessari nýju
skattlagningu og ekki bætir
það úr að það hefur kvisazt
út, að ætlunin. sé að lækka
bræðslusíldarverðið um næstu
mánaðamót úr kr. 1.71, sem
það hefur verið í sumar, nið-
ur í kr- 1.20—1.30, eða um 40
— 50 aura. Sagði einn útgerð-
armaður í viðtali við Þjóð-
viljann í gær, að síldarflotinn
myndi sigla heim af miðun-
um í annað sinn, ef þessar
ráðstafanir kæmu til fram-
kvpemda. Þannig virðist „við-
reisnarstefna" ríkisstjórnar-
innar ætla að slá tvær flugur
í einu höggi: drepa iðnaðirin
og stöðva alla útwerð á Is-
lan.di!
I
I
I
1