Þjóðviljinn - 21.09.1966, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.09.1966, Qupperneq 8
3 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — MiðvUcudagur 21. september 1966 I H U S I MÓÐUR MINNAR Eftlr JULIAN G LOAG — Ég! — Jiminee, sagði Elsa með skynsamlegu röddinni sinni- Þú ert duglegastur að útbúa Wélsh rarebit. Þú getur farið. Og Hýj bert vissi, að nú var það gamla Elsa 6em talaði- Og Húbert get- ur hjálpað þér. — Komdu, sagði Húbert. Efst í stiganum sagði Jiminee: Hver er fyrstur niður. Húbtji! Húbert var gagntekinn gleði þegar hann hljóp niður sama 6tigann og hann hafði hlaupið upp í skelfingu fáeinum mínút- um áður. Hann tók timann á eldhús- klukkunni- Þeir þurftu að rista þykku brauðsneiðina, sem Gerty vildi alltaf fá, rífa ostinn og blanda hann, hita ostinn og hita diskinn. Þeir voru nákvsemlega sjö mínútur. — Það er met- Þeir fundu hnif og gaffal. — H-heldurðu ekki að hún vilji eitthvað að dr-drekka? spurði Jiminee. — Mjólk, sagði Húbert án þess að hika. Hann fyllti gulu krúsina sem Gerty átt.i- Ég skal halda á henni, sagði hann. Aftur var Jiminee á undan honum. Hann varð að ganga hægt upp stigann til að helia ekki niður mjólkinni- Hann brosti hreykinn þegar hann kom (inn í svefnherbergið. Þau voru þögul, störðu bara. — Hvað er að? spurði hann 'kvíðinn. — Hvað er að? hvíslaði Jim- inee. Mjólkin helltist niður þegar Húbert gekk lengra inn í her- bergið. Elsa iá aftur á hnjánum við rúmið, en nú hafði hún lagt höfuðið alveg niður á koddann. Og augun á Gerty voru lokuð. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10, Vonarsírætis- megin — Sími 14-6-62. — Hvað er þetta? Húbert hrópaði næstum- — Uss, Húbbi. Díana sneri sér hægt að honum og í augunum var þessi fjarræni svipur eins og á mömmustundunum í hofinu. Gerty er farin frá okkur. — En .... Hann leit niður á krúsina sem hann hélt á. Þetta er ekki rétt, hugsaði hann. Það getur ekki verið- Hann leit upp og horfði á Díönu. Þú sagðir, hann talaði hægt, hann vildi fara rétt með. Þú sagðir, að mamma myndi vernda Gerty. — En hún hefur gert það, Hú- 30 bert, vinur minn. Rödd hennar var lág og mild. Hún vemdar Gerty — núna. Hún hristi gull- ið hárið mjúkléga- Þær eru sam- an núna. Þeim líðuf vel saman núna. Hún þagnaði. Og svo sagði hún: Ég verð að fara til þeirra. Þau heyrðu hana fara niður stigann Og andartak hugsaði Hú- bert um múrsteinshofið í garð- inum. . — Við verðum að grafa Gerty í hofinu. Hann gat ekki fundið neitt annað til að segja. — Nei! Dunstan beið þangað til þau horfðu öll á hann. Elsa ein. lá kyrr á hnjánum við rúmið og grúfði höfuðið niður í koddann. — Það á ekki að grafa Gerty í hofinu. Annar sokkur Dunstans hafði sigið niður um hann og sýndi magran, hárlausan fótlegg — en samt var hann ekki hlægi- legur. Gerty er ekki nógu góð 'til að hvíla hjá mömmu. — En D-Díana sagði — byrj- aði Jiminee. Dunstan greip fram í. Gerty var refsað. Þess vegna er hún dáin — vegna þess að hún var syndug og vond- Hún sveik okk- ur — það var það sem hún gerði. Gerty dó vegna þess að hún var svikari við mömmu. Hann sagði síðustu orðin mjög skýrt. Elsa lyfti höfðinu. Hún leit á Dunstan, síðan starði hún útum gluggann. Hún sagði ekkert. Eft- ir nokkra stund lét hún höfuðið síga niður á koddann aftur. Lokkur úr þunnu hári hennar féll yfir andlit litlu dánu telp- unnar. Hendur Húberts titruðu ofsa- lega og hann fffnn að hann hellti 'niður mjólk. Hann beygði hnén og setti krúsina frá sér á gólfið. Þar sat hann á hækjum og horfði á gulu krúsina í mjólkurpolli. Bakvið hann var einhver sem byrjaði að gráta — og síðan ann- ar Loks fyllti gráturkm aTlt her- bergið. Húbert lyfti mjólkurvotri hend- inni og tárin og mjólkin blönd- uðust saman í andliti hans. 20 Jiminee var einn í eldhúsinu þegar hann kom inn. — Hæ, Húbbi, ég h-hélt þú ætlaðir aldrei að k-koma. Húbert kinkaði kolli- — Ég setti ketilinn yfir. Hann hafði sett ketilinn yfir. Það var alltaf nókkuð. Húbert fór úr jakkanum og bretti upp ermarnar á gráu ullarskyrtunni sinni. Einu sinni hafði hvert þeirra haft sínum skyldum að gegna. En það var langt síðan. Nú var engin regla á neinu — ekki eftir að Gerty var dáin og Elsa hafði .... Hvað hafði Elsa? spurði Húbert sjálfan sig um leið og hann kveikti á gasloganum undir heitavatnsgeyminum pg horfði á heitt vatnið renna yfir óhreina diskana í vaskinum. — Hvað eigum við að fá með teinu? spurði Jiminee varfærnis- lega. Nú spurðu þau alltaf hann — ekki Elsu eins og áður. Brauð með sultu? Það var ekki mikill stuðningur í Jiminee, en hann var þó að reyna. Ekkert hinna reyndi — jafnvel þótt þau borð-* uðu það sem fyrir þau var sett orðalaust, líka Díana og Dunstan- Hann tók upp eggjabikar og klóraði eggjarauðuleifar af með nöglinni. En hann komst ekki yf- ir þetta allt saman. Allir þurftu að borða og það þurfti að taka til í húsinu og svo þurfti að kaupa inn. Hann setti eggjabik- arinn frá sér og skolaði disk. Ef Elsa fengist til að hjálpa Ef .... Hann skrúfaði fyrir heita vatn- ið. Fyrir aðeins tíu mínútum — hann leit á klukkuna — þá hafði hann heitið því að vera maður bg nú hugsaði hann bara, ef þetta og ef hitt- Ef er heimsku- legasta orð í heimi. — Kannskí, sagði hann með haegð — kannski ættum við að fá köku. Það er bráðum kominn föstudagur. Ef hann hefði bara getað talað almennilega við mömmu. Uss, þarna byrjaði hann aftur. En þetta var dálftfð annað ■— I mömmustundin var raunvei-uleg- Það var það eina sem þau áttu eftir í raun og veru. Hann skol- aði postulínsfatið undir ristaða brauðið. Bara ef Dunstan væri ekki þama — og hlustaði á, hlustaði allan tímann. Það gerði ekkert til með hin. — Hjálpaðu mér að þurrka, Jiminee- Jafnóðum og diskamir voru þurrir, raðaði Húbert þeim ’á sinn stað á eldhúsborðið. Það var einfaldast — í stað þess að stada í því að setja allt upp í skáp og taka það út aftur. Hann skrúfaði niður undir katlinum, þegar hann fór að flauta. Gufan sem steig upp úr stútnum gerði eldhúsið einhvem veginn hlý- legra. Húbert fór að skera brauð, smurði lag af smjörlíki á hverja sneið áður en hann skar hana af brauðinu- — Jiminee, sæktu kökukass- ann. Hann mældi þykktina á sneiðunum nákvæmlega — sneið- arnar hans vom vel skomar og jafnar — hann beitti hnífnum fast á harða skorpuna. Sagaðu með hnífnum, ekki ýta. — Allt í lagi, Húbbi. Jiminee lyfti hálfu kökunni sem eftir var og lagði hana á borðið. — Skerðu hana svona, sagði Húbert og sýndi með fingrinum, hvernig hann ætti að skera smá- geira- Legðu stykkin á fatið með örvamynstrinu. Hann hélt áfram með brauðið og gaf Jiminee auga á meðan. Smyrja og ‘skera, skera og smyrja. Það var hitandi. Hann hvíldi sig andartak. Glugga- tjöldin vom dregin frá og svart .myrkrið £ garðinum gægðist inn- Þau gætu ekki farið að kveikja upp í ofninum í eldhúsinu fyrr en eftir þrjár vikur, fyrsta nóv- ember. Þá yrði kominn vetur. Nú var næstum kominn vetur. Og þau urðu að fá kol, því að kjallarinn var næstuiji tómur. Húbert velti fyrir sér, hvort kolasalinn kæmi sjálfkrafa, eða hvort það þyrfti að tala við hann. Elsa vissi það sjálfsagt — ef hún vildi segja honum það- Já,' auðvituð myndi hún vilja það. Elsa var ekki vond. Hann skar aftur í brauðið án þess að vera með hugann við SAMBANDSÞING ÆSKULÝÐS- FYLKINGARINNAR AÐSTOÐARFÓLK Hafið samband við skrifstofu ÆF, Tjarnargötu 20, sími 17511. Okkur vantar sjálfboðaliða til ýmissa starfa vegna undirbúnings 22. þingsins. DEILDIR ÆF Hafið samband við skrifstofu sambandsins strax og tilkynnið m þátttöku fulltrúa á 22. þing ÆF, sem haldið verður í Lindarbæ dagana 23.—25. september nk. Skrifstofan er opin frá kl. 11—7 daglega, sími 17511. Allar nánari upplýsingar um þinghald og ferðir ti! þings em veittar þar. " • 4851 — Þórður gengur hægt í átt til borgarinnar og brosir í kampinn meðan hanr, les frásögn Peters Pitt. Fréttaritarinn lof- ar sérstöku einkaviðtab blaðsins við keppendurna þegar þeir komi til baka. Það verða æsandi hlutir sem þá verður sagt frá, en ekki má gera opinbera enn- Vörubílinn kemur i humátt á eftir Þórði. Þeir .ætla að bíða heppilegs tækifæris .... — Peter Pitt hefur tekið flugmann nokkurn tali á vellinum. Hann segist hafa heyrt að Þórður skipstjóri sé kominn aftur- Hinn yptir öxlum. Hann segist ekkert vita um það. SKOTTA — Það er allt þessum ártölum að kenna hvað ég er hrædd við sögukennarann! Nám og atvinna Stúlkur, sem viíja læra gæzlu og umönnun van- gefinna, geta komizt að í slíkt nám á Kópavogshæli í haust. Laun verða greidd um námstímann. — Nánari upplýsingar gefa yfirlæknir og forstöðu- maður, símar: 41504 og heima 41505. Reykjavík, 19/9 1966, Skrifstofa ríkisspítalanna. Eitt námskeið — er ódýrt, og í það fer lítill tími. En það getur gert gæfumuninn þegar þú kemur út. ..... * ■ Kanntu að svara fyrir þig í tollinum? ■ Kanntu að spyrja til vegar? Ef ekki, þá skaltu spyrja strax eftir nám- skeiði sem þér hentar við Málaskólann Mími. Tveir innritunardagar eftir. s Málaskólinn Mímii* Brautarholt 4, sími 1-000-4 (kl. 1—7 e.h.)'. Hafnarstræti 15, sími 2-16-55. Gúmmívinnusi-ofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 Auglýsíngasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.