Þjóðviljinn - 22.09.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 22.09.1966, Page 4
4 SfiJA — ÞJÖÐVIUINN — FimTntMdagur 22. september 1966. Otgeíandi: Sameiningarflokkíur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. ' Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftaírverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. ' Hrunadans ¥Tm langt skeið hafa athafnir ríkisstjómarinnar einkennzt af ráðleysi, fumi og fálfni, athöfn- um sem stangazt hafa hver við aðra. Fyrr á þessu ári gerðust þau tíðindi að ríkissíjórnin hætti niður- greiðslu á ýmsum neyzluvörum, og raskaði það svo mjög 'verðlagi í landinu að vísitalan hækkaði um fjögur stig af þeim sökum. í því sambandi rifj- uðu stjórnarblöðin það upp af miklu yfirlæti, að sú hefði í öndverðu verið stefna ríkisstjómarinnar að fella niður alla styrki og uppbæ'tur til atvinnu- veganna og allar niðurgreiðslur á vöruverði, ráð- stafanir af því tægi væru skriffinnska og blekk- ingastarfsemi til þess að dylja raunverulegt ástand efnahagsmála. En þessa dagana er hin sama ríkis- stjóm að framkvæma ráðstafanir sem ganga í þveröfuga átt. í sambandi við verðlagningu á bú- vörum féllu fulltrúar bænda frá kröfum sínum um mjög stórfelldar hækkanir gegn því að ríkis- stjómin gerði ýmsar ráðstafanir til styrktar land- búnaðinum. Ætlar ríkisstjórnin að leggja fram 86 miljónir króna til mjólkurbúa og sláturhúsa, til lánveitinga og svokallaðrar hagræðingar og til þess að unnt sé að fella niður búskap á kotjörð- um. Jafnhliða þessu nýja styrkjakerfi er það ætl- un ríkisstjórnarinnar að greiða niður þá hækkun sem engu að síður át’ti að verða á landbúnaðar- vörum; hún ætlar á nýjan leik að stórauka niður- greiðslurnar, og vafalaust munu stjórnarblöðin telja það ekki minni stjórnvizku en afnámið á nið^ urgreiðslum fyrr á þessu ári. Og vafalaust er setl- unin að segja við launafólk að það verði að sjá það við ríkisstjómina að hún kemur í veg fyrir hækkun á landbúnaðarafurðum, þótt það sé að sjálfsögðu gert á kostnað launafólksins sjálfs. ^llt sfafar þetta ráðleysi af því, að ríkisstjórnin *■ er fyrir löngu komin í þrot með efnahagsstefnu sína. Á sex árum hefur henni tekizt að tvöfalda allt verðlag í landinu og þriðjungi betur þrátt fyrir mesta góðæri sem sögur fara af hérlendis. Sú óðaverðbólga hefur grafið undan íslenzkum at- vinnuvegum, svo að hrun togaraútgerðarinnar blasir við, verulegur hluti bátaflotans á í óvið- ráðanlegum rekstrarörðugleikum, hraðfrystihúsin eru komin að stöðvun, ýmsar iðngreinar hafa lagzt niður og aðrar eru á vonarvöl. Við blasa stórfelld- ar neyðarráðstafanir, til að mjmda enn ein geng- islækkun. En ríkisstjómin þorir ekki að ráðast í þvílíkar neyðarráðstafanir fyrir kosningar, henni lízt ekki á að opinbera afleiðingar stefnu sinnar frammi fyrir alþjóð áður en gengið verður að kjör- borðinu. Því er nú hugsað um það eitt að reyna að forða hinum verstu vandræðum með einhverj- um ráðum fram yfir kjördag, og í ráðleysinu er ekkert skeytt um þótt eitt reki sig á annars horn. Þegar menn dansa hrunadans er ekki óeðlilegt að fæturnir víxlist. — m. Gunnar Bjamason, skólastjóri Vélskólans. Fyrsta starfsár Vélskólans eftir að lögunum var breytt Vélskóli Islands var settur sl. laugardag og starfar nú í fyrsta sinn eftir nýjum lögum, sem tóku gildi 1. júlí sl., en samkvæmt þeim var nafni skól- ans breytt úr Vélskólinn í Reykjavík I Vélskóli Islands og starfssvið skólans fært út, . og er honum nú ætlað að sjá um alla vélstjóramcnntun á land- inu sem um leið er samræmd og felld í eina heild svo að menn geti aflað sér þessarar menntunar stig af stigi. skip eru knúin eimvélum nema nokkrir togarar af eldri gerð, svo verkefni skólanna tveggja hafa nálgazt hvort annað æ meir og þessi sameining þeirra því sjálfsögð, sagði Gunnar um leið og hann þakkaði Fiskifé- laginu langt og merkilegt starf f þágu vélvæðingar aðalat- vinnuvegs landsmanna og ósk- aði því allra heilla. Fjögur stig með mismunandi réttindi Iðnnáms er ekki lengur krafizt til inngöngu. Hvert stig veitir ákveðin vél- réttindi: 1. stig veitir rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 500 ha gangvél, 2 stig 1000 ha, 3. stig 1800 ha, en 4 stig veitir engin frekari atvinnuréttindi fyrr en að loknu sveinsprófi í vélvirkjun. Réttindin sem hér eru talin eiga við fiskiskip en aðrar tölur eiga við um flutn- inga- og farþegaskip, þó eru þau einnig háð siglingatíma. Alvarleg husnæðis- vandræði Sagði Gunnar að ýms vanda- mál væri nú við að glíma vegna breytinganna og væru húsnæðisvandræðin sýnilega al- varlegust. Smíðakennslan sem nú verður að taka upp þar sem undanf&randi iðnnám fellur niður, krefðist t.d. bæði rýmis og tækja og yrði þetfea leyst til bráðabirgða í vetur með því að Fiskifélagið lánaði vélasalinn sem þar var áður notaður, en þetta væri þó bæði óhentugt og alls ónóg þegsr á næsfca vetri þegar kenna þyrfti bæði 1. og bekk. Aðsókn að skólanum hefur verið meiri en nokkru sinni áður og sendu 90 nemendur umsókn, 56 í 1. bekk, 32 á nám- skeiðið og 12 á námskeið skól- ans á Akureyri. Af þeim sem nú sækja um 1. bekk eru 32 með iðnnám en 24 áh þess- Kennarar við skólann verða 21 auk sólastjóra. Við skólasetninguna lék Hall- dór Haraldsson tvö verk á pí- anó og að ræðu Gunnars BjamasOnar lokinni tók til máls Már Elísson fulltrúi Fiski- félags Islands og flutti ámaðar- óskir frá því á þessum tíma- mótum er það hættir starf- rækslu mótomámskeiðanna eft- ir 50 ár og Vélskólinn tékur við. Álbræðslusamningurinn tók formlegt gildi 20. sept. Gunnar Bjamason skólastjóri skýrði frá þessu í setningar- ræðu sinni og sagði jafnframt að hingað til hefði vélskóla- menntun verið klofin, þannig að tvær stofnanir hefðu séð um hana, Fiskifélag Islands rekið mótornámskeiðin, hið meira og hið minna og Vélskólinn í R- vík sína starfsemi og hefði ekk- ert samband verið milli þess- ara stofnana þótt þær störfuðu báðar í sama tilgangi. Mynd- uðust á þennan hátt í landinu tvær vélstjórastéttir, hvor með sitt fagfélag og kennslukraft- amir og þau öfl sem að kennsl- unni stóðu dreifðust á tvær stofnariir. Rakti Gunnar síðan tildrög þess að vélstjóramenntunin^- skipttst á tvo staði, en aðal- ástæðan var sú, að eimvéla- og mótorvélstjórarnir áttu litla samleið í upphafi. Vélstjóra- skólinn sem stofnaður var 1915, annaðist menntun eimvéla- stjóranna, sem þurftu að vera góðir handverksmenn og var því krafizt sveinsprófs ttl inn- göngu í skólann, en Fiskifélag Islands tók að sér að halda námskeið úti um land og kenna meðferð mótorvélanna. En í stað gömlu glóðarhausvélanna og einnig eimvélanna hafa komið æ stærri dísilvélar og er nú svo komið að engin íslenzk Dýraverndarinn er kominn út Komið er út nýtt tölublað ef ýraverndaranum. — Af efni aðsins má nefna grein eftir tstjórann, Guðmund G. Haga- n, og heitir hún „Vorið er smið og grundirnar gróa“, æsirnar, skotin og smölunin, tir Þorstein Einarsson og Lög n sinubrennur og meðferð ds á víðavangi. Þá er í Dýraverndaranum ■einin Gresjupáfagaukurinn abían og Hugsaðu vel um dýr- þitt eftir tlno Plasikovski. yrir yngstu lesenduma er yndskreytt grein um sauð- jrðinn eftir Fjólu Kr. ísfeld ; fleira efni er í ritinu. Samkvæmt nýju lögunum verða stig vélstjóramenntunar nú fjögur. Fyrsta stigi ljúka menn með vélstjóranámskeiði, kennslutími fimm mánuðir. Átta og hálfs mánaða námstími í 1. bekk Vélskólans veitir ann- að stig, jafnlangt nám í 2. bekk þriðja stig og 7 mánaða nám í 3. bekk veitir fjórða stig. Inn- göngu í Vélskólann má fá á tvennan hátt, annaðhvort með því að setjast á námskeiðið 17 ára eða eldri, en þeir sem það standast eiga rétt til setu í 1. bekk. Hinsvegar veitir tveggja ára starf við vélgæzlu eða véla- viðgerðir einnig rétt til setu í 1. bekk eftir 18 ára aldur. Hinn 28. marz sl. var undir- ritaður aðalsamningur milli ríkisstjórnar íslands og Swiss Aluminium Limited um bygg- ingu álbræðslu í Straumsvík. Sama dag var undirritaður samningur milli sömu aðila um framkvæmdatryggingu. Báðir samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um staðfestingu Alþingis. Aðalsamningurinn var lagður fyrir Alþingi. 1. apr- íl 1966 og hlaut lagagildi með lögum nr. 76 frá 13. maí 1966, og hinn 28. júní 1966 var ís- lenzka álfélagið' h.f. stofnað. Voru þá jafnframt undirritaðir rafmagnssamningur milli Lands- virkjunar og íslenzka álfélags- ins h.f., hafnar- og lóðarsama- ingur milli Hafnarfjarðarkaup- staðar og álfélagsins og að- stoðarsamningar milli álfélags- ins og Swiss Aluminium Lim- ited, en gildistaka aðalsamn- ingsins var háð undirritun þessara samninga auk gildis- töku lánssamningsins milli Al- þjóðabankans og Landsvirkjun- ar, sem undirritaður var hinn 14. þ.m. Lánssamningurinn tók giídi hinn 20. þ.m. og hlaut þá aðalsamningurinn fullnaðargildi samkvæmt gildistökuákvæði sínu svo og fylgisamningur hans. (Frá iðnaðarmála- ráðuneytinu). Björgunarskýfi reist við Eyvindarver á vegunt SVFÍ Stjórn Slysavarnafélags Is- lands samþykkti á fundi sínum nýlega að reisa björgunarskýli upp í óbyggðum á Sprengi- sandsleið. Var það samkvæmt ósk slysavarnadeildanna á Rangárvöllum, en þáma er af- réttarland Rangvellinga, og einnig samkvæmt ósk flug- manna sem þarna eiga leið um á flugleiðum til noriður- og .austurlandsins. T.d. hefur þyrla Slysavarnafélagsins og landhelgisgæzlunnar oft þurft að fljúga þama um. Bjöm Jónsson þyrluflugmað- ur er sæti á í stjórn Slysa- vamafélagsins var þess einnig mjög hvetjandi að þarna yrði reist björgunairskýli. Búið er að afmarka þarna gríðarmikinn lendingarflugvöll fyrir flugvél- ar, og er flugvöllur þessi sjálf- gerður af náttúrunnar völdum á rennisléttum upphækkuðum mel á austurbökkum Þjórsár, nokkuð norðan við Amarfell hið mikla, milli Eyvindarvers og Eyvindarhreysis. Um síðustu helgi fór skrif- stofustjóri Slysavarnafélagsins ásamt nokkrum röskum Slysa- vamamönnum úr Reykjavík og Kópavogi upp að Sprengisandi til að reisa skýlið. Vom þeir níu saman á þremur jeppum. Slysavamafélagið sá um flutn- ing á skýlisefninu upp að RARIK, raforkumálavinnubúð- unum við Tungnaá þar sem unnið er að vatnsvirkjunarrann- sóknum, en Rangvellingar sáu um flutning á efninu á 10 hjóla bifreið yfir Tungnaá og fram í óbyggðir. Fylgdust jepparnir með „trukknum", og kom það sér vel því einn jeppinn sökk í sandbleytu og hefði ekki náðst nema með aðstoð „trukksins" Þetta björgunarskýli er senni- legast þyngsta hlassið sem flutt hefur verið á einni bifreið um þessar slóðir. Var ekki komið fram að þeim stað þar sem reisa á skýlið fyrr en að áliðnum laugardegi 17. þm og var þegar hafizt handa því ílest voru þetta menn sem þurftu að komast til vinnu sinnar á mánudagsmorg- un og allt vt»ru þetta sjálf- boðaliðar í þessu starfi. Skýlið er reist á tjörusoðnum staur- um er þurftu að komast 150 cm í jörð niður- Voru grafnar 8 holur og tók ekki nema 5 mínútur að kom- ast 80 cm niður, en þá tók við 30 cm klakalag sem verið var 4 klst. að berjast við með þeim verkfærum sem fyrir hendi voru. Mun þér vera um eilífðarklaka að ræða. sem aldrei þiðnar. Um miðnættið var búið að reisa skýlið og þekja en þó ekki pappaklasða éða jáma þakið, og þarna inni urðu leið- angursmenn að hafast við, og þótti þeim það skjólbetra en ekkert, þó ekki fyndist á þeim þurr þráður um morguninn, því um nóttina brast á stbrm- ur með úrhellisrigningu, þótti leiðangursmönnum það nokkur trygging fyrir traustleika (skýl- isins að það skyldi ekki fjúka um nóttina þar sem það var hálffrágengið. en mikið reyndi á það í verstu hviðunum. Daginn eftir á sunnudaginn Framhald á 7. flðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.