Þjóðviljinn - 22.09.1966, Síða 5

Þjóðviljinn - 22.09.1966, Síða 5
Fimmtudagur 22. september 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA JJ ÆSKAN OG SOSiALISMINN Ritnefnd: Jón Sigurðsson, Leifur Jóelsson, Rannveig Haraldsdóttir. Jónína Guðnadóttir, sem stundar nám í keramik í Stokkhólmi: Þar fær JistaskríH" ekki inni á stúdentagörðum ■ Á döguuum náði Æsku- lýðssíðan tali af efnilegri náms- konu, Jónínu Guðnadóttur. Hef- ur hún stundað nám í keramik undanfarin ár í Stokkhólmi og segir hér á eftir frá náminu og sömuleiðis frá heim æru- verðuga félagsskap er SÚM nefnist og flokkast ýmist undir virðuleg listamannafélög eða Moitka-klíkur. Ferillinn Enda þótt Jónína sé enn nemandi í keramik teljum við rétt að spyrja hana fyrst um ferilinn. — Ég var í Handíða- og myndlistarskólanum í 1% ór og vann eftir það í Gliti í jafn- langan tima og stundaði jafn- framt nám í Myndlistarskólan- um. Undanfarin 3 ár hef ég lært keramik í Konstfack í Stokkhólmi og verð þar í vetur. f skólanum eru 8 deildir og nemendur rúmlega þúsund, megnið af þeim cru Svíar. Kenndur er vefnaður, keramik. 22. sambandsþing ÆF sett á morgun □ Eins og áður hefur verið skýrt Irá á Æsku- lýðssíðunni verður 22. þing Æskulýðsfylkingar- innar sett í Lindarbæ á morgun. Dagskrá þings- ins hefur verið breytt, þannig að hún hefur ver- ið færð fram til klukkan 5 á föstudag, en byrjar ekki klukkan tvö eins og áður hefur verið skýrt frá. Stafar það af því, að fæstir fulltrúar utan af landi geta mætt fyrir þann tíma og svo hit't að flestir fulltrúar frá Reykjavík og nágrenni eru bundnir í vinnu til klukkan fimm á föstudag. Verður þess í stað kvölddagskrá sú er vera átti á föstudag felld niður, en að öðru leyti helzt dag- skrá óbreytt, eða eins og hún var tilkynnt hér í blaðinu síðastliðinn fimmtudag. □ Eins og þá var einnig skýrt frá verður dans- leikur á laugardagskvöld á vegum ÆFR og verð- ur hann haldinn í átthagasalnum á Hótel Sögu og er öllum fylkingarfélögum heimill aðgangur og gestum þeirra. — Félagsfundir í ÆFR og ÆFH hafa lokið kosningu á þingið og voru eftir- taldir félagar þaðan valdir sem fulltrúar á þing: ÚR REYKJAVÍK: Arnmundur Bachman Guðbjörg Ólafsdóttir Guðmunduf Jósefsson Guðmundur Magnússon Guðrún Svava Svavarsdóttir Gylfi M. Guðjónsson Haraldur Blöndal Jón Hannesson Jón Sigurðsson Jón Stefánsson Kristján Linnet Leifur Jóelsson Ólafur Einarsson Ólafur Ormsson Magnús Jónsson Margrét Blöndal Páll Halldórsson Ragnar Ragnarsson Ragnar Stefánsson Sigurður Magnússon Steinunn Stefánsdóttit Úlfur Hjörvar Valgerður Hallgrímsdóttir Vernharður Linnet Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn Marelsson Örn Friðriksson Örn Ólafsson Svavar Gestsson. Alls 29. FRÁ HAFNARFIRÐI: Gísli Haraldsson Jóhann Kristjánsson María Kristjánsdóttir Logi Kristjánsson Ólafur Halldórsson Páll Árnason Rafn Guðmundsson Steini Þorvaldsson Sveinn Frímannsson Þórir Ingvarsson Örlygur Benediktssoe. <&- silfursmíði, skúlptúr, grafík, auglýsingateikning, leiktjalda- málun og ljósmyndagerð. Námið í keramik skiptist ) tvo hluta og er aðaláherzlan lögð á verklega námið fyrstu tvö árin. Fyrir utan keramik lærum við málun, teikningu og skúlptúr. Við fáum hagnýt verkefni mánaðarlega, gerum vinnuteikningar fyrir fyrirtæki sem síðan velja úr beztu teikn- ingarnar og veita peninga til að útfæra þær. Uppfinning En það er fyrst í októberlok sem líf fer að færast í tusk- urnar, þá er jólamarkaðurinn undirbúinn og keppist hver við að setja sem bezt verk á hann því að við fáum 79% af ágóðanum. — Hvað lézt þú á síðasta jólamarkað í skólanum? — Það er eiginlega saga að segja frá því. Um jólaleytið drekka Svíar gjarnan lctt vín sem þeir kalla Glögg, en það er kryddað og drukkið heitt úr bollum. Þar scm vínið er einungis drukkið um jólin fannst mór þelta vera óhófleg bruðlun að nota bollana ekki til neins annars allan ársins hring. Ég bjó því til hlut sem er vínbolli með hanka öðrum megin og kertastjaki hinum megin. — Og voru Svíarnir hrifnir? — Ja, þeir keyptu 100 stykki á kortéri. — Og þú græddir á tá og fingri? — Það má segja það, ég seldi einnig fleiri hluti og kompt í ferðalag til Egypta- lands í jólafríinu með nokkr- um skólafélögum. Svíarnir duglegir að ná sér í styrki — Búið þið á stúdentaheim- ili í Stokkhólmi? — Nei, svona listaskríll er ekki tekinn á stúdentagarða, við leigjum úti í bæ! Það er dýrt að lifa í borginni en sænsku ncmendurnir krækja sér í alla hugsanlega styrki, þeir fá styrki frá ríkinu, bæn- um og sveitarfélaginu og lifa góðu lífi fjárhagslega allan árs- ins hring. — Er mikið félagslíf í Konst- fack? — Já, það má segja að við höldum hátíðir hvenær sem til- efni gefast. í hverri viku eru ölkvöld svokölluð og er þá dansað eftir plötum og dreypt á öli eins og nafnið gefur til kynna. í febrúar er mikill lokafagnaður og þá mæta all- ir með flugdreka og eru veitt verðlaun fyrir bezta flugdrek- ann. í fyrra hlaut lítill strák- ur verðlaunin, hann hljóp um í rauðum samfestingi með agn- arlítinn flugdreka — Jónína gerir ferkant í lófann á sér — sem hann hafði fest við tvinna- kefli. Því miður komst minn flugdreki ekki á loft. af ein- hverjum dularfullum ástæðum. En þetta er vist nóg um félags- lífið! Tekin inn í Súm fyrir utan Steininn — Þú ert meðlimur í Súm, Jónina, segðu okkur nú í fullri hreinskilni. er Súm Mokka- klíka eða virðulegt félag? — Ja. bæði og. Súm er félag ungra listamanna, við erum að- eins fimm meðlimir ennþá og Myndina tók III af Jónínu í Stokkhólmi í fyrravetur. nafn félagsins er ekki skamm- stöfun! Við eigum það sameig- inlegt að vera á móti aftur- haldssemi i listum. Félagið var stofnað við hátíðlega athöfn eftir sýningu á pop-Iist sem þeir Jón Gunnar Árnason, Sig- urjón Jóhannsson, Hreinn Frið- finnsson og Haukur Sturluson héldu í Ásmundarsal í fyrra. Þeir gengu þá fjórir í fé- lagið og í sumar var ég tekin inn í það með ferföldu húrra- hrópi fyrir utan Skólavörðu- stíg 9. — Hafið þið haldið marga fundi? — Tvo hingaðtil! En við fá- um senda kataloga frá sýning- um erlendis og getum þannig fylgzt betur með en ella. Og auðvitað borgar það sig alltaf að hafa sambönd, þetta stór- merkilega félag fær daglega póst frá útlandinu ... RH FJOLSKIPAÐ ÞING Æskulýðsfylkingin er í þann mund að halda eitt glæsileg- asta þing í sögu hrcyfingarinn- ar. Þingið mun haldið í Lind- arbæ og sótt af fjölda íull- trúa auk erlendra og innlendra gesta. Gestir þingsins verða frá miðstjórn Sósíalistaílokks- ins og Sósíalistafélagi Reykja- víkur, en auk þeirra verða gest- ir írá ungkommúnistasamtök- um í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi, æskulýðs- samtökum SF ílokkanna í Dan- mörku og Noregi, Unga Þjóð- veldinu í Færeyjum, Viet-Nam og Heimssambandi lýðræðis- sinnaðrar æsku. Æskulýðsfylk- ingin mun enn sem fyrr halda lifandi tengslum við samherja á Norðurlöndum og hvarvetna annars staðar í heiminum. Heimur okkar er alltaf að smækka, og barátta Æskulýðs- fylkingarinnar er ekki ein- skorðuð við vandamál íslenzks þjóðfélags og þjóðræknismál, heldur er barátta hennar einn- ig snar þáttur í alþjóðlegri baráttu fyrir sósialisma, lýð- ræði og þjóðfrelsi. Ber henni því að fylgjast vakandi með þeirri baráttu, sem samherjar okkar heyja erlendis og veita þann stuðning sem hún má. Margar blikur eru á lofti í málefnum sósíalískrar hreyf- ingar á Norðurlöndum, og er skemmst að minnast úrslita bæjar- og fylkisstjórnarkosn- inganna í Svíþjóð. Þau bönd. sem tengja Norðurlandaþjóð- irnar hverja annarri eru mörg og náin, og ber Æskulýðsfylk- ingunni að íylgjast vel með þeirri þróun. sem á sér stað á hinum Norðurlöndunum og aíla sér sem beztrar vitneskju um aðstæður og viðhorf þar Barátta norrænna sósialistn þarf að vera eins samstillt og unnt er, og fer bezt á því, að Norðurlandaþjóðirnar hafi nána samvinnu um að byggja og móta sósíalísk samfélög á grundvelli sameiginlegs menn- ingarnrfs og . sögulegra erfða. Er það þvi Æskulýðsfylking- unni sérstök ánægja að bjóða hina norrænu gesti velkomna. Vietnömsk þjóð heyr nú hetjulega baráttu fyrir írelsi sínu, og liggur öllum sósíalist- um og lýðræðisöflum um víða veröld sú skylda á herðum að veita þeim þann styrk og stuðn- ing sem þeir mega. Sósíalistar á hinum Norðurlöndunum hafa tekið djarflega upp hanzknnn fyrir þessa fjarlægu smáþjóð, og skulum við vona, að koma þessa víetnamska fulltrúa á þing okkar verði til þess að gæða nýjum þrótti baráttu okkar gegn hinum sameiginlega óvini. Mætti og ætla, að málið væri okkur skyldara en sam- herjum okkar á Norðurlönd- um, enda þótt hér sé vegið með öðrum vopnum en i Viet- Nam. .★) Ritstjórn æskulýðssíðunnar sendir 22. þingi Æskulýðsfylk- ingarinnar beztu kveðjur og árnaðaróskir. SAMBANDSÞING ÆSKULYDS- FYLKINGARINNAR AÐSTOÐARFÓLK Ilafið samband við skrifstofu ÆF, Tjarnargötu 20, sími 17511. Okkur vantar sjálfboðaliða til ýmissa starfa vegna undirbúnings 22. þingsins. DEILDIR ÆF Hafið samband við skrifstofu sambandsins strax og tilkynnið um þátttöku fulltrúa á 22. þing ÆF, sem haldið verður f Lindarbæ dagana 23.—25. september nk. Skrifstofan ér opin frá kl. 11—7 daglega. sími 17511. Allar nánari upplýsingar um þinghald og terðir til þings eru veittar þar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.