Þjóðviljinn - 07.10.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 7. október 1966
Landsleikur í handknatt
leik í Osló 4. desember
■ Á fúndi með fréttamönnum í gær skýrði stjóm
Handknattleikssambands íslands frá þeim málum
sem helzt eru á döfinni hjá sambandinu. Næsti
stórviðburður í handknattleiknum er landsleikur
við Noreg í des. n.k., þjálfari landsliðsins hefur
verið ráðinn Karl Benediktsson. Þá hefur HSÍ
undirbúið þjálfaranámskeið sem haldið verður á
næstunni. Hér á eftir er nánar skýrt frá þessu og
ýmsu öðru er handknattleikinn varðar.
1) Alþjóðaþing handknatt-
leiksmanna var háð í Kaup-
mannahöfn dagana 2. og 3.
september s.l. og sátu það af
íslands hálfu þeir Ásbjöm Sig-
urjónsson og Valgeir Ársæls-
Helztu mál sem samþykkt
voru auk venjulegra þingstarfa
og stjórnarkosninga voru, sém
hér segir: Hækkun og breyting-
ar á fyrirkomulagi árstillaga
meðlimaríkjanna. H.M. karla
1970 verður líklega í Frakk-
Mörg íþróttamót voru haldin
á Snæfellsnesi s.l. sumar
-<•>
n Sundmót H.S-H. var haldið
að Kolviðameslaug 3. septem-
ber. Þátttakendur voru frá 3.
félögum- Umf. Snæfell I Stykk-
ishólmi hlaut flest stig og verð-
launagripi til eignar, sem keppt
var um-
Stigahæstir einstaklinga vt>ru
þau Margret Guömundsdóttir
Umf. Árroða í Eyjarhreppi og
Sigurður Rúnar Elíasson Umf.
Víkirigi í Ólafsvík. Bezta afrek
Margrétar vor í 50 m bringu-
sundi, 46.0 sek, en bezta afrek
Sigurðar Rúnars í 50 m skrið-
sundi, 33.3 sek. I unglingasund-
um vakti mesta athygli 13 ára
drengur frá Stykkishólmi, Egg-
ert Sveinn Jónsson, en hann'
synti m-a. 100 m bringusund á
1:33-9 mín. Kvennasveit Umf.
Snæfells setti nýtt héraðsmet í
•4x50 m bringusundi á 3.24.6
mín.
Samnorrænu sundkeppninni
lauk á Snæfellsnesi 15- sept.
Þáttaka var mjög misjöfn, bezt
í Eyjarhreppi þar sem helming-
ur hreppsbúa syntu 200 metr-
ana.
Unglingamót H.S-H. í frjálsum
íþróttum fór fram að Görðum
í Sfcaðarsveit 18. september.
Þátttaka var góð og margir
efnilegir unglingar komu fram
á 'sjónarsviðið- íþróttafélag
Miklaholtshrepps hlaut flest
stig.
Knattspymumóti H.S.H- er
nýlokið og var leikin tvöföld
umferð. 5 lið tóku þátt í mót-
inu, sem lauk með sigri Umf.
Víkings í Ólafsvík. Sameinað
lið H.S-H. lék við Umf. Skalla-
grím í Borgarnes'i 9. septem-
1 ber og sigruðu SnæfeHingar
með 2:0. Daginn eftir léku
Skallagrímur Dg Víkingur og
sigraði þá Skallagrímur 3:1-
Hinn 27. ágúst fór fram leik-
ur í Stykkishólmi f Bikar-
keppni Körfuknattleikssam-
bands Islands. Umf- Snæfell
Framhald á 7. síðu.
-<S>
Dómur
um viðreisnina
Fyrir nokkrum dögum
greindi Geir Hallgrímsson frá
því í útvarpinu að vanskil
borgarsjóðs Reykjavíkur
næmu tugum miljóna króna,
og yrði höfuðborgin af þess-
um sökum að fresta ýmsum
mikilvægum framkvEemdum
sem heitið var fyrir kosning-
arnar í vor, Vakti þessi ömur-
lega lýsing borgarstjórans á af-
komunni að vonum almenna
athygli, og það vakti jafn-
framt nokkra furðu að hann
lét hjá líða að biðja viðskipta-
vini borgarinnar afsökunar á
svikum og vanskilum. Trú-
lega stafar sú gleymska af
því að borgarstjórinn og
flokkur hans telja fjárhags-
öngþveiti svo almenna reglu
í þjóðfélaginu að ekki sé um-
talsvert Að minnsta kosti
skýrir Morgunblaðið svo frá
í gær að vanskil Reykjavík-
urborgar séu í rauninni eðli-
legt ástand í þjóðfélaginu.
Hið sama blasi við hvert sem
litið er. Blaðið telur upp í
mörgum liðum ýmsar skuldir
Kópavogskaupstaðar; það seg-
ir að Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga hafi „um langt
skeið átt í verulegum
greiðsluerfiðleikum“, að
Kaupfélag Árnesinga „greiði
yfirleitt, ekki skuldir sínar"
og að fróðlegt væri að fá
„yfirlit „yfir stöðu Samvinnu-
bankans". Daginn áður hafði
Morgunblaðið birt hvorki
meira né minna en 19 aug-
lýsingar um nauðungarupp-
boð sem öll stöfuðu af van-
skilum, sum hjá gömlum og
grónum fyrirtækjum. Sama
dag hófst vinnustöðvun hjá
fyrirtækinu Brú, sem um
langt sk0ð hefur verið
brjóstmylkingur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, og var
ástæðan sú að fyrirtækið
hafði ekki einusinni greitt
vinnulaun. Önnur fyrirtæki,
nátengd Sjálfstæðisflokknum,
hafa stöðvazt með öllu, og
má til dæmis fninna á
Sænska frystihúsið og Frost
í Hafnarfirði.
Það mun ekki íjarri lagi
hjá Morgunblaðinu að van-
skil og fjárhagsóreiða séu að
verða „eðlilegt ástand" í ís-
lenzku þjóðfélagi En hvað
segir sú staðreynd um við-
reisnina? — Austrl.
landi. H.M. kvenna 1968 verði
í Rússlandi. Næsta alþjóðaþing
verði haldið í HoUandi 1968.
Handknattleikur verður ein
af Olympíuíþróttum í Munchen
1972.
2) FuUtrúar okkar á I.N.F.
þinginu ræddu við fulltrúa
hinna ýmsu ríkja, sem hafa
haft samskipti við okkur og
einnig var rætt við nokkra að-
ila um væntanlegt samstarf.
Gengið var írá landsleikjum^
við Noreg í Osló 4. desember
n.k. og hér í Reykjavík haust-
ið 1967. Einnig var endanlega
gengið frá 2 landsleikjum við
Svía hér í Reykjavík í byrjun
apríl 1967. Endanleg svör frá
öðrum þjóðum, sem rætt var
við, eru væntanleg næstu vik-
urnar, en ólíklegt að við fáum
margar heimsóknir í vetur,
vegna anna flestra þjóða við
undirbúning H.M. í Svíþjóð í
janúar n.k. Aftur á móti eru
væntanleg svör og staðfesting-
ar á væntanlegri för landsliðs-
ins til Rúmeníu og Rússlands
um páskaleytið í vor.
3) Landsliðsþjálfari H.S.Í.
verður Karl Benediktsson og
verða æfingar á miðvikudög-
um kl. 8—11 í íþróttahöllinni
og verður nánar boðað til
þeirra nú strax um miðjan
mánuðinn.
4) Unglingalið karla verður
boðað til æfinga strax og þjálf-
ári hefur verið ráðinn.
5) Stjórnin og nefndir henn-
ar hafa nú að mestu gengið frá
þjálfaranámskeiðum, sem halda
á hér í Reykjavík og úti á landi
á næstunni. Þessi námskeið
átti að halda í septemberlok,
en af ýmsum ástæðum hefur
framkvæmd þeirra drégizt.
6) Framkvæmd íslandsmóts-
ins verður eins og áður falin
H.K.R.R. og væntanlega að sem
mest af því fari fram í íþrótta-
höllinni.
7) Ársþing H.S.Í. fer fram
dagana 21. og 22. október n.k.
og verður haldið í íþróttamið-
stöðinni og hefst kl. 20,00 þann
21. október.
8) Stjórn H.S.Í. eygir ennþá
von í þátttöku í H.M. í Svíþjóð
og leggur áherzlu á það að
æfingar hefjist með það fyr-
ir augum að við verðum boðað-
ir með stuttum fyrirvara, jafn-
vel mánaðar fyrirvara eða
skemmri.
9) Unglingameistaramót
Norðurlanda fyrir pilta verður
háð í Svíþjóð í byrjun apríl
n.k. og verður að hefja æfing-
ar tímanlega.
10) Unglingameistaramót
Norðurlanda fyrir stúlkur verð-
ur háð í Noregi í apríl byrjun
n.k. Ákvörðun um þátttöku
verður tekin eftir ársþing H.S.Í.
11) Norðurlandameistaramót
kvenna verður háð í Danmörku
líklega í nóvember 1967 og þá
leikið innanhúss. Er stefnt að
því að undirbúningur undir
þátttöku í móti þessu hefjist
strax í byrjun næsta árs.
Nantes vann
KR meS 5=2
Síðari leikur KR og Frakk-
landsmeistaranna Nantes í Evr-
ópukeppni meistaraliða fór
fram í Nantes í fyrrakvöld.
Frakklandsmeistararnir sigr-
uðu með 5 mörkum gegn 2,
í fyrri hálíleik skoruðu Frakk-
arnir þrjú mörk en KR ekkert.
Mörk KR skoruðu þeir Baldvin
Baldvinsson og Hörður Mark-
an. í fyrri leik þessara liða,
sem fram fór hér á Laugar-
dalsvellinum sigraði Nantes
með 3Æ.
Flugfélogið
og SAS keppa
I kvöld kemur til Reykja-
víkur knattspyrnulið starfs-
manna SAS í Osló í boði Faxa-
knattspymuliðs Flugfélags Is-
lands. Er þetta liður í. gagn-
kvæmum heimsóknum þessara
aðila <jg í annað sinn sem
norskir starfsmenn SAS korna
þessara' erinda til Islands-
Liðin keppa á Melavellinum
á morgun kl. 16,30 að lokn-
um leik Vals og IBA í Bikar-
keppni KSl. Um kvöldið sitja
gestimir boð Flugfálags Islands
og á eftir verður dansleikur i
Tjarnarbúð. Á sunnudag fara
Norðmennimir til Þingvalla
og Hveragerðis í boði Faxa, en
halda heimleiðis á mánudag.
Milliríkjasamningur am
MenningarsjóB Norðurlanda
Á fundi menntamálaráðherra
Norðurlanda, sem haldinn var
í Kaupmannahöfn 3. þ.m. var
undirritaður milliríkjasamning-
ur um ^Menningarsjóð Norður-
landa (Nordisk kulturfond).
Tilgangurinn með stofnun
sjóðsins er að auðvelda og
hraða framkvæmd mála á sviði
norrænnar menningarsam-
vinnu, þar sem seinlegt er
stundum að afla fjárveitinga í
fimm löndum til mála, sem
æskilegt þykir að styðja sam-
eiginlega.
Norðurlandaráð mælti með
slíkri sjöðsstofnun árið 1965' og
í byrjun árs 1966 tók menning-
arsjóðurinn raunverulega til
starfa til bráðabirgða með
framlagi frá aðildarlöndunum
fimm, er nam samtals 600.000
dönskum krónum. En frá árs-
byrjun 1967 verður fé sjóðsins
aukið í 3 miljónir danskra
króna á ári og eru greiðsluhlut-
föll landanna þannig, að Dan-
mörk leggur fram 23% Finn-
land 22%, ísland 1%, Noregur
17% og Svíþjóð 37% af sjóð-
íénu.
Þegar hefur verið auglýst
eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum og var umsóknarfrest-
ur að þessu sinni til 5. október,
en sjóðsstjórnin mun þó fjalla
um umsóknir sem kunna að
berast eftir þann thna, þegarr
hún heldur fyrsta fund sinn
fyrir lok þessa árs.
Sjóðnum er ætlað að styrkja
norrænt menninjjarsamstarf á
sviði vísinda, skólamála, al-
þýðufræðslu, bókmennta, tón-
listar, myndlistar, leiklistar,
kvikmynda og annarra list-
greina. Meðal þess sem til
greina kemur að sjóðurinn
styrki, má nefna:
1. Norræn samstarfsverkefni,
sem stofnað er til í eitt
skipti, svo sem sýningar, út-
gáfu, ráðstefnur og nám-
skeið.
2. Samstarf sem efnt er til í
reynsluskyni, enda sé þá
reynslutíminn ákveðinn af
sjóðstjórninni.
3. Samnorræn nefndarstörf.
4. Upplýsingastarfsemi varð-
andi norræna menningu og
menningarsamvinnu.
Styrkir úr sjóðnum munu
því aðeins verða veittir til
verkefna, er varða færri en
þrjár Norðurlandaþjóðir sam-
eiginléga, 'að sérstakar ástæð-
ur séu fyrir hendi.
Fimm manna. stjórn heíur
stýrt sjóðnum til bráðabirgða,
en frá ársbyrjun 1967 munu
tíu menn hafa stjóm sjóðsins
með höndum, fimm frá Norð-
urlandaráði og fimm stjörn-
skipaðir.
Menntamálaráðuneytið,
5. október 1966.
Breiðablik varð sigurvegari
ó Sambandsmóti UMSK '66
Sambandsmót UMSK var
haldið á íþróttasvæðinu að
Hlégarði í Mosfellssveit dag-
ana 85. júlí og 20.-21. ágúst.
Fyrri hluta mótsiris var
keppt í karlagreinum- Þátttaka
var allgóð, en slæmt veður og
lélegar aðstæður gerðu það, að
árangur var ekki sem beztur.
Síðari hluta mótsins var keppt
í kvennagreinum og sveina-
greinum, þátttaka var allgóð
aðallega í kvennagreinunum,
frá 15 til 20 þátttakendur í
hverri grein. Veður var þurrt
en rigning á milli, og sæmileg-
ur árangur. Öll félög nema eitt
innan sambandsins tóku þátt í
mótinu, og bar þar Ungmenna-
félagið Breiðablik í Kópavogi
höfuð og herðar yfir hin félög-
in. Mótsstjóri var Úlfar Ár-
mannsson sambandsformaður.
Úrslit í einstökum greinum
urðu sem hér segir:
KARLAGREINAR:
100 m. hlaup: sek.
Sigurður Geirdal UBK 11,7
Einar Sigurðsson UBK 12,1
Kúluvarp: m.
Ármann J. Lárusson UBK 13,50
Lárus Lárusson UBK 12,85
Langstökk: m.
Magnús Jakobsson UBK 5,89
Einar Sigurðsson UBK 5,88
Kringlukast: ip..
Lárus Lárusson UBK 32,43
Ármann J. Lárusson UBK 31,85
400 m. hlaup: sk.
Sigurður Geirdal UBK 57,7
Þórður Guðmundsson UBK 58,8
Hástökk: m.
Ingólfur Ingólfsson UBK 1,60
Gunnar Snorrason UBK 1,55
Spjótkast: m.
Hilmar Björnsson UBK 40,72
Sigurður Geirdal UBK 36,95
Þrístökk: m.
Einar Sigurðsson UBK 12,25
Sigurður Geirdal UBK 11,88
1500 m. hlaup: min.
Þórður Guðmundss. UBK 4.43,5
Gunnar Snorrason UBK 5.03,2
Stangarstökk: m.
Magnús Jakobsson UBK 3,30
4x100 m. boðhl.: sek.
Sveit UBK (Einar Sigurðs-
son, Magnús Jakobsson,
Sig. Geirdal, Þórður Guð-
mundsson) 52,7
KVENNAGREINAR:
100 m. hlaup: sek.
Petrína Ágústsd. UBK 15,1
Þórdís Helgadóttir UBK 16,0
Langstökk: m.
Petrína Ágústsd. UBK 4,22
Dröfn Guðmundsd. UBK 4,17
Hástökk: m.
Dröfn.. Guðmundsd. UBK 1,25
Petrína Ágústsdóttir UBK 1,25
Kúluvarp: m.
Ragna Lindberg Dreng 8,95
Þuríður Hjaltadóttir A 8.16
Spjótkast: m.
Birna Ágústsdóttir UBK 26,11
Alda Helgadóttir Stj. 22,20
Kringlukast: m.
Dröfn Guðmundsd. UBK 27,89
Ragna Lindberg Dr. 26,04
4x100 m. boðhlaup: sek.
Sveit UBK 65,5
Sveit UMf. Stjarnan 71.3
SVEINAGREINAR:
100 m. hlaup: sek.
Eiríkur Brynjólfss. Stj. 13,8
Heimir Guðjónsson Stj. 14,2
Langstökk: m.
Egill Þórðarson UBK 4,96
Eiríkur Brynjólfsson Stj. 4,95
Hástökk: • . r - ^
Egill Þórðarson UBK 1,45
Heimir Guðjónsson Stj. 1,20
Þrístökk: m.
Eiríkur Brynjólfsson Stj. 10,44
Egill Þórðarson UBK 10.35
Kringlukast: m.
Egill Þórðarson UBK 27,30
Heimir Guð.iónsson Stj. 19,82
Spjótkast: m.
Sverrir Friðriksson Stj. 33,70
Jörundur Þórðarson UBK 25,34
Kúluvarp: m.
Sverrir Friðriksson Stj. 11,91
Heimir Guðjónsson Stj. 9.49
800 m. hlaup: min.
Eiríkur Brynjólfsson Stj. 2.10,5
Egill Þórðarson UBK 2.44,1
4x100 m. boðhlaup:
Sveit UMSK
59,6
MÁLFUNDUR
SDSÍALISTA
ILINDARDÆ
Verkalýðshreyfingin í
Vestur-Evrópu andspæn-
is ný-kapitalismanum.
Sunnudaginn 9. októbei
verður . haldinn málfundur
sósíalista í Lindarbæ. Fund-
urinn hefst kl. 14,30 síð-
degis.
Framsöguerindi: LOFTUR
GUTTORMSSON.
Æ.F.
Loftur Guttormsson.
i