Þjóðviljinn - 04.11.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 4. nóvember 1966. Otgeíandi: Sameiningarfloktoux alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. FriðbJófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 Iínur). Askriftarverð kr. 105.00 á márniði. Lausa- söluverð kr. 7.00.. Flokksþingið lyjóðviljinn býður í dag velkomna til flokksþings fulltrúa úr öllum landshlutum á 15. þing Sam- einingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Þing flokksins hafa jafnan vakið almenna athygli og svo ér einnig nú. Flokkurinn og fylgismenn vænta af flokksþinginu forystu og mótunar á starfsáætl- un og starfsháttum flokksins á hverjum tíma, ræki- legs mats á stjórnmálaástandinu og ákvarðana um hvérnig við skuli brugðizt; þar kemur saman reynsla og þekking flokksmanna frá starfi þeirra í þéttbýli, í borg og kaupstöðum, í kauptúnum og sveitum; flokksmenn sem sjaldan hittast vegna fjarlægðar og starfs finnast, og nýir forystumenn kynnast hinum sem fyrir eru og er það hvorum tveggja nauðsyn. Andstæðingablöð alþýðumál- staðarins, blöð herstöðvaflokkanna, kyrja áróðurs- sönginn um Sósíalistaflokkinn heldur hærra en venjulega í tilefni af flokksþinghaldi, söng sem er svo undarlega ósamkvæmur sjálfum sér, að sung- ið er í annarri röddinni um algert áhrifaleysi þessa flokks, hann sé nú alveg að gefa upp öndina og ráði engu framar; en hin röddin fullyrðir jafnharðan að með einhverjum göldrum sé það einmitt Sósí- alistaflokkuririn sem alltaf hafi öll völd og ráð í öllum samtökum sem sósíalistar starfi í. /THviskeið Sósíalistaflokksins það sem af er hefur verið stormasamur tími í íslenzkum stjórn- málum, aldrei munú hafa orðið jafnmiklar brey’t- ingar á íslenzku þjóðfélagi á jafnskömmum tíma og undanfarna þrjá áratugi. Sósíalistaflokkurinn, og þau fjöldasamtök sem sósíalistar hafa starfað í, hefur átt ríkan þátt í þeim breytingum sem orðið hafa til þess að hefja alþýðu landsins og bæta kjör hennar. Áhrif Sósíalistaflokksins á þjóðmálin urðu þó sérstaklega áberandi eftir hina miklu kosninga- sigra flokksins 1942, en þá reis flokkurinn upp úr ofsóknum og hvers konar erfiðleikum sem tíu manna þingflokkur á 52 manna Alþingi, og fékk fjóra menn kjörna í bæjarstjórn Reykjavíkur. Það- an var stutt í nýsköpunarstjórnina, fyrstu þing- stjórn íslenzka lýðveldisins, en þeirri stjórn lagði Sósíalistaflokkurinn til nýsköpunarstefnuna sem lagði grundvöll að sókn þjóðarinnar að lók- inni heimsstyrjöldinni. Frá síðari árum skal minnt á farsæla forystu Lúðvíks Jósepssonar sem sjávarútvegsmálaráðherra að stækkun landhelg- innar 1958, einn stærsta sigur íslenzkrar sjálfstæð- isbaráttu undanfarna áratugi; hagsmunabaráttu verkalýðshreyfingarinnar, þjóðfrelsisbaráttuna, og stofnun Alþýðubandalagsins og starf. Oósíalistaflokkurinn hefur þegar ritað nafn sitt ^ skýrum stöfum í íslandssögu tuttugustu aldar. Því er hverjum fulltrúa á flokksþingi hans lögð þung ábyrgð á herðar; þeir hafa í höndum sér mót- un og ávöxtun hins mikla ávinnings sem þúsund- ir íslenzkra alþýðumanna og sósíalista hafa stofn- að til með starfi sínu í Sósíalistaflokknum og al- þýðusamtökunum sem voru undanfari hans. Megi starf og árangur 15. flokksþingsins verða á þann veg að íslenzkri alþýðu, íslenzkum þjóðfrelsismál- stað nýtist sem bezt. — s. ® Á landsfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn var hér í Reykjavík um síðustu helgi, var samþykkt ítarleg stefnuyfirlýsing í allmörg- um köflum. Verður hún birt hér í blaðlnu næstu daga. • í dag er birtur inngangur stefnu- yfirlýsingarinnar og kaflarnir um efnahagsmál og uppbyggingu at- vinnulífsins. • Á morgun birtast kaflarnir um landbúnað, iðnað og hagsmuna- og mannréttindamál og verka- lýðsmál. Aðrir hlutar stefnuyfirlýs- ingarinnar síðar. $tefnuyfírlýsing Alþyðubandalagsins Inngangur Alþýðubandalagið berst fyrir því, að landinu verði stjórnað með hag og heill alþjóðar fyr- ir augum. Alþýðubandalagið berst fyrir auknu lýðræði og jafnrétti á öllum sviðum þjóðiífsins. Auka verður *áhrif almennings á stjóm Iandsins með því meðal annars að Iögbinda þjóðarat- kvæðgreiðslu um mikilvæg mál, þegar tilskilinn fjöldi þingmanna eða kjósenda krefst þess. Koma verður í veg fyrir einokun fárra manna á stjóm- tækjum efnahagskerfisins og skapa sem mest lýðræði i efna- hags- og atvinnulífi. Æskufólki verður að skapa fullt efnahags- legt jafnrétti tH menntunar með námslaunakerfi og jafna verður aðstöðu manna til að njóta lífsgæðanna með rétt- Iátari skiptingu þjóðartekna. Alþýðubandaiagið tehir það eitt helzta hhitverk sftt að verja sjálfstæði þjóðarinnar gegn hvers konar erlendri á- sælni og knýja fram breytta stefnu I sjálfstæðismáium ts- lendinga, nýja og óháða utan- ríkisstefnu. Ef fslendingar eiga að varð- veita þjóðemi sitt og þjóð- menningu verður framvegis að tryggja, að allar menningar- miðstöðvar í landinu séu unð- ir íslenzkri stjóm. Einnig verð- ur þjððin að hafa fullt og ó- skomð umráð yfir atvinnulífi landsins, auðlindum þess og efnahagskerfi. Alþýðubandalag- ið er eindregið andvígt þeirri stefnu að hleypa erlendum auð- hringum í íslenzkt atvinnnlíf. Atvinnutæki og náttúraauðæfi á fslandi eiga landsmenn ein- ir að eiga. Jafrrframt ber að stefna að þvi, að landgrunnið umhverfis fsland verði friðað fyrir rányrkju og hagnýtt af fslendingum einum. Þjóðin verður að móta nýja og sjálfstæða stefnu í utanrík- ismálum í stað þess að eftir- Iáta erlendu stórveldi ákvörð- unarvald um afstöðu fslands á alþjóðavettvangi. Afnema verð- ur herstöðvar á fslandi, og fs- lendingum ber að segja slg úr Atlanzhafsbandalaginu strax og samningstímabilinu lýkur. Þjóð- in þarf að taka virkan þátt f störfum Sameinuðu þjóðanna og efla norrænag samvinnu á sem flestirm sviðum. Jafnframt eiga íslendingar að stuðla að þvi, að öll hemaðarbandalög verði leyst upp og fordæma af- dráttarlaust beitingu hervalds f samskiptum ríkja hvar sem er í hciminum og hver sem í hlut á. Alþýðubandalagið álítur það höfuðnauðsyn, að tekin verði upp heiidarstjóm á þjóðarbú- skapnum samkvæmt fyrirfram gerðum áætlunum til lengri og skemmri tíma. f stað þess *ð iáta blind peningalögmál og gróðasjónarmið ráða stefnunni, verður að skipuleggja fjárfest- inguna með hag alþjóðar fyrir augrum. Víðurkenna þarf for- ystnhlutverk ríkisvaldsins í at- vinmimálum og gera verður haldgóðar ráðstafanir til að stöðva hinn sívaxandi fólks- flótta utan af landi og inú á Faxaflóasvæðið. Setja ber inn- flutningsverzlunina undlr yfir- stjórn cg eftiriit hlns opinbera til þess að hefta sem mest gróða milliliða á kostnað al- mennings, og ríkið á sjálft að annast mikilvægar greinar inn- flutningsverzlunarinnar. Jafn- framt ber að taka útflutnings- verzlunina undir eftiriit og yf- irstjóm rikisins tii þess að tryggja sem víðtækasta mark- aðskönnun erlendis. Alþýðubandalagið leggur á það áherzlu, . að ríkisvaldið stuðli að félagslegri lausn hinna margvíslegu vandamála nú- tímaþjóðfélags. Komið verði á Iífeyrissjóði og ókeypis heil- brigðisþjónustu fyrir alla lands- menn. Sérstaklega ber að tryggja framfærslurétt barna og öryrkja, einstæðra mæðra og ekkna. Húsnæðisvandræði al- mennings séu ekki gróðalind húsaleiguokrara og fasteigna- braskara. Efld sé félagsleg hyggingarstarfsemi og nægar leiguíbúðir reistar. Gert verði stórátak ti! að bæta aðstöflu kvenná til þátttökn i atvinnu- lífinu og tryggt að reist séu nægilega mörg dagheimili, leik- skólar og vistheimili fyrir böm. Alþýðubandalagið er til þess stofnað að vera á stjómmála- sviðinu málsvari verkalýðs- hreyfingarinnar og alira vinn- andi manna við sjó og í sveít, vera þeim samtakavopn í bar- áttu þeirra fyrir hagsmunum sinum og réttindum. Alþýð'i- bandalagið vill samhæfa bar- áttu sína þörfum og heill vinnandi stétta til þess að tryggja fulla atvinnu í landinu og veifa alþýðunni meiri og réttlátari hlutdeild í þeim auði, sem hún skapar. I einstökum atriðum er stefna Albýðubanöaláesins bessi: Efnahagsmál í efnahagsmálum hefur stefna núverandi rfkisstjórnar reynzt alröng og hættuleg. Hún hefur leitt til hfaðvax- andi dýrtíðar og verðbólgu. Samtök Iaunþega hafa ekki treyst sér til að semja um launakjör nema til stutts tíma f einu og verkföll hafa verið tíð. Efnahagsstefna ríkisstjómar- innar hefur leitt til stjómleys- is í fjárfestingarmálum, taum- lausrar eyðslu á gjaldeyri og bnasks f viðskiptum m. a. með fbúðarhúsnæði. Efnahagsstefnan hefur leitt til þyngri beinna og óbeinna skatta á almenningi en lækk- aðra skatta á gróðafélögum. Alþýðubandalagið telur að breyta þurfi um stefnu í efna- hagsmálum í grundvallaratrið- um. Það leggur áherzlu á að ný stefna f efnahagsmálum verður, ef vel á að, takast um fram- kvæmd hennar, að byggjast á gagnkvæmu samstarfi ríkis- valdsins og samtaka launafólks f landinu. Grundvallarskilyrði slíks samstarfs er að sjálfsögðu að hiu fjölmennu samtök launafólks beri traust til ríkis- stjómarinnar og finni í reynd að ríkisvaldið vill réttlátt sam- starf'. Annað höfuðskiiyrði nýrrar stefnu í efnahagsmálum er að horfið sé frá því skipulagsleysi sem nú er kallað frelsi, en unnið markvisst samkvæmt a- ætlun að uppþyggingu ogfram- kvæmdum í landinu. Þannig verði gorðar áætlanir um þjóð- arbúskapinn til lengri og skemmri tíma og framkvæmd- um raðað í samræmi við hags- muni þjóðarheildarinnar og á þann hátt tryggð æskileg þró- un þjóðarbúskaparins á sem flestum sviðum. Tryggja þarf framkvæmd slíkra áætlana með ákveðnum ráðstöfunum í fjár- málum ríkis og lánastofnana. Alþýðuþandalagið telur að miða verði stefnu í efnahags- málum við það, að allar helztu framleiðslugreinar atvinnulífs- ins búi við öruggan reksturs- grundvöll, svo að hægt sé að tryggja fulla nýtingu fram- leiðslutækja þjóðarinnar og næga atvinnu handa öllum. Það telur, að ekki geti verið um að ræða neina eðlilega samkeppni á milli innlendrar og erlendrar framleiðslu á meðan verðlagsþróun hér á landi er allt önnur, en í helztu viðskiptalöndum okkar. Alþýðubandalagið telur, að nú þegar þurfi að gera m.a. eftirfarandi ráðstafanir til ■ að hamla gegn verðhækkunum og draga úr dýrtíð: 1. Að vextir verði lækkaðir. 2. Söluskatti verði létt af brýn- ustu nauðsynjavörum. 3. Álagning verði lækkuð i ýmsum greinum og dregið úr verzlun arköstnaði. 4. Ibúðarhúsnæði verði lækkað í verði með víðtækum ráð- stöfunum ríkisvaldsins og brask með fbúðarhúsnæði heft. 5. Ráðstafanir gerðar til að tryggja hóflega húsaleigu. 6. Eftirlit með verðlagi verði stóraukið, m.a. með sam- starfi við almannasamtök. Þá telur Alþýðubandalagið að óhjákvæmilegt sé, að ríkis- valdið hafi örugga yfirstjóm á utanríkisviðskiptum þjóðarinn- ar og að þess verði vandlega gætt að sala á útflutinings- vörum og innkaup á vörum til landsins séu í samræmi við hagsmuni þjóðarheildarinnar,- en sérhagsmunir látnir víkja. Uppbygging atvinnulífsins Framfaraáætlun. Alþýðubandalagið leggur 4- herzlu á, að gerð verði . sem fyrst ýtarleg framkvæmda- og framfaraáætlun fvrir þjóðina alia. • Slíka áætlun þarf að gera í nánu samstarfi við fulltrúa at- vinnuveganna og samtök vinn- andi fólks og fulltrúa hinná einstöku héraða. Leggja þarf áherzlu á, að þróun atvinnulífs- ins verði með eðiilegum hætti um land allt jafnhliða þvi að gerðar séu sérstakar ráðstafan- i'r f atvinnumálum þeirra byggðarlaga, þar sem samdrátt- ur eða stöðvun hefir átt sér stað að undanfömu, og þannig unnið gegn fólksflótta frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Albýðubandalaeið telur, að raunhæfasta leiðin til aðtrvggia aeskilega þróun atvinnulffsins. og jafnframt grundvallarsk'1- yrði byggðaiafnvægis, sé að ríkisvaldið hafj forusbi um uppbyggingu atvinnulífsins. samkvæmt áætlunum. Reynslan hefir sýnt að þar sem þröng gröðasjónarmið ráða staðsetn- ingu atvinnutækja, má búast við að þau velji jafnan mestu þéttbýlissvæðin. Landhelgismálið. Alþýðubandalagið telur, að samningar núverandi ríkis- stjómar við Breta og fleiri þjóðir þar sem m.a. er ákveðdð að Islendingar séu háðir sam- þykki Alþjóðadómstólsins um stækkun landhelginnar, séu nauðungarsamningar og ekki bindandi fyrir íslenzku þjóðina og að vinna verði að því, að þeir samningar verði formlega felldir niður hið fyrsta. Alþýðubandalagið telur, að nú þegar beri að gera ráðstaf- anir til þess að draga úr of- veiði útlendinga á smáfiski á fiskimiðunum við landið. 1 því skyni verði fyrst tafarlaust leitað eftir samstarfi við aðrar þjóðir um nauðsynlegar að- gerðir, í þessum efnum. Jafn- framt notfæri Islendingar sér réttarlega aðstöðu til nauðsyn- legra friðunarráðstafana sem jöfnum höndum séu miðaðar við fiskifræðileg rök i málinu og efnahagslega þörf þjóðar- innar. Alþýðubandalagið telur, að vinna beri að því að íslend- íngar einir hafi fullkomin yfir- ráð yfir öllu landgrunrtinu við Island og telur rétt að þegar verði hafizt handa um að skipu- leggja fiskveiðamar á öllum Iandgrunnssvæðunum. Útflutningsiðnaður. Alþýðubandalagið telur, aö eitt mikilvægasta atriði í ís- lenzkum atvinnumálum sé að stórauka fullvinnslu á íslenzk- um framleiðsluvörum til út- flutnings. I þfeim efnum ber fyrst og fremst að leggja áherzlu á vinnslu sjávarafurða og ýmissa framleiðsluvara landbúnaðarins. Alþýðubandalagið telur, að ríkisvaldið eigi að hafa for- göngu um slíka uppbyggingu atyinnulífsins, m.a. með útveg- un hagstæðra stofnlána, með ódýrri tækniþjónustu og með þvi að haga viðskiptamálum þjóðarinnar á þá lund, að tryggja megi örugga markaði fyrir framleiðsluna fyrstu árin, eða þar til úrvalsgæði hinnar íslenzku framleiðslu hafa feng- ið fulla viðurkenningu á mörk- uðum erlendis. Sjávarútvegsmál Höfuðáherzla verði lögð á aukinn fiskiðnað. Þannig verði stefnt að því að stórauka, út- flutningsvarðmæti sjávarafurða. Til þess verði gerðar eftirtaldar ráðstafanir: 1. Fjölgað verði niðurlagning- arverksmiðjum. 2. Söltun á síld verði aukin svo sem tök eru á. 3. Hraðfrysting á síld til út- flutnings verði stóraukin. 4; Komið verði upp full- kömnum niðursuðuverksm., sem sjóði niður síld og aðr- , ar sjávarafurðir. 5. Byggð verði lýsisherzlu- verksmtðja. 6. Komið /erði á fót nokkrum stöðvum til reykingar á síld og öðrum fiski, sem vel, hentar til reykingar. 7. Komið verði á fót fullkom- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.