Þjóðviljinn - 13.11.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. nóvember 1366 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g TRABANT 601 — TRABANT 601 er rúmbezti 4ra marma bíllinn, sem er fáanlegur hérlendis, bæði hvað snertir farþega- og farangursrými. — TRABANT 601 er sérstaklega vandaður og fallegur bíll, mjög ódýr í innkaupi og sparneytinn í rekstri — Við- gerðaþjónusta um allt land. Varahlutir ávallt fyrirliggjandi Á 2V2 ári hafa verið seldar hér á landi 500 Trabant bifreiðar. — Á þessum tíma hefur reynslan sýnt, að bíllinn hentar mjög vel íslenzkum aðstæðum, t.d. hefur enn enginn Trabant fallið út af skrá, hvorki vegna tjóna né vara- hlutaskorts. — í Trabant hafa engin alvarleg líkamstjón orðið á fólki, þrátt fyrir alvá'rlega árekstra. — Loks má benda á, að f jölmargir þeirra, er keyptu fyrstu Trabant-bílana eru nú búnir að skipta og fá sér nýrri módel af Trabant. í; ;l TRABANT 601 kostar: Trabant 601 De Luxe kr. 96.580,00 Trabant 601 fólksbíll — 93.280,00 Trabant 601 fólksbíll Hycomat — 99.160,00 Trabant 601 station — 101.130,00 Greiðsluskilmálar: Innifalið 1 verðinu er verkfærasett og alls konar aukaútbúnaður. Einnig tvær yfirferðir á^bílinn, við 1000 og 2500 km. Hringið og við komum heim til yðar með sýn ingarbílinn — Skoðið TRARANT 601 áður en þér festið kaup á öðnim bíl. SÖLUUMBOÐ: BÍLASALA GUÐMUNDAR, Bergþórug. 3. Símar 20070 — 19032, Reykjavík. EINKAUMBOÐ INGYAR HELGASON, Tryggvag. 8. Símar 18510 — 19655, Reykjavík. Gott rými fyrir far- þega í aftursaeti. — Takið eftir, hversu breitt er milli aftur- sætis og framsætis. <1 c> Stórar hurðir. Kraft- nikill. Framhjóla- drifinn. Hámarks- hraði 120 km. á klst. Stálhús klætt utan með DURO plasti. Engin hætta á ryð- skemmdum. Reglur um tilhögun íþróttakeppn- innar á XIII. landsmóti UJM.F.Í. ■ Fimmtándi sambandsráðsfundur Ungmenna- félágs íslands var haldinn á Sauðárkróki 25. sept- ember sl. Þar vöru gerðar ýmsaT samþykktir, m.a. voru settar reglur um tilhögun íþróttakeppninnar á þrettánda landsmóti UMFÍ sem háð Verður að Eiðum árið 1968. Keppnlsgreinar mótsins verða: Frjáls’þróttir. Karlagrcinar: 100 m hlaup, 400 m hl., 1500 m hl., 5000 m hl., 1000 m boðhlaup, langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk, kúlu- varp, kringlukast og spjótkast. Kvennagreinar: 100 m hl., 4x100 m boðhlaup, langstökk, kringlukast, spjót- kast og kúluvarp. 1 boðhláup má hvert héraðs- samband aðeins senda eina sveit. Sund. Karlagreinar: 100 m frjáls aðferð, 200 m bringusund, 800 m frjáls aðferð, 4x50 m boðsund (frjáls aðferð) 100 m baksund. 1 boðsund má hvert héraðs- samband aðeins senda eina sveit. Glíma. Handknattleikur kv. Körfuknattleikur karla. Iþrótta- sýningar. Hópsýningar í leik- fimi. tírvalsflokkar karla og kvenna í Ieikfimi. Þjóðdansar. Glímusýning. Landsmótsnefnd heimilast að taka handknattleik karla inn á mótið, sem sýningargrein. A. Frjálsar íþróttir. Keppni í frjálsum íþróttum fer fram báða dagana. Höfð verður forkeppni eða undan- keppni og úrslit eftir því, sem bezt hentar keppendum og fyr- irkomulagi dagskrár. Þátttökutilkynningar skulu vera komnar í hendur fram- kvæmdanefndar mótsins í sfð- asta lagi viku fyrir mótið. Hvert héraðssamband annist þessar tilkynningar, en annars stjómir félaga, sem ekki eru aðilar að héraðssambandi. öll- um þátttökutilkynningum fylgi nöfn fyrirliða keppendahóp- anna. Hver þátttakandi hefur rétt til keppni í þrem íþrótta- grginum og boðhlaupi. Þrjá keppendur má hvert héraðs- samband senda í hverja grein. Daginn fyrir keppnisdaga skulu fyrirliðar íþróttahópanna og stjómendur keppnisgreina á- samt starfsmönnum fþrótta- keppninnar mæta til fundar á mótsstað. Mótsstjórinn auglýs- ir tíma og fundarstað. Á fundi þessum skulu bomar fram kærur vegna þátttöku eða áhugamannareglna. Þá verður og framkvasmt nafnakail og afhent verða númer kepp- enda, sem þeir bera á brjósti og baki í keppninni. Að loknum þeim fundi verða engar breyt- ingar leyfðar, nema í boðsveit- um. Mjög rik áherzla er lögð á, að keþpendur mæti á rétt- um tíma til keppni og beri númer sitt og komi fram í sambandsbúningum. Þá verða á þessum fundi af- hentar tímasetningar keppnis- greina, skipað niður í riðla, dregið um brautir, stökk- og kaströð. Nafnakall þátttakenda hverr- ar keppnisgreinar fer fram tíu mínútum fyrir hinn auglýsta tíma. Skulu þá keppendur mæta á stað, serr> síðar verður aug- lýstur, og skulú þeir og starfs- menn ganga fylktu Iiði þaðan til keppnisstaðar. 1 ölilum riðla- hlaupum flytjast 3 (ef brautir eru sex) eða 2 (ef brautir eru fjórar) fyrstu menn úr hverjum riðli í næsta hlaup á eftir. Ef skipta verður þátttak- endum í 1500 m hlaupi í riðil með allt að 15 manns í hverjum riðli, færast 7 þeirra fyrstu í næsta hlaup á eftir. Notaðar verða viðbragðsstoðir, en ekki leyft að grafa holur á við- bragðsstað. Sex fyrstu menn hljóta stig, sem hér segir: 1.‘6 stig, 2. 5 stig, 3 4 stig, 4. 3 stig, 5. 2 stig, og 6. 1 stig. Sami stigafjöldi gildir í boðhlaupum. Verði einstaklingar eða sveitir. jafnar skiptast stig að jöfnu milli þeirra, en aukakeppni fer fram um verðlaun. Fyrstu 6 menn hljóta verð- laun. Verðlaun' verða þá veitt sem hér segir: 1. Þvi héraðssambandi, sem flest stig hlýtur í samanlögð- um frjálsíþróttagreinum. 2. Stigahæstu konu í frjálsum íþróttum. 3. Stigahæsta karli í frjálsum íþróttum. 4. Fyrir bezta afrek konu í frjálsum íþróttum skv. stiga- töflu. 5. Fyrir bezt afrek karls í frjálsum íþróttum skv. stiga- töflu. Stökkhæðir í, hástökki og stangarslökki verða sem hér segir: 1. Hástökk kvenna: 120 cm, 125 cm, 130 cm, 135 cm 137 cm og svo hækkað um 2 cm úr því. 2. Hástökk kanla: 150 cm, 160 cm, 170 cm, 175 cm, 177 cm og svo hækkað um 2 cm úr því. 3. Stangarstökk: 2,80 m, 2,90, 3,00, 3,10, 3,20 og svo hækkað um 5 cm úr því. B. Sund. Sömu reglur gilda um sund- keppnina og frjálsar íþróttir. Hver þátttakandi hefur rétt til ' keppni í þremur sundgreinum og boðsundi. Fimm sérvefðlaun verða veitt í sundi sem í frjálsum íþróttum. Sundfólk skal vera númerað á æfinga- búningi (skjólbúningi) sínum. Keppt verður í 25 m langri Jaug, ca. + 22° C. C. Glíma. Sömu reglur • gilda um glímukeppnina og frjálsíþrótta- keppnina, hvað fjölda þátttak- enda og stigareikning viðvík- ur. Stigahæsti gh'mumaðurinn hlýtur sérverðlaun og einnig stigahæsta héraðssambandið. D. Hópíþróttir. 1. Þátttaka í hópíþróttum verði könnuð um áramót, form- legar þátttökutilkynningar sendar fyrir 1. maí. Keppni hefjist ekki fyrr en 15. júní. 2. Landinu verði skipt í 3 svæði, þegar þátttökutilkynn- ingar hafa borizt. 3. Þátttökulið hvers svæðis keppi innbyrðis. Æskilegt er í undankeppninni, að öll liðin á hverju svæði leiki saman. Verði þátttaka hinsvegar mikil, getur orðið nauðsynlegt að fram fari útsláttarkeppni. Á- kvörðun um þessi atriði yrði tekin, þegar þátttökutilkynn- ingar hafa borizt. 4. Tvö efstu lið hvers svæðis fari í úrslit. Þau sex lið, sem þá eru eftir keppi síðan saman tvö og tvö að undangengnu hlutkesti. Vinningsliðin mæti til úrslitakeppni á landsmótinu, en hin þrjú fái 5 stig hvert. 5. Á landsmótinu fari fram 3 leikir í hverri grein hópíþrótta. Stig verði reiknuð þannig, að fyrir fyrsta sæti verði gefiri 14 stig, annað sæti 11 stig og þriðja sæti 7 stig. 6. Nefndin leggur til, að nefnd sú, er hefur fjallað um hópíþróttir á landsmótum starfi áfram og sjái um endanlega svæðaskiptingu. Á sama hátt ráði nefndin leikstjóra í hverri grein hópíþrótta. Skulu þeir sjá um framkvæmd keppninnar til loka. Leikstjórar þessir skulu ráðnir í samráði við lands- mótsnefnd. E. Starfsíþróttir. 1. Lagt á borð og bióma- skreyting. 2. Þríþraut. 3. Jurtagreining. 4. Dráttavélaakstur. 5. Gróðursetning trjáplantna. 6. Búfjárdómar: a) Nautgripa- dómar, b) Hrossadómar. 7. Netahnýting. 8. Beitning úr stokki. Almennt um landsmótið. Mótið hefjist með myndarlegri skrúðgöngu íþróttamanna, fram- kvæmdastjóra mótsins og for- ustumanna héraðssambanda UMFÍ. Lögð verði áherzla á, að keppendur mæti í samstæð- um íþróttahópum og gangi undir merki sins sambands.'® Mótið sé með sem mestum menningarbrag og sem fjölþætt- Framhald á bls. 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.