Þjóðviljinn - 13.11.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1966, Blaðsíða 2
2 SlBA — ÞJÓBVmiNN — Sunoudagur 13. nówember 1966. Siélfstœðismál - Utanríkismál Saga • fslendinga er samfelld- ur lærdómur um gildi þess fyrir þjóðina að standa á eig- in fótum og varðveita sjálf- stæði sitt. Á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá stofnun lýð- veldis á íslandi, hefur það komið ótvírætt í ljós, að það kostar ekki síður baráttu að varðveita fengið sjálfstæði en að afla þess. Sjálfstæði landsins um ó- komin ár er framar öðru bund- ið því skilyrði, að íslendingar varðveiti þjóðemi sitt og þjóð- menningu. Ekki er aðeins höf- uðnauðsyn, að þjóðin ávaxti menningararf sirrn og varð- veiti íslenzka tungu. Enn brýnna er, að sjálfstæð, skap- andi þjóðmenning fái að blómgast í landinu við eðli- leg skilyrði, Áhrif erlendra menningarstrauma er nauð- synleg og sjálfsögð. En hitt er vísasti vegurinn til ógæfu, ef erlend áhrif fá að berast inn í íslenzkt þjóðlíf úr ehuii átt og með ofurþunga. Nú um árabil hafa stjómarvöld lands- ins heimilað erlendu stórveldi að reka sjónvarp í mesta þétt- býli landsins og smeygja þann- ig áhrifamesta áróðurstæki nú- tímans irm í íslenzka menn- ingarhelgi Saga sjónvarps- málsins er hörmulegt dæmi um þá þjóðvillu og ístöðuleysi gagnvart erlendu valdi, sem grafið hefur um sig meðal ís- lenzkra ráðamanna á undan- fömum árum, og jafnframt ævinleg áminning til þjóðar- innar að varðveita menningar- legt sjálfstæði sitt og tryggja að framvegis verði allar menn- ingarmiðstöðvar landsmanna undir íslenzkri stjóm. Önnur helzta forsenda hins ■ísienzka sjálfstæðis er sú, að þjóðin hafi full og óskoruð umráð yfir atvinnulífi lands- ins, auðlindum þess og efna- hagskerfi. Á næstu áratugum munu er- . lendir auðhringir reyna í vax- andi mæli að ná tökum á ís- lenzkum auðlindum og skapa sér aðstöðu í atvinnulífi lands- ins. Fáar þjóðir eiga jafnmik- ið í húfi og íslendjngar að standa fast gegn slíkri ásælni; áhættan er að sama skapi margfalt meiri sem þjóðin er margfalt fámennari en smæstu nágrannar hennar, efnahags- kerfi og atvinnulíf smávaxið og einhæft. Með byggingu alú- mínverksmiðju í Straumsvík hefur erlent auðfyrirtæki tryggt sér forystuhlutverk í íslenzkum iðnaði og öðlazt rétt til að hagnýta sér íslenzkar úr og slcartsripix* KORNEIIUS JONSSON skólavördustig 8 Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUB GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUB ★ SÆNGURVEB LÖK KODDAVEB Skólavörðustig 21 auðlindir með margfalt betri kjörum en innlend fyrirtæki njóta. Þessa öfugþróun í ís- lenzkum atvinnuvegum verð- ur tafarlaust að stöðva. At- vinnutæki og náttúruauðæfi á íslandi eiga íslendingar einir að eiga, og frá þessari megin- reglu ber ekki að víkja nema í sérstökum undantekningartil- fellum og þá aðeins þegar um litla fjármuni er að tefla. Alþýðubandalagið er and- vígt hvers konar aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Ef hagsmunir landsins krefj- ast þess, eiga íslendingar að gera viðskipta- og tollasamn- inga við aðrar þjóðir, svo fremi að í þeim felist engin skerðing á sjálfsforræði þjóð- arinnar, en að öðru leyti er það í mestu samræmi við efna- hagslegt öryggi þjóðarinnar að eiga góð viðskipti við sem flestar þjóðir. Það er eitt af meginverkefn- ura sjálfstæðrar þjóðar að á- sfcunda óháða utanríkisstefnu, marka ein og á lýðræðislegan hátt afetöðu sína til alþjóð- legra vandamála bverju sinni. Þessum rétti sjálfstæðirar þjóð- ar voru íslendingar sviptirmeð inngöngu í Atlanzhafsbanda- lagið 1949 og með endurnýjun hemámsins 1951. Siðan hafa íslenzk stjórnarvöld eftirlátið erlendum aðilum að taka á- kvarðanir um alla meginþætti utanríkismála, einnig þegar þær ákvarðanir brutu alger- lega í bága við hagsmúni ís- lendinga og siðgæðisvitund. A1 þýðubandalagið leggur á það megináherzlu, að íslend- ingar endurheimti óskoráð fuíl- veldi sitt á þessu sviði, óháðir öllum hernaðarbandalögum. . Alþýðabaftdalagið ? fagíiár þeim umræðum, sem orðið hafa að undanförnu um upp- lausn hernaðarbandalaga og afnám erlendra herstöðva í Evrópu. Það er þegar Ijóst, að Atlanzhafsbandalagið verð- ur ekki framlengt í óbreyttri mynd 1969, eftir að Frakkar hafa dregið herstyrk sinn úr samtökunum og ákveðið að fjarlægja erlendar herstöðvar af franskri grund; ríki Var- sjárbandalagsins hafa einnig hafið umræður um að tak- marka stórlega verksvið þeirra hemaðarsamtáka, og jafnframt hafa eðlileg og vinsamleg sam- skipti Bvröpuríkja í austri og vestri aukizt til muna. íslend- ingum ber að leggja fram sinn skerf tii þess að draga úr við- sjám í Evrópu og efla eðlileg og friðsamleg samskipti, m.a. með fordæmi sínu. Alþýðubandalagið vekur at- hygli á þeirri stórfelldu hættu, að Bandaríkin kunni að herða tök sín á íslandi, þegar tök þeirra minnka annars staðar í Vestur-Evrópu. Þegar 1945 til- kynntu Bandaríkin í verkimeð kröfu sinni um þrjár herstöðv- ar til 99 ára, að þau ætluðu sér að halda íslandi til fram- búðar, og síðan hefur sú stefna verið framkvæmd í á- föngum, m.a. með því að auka herstöðvar hér, þótt þeim sé fækkað í nágrannalöndimum. Herstöðvasamningar íslenzkra stjórnarvalda eru gerðir við Bandaríkin og gætu þvi hald- izt jafnvel þótt Atlanzhafs- bandalagið sundraðist gersam- lega. Afnám allra herstöðva á íslandi er forsenda þess, að unnt verði að taka upp óháða utanríkisstefnu, auk þess sem þráseta erlendra herja í land- inu slævir heilbrigða þjóðem- isvitund fólks og suðlar að varanlegri íhlutim hins erienda stórveldis á fleiri sviðum, Alþýðubandalagið leggur á- '»rzlu á, að íslendingar taki sm virkastan þátt í störfum Sameinuðu þjóðanna, og að stefna landsins í alþjóðasam- tökum verði ákveðin á lýð- ræðislegan hátt af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Nauð- synlegt er, að íslendingar vinni að því, að Sameinuðu þjóðirn- ar gegni því hlutverki friðar og sátta, sem þeim var ætlað í upphafi, en það er borin von meðan stærsta þjóð heims er svipt rétti sínum innan sam- takanna. Því aðeins mun tak- ast að setja niður deilur og framkvæma afvopnun — þar á meðal með algeru banni við öllum kjarnavopnum —, að Sameinuðu þjóðirnar verði • raunverulegur fulltrúi þjóða heims. Á þrengri vettvangi er mjög mikilvægt fyrir íslendinga að taka þátt í norrænni samvinnu og efla hana á sem flestum sviðum. Því aðeins fá Norður- landaþjóðirnar haldið sérkenn- um sínum og menningarlegum verðmætum norrænum, aðþær efli hver aðra og hafi eðlilega samvinnu í alþjóðlegum sam- skiptum. Alvarlegasta vandamálið í alþjóðamálum um þessar mundir er sívaxandi bil milli snauðra þjóða og ríkra, að meirihluti mannkyns býr enn við skort, fáfræði og öryggis- leysi. í þeim samanburði eru íslendingar í hópi ríkra þjóða, og ber skylda til að leggja fram sinn skerf til þess að jafna lífskjörin í heiminum.og aðstoða fátækar þjóðir við að ná stjórnarfarslegu og efeia- hagslegu fullveldi. Alþýðu- bandalagið telur, að íslenzk- um stjórnarvöjdum beri að hafa forystu fyrir aðstoð lands- manna við vanþróuð ríki með svo rausnarlegu árlegu fram- lagi að til fyrirmyndar verði öðrum og stærri þjóðum. Vax- andi misræmi í þessu efni get- ur leitt yfir mannkynið stór- feildasta háska, eins og marka má af atburðunum í Vietnam, þar sem auðugasta ríki heims beitir hernaðarmætti sínum í villimannlegri árásarstyrjöíd, til þess að brjóta á bak aftur fátæka þjóð, sem stefnir að þjóðlegu sjálfstæði og efna- hagslegum framförum. Verði áframhald á þeirri stefnu, að auðug ríki beiti hervaldi til þess að halda fátækum þjóð- um í skefjum og arðræna þær jafnframt í viðskiptum, ein^ og raunin hefur orðið í vax- andi mæli, munu hemaðará- tök halda áfram að magnast, svo að af getur hlotizt alvar- legasta styrjöld í sögu mann- kynsins. (gntineníal Úfvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á iarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 BAIAR Hinn árlegi bazar Kvenfélags sósíalista verður haldinn í dag, 13. nóv., n.k. í Tjarnargötu 20 og hefst kl. 3 c.h. Allskonar munir verða þar á boðstólum að venju svo sem fatnaður, plastáhöfd, leikföng og jafnvel kökur. Nefndin. NÝR 1967. TÁUNUS 12M OG 15M. Stærri vél - 63—75. hestöfl. Samskonar stýrisgangur og fjöðrun og í 17M, Framhjóladrif. — Mikið farongursrými. Loftræsting með lokaðar rúður. Breiðari og rúmbetri en dður. NYR TAUNUS1 NY CORTINA 1967 Mynda- og verðlistar fyrirliggjandi. NÝ CORTINA 1967. Nýjar línur. Breiðari og rúmbetri. Ný gerð af vél. 5 höfuðlegur. '57.5 hestöfl. Stýrisskipting, gólfskipting eða sjálfskipting — yðar er valið. Reynsla þessara ' ótvíræð hér c SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐtÐ LAUGAVEG105 SÍMI 22466

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.