Þjóðviljinn - 19.11.1966, Blaðsíða 1
TA
Laugardagur 19. nóvember 1966 — 31. árgangur — 265. tölublað.
90 stig gegn 63
KR-ingar stóðu sig betur
í keppninni við Evrópu-
meistarana í körfuknattleik
í Laugardalshöilinni í gær-
kvöld en búizt hafði verið
við. — Segir Frímann nán-
ar frá leiknum á 10. síðu.
Um 370 fulltrúar 34.400 alþýðu-
manna sitia Alþýðusambandsþing
Fundurinn í Háskólabíói hefst
■ Þing Alþýðusambands íslands verður sett í dag kl. 2 með hátíðafundi í
Háskólabíói. Þar koma saman um 370 fulltrúar %4.400 íslenzkra alþýðu-; sinfóníuhijómsveit ísiands íeika
manna sem nú skipa sér í raðir Alþýðusambandsins.
undir stjórn
grímssonar.
Þorvaldar Stein-
Maður stórslasasí
við vinnu í Laxá
Vinnuslys varð við flutninga-
skipið Laxá á fimmta tímanum
í gær er unnið var við uppskip-
un. Var verið að hífa upp eitt
heisið en það snerist og lenti
á einum verkamanninum og
klemmdist hann milli þéss og
veggjar. Maðurinn sem heitir
Einar Guðbjartsson til heimilis í
Efstasundi 6, var fluttur á
sjúkrahús, talinn mjaðmargrind-
arbrotinn.
Kona fyrir bíl
Rétt fyrir hádegið í gær varð
sextug kona fyrir bifreið á móts
við hús nr. 27 á Barónstíg, féll
i götuna og skarst illa á andliti.
Hafði ökumaður bifreiðarinnar
stanzað fyrir bíl sem var að
koma af Grettisgötu og ekki séð
konuna þegar hann fór af stað
aftur.
Önnur kona varð fyrir bif-
reið á Suðurlandsbraut á móts
við Hálogaland i^m tíuleytið í
gærmorgun. Meiddist hún á fót-
um og var flutt á Slysavarðstof-
una.
Þá flytur forseti AlþýSusam-
bands fslands, Hannibal Valdi-
marsson ávarp og minningarorð
um látna félaga.
Hátíðafáni Alþýðusambandsins,
gjöf frá stofnfélögum sambands-
ins, verður vígður og gjöfin
þökkuð.
Félagsmáiaráðherra, Eggert G.
Þorsteinsson, flytur ávarp og
einnig flytja þá ávörp crlendir
gestir, en þeir eru fjórir: Thom-
as Nielsen frá verkalýðshreyf-
ingunni í Danmörku, Thorleif
Andrcasen frá Noregi, Bengt
Noriing frá Svíþjóð og Johan
Hcnrik Joensen frá Færeyjum.
Að ávörpum þessum loknum
flytur forseti sambandsins Hanni-
bal Valdimarsson þingsetningar-
ræðu. Hátíðafundinum lýkur
tneð því að þjóðsöngurinn verð-
ur leikinn.
Þingstörf munu svo hefjast á
morgun, sunnudag, kl. 2 og
verður þingið haldið í Lídó.
Umræðufundur
Stúdentafé-
lagsins í dag
★ Stúdentafélag Háskóla
íslands efnir til almenns
umræðufundar í dag og
hefst hann kl. 14 í Tjarn-
arbúð.
★ Stefán Jónsson dagskrár-
stjóri hjá Ríkisútvarpinu
segir þar frá ferð sinni
til Kina og svarar fyrir-
spurnum varðandi fund-
arefnið.
★ Öllum er heimill ókeyp-
is aðgangur að fundinum.
Hamrafellið kom-
ið til Hvalfj.
Þjóðviljinn fékk þær upplýs-
ingar4hjá Skipadeíld SÍS í gær,
að Hamrafell væri væntanlegt
til Hvalfjarðar þá um kvöldið.
Þar átti það að bíða eftir nauð-
synlegum varahlutum frá Þýzka-
landi, en koma síðan til Reykja-
víkur, þar sem farmur þess
verður losaður.
Að svo búriú verður skipinu
siglt til Þýzkalands þar sem það
verður afhent nýjum eigendum.
Þrír af erlendu gestunum, sem sitja þing ASI, Thorleif Andreasen frá Noregi, Thomas Nie'-
scn frá Danmörku og Johan Hcndrik Joensen frá ^æreyjum. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason).
ÍHALDIÐ SLÆR SKJALDBORG UM
HÚSALEIGUOKRIÐ í B0RGINNI!
Vísar frá tillögu í borgarstjórn um hámarkshúsaleigu íbúðarhúsnæðis
■ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtu-
dagskvöld vísuðu íhaldsfulltrúarnir frá tiltögu
borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins um áskorun
á Alþingi að setja ný lög um hámark húsaleigu
íbúðarhúsnæðis. Sló íhaldið því enn skjaldborg
sinni um húsaleiguokrið í borginni.
Tillöguna flutti Jón Baldvin
Hannibalsson og var hún svo-
hljóðandi:
„Borgarstjómin telur óhjá-
kvæmilegt að sett verði að nýju
lög um hámark húsaleigu íbúð-
arhúsnæðis og Ieggur jafnframt
áherzlu á nauðsyn þess, að þau
Útför Steingríms
Stéinþórssonar
Útför Steingríms Steinþórsson-
ar, fyrrverandi forsætisráðherra.
fer fram á vegum ríkisins næst-
komandi þriðjudag, 22. nóvem-
ber kl. 10,30 frá Dómkirkjunni
í Reykjavík Útvarpað verður frá
athöfninni.
(Frá forsætisráðuneytinu).
innifeli ákvæði, er tryggi fram-
kvæmd þeirra.
Borgarstjórnin beinir því þeirri
eindregnu áskorun tii þingmanna
Reykjavíkur, að þeir beiti sér
fyrir slíkri iagasetningu á yfir-
standandi Alþingi.“
Þá flutti Jón viðbótartillögu
þess efnis, að borgarstjóra væri
falið að láta fara fram ítarlega
könnun á leiguhúsnæði í borg-
inni.
Ekki borgaryfirvöldum óvið-
komandi.
í Iangri og skilmerkilegri
framsöguræðu lagði flutnings-
maður áherzlu á að borgaryf-
irvöldin gætu ekki látið þessi
mál afskiptalaus; nauðsynin á
einhverjum úrræðum væri brýn
og óhjákvæmileg og ein leið-
in í þeim efnum væri setning
laga um hámark húsaleigu.
Jón Baldvin spurði: Hvaða
fólk en það fyrst og fremst sem
þarf' á leiguhúsnæði að halda?
Og hann svaraði: Það er ungt
fólk, ‘sem er að hefja búskap,
það er fólk með mörg börn á
framfæri sínu, það er lágtekju-
fólk í, Iaunþegasamtökunum, það
cru sjúklingar og öryrkjar, það
eru einstæðar mæður með börn
á framfæri o.s.frv. . -
Það er vitað. að leiguhúsnæði
er að öllum jafnaði lakara en
eigið húsnæði, og húsnæðið sem
er dýrast er lélegt leiguhúsnæði,'>
sagði . Jón.
Lélegt húsnæði og gamalt
Vitað er, sagði Jón, að mikill
hluti leiguhúsnæðisins er lélegt
og gamalt húsnæði og verulegur
hluti leiguhúsnæðis borgarinnar
beinlínis heilsuspillandi.
Hann gat þess að gerð hefði
verið Itönnun í þessu efni á veg-
um eins vcrkalýðsfélagafina ' i
borginni. Samkvæmt henni
væri 40—50% aí Ieiguhúsnæð-
inu yfir 20 ára gainalt, 70—80
prósent ýfir 10 ára gamalt, og
rúmur helmingur kjallaraíbúðir
og allverulegur hluti hanabjálka-
íbúðir. Hinsvegar virtist ekkert
benda til þess að húsaleigan væri
nokkuð lægri I gömul húsnæði
en nýju.
1 þessu sambandi benti ræðu-
maður á að húsaleigan hefði
fylgt nokkumveginn eftir vísi-
tölu byggingarkostnaðar á und-
anförnum árum, enda þótt meg-
Framhald á 7. síðu.
Olympíuskákmótið:
Ná íslendingar 10.
sæti í A-flokkí?
■ í 12. umferð á Olympíuskákmótinu í Havana á Kúbu
sigruðu fslendingar Norðmenn með 2% vinningi gegn 1%.
Friðrik vann Jóhannessen, Guðmundur Pálmason gerði jafn-
tefli við Ragnar Hoen, Freysteinn vann Lang en Gunnar
tapaði sinni skák. Nú er aðeins eftir ein umferð sem tefld
verður í kvöld og fer það eftir úrslitum hennar hvort
íslendingum tekst að ná 10. sæti í A-flokki en baráttan um
það sæti stendur við frændur vora Dani. Væri það að
sjálfsögðu mikil kurteisi af okkar hálfu að eftirláta þeim
það að launum fyrir handritin!
Önnur úrslit í 12. umferð urðu
sem hér segir:
Sovétríkin 3 — Argentína 1.
Bandaríkin 2 — Rúmenía 2
Búlgaría 2% — Danmörk 1%
Ungverjal. 2% — A-Þýzkal. 1%
Júgóslavía 3Ú2 — Spánn %
Tékkóslóvakía 3 — Kúba 1
1 13. og síðustu umferð sem
tefld verður í kvöld eigast þessi
lönd við í A-flokki:
Bandaríkin — Kúba. Tékkó-
slóvakía — Danmörk. Búlgaría
— Sovétríkin. Argentína — Spámi.
Júgóslavía — Island. Noregur —
A-Þýzkaland. Ungverjaland —
Rúmenía,
AJEDREZ
LA HÁBANACUBA Ocl-Kovl966
Nýjar kenningar um íslenzk örnefni
Þórhallur Vilmundarson
prófessor flytur annan fyrir-
lestur sinn í hátíðasal Há-
skólans sunnudaginn 20. nóv.
kl. 2.30 e.h. Fyrirlesturinn
nefnist „Eru á ferii úlfur og
refur.“
Öllum er heimiil aðgangur.
Fyrsta fyrirlestur sinn í
þessum flokki, „Kennd er við
Hálfdan hurðin rauð“, flutti
Þórhallur á sunnudaginn var
fyrir fullum hátíðasal. Efni
fyrirlestra hans er íslenzk ör-
néfni, og gerir hann þar
grein fyrir nýrri leiðsögu-
kenningu úm það efni. Telur
hann að mörg þau persónuör-
nefni sem tékin hafa verið
góð og gild til þessa séu ekki
upprunaleg, heldur hafi land-
námsmenn notað náttúruör-
nefni er þeir vöMu bæjum
og stöðum heiti, en þau hafi
síðan breytzt í persónuör-
nefni. Þessar nýstárlegu og
skemmtilegu kenningar Þór-
halls draga að sjálfsögðu dilk
á eftir sér og kippa stoðum
undan sannfræðigildi margra |i
sagna sem naumast hafa ver- ^
ið vefengdar til þessa. k
!
J