Þjóðviljinn - 24.11.1966, Page 3

Þjóðviljinn - 24.11.1966, Page 3
I Krag bauð myndun vinstri stjórnar flokks síns, SF, Róttækra og LC SF tók vel í boðið, hinir höfnuðu — Kjósendur vilja stjórn undir forystu sósíaldemókrata, en með aðild annarra flokka, segir Krag Pimmtudagur 24 ndvember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Évtúsénko hjá Kennedy KAUPMANNAHÖFN 23/11 —• Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Dánmerkur, fór þess á leit í dag við leiðtoga Sósíal- istíska alþýðuflokksins (SF), Róttækra og Frjálslynda mið- flokksins (LC) að þeir tækju þátt í viðræðum í því skyni að kanna líkur á myndun samsteypustjómar þeirra undir forystu sósíaldemókrata. Krag sagði að úrslit kosninganna 'í gær hefðu sýnt að kjósendur vildu að sósíaldemókratar færu áfram með stjómarforystu, en hefðu samstarf við þessa þrjá flokka sem allir unnu á í kosningunum. Þessi tilraun Krags til að mynda vinstri samsteypustjóm á breiðum grundvelli kom mjög á óvart. Búizt hafði verið við að hann myndi ætla sér að minnihlutastjórn sósíaldemó- krata sæti áfram, en hefði stuðning SF í innanlandsmálum og borgaraflokkanna í utanrík- ismálum. Hann hafði þegar fyr- ir kosningar lýst því yfir að 6Ósialdemókratar myndu þiggja stuðning SF við minnihluta- stjórn þeirra og ítrekaði þetta í nótt, þegar úrslit kosninganna voru kunn- Sósíaldemókratar og SF hafa nú nauman meirihluta á þingi, 89 þingmenn af 175 sem kjömir em í Danmörku- Krag gekk á fund konungs í morgun og þegar hann ræddi síðar við blaðamenn sagði hann að þótt kjósendur, vildu'að sósí- aldemókratar fæm áfram með stjómarforystu, vildu þeir að aðrir flokkar hefðu áhrif á þá stjóm.. Hann hefði því talið eðlilegt að snúa sér til þeirra flokka sem unnið hefðu á í kosningunum, fyrst og fremst SF. en einnig til Róttækra og LG sem báðir em vinstra meg- tff r í Safísbury SALISBURY 23/11 — Fjórir Afríkumenn voru dæmdir til dauða í Salisbury í Ródesíu í dag fyrir að hafa komið til landsins í því skyni að fremja þar skemmdar- og hryðjuverk. Nöfn þeirra ^hafa ekki verið lát- . in uppi og réttarhöldin hafa far- ið fram fyrir luktum, dyrum. Sagt er að þeir hafi haft í fór- um sínum vopn og skotfæri, bæði brezk, bandarísk, sovézk og kín- versk að' uppruna. in í fylkingu borgaraflokkanna, í því skyni að kanna hvaða líkur væm á myndun samsteypustjóm- ar- Leiðtogar Róttækra og LC höfnuðu hins vegar tilmælum Krags; sögðust ekki geta verið með í stjóm sem SF ætti að- ild að. Leiðtogi Róttækra, Karl Skytte, gaf þó í skyri að flokkur hans kynni að vera fús til samstarfs ef Vinstri flokknum yrði einnig boðin þátttaika í því. Krag tók hann á orðinu og mun ræða við Poul Hartling, leiðtoga Vinstri flokksins í fyrramálið. Aksel Larsen, formaður SF, tók hins vegar vel í boð Krags- Hann kvað flokk sinn reiðubú- inn til stjómarsamstarfs með borgaraflokkunum tveimur, ef samkomulag yrði um stjómar- stefnuna- Hann gaf i skyn að ágreiningur um afstöðuna til At- lanzbandalagsins þyrfti ekki að vera því til fyrirstöðu, benti á' að ekki yrði hægt að endurskoða afstöðu Danmerkur til banda- lagsins fyrr en árið 1969. Það hlytí að vera augljóst að þegar bar að kæmi yrðu kjósendur að fá tækifæri tll áð látai í ljós álit sitt á því máli i þingkosn- ingum- Minnt er á það að ýms- ir forystumenn sósíaldemókrata. m-a. Hækkerup utanrikisráð- herra. Iét sömu skoðun í Ijós i kosningabaráttunni. Fundahöid Þegar í dag hófust viðræðúr um tilboð Krags bæði milli flokka og innan þeirra og þeim viðrasðum verður haldið áfram á morgun. Þannig hafa mið- stjóm og landsstjóm sósíaldemó- krata verið kvaddar saman á morgun- Krag hefur gefið í skyn að til greina geti komið að taka upp viðrasður við íhaldsflokk- inn- En þrátt fyrir allar þær við- ra.*ður og fundahöld em flestir þiirrar skoðunar að varla komi nema ein lausn til greina, sú að minnihlutastjóm sósíaldemó- kraft sitji áfram með stuðningi SF. Talið er næsta ólíklegt, að Kr&g muni mynda stjóm með borgaraflokkunum án aðildair SF- Það myndi enn grafa undan fylgi sósíaldemókrata og styrkja aðstöðu SF- Samsteypustjóm ein® og sú sem Krag bauðst í d&g til að mynda þykir ósenni- leg vegna andstöðu borgara- flokkanna við að hafa samstarf við SF. En hver sem • niðurstaðan verður, hefur aðstaða SF ger- breytzt. Flokkurinn er nú orð- inn svo öflugur — hann er t.d- orðin annar stærsti flokkurinn í Kaupmannahöfn — að sósíal- demókratar geta ekki lengur virt hann að vettugi, eins og þeir haifa þrjóskazt við að gera fram til þassa- Saman geta flokkarnir knúið fram fjölmörg mál sem ‘ þeir hafa 1 báðir á stefnuskrám sínum, 'en sósíal- demókratar hafa látið sitja á hakanum á þeirri forsendu að þeir hefðu ekki þingstyrk til að bera þau fram til sigurs. Þannig er nú talið víst að stefnan í húsnæðismálunum muni gerbreytast- Á síðasta þingi gerðu sósíaldemókratar samkomulag við borgaraflókk- ana um málamiðluri sem hefur komið mjög hart niður á dönsk- ATVINNA Laghentir menn geta fengið fasta atvinnu hjá okkur. — Mötuneyti á staðnum. JÁRNSTEYPAN H.F. Ánanaustum. — Sími' 24406 um almenningi og er talið hafa valdið miklu um fylgistap þeirra til SÞ- Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar (staðgreiðsla skatta, aínám reglunnar sem leyfir frádrátt greiddra skatta) sem SF studdi mun nú ná fram j að ganga, en Aksel Larsen boð- aði strax í dag að flokkur hans myndi leggja til að persónufrá- dráttur yrði * tvöfaldaður frá; því sem nú er. Róttæk umbótastefna TJrslitin í dönsku kosningun- um hafa að sjálfsögðu vakið mikla athygli á Norðurlöndum, ekki sízt vegna þess að þau urðu 1 nokkuð á aðra leið en úr- slitin í þingkosningunum i Nor- egi og bæjarstjórnakosnin.gunum í Svíþjóð fyrr á árin.u. Sóstal- demókratar töpuðu að vísu fylgi í Danmörku eins og þar, en það fylgi fór ekki til bopgaraflokk- anna. > Eftirtektarverð eru þau um- rræli ..Aftonbladets" f Stokk- hólmi, sem sænska alþýðusam- bandið gefur út, að niðurstaða kosninganna sýn.i að meirihluti kjósenda vilji róttæka umbóta- stefnu sem taki tillit til kröfu alls þorra manna um réttlátairi skinan félags- og efnahagsmála- Það skipti höfuðmáli að kjós- endur hafi hafnað svo ekki verði um villzt forystu borgaraiflokk- anna. Rauðu varðliðarnir deila á Líú Sjaosji Saka hann og aðalritara flokksins um að hafa árum saman verið í andstöðu við Mao Tsetung PEKING 23/11 — Rauðir varðliðar birtu í dag í veggblaði sem fest var upp við fjölfarna götu í Peking langa og harðorða grein þar sem ráðizt var á Líú Sjaosji forseta og Teng Hasiao-Peng, aðalritara kommúnistaflokksins, og þess krafizt að þeir segðu af sér. ið svo langt að einn- hópurinn hafi hvatt til vopnaðrar árásar WASHINGTON 23/11 — Sovézka Ijóðskáldið Évgení Évtúsénko sem nú er í Bandaríkjunum á upplestrarferð lagði í gær sveig af rauðum rósum á leiði Kennedys forseta í Arlington-kirkjugarði Washington, en liðin voru rétt þrjú ár síðan Kennedy vaf myrtur- — Myndin er af þeim Évtúsénko og Robert Kennedy, bróður hins látna forseta, og tekin þegar þeir hittust á heimili Kennedys í N.Y. Þjarmað á kosningafundi að forsætisráðherraÁstralíu KYENSKÓR MEÐ BREIÐUM HÆL NÝKOMNIR / ♦ /-Þ * V- * * þ y v *> * Þ * P á** v- £ +■ * * Þetta er ekki í fyrsta sinn sem , rauðu varðliðarnir ráðast á Líú Sjaosji, en árásin í dag er þó harðari en þær sem áður hefur frétzt af. Var sagt í greininni að þeir Liú og Teng hefðu fylgt stefnu sem fjandsamleg væri flokknum og hefðu þeir árum saman unnið gegn Mao Tsetung. Þúsundir manna stóðu í bið- röðum til að fá að lesa greinina sem gefin var út af déild varðlið- anna í Pekingháskóla. í öðrum veggblöðum sem fest höfðu ver- ið upp í Peking var einnig ráð- izt á Teng og konu hans, Vang Kvangvei, sem á sæti á kín- verska þjóðþinginu, þau sökuð um borgaralegt háttalag og slæma stjórnmálastefnu. Talið er í Peking að þessar á- deilugreinar hafi varla getað ver- ið skrifaðar nema með aðstoð einhverra sem nákunnugir eru í æðstu stjórn landsins. Vitnað er í ræður sem Líú og Teng héldu á flokksþingum 1945 og 1956 og leitazt við að sýna fram á að þá þegar hafi þeir verið á önd- verðum meið við Mao. Teng er sérstaklega ákærður fyrir að hafa lagt blessun síha yfir þær samþykktir sem endurskoðunar- sinnar hafi gert á sovézka flokks- þinginu 1956. Fréttaritari brezka útvarpsins í Hongkong segir að svo yirðist sem kominn sé upp sundrung meðal varðliðanna í Peking og virðist þeir skiptast í tvær ef ekki þrjár andstæðar fylkingar, sem hver hafi sína yfirstjórn og aðalstöðvar. Hafi þetta geng- á aðalstöðvar annars. SYDNEY 23/11 — Allt komst í uppnám á kosningafundi sem haldinn var i Sydney í Ástralíu í dag, en Harold Holt forsætis- ráðherra hélt þar ræðu. Hann hafði varla hafið mál sitt þegar slíkur hávaði varð í salnum að jafnvel þeir sem sátu a fremsta bekk í salnum gátu varla greint orðaskil. Æstir fundarmenn ruddust upp að ræðupúltinu, en Holt forðaði sér. Þegar hann ætlaði úr fund- arsalnum í fylgd með lögreglu- mönnum, þyrptust menn a* hon- um, veittu honum pús+- ’ 'k og fyrir og hrópuðu p ókvæðisorð: Morðingi. n ..gi. Þeir létu líka höggin og spörkin dynja á bíl hans sem var illa leikinn. Tilefni uppistandsins var hinn afdráttarlausi. stuðningur Ástral- íustjómar við stríð Bandaríkj- anna í Vietnam og þó einkum mál sem komið hefur mönnum í uppnám síðustu daga. 21 árs gamall maður, William White, sem hefur neitað að gegna her- þjónustu af samvizkuástæðum var í gær sóttur af lögreglunni og settur í herfangelsi. „Látið Bil.1 Henry Holt. , White lausan, látið Bill White lausan", hrópuðu fundarmenn þegar Holt ætlaði að halda ræðu sína. Ályktun ASÍ um kiaramál Líú Sjaosji. Fréttaritari japanska blaðsins „Mainichi Shimbun" í Peking skýrir frá því að í síðustu viku hafi orðið hörð viðureign í borg- inni milli varðiliða og verkam. í vélaverksmiðju einni'. Verkamenn hafi lpkað hliðum verksmiðjupn- ar fyrir varðliðum sem ætluðu að boða kenningar Maos og hafi þá orðið sviptingar sem stóðu alla nóttina og lauk ekki fyrr en hátt- settur stjórnarmaður stillti til friðar. Voru þá 60 menn sárir. Fréttaskýrandi brezka útvarps- ins, Richard Harris, taldi í dag að fréttir af átökum varðliða og verkamanna og meðal varðliða innbyrðis endurspegluðu ósam- komulag og átök innan æðstu forystu kínverskra kommúnista. Framhald af 1. síðu. geti starfað með eðlilegum hætti, þrátt fyrir tímabundnar óhag- stæðár verðsveiflur á mörkuðum. 2. Að fjárfestingarfjárm agn i verði í stórauknum mæli beint að markvissri og skipulegri hag- •ræðingu í rekstri fyrirtækja höf- uðatvinnuveganna, svo að tryggð verði sem hagkvæmust nýting vinnuafls og vélvæðingar. 3. Að tekið verði upp raunhæf- ara verðlagseftirlit og spornað við áframhaldandi ofvexti í verzl- uninni og annarri milliliðastarf- semi. 4. Að sparnaðar verði gætt í ríkisrekstrinum o.g skattastefna sveigð frá verðhækkunarsköttum og nefsköttum. Skattacftirlit verði aukið ig liert, og staðgreiðslukerfi skatta komið á hið bráðasta. Þingið tel- ur að skattbyrðin hvili óeðli- Iega þungt á launþegum, en fyr- irtæki og hverskonar milliliða- starfsemi beri óeðlilega lítinn hluta skattabyrðinnar. 5. Að húsnæðislánakerfið verði endurskoðað frá grunni með lengingu lána í 30—42 ár að markmiði, afnámi vísitölubind- .ingar og lágum vöxtum. Þingið telur að samningarnir frá 1965 um 1250 íbúðir, þar sem allt að 80% verðs fullgerðrar íbúðar er Iánað til lengri tíma, sé mikil- vægt skref í rétta átt, og að kerfl þetta þurfi að auka, og ná til landsins alls. 6. Að ríkið hafi forustu fyrir skipulegri uppbyggingu og end- urskipulagningu atrinnulífsins um Iand allt og tryggi atvinnn- legt byggðarjafnvægi. 1. Þingið felur væntanlegri sambandsstjóm að athuga og vinna að því að tekin sé í notk- un hið fyrsta nýr visitölugrund- völlur er mæli réttar raunveru- Iegar sveiflur á verðlagi, og geri stjómarvöldum óhægra um vik, að greiða niður einstaka verð- lagsliði, sem virkuðu til skekk- mgar á innbyrðishlutfalli milli framfærslukostnaðar og kaup- fjalds. Með framangreindum hætti tel- ur þingið, að fullkomlega sé unnt að skapa traustan grundvöll fyr- ir þeim kjarabótum til handa vinnustéttunum, sem nú eru jafn bfýnar og áður og sem verka- lýðshreyfingunni ber að fylkja sér um og beita öllu afli sínu og áhrifavaldi til að ná fram. þ.e.a.s. styttingu vinnutimans án skerð- ingar tekna og aukningu kaup- máttar vinnulauna. með það að markmiði að 'núverandi tekjur náist með dagvinnu einni.“ Loftárás á Haiphong SAIGON 23/H — Bandariskar flugvélar réðust i dag á eld- flaugageymslu aðeins fimm km frá miðbiki hafnarborgarinnar Haiphong 1 Norður-Vietnam. Bandaríkjamenn segja að ein flugvélanna hafi verið skotin nið- ur og hafi það verið sú 427. sem þeir missa yfir Norður-Vietnam. Einnig var ráðizt á olíustöð fyrir norðan Hanoi og á brýr og járn- brautir fyrir utan Dien Bien Phu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.