Þjóðviljinn - 29.11.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1966, Blaðsíða 1
 Þriojudagur 29. nóvember 1966 -— 31. árgangur — 273. tölublað. Fylkingín • Fullveldisfagnaður Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykja- vík vérður í Glaumbæ þann 30. nóvember. Hefst hann kl. 9 og verður dansað til' kl. 2. Tvær hljómsveitir leika. Til skemmtunar verður upplest- ur, söngur o. fl. • Erlingur Gislason les upp Pétur Pálsson syngur og leik- ur á gítar og Þorsteinn frá Hamri flytur frumsamið efni. Magnús Jónsson stjórnar fagnaðinum. ® Miðar verða seldir í Tjamargötu 20 í dag og á morgttn, sími 17513. Tryggið ykkur miða í tíma. Hiaupí Skaftá Sl. laugardagsmorgun hófst hlaup í Skaftá og hagar það sér líkt og fyrri hlaup í ánni, þ.e. 1955 og 1964. Mikill vöxtur hljóp í ána á laugardaginn og lagði af henni megna brennisteinsfýlu. í hlaup- inu tók af nokkurn hluta nýju brúarinnar yfir Eld- vötn hjá Ásum og einnig rofnaði mikið skarð í veg- inn austan við brúna svo að vegasambandið við Síð- una rofnaði. í gær fór hlaupið að réna en búast má við að vöxturinn í ánni standi nokkra daga enn samkvæmt fyrri reynslu. Þjóðviljinn átti í gær- kvöld tal við Sigurð Þór- arinsson jarðfræðing en hann flaug austur yfir Vatnajökul í gær. Sagði hann að sigdæld hefði myndazt um 7 km vest- norðvestur af Grímsvötn- um og er það á sama stað og sig hafa myndazt í fyrri Skaftárhlaupum. Sagði Sigurður að jökull- inn væri þarna 500—600 metra þykkur og væri annað hvort um að ræða eldgos undir jöklinum eða að þarna safnaðist fyrir vatn er hlypi fram öðru hverju. Gífurlegtofviðri norðanlands og fyrir austan flðfaranóít laugardagsins strönduðu tveir bátar í Fossvogi í vestanroki. Annar báturinn var nýsmíðaftur og eigandi hans Hafsteinn Jóhannsson kafari. Hér á myndinni sést- báturinn strandaði í fjörunni fyrir neðan Nesti í Fossvogi, en Hafsteinn er kominn á vettvang á göniln Eldingunni og er að hefja björgunaraðgerðirnar. ■ Gífurlegt illviðri með fannkomu gekk yfir Norð- ur- og Austurlandið í fyrradag. Mestum spjöllum olli veðrið á Seyðisfirði og má teljast mildi að ekki urðu slys á fólki. í gærmorgun var enn stórhríð á » þessu svæði og ekki hægt að segja til um ástand vega, en trúlega er það ekki gott. Rafmagnstrufl- anir urðu víða um Austur- og Norðurland í veðri þessu. Sýndarráðstafanir til að fleyta ríkisstjórninni fram að kösningum! Farið fram á verðstöðvunarheimild, hótunum beitt við verklýðssamtökin Flutt var á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp „um heimild til verðstöðvunar“ fram yfir alþingiskosn- ingar á næsta sumri, og virðist þannig ætlun stjómarflokkanna að endurtaka sýndarráðstafan- ir og^ blekkingaaðferðina frá 1959. „Stöðvunina“ virðist eiga að framkvæma þannig að núverandi okurverðlag á vörum og þjónustu fái þar með einskonar löggildingu. Jafnframt er í greinargerð frumvarpsins hótað að framkvæma enga stöðvun verðlagsins ef kauphækkanir verði sem „geri verð- stöðvun óframkvæmanlega, að dómi ráðherranna.v frun idn.u lýst svo í greínargerft að lagt j sé til „að ríkisstjórnin fái, á ; yerðstöðvunartímabili til 31. október 1967, heimild til að ákveða að verðhækknn á ðll- um vörum og seldri þjónustu í hvaða formi sem hún er, mcgi ekki eiga sér stað, nemameð samþykki hlutaðeigandi yfir- valda, og að þau megi ekki Ieyfa aðra verðhækkun en þá sem þau tclja óhjákvæmilega, t.d. vegna verðhækkana er- lendis frá". Þau yfirvöldsem þannig mega leyfa verðhækk- anir eru verðlagsnefndin nú- verandi, sex manna nefndin og einstök ráðuneyti í vissum tilfellum. '★ p ’I athugasemdum ríkisstjóm- arinnar við frumvarpið er því Iýst yfir að „beiting þeirra heimilda sem ríkisstjórninni á að veita samkvæmt frum- varpinu, byggist á þeirri for- sendu, að eigi verði kauphækk- anir, er geri verðstöðvun 6- framkvæmanlega.“ Allt á ferð og flugi Á Seyðisfirði var aftakáveð- ur á sunnudaginn. Vindur stóð af norðri — norðaustri, og fylgdi mikil ofanhríð og skafrenningur. Snjó festi þó ekki vegna roks- ins og var fært um flestar götur innanbæjar í gær. Skemmdir á mannvirkjum urðu hinsvegar miklar. Hjá Fjarðarsíld, sem er ný síldarverksmiðja, sem verið er að reisa úti á Hánefsstaðaeyrum, fuku járnplötur af mjölskemmu og vinnuskúra tók af grunni. Þá brotnuðu rúður í íbúðarbragga og rafstöð verkspniðjunnar stöðv- aðist. Fólk bjó í bragganum, en sakaði ekki. Þak tók af gamalli efnalaug inni á Fjarðaröldunni. Húsið stendur rétt hjá Útvegsbankan- um, en þar er íbúð í risi. Þegar þakið tók af efnalauginni, stakkst járnbiti inn um stafn bankahúss- ins rétt ofan við glugga og^iið- ur í gegnum gólf á herberginu. Engan sakaði. f vélsmiðjunni Stál, sem stend- ur fyrir fjarðarbotninum, brotn- aði stór rúða og nokkrar smá- rúður. Járn fauk af þaki íbúðar- bragga Síldarverksmiðja ríkisins og á verksmiðjuhúsið, þar sem það olli einhverjum skemmdum. Járnplata fauk á stjómpall báts, sem lá við bryggju og braut annað siglingarljósið. Björgunarbátur, sem lá utan á sildarflutningaskipinu Hafemin- um, sleit sig lausan og fannst í gærmorgun úti á Eyrum. Framhald á 9. síðu. S | 40 þús. tn. af síld seldar til Sovétríkjanna í gær .barst Þjóðviljan- um eftirfarandi fréttatil- kynning frá síldarútvefgs- nefnd: í dag voru undirritaðir samningar um sölu á40.000 tunnum af síld til Sovét- ríkjanna, þar af er helm- ingur saltsíld og helming- ur kryddsíld. Síld sú, sem seld hefur verið er aðallega haust- og vetrarsíld, en búizt er við að aðalmagnið verði verk- að í desembermánuði. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■«■1 Svindl dansks fyrirtækis rakið áfram til íslands Mörg íslenik fyrírtæki grun- ui um stórtækt faktúrufals ■ í sambandi við rannsokn á f járdráttarmáli danská fyr- irtækisins Hovedstadens Póstmenn lögðu niður eftirvinnu í gaer Verkfallið kært fyrir Félagsdómi ■ Eina og sagt var frá í Þjóðviljanum á sunnudag hafa póststarfsmenn nú gripið til þeirra ráða í kjarabaráttu ■ sinni að leggja niður eftirvinnu til að mótmæla þeim launakjörum sem þeim eru boðin upp á. Hófst eftir- vinnuverkfallið í gærkvöld og heldur áfram í kvold og á morgun, þar sem ekkert tilboð um leiðréttingu kjaramálanna barst póstmannafélaginu um helgina. ■ Póst- og símamálastjóri hefur hins vegar kosið að stefna félaginu fyrir' Félagsdóm og telur hann eftir- vinnuverkfallið ólöglegt þar sem starfsmenn pósts og síma eru opinberir starfsmenn, en þeir skilja lögin þvert á móti þannig að eftirvinnuskyldan sé ekki nema fimm tímar á mánuði og geti þeir að þeim vinnutíma loknum lagt niður vinn’’ ef þeim sýnist svo. Möbelfabrik hefur komizt upp um ólögleg viðskipti margra íslenzkra fyrirtækja og einstaklinga, sem fálsað hafa innflntningspappíra fyr- ir húsgögnum og fleiri vör- um og er talið að þær upp- hæðir sem þannig hafa verið dregnar undan tolli nemi hundruðum þúsunda. ■ Eru nú staddir hér á landi tveir danskir rannsóknarlög- reglumenn og einn endur- skoðandi sem rannsakað hafa mál danska fyrirtækisins og rakið þræði þess hingað og vinna um þessar mundir á- samt íslenzku rannsóknarlög- reglunm að athugun á við- skiptum íslenzkra aðila við Hovedstadens Möblefabrik. Er Þjódviljinn hafði í gær tal af Magnúsi Eggertssyni rann- sóknarlögreglumanni sem hefur rannsókn þessa máls með hönd- um ásamt hinum dönsku starfs- bræðrum sínum, kvað hann lítið hægt um þetta að segja að svo stöddu, þó væri þegar Ijóst að nokkur fyrirtæki og einstákling- ar hérlendis væru við málið riðnir. 1 Danmörku komst lög- reglan þannig á sporið að mikill eldur kom upp í fyrirtækinu Hovedstadens Möbelfabrik, en slökkviliði tókst að ráða niður- lögum hans og m.a. að bjarga bókhaldsbókum fyrirtækisins, en við rannsókn á þeim eftir á kom upp grunur um að forstjóri fyr- irtækisins hefði sjálfur kveikt í til að granda bókunum og fela þannig fjársvik og óreiðu. Margir aðilar hér á landi hafa haft viðskipti við þetta danska Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.