Þjóðviljinn - 29.11.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1966, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 29. ndvem'ber 19«6. í gamla hallargarðinnm í Peking. Á síðastliðnu sumri brá svoí við, að fréttir frá Kína urðu fyrirferðarmeiri í vestrænum blöðum og fréttastofnunum en löngum áður, og jafnvel á.Is- landi þótti það miklum tíðind- um sasta, sem þar var að ger- ast. Undanfarin ár hefur ekki þótt taka þvi að eyða miklu púðri á það sem væri að ger- ast austan bambustjaldsins, en látið sitja við það eitt að tína upp nokkrar miður vinsamlegar orðahnútur, spm öðru hvoru flugu á milli Sovétmanna og Kínverja. Vissulega þeim til nokkurrar fróunar, sem óskuðu báðum aðilum ófamaðar, en hinum til hugarangurs, sem töldu sjálfsagt og eðlilegt, að þessi tvö stórveldi sneru bökum saman í baráttunni gegn heims- kapítalismanum, sem undir for- ystu Bandaríkjanna hefur hvar- yetna klær úti þar sem fengs er voh. Þrátt fyTir þögn þá sem lengst af hefur ríkt um kín- verska alþýðulýðveldið, hefur það aldrei dulizt, að afturhaid- iðxí heiminum hefur sleitulaust verið tröllríðið af tilhugsun- inni einni um tilvist þess sfð- astliðna tvo áratugi. Einasta úr- ræðíð til að liná þá martröð hefur verið það, að draga belg hleypidóma og þvermóðsku yfir höfuð og í skjóli hans að neita því með öllu að kínverska al- þýðulýðveldið væri til. Þessar öryggisráðstafanir hljóta þó að teljast dálítið hæpnar til lengd- ar og miður heilsusamlegar eins og oft hefur komið á daginn. Undanfama mánuði hefur beirri vonarglætu skotið upp f borgarapressunni fslenzku, að austur í Kfna væru að gerast beir atburðir, sem leit,- gæt.u til þess að kínverska alþýðulýð- veldið bæri ekki sitt barr lensi úr þessu. Nýrri bvltingu haf6i verið hlevpt bar af stokkunum- og þessari nýju bvltingu mundi ætlað það hlutverk að sanga af jseirri gömlu dauðri. Hafa enn- þá einu sinni endaskipti á kfn- versku þjóðskinulagi. Tónninn var þó ekki altskostar. sannfær- andi, þrátt. fvrir aucliósan vilia við að berja í brestina. Þó valt værí að trevsta á sann- leiksgildi beirra frétta í ein- stökum atriðum, sem bárust fri Kína á síðasfliðnu sumri og hafðar vcru fvrir sat.t af borfa fóUrs. var bó hægt. að stvðia síg við ema mikiisverða staðreynd — bá staðrevnd að austur f Kína voru mikil tíðindi að ger- ast og næsta forvitnfleg. Þegar mér eafst kostur á því f ágilst síðasfliðnum. að skrepna til Kfna og dveliast bar í mán- »*artíma f september og októ- ber, buríti ég ekki að hugsa mie um tvisvar. Með þessu til- boði fékk ég langbráða ósk upn- fvllta, ósk sem ég hafði bó aldrei í alvöru búizt við að ætti eftir að verða að veru- leika, og ekki dró það úr eft- irvæntingunni að eiga þess von að komast í snertingu við benn- an stormsveip, sem geisaði um allt kfnverska alþýðulýðveldið og gekk undir nafninu: Ný;a menningarbyltingin. Aftur á móti voru mnr-" - vinir mfnir og kunningjar ek1'' jafn hrifnir af þessu flani mín” beint f gin kfnverska drekans og spáðu mér því, að enda þót* ég slyppi kannski við bau á- þægindi að vera gerður höfðinu styttri austur þar, gæti vart hjá því farið, að ég hlyti þar einhvérjar þær skráveifur, sem gætu reynzt mér næsta örlaga- ríkar. Allar hrakspár í þessum efnum reyndust þá ástæðulausar eins og vænta mátti. , Ferðafélagi minn í þessari löngu reisu var Stefán Jónssop fréttamaður hjá Ríkisútvarn- inu. Var honum það áreiðanlega ekki minna áhugamál en mér að afla sér nokkurra sannleiks- mola af því sem væri að gerast bak við bambustjaldið. Það voru því bjartsýnir og áhyggju- lausir menn, sem stigu upp í Loftleiðaflugvélina á Keflavík- urflugvelli 22. sept. síðastliðinn með Kína að takmarki. Og það átti eftir að koma á daginn, að við höfðum fulla ástæðu til að vænta alls hins bezta af þess- ari ferð okkar til fyrirheitna landsins. Langar flugferðir bjóða ekki upp á ýkja mikla tilbreytingu, en vel er búið að farþegum og hratt er farið. Samanlagður flugtími frá Islandi til Peking reynist um það bil sextíu klukkutímar. Hefði það þótt næsta lýgilegt fyrir fimmtfu ár- um, að hægt væri að leggja svo langa leið að baki á svo skömmum tfma. Kvöld ó Moskvuflugveili. Stjömubjart en fremur svalt. Tveggja khikkutíma bið á með- an skipt er um flugvél og vega- bréf stimpluð. Engin toliskoð- un. Næsti viðkomustaður Omsjc í Sfberfu. Út um glugga þotunn- ar er ekki annað að sjá ?n stjömur himinsins og stöku sinnum ljós bæja og þorpa á jörðu niðri, og úr tuttugu og fimm þúsund feta hæð verður vart gert upp á milli hvor er fjariægari jörð eða stjama. Þeg- ar öltu er á botninn hvolít skjptir það heldur ekki máii. Bezt að fá sér blund eftir ma'- inn á meðan þotan brunar aust- ur myrkvaða himinvegu með nálega þúsund kílómetra hraða á klukkustund. En svefninn verður í skemmra lagi. Ég hrekk upp við tilkynn- ingu í hátalara: Eftir tíu mfn- útur verður lent á Omskflug- velli. Vinsamlegast reykið ekkí og spennið öryggisbeltin. Ég kíki út um gluggann og sé víðáttumikla Ijósadýrð fram- undan og til hliðar. Eftir henni að dæma er Omsk allstór borg og þéttbýli umhverfis. Þotan nálgast jörð, flýgur f boga yfir borgina og það er auðveldlegn hægt að greina götur og meiri háttar byggingar. Hjól þotunnar nema við malbikið. Merkjaljós- in meðfram flugbrautinni þjóta framhjá, fyrst eins og samfelt strik en slitna fljótlega í sund- úr þegar dregið er úr hraðan- um. Loft er hér mildara en í Moskvu, en tími gefst ekki til að Iitast um. Þegar hálftími er liðinn er búið að bæta á geyrno þotunnar. Við erum aftur í lofti. Na?sti viðkomustaður írskutsk. Skömmu eftir flugtak halla ép sætinu aftur, staðráðinn í því að sofna stundarkorn, því ekk- ert er að sjá fyrr en birtir af degi. En dögunin er ekki ýkia langt undan. Klukkan hefur leikið á okkur. Bezt að láta Kaupmannahafnartímann gilda þar til komið er á leiðarenda. Þegar ég rumska og kfki .út sést mjó dagsrönd í austri, en jörðdn er ennþá hulin skýja- þykkni og náttmyrkri. Yfir heið- ur himinn. Þotan æðir móti deginum og það er engu líkara en hann bruni upp á himin- hvolfið, búinn þeim skartkiæð- um, sem engin orð fá lýst. A ótrúlega skammri stundu er dagur um allt loft. Skýjahafið fyrir neðan verður gegnsærra. Það myndast í það glufur og geilar, svo öðru hvoru sér til jarðar. Þama virðast vera fjöll. í öðru rjóðri glottir eyðimörk upp til okkar, en þegar jarð- sýn verður samfelldari verða það skógar, sem setja svip sinn á landslagið. Og skyndilega leysist skýjahafið upp og Siber- fa breiðir voldugan faðminn mót himinblámanum. Ut um glugga þotunnar gefst sýn yfir endalausar víðáttur. Við fjarlægan sjónhring í suðri fljóta mistruð fjöll í morgun- [ < i Eftir Sigurð ^.óbertsson 1 :yrsta grein ljómanum. Skógar, mýrar og túndrur, síðan skógar á ný. Loftið er tært, svo jörðin sýnist furðu nærri, þó flogið sé í rúm- lega átta kílómetra hæð. Fram- undan virðast skógamir allsráð- andi. Sléttur, dalir og hélsar, allt þakið skógi. Á stöku stað glitrar á vötn og ár, sem hvergi virðast eiga sér upptök né ósa. Mér verður litið til Stefáns, en hann sefur svo vært, að ég tími ekki að vekja hann alveg strax, þó ég vorkenni honum að fara á mis við svo dýrlegt út- sýni. Það er farið að styttast til Irskutsk og þá verður hann að vakna hvort sem honum lík- ar betur eða verr. Framundan stíga reykir upp úr skógarþykknum. Á milli skógi vaxinna hálsa sér niður i dali með mannabústöðum. bleikum ökrum, vegum og far- artækjum. Þotan er tekin að lækka flugið. Stefán vaknar endurnærður eftir svefninn. — Kannski er ég ekki alveg sak- iaus af því að hann brá blundi, en hann erfir það ekki við mig. Fáeinum mínútum síðar birtist á Ijósaskilti þotunnar bannið við reykingum og fyrirmæli úm að spenna öryggisbeltin. Jörðin I gamla hallarparðinum í Peking. Frá hægri, Ku Yang Kang leiðsögumaður, Stefán, Li Ching meng fiilkur, greinarhöfun tiur og fylgdarmaður. nálgast óðfluga, því núerkomið að því að lenda í írskutsk. Irskútsk virðist ekki ýkja stór borg. Um stærð hennar -=r þó erfitt að dæma af flausturs- legri athugun úr lofti. Stórvaxn- ir skógar spenna greipar um hana að mestu og bregða hul- iðshjálmi yfir sum úthverfi hennar. Iðjuver eru mörg í borginni og nágrenni hennar og reykurinn upp af þeim mistrar morgunloftið. Þotan lendir léttilega á einr.i flugbrautinni. I flugstöðinni er farþegum búin máltið, og að henni lokinni er vegabréfaskoð- un, því hér er síðasti viðkomu- staður okkar í Sovétríkjunum. Gengur hún greiðlega og engan áhuga hafa Rússarnir é hafur- taski okkar. Héitt er f veðri og fögur sýn tii skógi Vaxinna hálsa og fjalla. Enn á ný er haldið af stað ui p í háloftin. Skömmu eftir flugtak er tilkynnt í hátalara að við séum yfir Baikalvatni. Margt hef ég lesið um þetta mikla stöðuvatn og sumt harla ævintýralegt, en nú verður sjón 'sögu ríkari. Við fljúgum yfir suðvestur enda þess og flötur þess er sléttur og dimmblár. Óralangt til norðausturs rennur það í eitt við sólmistraðan sjón- deildarhringinn. Handan vatns- ins rísa stighækkandi fjöll með himingnæfandi tindum. Daiir skerast víða inn i fjöllin og skógar hátt upp í hlíðar, en áður en langt líður verður skógarríkið strjálla og graslend- ið fátæklegra og efstu fjall- eggjar skarta með nýföllnum snjó. Mér er ekki kunnugt um hæð þessara sícýjakljúfa, en furðu stutt virðist niður á bó hæstu og hefur okkur þó verið tjáð að flogið sé í tuttugu og fimm þúsund feta hæð. Á þessum slóðum eru landa- mæri Sovétríkjanna og Ytri- Mongólíu. Hófjöllin eru brátt að baki, en við tekur grá, líf- vana eyðimörk, sem virðist ó- endanieg til allra átta. Skyggni er ágætt. Á stöku stað rpóka Iítil hvít ský yfir auðninni. Ö- reglulegir fjaligarðar skjóta víðsvegar kryppunum upp úr sandhafinu. öriitlar grænar vinjar sjást með löngu milli- bill, en annars ekki stingandi strá • mörg hundruð kílómetra leið, þegar frð er talið nokkurt gróðurlendi á stuttum kafla. Undir afiíðandi hæðum á vinstri hönd sér til lítillar borgar. Nokkrir farþeganna s'taðbæfa að hér sé um að ræða Ulan Batör höfuðborg Ytri-Mongólíu og kann það rétt að vera eftir flugleiðinni að dæma. Hér er það Góbí eyðimörkin sem drottnar. Áður en flugvél- ar komu til sögunnar voru geysivíðJend landflæmi á þess- um slóðum ókönnuð með öllu. Hirðingjar hafa þó um alda- raðir reikað með hjarðir sínar milli gróðurblettanna og haft i fullu tré við hrikaleg náttúru- öflin. - A£ hvítum landkönnuð- um, sem lögðu leiðir sfnar inn á þessar víðáttur mun Sven Hedin vera frægastur. Það er ekki laust við að það hrísl'st hrollur niður eftir bakinu t. mér við að horfast í augu við þessa rísavöxnu, steinrunnu ó- freskju. Ég vildi ekki vera smali á þessum hlóðum. Þotan geysist áfram og innan skamms breytir landslagið um svip. Gróðurlendið-sækir á eftir því sem sunnar dregur. Fjail- garðar framundan þungbúnir og illúðlegir. Ofantil naktir og tindóttir, en hið neðra með strjálum skógi. Við erum þegar yfir kínversku landi. Þotan hef- ur lækkað flugið, því nú stytt- i^t óðum til Peking. Fljótlega kem ég auga á kfnverska múr- inn, þetta ógnarlega mannvirki sem hlykkjast eins og risaslanga upp snarbrattar fjallshlíðar og eftir hvössum fjaileggjum tvö þúsund og þrjú hundruð kíió- metra lei'ð að mestu frá austri til vesturs. Fyrir um það-bil tvö þúsund árum var hann byggður til að verja Kína fyr- ir innrásum Mongóla, en nú mun hemaðarleg þýðing hans harla þýðdngarlítil. Fjöllin að baki. Framundan geysiyiðlendar sléttur þar sem þéttbýli er mikið og hvergi ó- ræktaðan blett að sjá. Húsin lágreist og frumstæð. Skurðir og sfki deila akurlendinum í .skákir. Hvarvetna trjálundir, en hvergi samfelldur skógur. Ég skyggnist um eftir Peking, en hér er dálítið mistur í lofti, svo ég get ekki komið auga á byggð, sem borg geti kallazt. En hún hlýtur að vera skammt undan, því við erum þegar yf- ir Pekingflugvelli. Þotan hnitar hring yfir vellinum og rennir sér síðan niður á eina flugbrau*- ina. Flugtíminn frá Irskútsk tveir klukkufcímar og fimmtán mínútur. Við erum ekki fyrr búnir að fá kínverskt land undir fætur en við erum ávarpaðir á ís- lenzku. Sízt af öllu höfðum við búizt við að heyra það tungu- mál af annarra vörum á þess- um stað. Við verðum því dó’ít- ið langleitir af -undrun þegar það rennur ðpp fyrir okkur að það er ung, smávaxin kínversk stúlka, sem mælir þarna á móð- urmáli okkar. Þessi unga stúlka heitir Li Ching meng. Fyrir fá- um órum dvaldi hún einn vet- ur við íslenzkunám í Háskóla íslands og auk íslenzkunnar talaði hún ágæta ensku. Var hún túlkur okkar frá fyrsta degi til þess síðasta meðan við^, dvöldum í Kína. Og þarna var I hún komin, ásamt tveimur lönd- ! urn sínum til að taka á mót: okkur. Þama verða strax fagnaðar- fundir, sog á meðan við bíðum eftir farangri okkar, ei? okkur boðið til tedrykkju f fíugstöð- ! inni, en strax og hann er köm- inn farsællega til skila er stig- ið upp í þægilega fólksbíla og ekið tjl Peking. Tæpir þrját'u kílómetrar eru til borgarinnar. Malbikaður vegur alla leið jaðr- aður lauftrjám, sem víða ná saman yfir miðjum vegi svo um nær óslitin trjágöng er að ræða, ekki aðeins að borgar- mörkum, heldur einnig eftir að inn í bana er komið. Það er rétt með höppum og glöppum, að þess verður vart að ekið er eftir göfcum miljónaborgar, bví húsin eru víðast hvar falin handan trjénna sem jaðra göt- urnar. Á stökum stað gnæfa þó stórhýSi upp yfir laufþökin. Umferð vélknúinna farartækja er nassta lítil, nema helzt strætisvagna. Gamli tíminn er ennþá fyrirferðarmikill á göt- um kínverskra borga. Hvarvetna má sjá gamaldags kerrur og vagna, sem oft eru dregnir af tvíeyki, hesti og asna, en aldrei sá ég tvo hesta eða tvo asna fyrir sama vagni. Kúskurinn situr uppi á ækinu, sem oft er ærið fyrirferðarmikið, og tekur lífinu með ró. Auk þess er urm- ull af tvíhjólakerrum og hjól- börum, mörgum næsta fomfá- legum, sem ganga fyrir manns- afinu einu saman. Voru hlöss- in oft svo fyrirferðarmikil að maðurinn á milli kjálkanna hvarf í skugga þeirra. Margm bera ærnar byrðar, sem vega salt á langri stöng yfir axíir burðarmannsins. Allstaðar er urmull af fólki hjólandi og gangandi. Ferðin sækist þvi fremur hægt með köflum. Bíl- stjórinn sparar ekki flautuna, en vegfarendur kippa sér ekki upp við það, þótt biltík flauti að baki þeirra og flýta sér hægt úr vegi nútímatækninnar. Okkur er búin gisting í þrett- án hæða gistihúsi, næstum nýju af nálinni. Bygging þess tók að- eins niú mánuði, og virðist mér ófróðum manni í þeim efnum næsta ótrúlegt, að hægt sé að reisa og fullgera slíkt stórhýsi á svo skömmum tíma. En *g átti eftir að standa andspænis mörgum stórvirkjum i Kína, sem áttu sér sVipaða sköpunav- sögu, og ekki urðu vefengdar, að ég hætti því fljótlega að verða hissa og tortrygginn þeg- ar um slík verkleg afköst'.var að ræða. Margt erlendra gesta er þeg- ar fyrir í þessu hóteli og fleiri bætast við næstu daga. Eitt þúsund og sex hundruð erlendir gestir voru sagðir staddir í Peking um þessar mundir í til- efni byltingarafmælislns í. október. Það leynir sér ekki, að mikil hátið er framundan og verður vikið að henni nánar síðar. Kma ffrír M á Laummsv. Það slys vaio urn þrjúleytið á iaugardagina á Laugarásvegi að Sigríður Oskarsdóttir, Karla- götu 15, hljóp á .rör sem stóð aftur úr bifreið. ..Meiddist kon- an á höfði og var flut.t á Sly$a- varðstofuna. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.