Þjóðviljinn - 04.12.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 04.12.1966, Page 1
Sunnudagur 4. desember 1966 — 31. árgangur — 278. tölublað. Landssamband isl. úfvegsmanna: ASalfundi frestaí vegna óvissunnar um fiskverðið i<s>- <y> Aðalfundi Landsambands ísl. útvegsmanna lauk upp úr miðnætti í nótt. ■ Vegna óvissu um rekstrargrundvöll vélbátanna á vetr- arvertíðinni, var samþykkt að fresta fundinum þar til fisk- verð hefur verið ákveðið um áramótin. Um þetta var sam- miðnætti í fyrrinótt. „Þar sem algjör óvissa rík- ir um verð á bolfiski á kom- andi vertíð og þar með rekstr- argrundvöll vertíðarútgerðar- innar á bolfiskveiðum, sam- þykkir fundurínn að fresta aðalfundarslitum, þar til fisk- verðið liggur fyrir.“ Auk þessarar ályktunar voru margar aðrar ályktanir gerðar, sem verða birtar síðar. Stjórnarkjör fór fram í lok : Ný]asfi heimavisfar■ skólinn á landinu Myndin er af- nýjasta heimaVistarskóla landsins, en hann er risinn á Hallorms- stað á Fljótsdalshéraði- Að honum standa fjórir hreppar Upphéraðs: Fella- og Fljóts- dalshreppur í Noröur-Múla- sýslu og Skriðdals og Valla- hreppur í Suður-Múlasýslu, sem alls telja um 740 íbúa. Skólahúsið er 5-600 m3 aö stærð. í því eru þrjár kennslu- stofur, smíðastofa, íbúáir fyr- ir þrjá kennara, þar af ein fyrir ein-hleypan kennara, en tvær fyrir fjölskyldur- Rúm verða fyrir 56 nemendur í heimavist og fullkomin að- staða fyrir mötuneyti og stacfsfólk þess. Húsið er teiknað hjá Húsa- meistara ríkisins af Þorvaldi S. Þorvaldssyni arkitekt, en honum til aðstoðar við út- færslur hefur verið Gunnar Ingibergsson byggingafræðing- ur. Skipulag lóðar er gert af Reyni Vilhjálmssyni skrúð- garðaarkitekt. Verkfræðistofa Sigurðar Trioroddsens hefuf haft á hendi verkfræðiþjón- ustu- Smíði hússins hófst vorið 1964 og er fyrri áfanga nú í þann veginn að ljúka, en það er meginhluti hússins- Byggingafélagið Brúnás h-f. á Egilsstöðum hefur séð um smíði frá upphafi og yfir- smiður verið Björgvin Hrólfs- son á Egilsstöðum- Raftækni s.f. á Egilsstöðum hefur ann- azt raflagnir. Ásgrímur Egils- son úr Reykjavík pípulagnir. Málningarvinnu hafa séð um Lárus og Einar Árnasynir frá Akranesi, en flísalagnir Svav- ar Benediktsson úr Reykjavík og dúkalagnir Gunnlaugur Jónsson, líka úr Reykjavík- Formaður byggingarnefndar er Sigurður Blöndal á Hall- ormsstað, en formaður skóla- nefndar Guttormur Þormar í Geitagerði í Fljótsdal- Nýráð- inn skólastjóri er Guðjón Jónsson frá Eskifirði, en kennari með honum Ólafur Hallgrímsson frá Droplaugar- stöðum í Fljótsdal Nú er ekki innréttaður nema helmingur af heimavist- arhúsnæði og tvær kennslu- stofur- Þess er vænzt að hægt verði að ljúka smíði hússins fyrir næsta hau,st, svo að hatf- izt geti þar unglingakennsla, én til bessa hefur engin ung- lingafræðsla farið fram í hreppum beim. sem að skól- anum standa. Með tilkomu hins nýja skóla verður brot- ið blað í fræðslumálum þess- jra sveita. Skattlagning borgarfyrir- óeðlileg og ranglát ■ Á borgarstjórnarfundinum sl. fimmtudagskvöld felldu íhaldsfulltrúarnir tillögu Alþýðubandalags- ins um að borgarsjóður hætti að skattleggja Raf- magnsveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu og jafnframt að athugað skuli hvort ekkj sé rétt að lækka gjald- skrá a.m.k. Rafmagnsveitunnar og Hitaveitunnar sem þessum skattupphæðum nemur. Það vakti athygli að borgar- fulltrúar Framsóknar og Alþýðu- flokks sátu hjá, er tillagan var borin undir atkvaeði. Alþýðu- Hafnarvörður ráðinR á Akureyri Akureyri 2/13 — Þrír menn sóttu um stöðu hafnarvarðar á Akureyri og var fjallað um um- sóknir þeirra á fundi bæjar- stjórnar í gær. Ráðinn var Bjöm Baldvinsson með 7 atkv., Jónas Þorsteinsson fékk. 4 atkv., °n Hjörtur Fjeldsted ekkert. Einnig samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að fela Slippstöðinni h-f. að taka að sér verk við nýju slippbygginguna á Akur- eyri. — J. I. bandalagsmennirnir þrír greiddu henni einir borgarfulltrúa at- kvæði, en íhaldsmennirnir átta sem voru á móti voru þessir: Auður Auðuns, Geir Hallgríms- son, Birgir f. Gunnarsson, Gísli Halldórsson, Styrmir Gunnars- son, Sverrir Guðvarðarson, Þórir Kr. Þórðarson og Bragi Hann- esson. , Tillaga Alþýðubandalagsins var svohljóðandi: „Borgarstjórnin ákveður að hætta þeirri skattlagningu Raf- magnsveitu, Hitaveitu og Vatns- veitu til borgarsjóðs, er viðgeng- izt hefur um alllangt árabil, og felur borgarráði að gera milli umræðna þær breytingar á frum- varpi að f járhagsáætlun borg- arsjóðs og þessara borgarstofn- ana fyrir árið 1967, er af þessari ákvörðun leiða. Jafnframt er borgarráði falið að taka til at- Verður 10. október /ögfest- ur sem þingsetninguruugur? Rikisstjórnin flytur frumvarp á Alþingi um að gera 10. októ- ber að föstum samkomudegi Al- þingis, en svo hefur orðið í reynd um allmargra ára skeið. Segir svo í frumvarpinu: „Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert 10. október eða næsta virkan dag, ef helgidagur er, hafi forseti íslands ekki til- tekið annan samkomudag fyrr á árinu“. \ f athugasemdum við lagafrum- varpið segir: í 35. gr. stjórnarskrárinnar seg-- ir, að reglulegt Alþingi skuli koma saman ár hvert 15. febrú- ar eða næsta virkan dag, ef helgidagur er, hafi forseti lýð- veldisins ekki tiltekið annan sam- komudag fyrr á árinu. Þessu megi þó breyta með lögum. Um mörg undanfarin ár hef- ur samkomudagur Alþingis ver- ið ákveðinn með sérstökum lög- um samkvæmt heimild stjórnar- skrárinnar og hefur reglulegt Al- þingi um langt skeið komið sam- an í október, í seinni tíð oftast 10. október eins og sjá má af eftirfarandi yfirliti: -9.am Samkomudagur reglulegs Alþingis: 1945 1946 •..» »•?»'«'»• • • *0. ’ 1947 .. . . . 1. — 1948 • • . .« •' 11. *“ 1949 1950 M- okt. 1951 '•••*. • • • 1« ‘ 1952 1. — 1953 1. — Framhald á 5. síðu. hugunar, hvort ekki sé rétt að lækka gjaldskrár a.m.k. Raf- magnsveitu og Hitaveitu sem þessum upphæðum nemur“. Ranglátur neyzluskattur Guðmundur Vigfússon mælti fyrir tillögunni og lagði í ræðu sinni áherzlu á að skattlagning þessi væri bæði óeðlileg og rang- lát, hér væri um hreinan neyzlu- skatt að ræða, skatt sem lenti með sama þunga á þeim sem fá- tækir væru og hinum sem breið- ari hefðu bökin. Frá slíkri skatt- heimtu ætti að hverfa. Þá benti Guðmundur og á máli sinu til stuðnings, að öll fyrr- nefnd borgarfyrirtæki, Raf- magnsveitan, Hitaveitan og Vatnsveitan, stæðu nú í fjárfrek- um framkvæmdum en ættu jafn- framt í erfiðleikum við öflun nægilegs fjármagns. í frumvarpi því að fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1967, sem var til fyrri um- ræðu á borgarstjórnarfundinum sl. fimmtudagskvöld, er gert ráð fyrir að Rafmagnsveitan greiði röskar 12 miljónir króna í fyrr- nefndan skatt til borgarsjóðs, Vatnsveitan 1,7 milj. og Hita- veitan 4,9 miljónir, eða samtals 18.6 miljónir. Birgir í. Gunnarsson mælti i gegn tillögu Alþýðubandalags- Framhald á 5. síðu. fundarins, og voru eftirtaldir menn einróma kosnir í sam- bandsstjórn: Sverrir Júlíusson, formaður, Baldur Guðmundsson, Reykjavík, Ágúst Flygenring, Hafnarfirði, Finnbogi Guðmundsson, Gerðum, Jón Árnason, Akranesi, Hall- grímur Jónsson, Reyðarfírði, Val- týr Þorsteinsson, Abureyri, Björn Guðmundsson, Vest- mannaeyjum, Matthías Bjama- son, ísafirði, Loftur Bjamason, Hafnarfirði, Marteinn Jónsson, Reykjavík, Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri, Sveirpi Benediktsson. Reykjavík, Ólafur Tr. Einars- son, Hafnarfirði, Ingvax Vil- hjálmsson, Reykjavík. Auk þess fór fnam kjör vara- stjómar. . Ur stjóminni gengu þeir Jó- hann PSlsson, Vestmannaeyjum, Hafsteinn Bergþórsson, Reýkja- vik og Andrés 'Pétursson Akur- eyri, þar sem þeir höfðu látið af störfum hjá þeim félögum, sem þeir hafa starfað fyrir. Formaðurmn færði þeiln Jó- hanni, Hafsteini og Andrési þakkir samtakanna fyrir vel unnin störf í þágu þeima, en Hafsteinn Bergþórsson hefur átt sæti í sambandsstjóminni frá upphafí. . Orðsending frá Kvenfélagi sósíalista Fpndur verður haldinn þriðjudaginn 6. desember i Tjarnargötu 20 kl. 8.30 stund- víslega. Fundarefni: 1. Félagsmál. — 2. Upplestur, Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur. — 3. Kaffi og rabb. Bílstjóri sá nevðarblys frá biluÓum trillubáti f Um klukkan 4 i fyrrinótt sá bílstjóri, sem var á leið- inni suður í Keflavík neyðar- blys til hafsins. Bílstjórinn var nýkominn framhjá toll- skýlinu við Straum og snéri þegar við. Bað hann tollverð- ina að hafa samband við lög- regluna í Hafnarfirði, sem þeir gerðu. Lögreglan sendi bíl suðureftir til að horfa eft- ir fleiri blysum, en gerði jafn- framt Slysavarnafélaginu að- vart. Siysavarnafélagið hafði samband við loftskeytastöðina og flugtuminn með beiðni um að nærstöddum skipum og flugvélum yrði falíð að líta eftir bát, sem kynní að vera á reki í Faxaflóa. Lögreglubíllinn, sem sendur var suðtmeftir sá ekki fleiri neyðarblys, en klukkan 7.10 í gærmorgun tilkynnti Vatna- jökull að hann hefði fundið lítrnn bát á reki 6 mílur í norður frá Keilisnesi og væri með hann í togi til lands. Var hér um að ræða trillu- báfinn Rýnu GK 166 frá Hafnarfirði. Á bátnum var einn maður, Svanbérg Magnússon trl( heimilis að Mjósundi 2 í Hafnarfirði. V t $ Á Við náðum tali aí Svanberg og sagðist honum svo frá: „Ég fór í róður klukkan 11,45 í fyrrakvöld, þegar ég var búinn að leggja eitt bjóð af línunni og klukkan var ná- kvæmlega 1 e.m. bilaði vél- in og komst ekki í gang aft- ur. Skömmu síðar skaut ég tveim neyðarblysum með nokkúru millibili og mun annað þeirra hafa sézt úr landi. Síðan beið ég rólegur, þangað til ég sá stórt skip koma fyrir Skagann og stefna skammt frá mér. Ég hinkraði við, þangað ,til skipið var komið nálægt og skaut • bá tveim blysum til viðbótar. Skipverjar urðu þeirra varir og komu þegar á vettvang. Reyndist þetta vera m.s. Vatnajökull. Ég bað Vatnajök- ulsmenn að hringja fyrir mig í Landhelgisgæzluna með beiðni um að þeir sendu skip ó vettvang til að draga mig t:l lands, vegna þess að ég vildi ekki verða til þess að tefja ferð þeirra. Vatnajökulsmenr gerðu eins og ég bað, en fengu það svar að nokkur bið gæti orðið á aðstoð úr þeirri átt. Þeir vildu þó ekki skilja mig eftir þarna á reki einau og yfirgefinn og ákváðu að taka mig í tog. Ég kann þeim mikla þökk fyrir. Þeir sýndu mikla að- gæzlu við dráttinn, hægðu á ferðinni þegar það var nauð- synlegt og gerðu yfirleitt allt sem í þeirra valdi stóð til að skila mér og bát mínum heilum í land. Til Reykjavíkur komum við l' um 9 leytið í morgun. '[ Ég er alveg óhrakinn eftir þetta ævintýri og var aldr- ei í beinni lífshættu. Bátur- Ú inn minn er opinn trillubát- ur með skýli að framan og aftan. Hann er 11 ára gamall og ég á hann sjálfur við ann- i an mann. , i Aflabrögð hafa verið léleg til að byrja með í haust, þangað til fyrir hálfum mán- uði að mikil ýsa gekk í bugt- ina, en gæftir hafa hinsvegar verið með lélesasta móti." Að lokum bað Svanberg að skila kæru þakklæti til allra þeirra, sem hlut áttu að björgun hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.