Þjóðviljinn - 04.12.1966, Page 6

Þjóðviljinn - 04.12.1966, Page 6
g SlÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Sunnudagur 4. desember 1966. / Að baki mér liggur dagur- inn, blár himinn og sól. Loft- ið er hreint og taert eftir stöð- uga rigningu síðustu daga. Ég veð í ökla yfir mýrarkelduna inn í fjálubláma kvöldsins. Gamla konan, sem gengur á undan mér, vorkennir mér, er hún lítur á þunna sumarskóna mína. Öðru hvoru snýr hún sér við og réttir mér höndina, þar sem skurðirnir eru breiðir og pyttirnir djúpir. En þrátt fyrir allt líkar mér þessi leið, sem við förum og liggur inn i lítið afskekkt þorp í miðri- Muskauerheiði. Grænn litur furutrjánna báðu megin veg- arins, hverfur aa meir inn 'í dimmblátt rökkrið Á himnin- um bærist örlítið dúnlétt ský. f loftinu lýsir af vængjum ó- teljandi iðandi skordýra. Stór, svört slaufa, sem dinglar aft- an á baki bóndakonunnar, vaggast við hvert fótmál, sem hún stígur í hrynjandi við gúlpið í síðu pilsi hennar.' Miihlrose er lítið % þorp, en vegna þefes hve býlin liggja strjólt, verður að fara langa leið unz komið er að innsta- húsinu, lengst út við skógar- jaðarinn. ^ „Daj boh boze!“ (eða guð gefi gott!), heilsar gamli mað- urinn, sem situr á bekk fyrir utan húsið. Og gamla konan svarar: ,,Daj to boh!“ (Guð. gefi það!). En ég segi: ,,Gott kvöld!“ Og svo dálítið hik- andi: ,Með leyfi?“ Sá gamli færir sig til í sætinu og ég sezt. „Dásamlegt kvöld." „Hum.“ „Sigarettu?" „Þökk“, segir maðurinn og fálmar stirðlegum fingrum ofan í vindlaöskjuna. Konan ber mér brauð og mjólk ‘ og stærðar stykki af blóðpylsu. Öldungur- inn fer inn í húsið,' en kemur strax aftur með merkilegt hljóðfæri. Það er samansett af tveimur löngum bognum horn- um, (sem líkjast helzt langri reykjarpípu), en milli þeirra hangir Inðið hvít* geitarskirm. Og þau voru ævagömul þjóðlögin, sem Kristján Lehnik spilaði á belgpípuna sína. Undarleg og kynleg lög eins og hljóðfærið, sem hann lék á. Húsfreyjan vaggar sér í lendum og syngur með: „Hermenn okkar heim úr stríði koma, húsbændunum hesta færa horfa í augans glampa skæra tí Og sagan sem hún segir, er löng og áhrifamikil. Hún er um hetjurnar í Sorben, sem börðust gegn þýzka keisaran- um Hinreki I. árið 912. Þá var það, eftir hinn fyrsta skamm- góða sigur þeirra, að þetta ljóð varð til og ennþá, eftir meira en þúsund ár, er það sungið hér í Sorben, með næstum því sömu orðum og sama lagi sem þá, með lágværri angurblíðu í roddinni og enn má kenna sársaukann yfir glötuðu frelsi fyrir þúsund árum Nú veg- sama þeir þessar hetjudáðir með slíkri hrifningu, sem hefðu þær verið gerðar á vor- um dögum Ókunnugleg danskvæði og gömul þjóðlög eru leikin á næstum úr sér gengin hljóð- færi af hinum síðustu lista- mönnum, sem finnast þarna. Það tékur n.okkurn tíma að átta sig á þessari tónlist. En -,vo taka >esr til við hraðan kynlegan æsandi hávaða. Ég spenni greipar fyrir aftan hnakka og hlusta á þessi á- stríðufullu lög. „Það er gamalt ljóðið um hina stoltu Woiwoden“, sem fóru á móti Hinreki keisa'ra“, .segir konan á hreinni, en dálít- ið harðri þýzku. Það hlýtur að vera eldra en é,g, því faðir minn söng það þegar hann var ungur drengur." — Næstum því þetta sama heyrði ég meistara Petzold frá Bretning segja, þegar hann var að setja bláþrykk á svuntur og pils sorbneskra kvenna með hjálp aðstoðarmanns síns. Hversu gömul eru þessi grófgerðu tréskurðarmynztur? Hversu gamlir eru þessir mörgu og smáu naglar, sem hafðir eru til að þrykkja allt þetta ó- litaðir léreftsstrangar skolaðir í rennandi vatninu. Petzold gamli er síðasti blá- þr-ykkjarinn í þessu þorpi, Pár sem áður bjuggu sjíkir meist- arar í næstum því hverju húsi við lækinn. En þegar farið var að umturna þessari gömlu menningu fluttust þeir inn í borgina og leituðu sér atvinnu í vefnaðarvöruverksmiðjunum. Petzold, gamli meistarinn varð kyrr. Og svunturnar, sem hann sjálfur óf í, saumaði, þrykkti og pressaði að lokum með þvaststeini, unz þær urðu gljá- andi eins og fegursta damask, þessar svuntur varð hann að láta af hendi fyrir aðeins 3 mörk og 75 penninga. Þá kom skorturinn inn á heimilið og vinnustofuna. Og hver getur sagt hvernig farið hefð^, ef Frá Bautzen í Þýzka alþýðulýðveldinn, hinni sorbönsku borg. fyrir lífsafkomu fólksins. Með- an þessi starfsemi var í hönd- um Osram-verzlunarhringsins, var Sorbum bannað að tala saman a þeirra eigin tungu- máli. Við það urðu þeir fálát- ir og önuglvndir. Nú tala þeir sína sorbönsku. En þegar þeim svo sblldist hve '••••'z -an er fallegt mál, þá tala þeir nú engu siður þýzku, og Þjóð- verjar reyna einnig eftir beztu getu að babla hina erfiðu sorbönsku. Um nákvæmlega sama leyti og reykurinn frá bræðsluofn- X • Hátíðabúningur sorbanskra kvenna er mjög sérkennilegur og íburðarmikill. reglulega dílaskraut á hvítt línið? Það veit meistarinn ekki. „Faðir minn vann við þetta litarborð þegar ég var lítill drengur." Já, svo það lít- 'ur út fyrir að það sé eldra en menn rekur minni til. Vinnustofa og íveruhú: gamla meistarans er nýtt og fallégt að sjá. En inni er enn- þá eins og var fyrir mörg hundruð ,árum. Þarna stand: djúpu kerin með blárri litar upplausn, og yfir þeim hanga stórar trékrónur, sem efnið e hengt á með mikilli nákvæmr og síðan dyfið ofan í litinn Rétt við húsið rennur lítil) lækur og enn í dag eins og fyrir hundrað árum eru stórir hann ekki hefði haft svo mikl- ar mætur á gömlu tréskurðar- mununum með gömlum sögum og atburðum, blómum og út- flúri. 1 þessu landi Sorbanna eru miklgr andstæður. Rétt áður hafði ég horft á afköst risastórrar vinnuvélar við Hvítavatn, beita löngum stál- fingrum við að taka litlar gló- andi kúlur úr ofninum. Síðan féllu fjórir glóðarlampar á 'iverri sekúndu ofan á færi- bandið- Vinnan við þessa gló- mdi heitu ofna, sem bræða íler í lampaglös. pípur, sjón- varpstæki o. fl„ er mjög erfið. En það er arðbær vinna, sem gefur í aðra hönd nægilegt unum við Hvítavatn fer að stíga upp í blátt sumarloftið, birtist fornleg og kynleg at- höfn undir sól að sjá. Við landamerki þessarar spknar er einskonar samkoma. Á feitum plóghestum sitja ungir piltar í gamaldags svörtum kuflum með marglitum snúrum og böndum. Á höfðum þeirra vega salt háir gljáandi hattar, og í svip þeirra má sjá mikla eftirvæntingu, eins og stórir viðburðir séu í vændum. Það ér fimmtudágur, en í umhverfi þorpsins Nebelschutz hefur öll vinna verið lögð niður þennan dag. Jafnvel skepnurnar hafa ekki verið látnár út. Biskup- inn er að koma og ætlar að ferma börn í þorpinu. Og þess vegna hafa börnin fléttað blómasveiga í hárið, þess végna hafa hispursmeyjar, (sem þeir kalla ,,Druzkas“) klæðst sínu fegursta skarti, þéss vegna bíða mæðurnar með börn sín á strætum þorpsins, í eftir- væntingu um blessun hins tigna gests,-og þess vegna eru ungu drengirnir í gömlum búningum á hestbaki komnir til að taka á móti gestinum. Þetta er ákaflega einkennileg sjón sem maður áttar sig ekki á í fyrstu: Lítið afskekkt sveitaþorp með lágkúrulegum húsum og fólki í ævafornum hátíðaklæðum miðalariddara í stjörfum stellingum. Og svo á miðju svæðinu gliáandi lakk- málaður nýtízku Mercedes 180, í honum situr biskupinn í síðri hempu, þar utan yfir í hvítri blúnduskikkju, á höfði ber hann hátt biskupsmítur með knipplingum. Og þessi dýrmæti búningur er alsettur gulli og glitrandi gimsteinum. Bflstjórinn lýkur upp vagn- hurðinni og þneigir sig djúpt. Biskupinn stígur út með há- t.íðleaum virðuleika. Fólkið hneigir sig og beygir meðan hann gerir krossmark á enni barnanna. Það er þegar orðið framorð- ið. Belgpípan hangir lýjuleg á v.eggnum og söngkonan er gengin til náða. Um loftið berst daufur ómur frá véla- skellum og yfir myrkum furu- trjánum . flögrar skellibirta kastljósanna frá stærstu húsa- samstæðunni í lýðyeldinu við Hoyerswerda. Austarlega í þessum litla bæ, sem stendur í hjarta Sorben- ska héraðsins„ stendur gistihús eitt við þjóðveginn. Það er svo gamalt og fornlegt eins og allt annað í þessu landi. Þegar saxneski kóngurinn Ágúst H. setti upp pólsku kórónuna, var dælustöð komið upp við þessa götu svo hans hátign gæti brynnt hestum sínum þar. „Svarta dælan“ stendur ská- hallt- frá gaflhlið hússins. „Svarta dælan“ er líka heitið á stærstu brúnkolasamsteypu Evrópu, sem hér hefur risið upp á sendnum jarðvegi- Þar sem fyrir skömmu voru aðeins skrælnuð furutré. íbúarnir hér í Sorben, sem áður höfðu bú- ið við kröpp kjör, fengu nú atvinnu, sem gaf af sér eins miklar mánaðartekjur og þeir áður höfðu þurft að vinna fyr- ir hálft árið. Nú eru þeir á- nægðir með fallegu nýbygg- ingarnar sínar með björtum •tízkulegum íbúðum, svo fá þeir góð laun fyrir þá vinnu, sem þeir sjálfir leggja fram til uppbyggingarinnar, til þess að í náinni framtið verður bú- ið að útrýma síðustu leifum örbirgðarinnar og öllu ryki fortíðarinnar sópað burtu. Morguninn eftir er Lehnik kominn á fætur á undan mér. Þegar ég kem út úr húsinu situr hann á bekknum og reykir stutta pípu. Konan ristir krossmark á brauðið áð- ur en hún sneiðir það. Þegar hún missir sneið niður á gólf- ið, beygir hún sig, tekuráneið- ina upp og kyssir á hana. Fyrstu sólargeislarnir, sem smjúga gegnum trjágreinarnar, mála gyllta hringi á gólfið, og í sama mund hljómar aftur, varla hærra en vindþytur, veikur dynur vélanna gegnum skóginn. Ég er hýr í bragði við gamla manninn, sem situr hjá mér, ánægð með þennan nýja dag, og innra með mér finn ég til þeirrar gleði, sem maður nýtur á björtum sól- skinsstundum í friði og ró. Lesandi góður,! Leið okkar hefur legið inn í austlægasta hluta Þýzka alþýðulýðveldis- ins. Hér milli Elbe og Spree búa 70.000 manns, sem tala okkur óskiljanlegt tungumál, hafa ólíka siði og hætti, þeim sem við eigum að venjast. Þeir ræktuðu þetta land þar til fyrsti þýzki keisarinn lagði það undir sig fyrir þúsund ár- um, innlimaði það Efri- og Neðrilausitz héraði • að þjóð- inni nauðugri. Þar með hófst þúsund ára stöðug kúgun hinnar sorbensku þjóðar. Allt 'fram að seinni heimsstyrjöld- inni ríkti hér einskonar léns- herra. og biskupavald. Er Sorbar urðu þannig einangr- aðir frá umheiminum reyndu þeir af mikilh þrautseigju að halda fgst í menningu sína, gamla siði og venjur. Þegar faSistarnir komust til valda bannaði Hitler tungumál þeirra, lokaði skólum þeirra, eyðilagði bókmenntir þeirra og lagði löghald á söfn þeirra og listmuni. Sorbenskir menn voru neyddir til að berjast fyrir eitthvert föðurland, sem ekki var þeirra föðurland. En Sorbar búa í þeim hluta Þýzkalands, þar sem miklar lýðræðislegar breytingar urðu eftir 1945. Og þegar aftur var farið að kenna sorbönsku í skólum þeirra og þeir máttu skipa sína eigin stjómarfull- trúa, fengu rétt til eigin um- ráða i útbreiðslu menningar- mála og hlutdeildar í nýju stjórnskipulagi, .fann sorbenska þjóðin aftur sitt föðurland, Þýzka alþýðulýðveldið. ■■ Sigríður Einars frá Munaðarnesi þýddi. Styrkir til Ríkisstjórn Frakklands býður fram tvo styrki handa Islend- ingum til háskólanáms í Frakk- landi námsárin 1967-1968. Styrkirnir nema. hyor um sig 480 frönkum á mánuði- Um- sækjendur, sem hyggja á nám við háskóla utan Parísar, ganga að öðru jöfnu fyrir um styrk- veitingu. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Stjómarráðshús- inu vtð Lækjartorg, eigi síðar en 31- desember n. k„ og fylgi staðfest afrit prófskírteina á- samt meðmælum- Umsókn&r- eyðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis INGEBORG BYHAN:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.