Þjóðviljinn - 11.12.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.12.1966, Blaðsíða 1
Iðnemar fái viðbótar- lán til íbúðarbygginga Geir Gunnarsson og Hannibal Valdimarsson flytja á Álþingi frumvarp um að iðnnemum skuli gefinn kostur á viðbótarlánum við hin venjulegu lán úr Byggingarsjóði ríkisins, á sama hátt og öðr- um tekjulitlum meðlimum verkalýðsfélaga, en um slík viðbótarlán samdi verkalýðshreyfingin 1964. Fundur í Sósíalistafélagi Rvíkur á morgun kl. 20.30 Félagsfundur verður haldinn í Sósíalistafélagi Reykja- víkur á morgun, mánudag, og hefst hann kl. 20,30 í . Tjamargötu 20. Fundarefni: Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar og síðasta þing A. S. í. Framsögumaður: Eðvarð Sigurðsson. — Þá verftur og sagt frá Happdrætti Þjóðviljans. — STJÓRNIN. Giæsileg kjörbúð KRON í Hiíðunum í gær opnaði KRON nýja, stórglaesilega kjörbúð við Stakkahlíð 17 og var blaða- mönnum og fleiri gestum boðið að skoða hana í fyrra- kvöld. Þetta er fyrsta kjör- búðin sem Kron reisir frá grunni, en áður hefur það látið breyta mörgum verzlun- um sínum í kjörbúðir, auk þess sem fyrsta kjörbúðin hér á landi og sennilega í allri Evrópu var einmitt Kronbúð, hún var opnuð á Vesturgötu fyrir 24 árum. Byrjað var á byggingu hússins við Stakkahlíð í september 1965 eða fyrir rúmu ári, jafnhliða var byggð 12 hæða blokk á Bogahlíð 8 og 10, en þetta var allt upphaf- lega sama lóðin. Stærð verzlunarinnar er 300 fermetrar, þar af 170 fermetr- ar sölugólfrými, þ.e. búðin sjálf. Bak við er lagerpláss, vinnuher- bergi, frysti- og kæliklefar, snyrtiherbergi og kaffistofa. Búð- in við hliðina er hug^uð sem fiskbúð, en ætlunin er að selja mjólk inni í aðalbúðinni. Húsið er teiknað af Þorvaldi Kristmundssyni arkitekt. Verk- fræðistörf annaðist Verkfræði- skrifstofa Sigurðar Thoroddsen. Framhald á 4. síðu. 1 greinargerð skýra flutnings- menn tildrög málsins á þennan veg: „Við kjarasamninga sumarið 1964 tryggðu verkalýðssamtökin sér m.a. loforð ríkisvaldsins um, að sú breyting yrði gerð á lög- um um húsnæðismálastjóm, að tekjulitlum meðlimum verka- lýðsfélaga yrði gefinn kosturá viðbótarlánum við hin venjulegu lán úr byggingarsjóði ríkisins. Lagabreyting í þessa átt var samþykkt á Alþingi hinn 10. maí 1965 þar sem heimilað er „að veita hærra lán til efnalítilla meðlima verkalýðsfélaga, ogskal í þessu skyni verja 15—20«milj. kr. árlega af tekjum byggingar- sjóðs rfkisins“, eins og í núgild- andi lögum segir. Með reglugerð eru sett nánaii ákvaéði um viðbótarlán þessi, og í framkvæmd hafa réttindi tii lánanna verið einskoi’ðuð við félágsmenn verkalýðsfélaga inr.- ah Alþýðusambands íslands. Á- kvæði laganna um viðbótarlán hafa því ekki náð til iðnnema, og er*með frumvarpi þessu gerð tillaga um, að sú breyting verði gerð á lögunum, að heimild til viðbótarlána taki einnig til þeirra, en iðnnemar eru lægra launaðir en félagsmenn- annarra verka- lýðsfélaga og sangjarnt er, að þeir njóti eigi minni réttar um viðbótarlán til húsbygginga. Samkvæmt núgildandi ákvæð- um eiga iðnnemar ekki kost á að njóta þess réttar, sem lögin heimila meðlimum verkalýðs- félaga, fyrr en þeir hafa lokið iðnnámi og' eru orðnir félags- menn í einhverju stéttarfélagi iðnsveina. Reynslan er hinsveg- ar sú, að þegar að því kemur hafa fjölmargir hinna nýju iðn- sveina þegar misst af þessum rétti vegna þess, að á námsár- unum hafa þeir orðið að basla 1 því að eignast íbúð en viðbót- arlánin eru ekki veitt, eftir að íbúðin hefur verið tekin í not- kun. Iðnnemar, sem hafa fyrirfjö!- skyldu að sjá þurfa að leggja mjög hart að sér til að leysa húsnæðisvandamál sín, njóta því Framha’d af 4. síðu. Verdur hægt aB afqreiða fólapóstinn} Vegna eftirvlnnustöðvunar póstmanna hleðst nú jólapósturinn upp og er engan veginn hægt að * anna afgreiðslu hans í dagvinnutímanum. Allir böggiar og varningur sem komu með Krónprins Fredcrik liggja cnn óhreyfðir, og sama er að segja um það sem kom með Britt Ann og King Star, svo hætt er við að ýmsir fái jólabögglan a heldur seint þetta árið, ef samningar í kjara- dcilunni takast ekki fljótlega. — Myndina hér að ofan tók Ijósm. Þjóðviljans, A.K. í Tollpóst- stofunni í gær af jólapósti sem ekki er Hægt að afgreiða og hefur blaðið heyrt að I ráði muni að koma þessu til geymslu í lögreglustöðinni nýju. Loftieiðir kaupa hús í miðbænum f gær, laugardaginn 10. des. voru undirritaðir samningar milli Verzlunarbanka lslands hf. og Loftleiða hf. um kaup Lofl- leiða. á eigninni nr. 2 við Vest- urgötu. Er \ætlun Loftleiða að Umferðarslys Um tvöleytið í fyrrinótt varð smáslys á Skúlagötunni. Drukk- inn maður slangraði fyrir bilog meiddist eitthvað en þó ekki alvarlega. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna. hafa þar söluskrifstofur í fram- tíðinni. Stærð lóðarinnar er 1299 fer- metrar. Þar stendur nú svonefnt Bryggjuhús ásamt vörugeymslum er snúa að Tryggvagötu. Stærð hússins er um 450 fermetrar og er þar nú til húsa Heildverzlun Einars Farestveit, Heildverzlun Nathans Olsen, Verzlunin Chic og Raforka hf. Upp úr næstu áramótum munu Loftleiðir flytja farmiðasöludeild sína frá Lækjargötu 2 í húsnæði það sem verzlunin Ohic hefurnú að Vesturgötu 2. Sigurhans Hannesson látinn Sigurhans Hannesson járnshiið- smiður, Laugavegi 93, lézt í gær á Heilsuverndarstöðinni 81 árs að aldri. Sigurhans var einn af stofn- endum Félags íslenzkra járniðn- aðarmanna og hefur verið heið- ursfélagi þess í mörg ár. Kópavogur Fulltrúaráð óháðra kjósenda heldur fund í Þinghól mánudag- inn 12. desember kl. 8,30 e.h. Til umræðu verður fjárhags- áætlun bæjarins. Félögum er boð- ið á fundinn. MetveiBi hjá togaranum Mai á Nýfundnalandsmiðum ■ Togarinn Maí frá Hafnarfirði, eign Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar, er nú á heimleið af Nýfundnalandamiðum með fullfermi, um 480 tonn, sem hann fékk á vikuthna. Er þetta bezti afli íslenzks togara í lengri tíma. Skipstjóri á Maí er Halldór Halldórsson. ■ Maí er búinn að vera um hálfan mánuð í túrnum. Fór hann fyrst á miðin við Austur-Grænland en þar var lítill fiskur en mikið um ís og hélt togarinn því á Nýfundna- landsmið, Ritubanka, og þar fékk hann áðurnefndan afla. Var togarinn einn á þessum slóðum. Maí er væntanlegur til Hafnarfjarðar upp úr helginni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.