Þjóðviljinn - 11.12.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.12.1966, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. desember 19€6 — Þ.TÓÐVILJINN — SÍBA J SigriSur Einars frá MunaSarnesi: Líklega ferðast engin ])jóð á þessari jörð eins mikið og ís- lendingar. Má vel vera, og vseri ekki undarlegt, að lega íslands ætti drjúgan þátt í því. Eða liggur það í eðli þessarar þjóð- ar að eira ekki í heimahögum, vilja komast sem lengst í burtu frá þessu landi, vilja kynnast fjarlægum þjóðum og sjá stóru löndin, sem liggja svo óend- anlega fjarri, sigla yfir höfin breið, fljúga burt með faríugl- um, og eins og þeir leita aftur til ættlandsms af einskærri heimþrá. Því svo er flestum íslendingum farið, sem erlend- is hafa dvalið, að fyrr eða síðar fyllast þeir óviðráðanlegri heimþrá sem stundum er unnt að framfylgja en stundum ekki. En þetta er ekkert und- arlegt, öll tilbreyting er lífinu eðljleg. Og allt frá fyrstu tíð hefur íslendingum verið þessi útþrá í blóð borin og ekki hef- ur verið um áhættuna spurt, er þeir sigldu sínum seglskipum yfir ólgandi höf, námu lönd og fundu jafnvel heilar heimsálf- ur. Nú er hægara um vik að fylgja fuglunum. sem fljúga um loftin blá.- Ég man þessa þrá írá mínum æskudögum, er ég sá sól hverfa við hafsbrún í vestri, gengna norður fyrir Hamarfjall og roða bláloftið út við sjóndeild- arhringinn, þá komu mér oft í hug orðin sem Björnstjerne Björnsson leggur Eyvindi í „Kátum pilti“ í munn: Út vil ég, út vil ég undralangt. Það var einhver þungi í þessari þrá, sem aldrei gat horfið úr huga mínum og enda þótt mér auðn- aðist að komast ,,út undralangt“ vitjaði þessi þrá mín æ ofan í æ. eða, það var eitthvað likt og með farfuglana: — i útland- inu heimþráin, í heimalandinu útbráin. sem seiddi á víxl. Og nú geta allir flogið hvert á land sem er, eða siglt yfir höfin breið og djúp, séð önnur lönd og skoðað glæsileik stórra borga. og kynnzt ólíkum þjóð- um, háttum þeirra og högum. svo þegar heim er komið, sagt sínar fróðlegu ferðasögur, svo það væri eins, og að bera í bakkafulian lækinn, ef ég færi að segja eina slíka ferðasögu og þáð frá landi sem ég aðeins hef gist hálfa aðr-a viku. Ég tek þvi strax fram að þetta verður engin ferðasaga. Kannske öllu frekar brot úr minningum nokkurra daga um mánaðamót ágúst-september s.l.. en þá kom það að ,mér að fara á eftir far- fu'.dunum yfir höfin blá. Og það var næstum þvi af tilviljun að einhver fegursta höfuðborg Evrópu varð fyrir valinu. borg- in' sem stendur svo að segja mitt í hjarta Evrópu. fjarri öllUm ströndum hafs. á mörgum fögrum skógivöxnum hæðum en það er Budapest. höfuðborg Ungver.ialands. Fyrir níu árum kom ég við á flugvelli þessarar borgar á leið minni t.il og frá Rúmeniu. Þetta var sumarið 19S7 á þeim heitasta sumardegi. sem ée hef lifað. í forsælunni var hitinn þá 46 stig C. Yfir Budapest ljómaði júlísólin og glampaði á fagurgrænt, skógi- vaxiö landið og fljótið mikla, Dóná, sem streymir gegnum borgina frá norðri til suðurs og glampaði eins og breiður silfurstrengur í grænu flosi. Ég varð þá strax hrifin af feg- urð þessarar borgar er ég flaug þar yfir en þá átti eg þess ekki kost að dvelja þar nema stutta stund á flugvellinum. í byrjun sept. sl. var háð í Budapest Evrópumót í frjálsum íþróttum. Ég hef aldrei haft neinn sérstnkan áhuga ú íþrótt- um og ber á þær lítið skyn, en vegna þessa móts stóð til, að ferðaskrifstofan Landsýn ann- aðist ferð áhugamanna þangað og annarra ])eirra er fýsti þang- að að fara. Það fór þó svo að íþrótta- og áhugamenn fóru íleslir á eigin spýtum, utan einn er ég varð samíerðn í ílugvél- inni og ' sótti hann mótið í Budapest, en ég fór aðrar leið- ir þar. Við vorum þvi aðeins tvö á vegum ferðaskrifstofunn- ar, en annars hvort Öðru óvið- komandi. Vel hafði verið séð fyrir ölum nauðsynjum og fékk ég herbergi á kvenstúdenta- heimili, sem tekið hafði verið í notkun fyrir útlent ferðafólk, sem streymdi til borgarinnar úr öllum áttum um þessar mundir, sjálfsagt sumpart vegna mótsins. Ég hafði þarna ágætt herber*gi í alveg nýrri byggingu, pétt við háskólann, sem stendur skammt frá Petöfi- brúnni við Dóná. Þetta her- bergi var ætlað tveimur stúlk- um og voru í því tvö skrifborð, margir speglaskápar, tvö rúm með rauðum silkifóðruðum vattteppum, og var mjög hreint og snyrtilegt, en því fylgdi ekki einu sinni morgunkaffi og ekkert nema heitt og kalt vatn og góð miðstöðvarhitun. Ég varð því að fara 10—15 mínútna morgungöngu til að fá mér morgunkaífi. en bæði það og allar máltíðir höfdu verið greiddar fyrirfram af ferða- skrifstofunni. Ekki þurfti því annað en ganga inn á beztu veitingahús borgarinnar og þau voru þó nokkuð mörg víðsveg- ar um borgina, þar sem hægt var að fá ,allar veitingar gegn ávísunarseðli. Ég fékk mér alltaf morgunkaffi á Hótel Gellert, einu af beztu hótel- unum, en það stendur undir Gellert hæðinni, þaðan sem út- sýn yfir borgina er fegurst, og það er rétt við Frelsisbrúna, sem • þá var verið að mála í rauðum. lit. Gekk ég yfir þá brú oft á dag og var nálægt sjö mínútur á leiðinni. Vand- ist ég fljótt á að rata um borg- ma hvert sem ég vildi fara eft- ir korti. sem ég fékk strax og ég kom. Svo var líka annar vegvísir öllu öðru betri, en það var Dóná. sem skiptir borgun- um Búda, gömlu borginni vest- an árinnar, og Pest að áustan. Upphaflega voru þær þrjár, sem sameinaðar voru í eina borg og hét hin þriðja Óbúda. Ér ég fór út frá stúdentaheim- ilinu lagði ég oftast leið mína eftir stræti þvi er Budazoki heitir. eða þá Bartok Bela út (út þýðir stræti, utca gata) og er hún kennd Við heimsfræga tónskáldið Béla Bartók, þriðja leiðin lá inn Dónárbakka eft- ir Múegyetem en það er heitið á verkfræðiháskólanum, sem stendur við þann rakpart, en svo heita allar götur við ár- bakkana. Rélt þar veslur af liggur Petöfi-brúin yfir ána og er hún kennd við frægasta ljóðskáld Ungverja Sándor Petöfi, en hann féll i frelsis- stríðinu fyrir þjóð sína árið 1849, aðeins 26 ára gamall. Ár- ið áður, 1848 samdi hann þjóð- söng Ungverja og flutti hann þjóð sinni daginn eftir, hinn 10. marz, á fjölmennri útisam- komu í Budapest er varð upp- haf byltingarinnar sem þá var gerð gegn áþján og kúgun Habsborgaranna undir forystu Lajos Kossuth. Eitt lítið ljóð eftir Petöfi lærði ég þegar ég var ung í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar, nú er það -sungið undir fallegu þjóðlagi í Ungverja- landi. Frá Petöfibrúnni hélt ég á- fram upp með Dóná, fram hjá háskólabyggingunni og inn á Gellerthótelið. Á torginu, sem heitir Gellert tér (tér þýðir svæði), er stór blómareitur og í honum miðjum minnismerki fallinna sovézkra hermanna. Á Gellert hótelinu fæ ég mér miðdegisverð, ágætan heitan mat með bjórglasi, ábæti cg seinast tyrkneskt kaffi, því ég sit þar lengi og nenni ekki að fá mér nema eina máltíð á dag og fyrir þetta greiði ég sem svarar eitt hundrað isl. kr. til 130,00, ef ég tek glas af likjör með. Maturinn þarna er fyr- irtaks góður og eftir því ódýr. Stöku sinnum fór ég inn á Hótel Astoria, sem er engu sið- ur flott, og hreinlæti er alls- staðar í fullkomnasta lagi. Ég þurfti ekkert að spara þvi ég hafði matarávísanir mikið um- fram þarfir. Frá Hótel Gellert liggur stígur upp á hæðina, sem ber sama nafn og þaðan sást yfir alla borgina, svo langt sem augað eygir. Er hún víðáttu- mikil og eins og grænn feldur í fjarskanum, hálf hulin léttri grárri reykjarmóðu. Þarna rétt fyrir neðan hæðina streymir Dóná lygn og breið,.ljós á lit næstum gul-græn, en svo sann- arlega ekki blá. og 'klýfur borg- ina í tvennt, Búda, sem stendur á fegurstu hæðunum í vestur og Pest, sem liggur á meira láglendi i austur en þar eru stóru verzlunarhverfin og ný- byggingarnar sem teygja si" lengra og lengra austur og suð- ur á bóginn, þvi Budapest þenst út svo óðfluga að nú munu vera þar yfir 2 miljónir íbúa. Ég er góða stund^ að ganga niður öll þrepin á Gellert-hæðinni, en þaðan fer ég yfir Dóná á Frels- isbrúnni og er þé komin til Pest. Þar er dálítill lystigarð- ur, Dimitrofftér; er bar mynda- stytta úr eir af Dimitroff. Þai'na ' sat ævinlega fjöldi fólks, sem hvíldi sig á bekkjunum og lét sólina baka sig. Þarna var ég líka vön að setjnst og hvíla mig stundarkorn og hélt síðan á- fram ýmist inn með ánni eftir Belgrad rakpart eða inn Vaci- stræti og inn á breiðstrastið Kossuth I,ajos út- Er það ein hin glæsilegasta gata í borginni og ' aðalverzlunarhverfiö. Enda voru þar márgar fallegar gluggasýningar, sem fólk stóð , í hópum við að skoða, mátti fá þarna mikið af ágætum, fal- legum varningi og mun ódýr- Úr veitingasal. ari en í Danmörku og Stokk- hólmi, en. líklega ekki eins mik- ið úrval, þó sa ég þar fallegustu og dýrustu ullarefni sem ég hef séð, en þau voru innflutt fr.á Englandi. í öllum stærri verzlunum eru töluð erlend tungumál, einkum þýzka, en enska -fremur óviða nema á hótelum og stofnunum. Jafn- vel flestir bilstjórar sem ég þurfti að íerðast með töluðu þýzku. Rússneska er þar kennd í skólum og mjög margir tala tékknesku. Ungverskan er svo ólik öllum öðrum tungumál- um, en ku vera eitthvað skyld finnsku. Að minnsta kosti fannst mér hún hrein og hljóm- fögur líkt og fínnska, en hvor- ugt málið -kann ég, en fram- burður ungverskra orða fannst mér afar auðveldur, því ég mátti lesa þau eins og ég væri að lesa islenzku, nema komm- urnar yfir raddstöfunum voru oftast öfugar við íslenzkan framburð. Á ferðaskrifstofunni Ibusz fékk maður bæklinga með orðasafni á ungversku og býzku (og sjálfsagt ,á mörgum fleiri málum) og annan með mvndum af nauðsjmlegum hlut- um og athöfnum, með heitum Hótcl Gcllert. Séð yfir hótelgarðinn o g útisundlaugina. Málverk Mihály Munkácy: Kona við strokk. á ungversku og einu öðru máli. Þetta gat orðið til mikils hægð- arauka. ★ Um nokkurt skeið fyrir löngu hafði ég skrifazt á við ung- verska konu, sem ég kynntist á heimsþingi kvenna í Kaup- mannahöfn 1953. Mörg ár voru nú liðin frá því ég hafði fengið bréf frá henni og ég bjóst, við að hún væri dáin eða hefði skipt um bústað í Budapest svo ég hringdi til hennar og varð hún ekki litið undrandi er hún fékk að vita að „ísland“, eins og hún kallaði mig í Kaup- mannahöfn, væri allt í eiriu komin til Budapest. Lét hún ekki á sér standa, en kom stuttu seinna, sótti mig og bauð heim til sin. Þessi kona er háskólakennari og doktor. Hún var gift ungverska tón- skáldinu Ernö Huszká, hapn var mjög vinsæll og þekktur píarióleikari og tónskáld, en hann lézt fyrir einu ári, 84ra ára. Dr. Huszka Ernöné (það er sérkennilegt við nöín giftra kvenna þarna, að aftan Við fornafn eiginmannsins er bætt né sem þýðir kona), var miklu yngri en maður hennar og hún situr enr. í sínu embætti, en hún sagðist vera komin yfir starfsaldur. Á heimili henn- ar, í stærstu stofunni, stendur flýgillinn hans lokaður. Hún býr þarna ein í fjögurra her- bergja íbúð. en leigir frá sér eitt lítið herbergi. ,,Annars hef ég of stóra íbúð“. sagði hún, „og verð að greiða aukaskatt fyrir, húsnæðisvandræðin eru orðin svo mikil“. Annars er húsaleigan mjög lág, engir skattar, ýms friðindi, en mán- aðarlaun hennar nálgast þrjú þúsund forint (eitt forint tæp- ar tvær jsl. kr.). Hún 1 sagðist hafa alveg nóg og geta hjálp- að gamalli konu, sem ekkert hefur nema ellilaunin, en þau eru mjög lág, eftir því sem frú- in tjáði mér. Með dr. Huszka var vinkona hennar sem einn- ig er háskólakennari í sálfræði, þær sögðu báðar strax og þær hittu mig til að fyrirbyggja all- an misskilning, að þær væru ekki kommúnistar, skiþtu sér ekki af pólitík og væru ekki í neinum flokki. En þær sögðu að í ríkisstjórn ungverska al- þýðulýðveldisjns réðu kommún- istar mestu, eða öllu. Mér þótti því gott að eiga viðtal við þess- ar hlutlausu konur, sem svo er kallað, álit þeirra yrði þá ekki háð þeirn hræðilega „kommúnisma", sem margar vestrænar þjóðir og þar á með- al Islendingar álíta svo hættu- legan. Ég spurði þær ofurlitið. án þess að vilja vera nærgöng- ul. Þær þurftu ekki að kvarta, en verkamenn og ófaglærðir höfðu miklu lægri laun og gátu ekki veitt sér eins gott húsnæði, en þar er nóg vinna og allar nauðsynjar i lágu verði, en lúxusvörur eru frem- ur dýrar, samt ódýrari en hér og á Norðurlöndum. Ferðir með sporvögnum kosta i forint eða um tvær krónur islenzkar. Leigubill kostaði langan veg 40—50 ísl. kr. svo fátt eitt sé nefnt. Ég spurði hvernig á- standið hefði verið 1956, þeg- ar uppreisnin var gerð og baeld niður með rússnesku hervaldi. „Það voru hræðilegir tímar“, svöruðu þær og lutu höfdíi. En þær kærðu sig ekkert um hina sovézku hersetu í landinu: „Reyndar vitum við lítið af þeim, þeir standa bara á verði hér og þar í borginni", Ég sá þá sjálf í nágrenni við háskól- ann á nokkrum stöðum rétt þar hjá, sem ég bjó og minhtu þeir á brezku hermennina, sem voru hér á fyrstu striðsárunufn. ' „Við höfum líka bandarískan her á íslandi, sem fjöldi íslend- inga vill fyrir hvern mun losna við”, svaraði ég henni, „og sennilega mikill meirihluti þjóðarinnar": En sá her var ekki sendur til að bæla niður innbyrðis óeirðir á íslandj, ekki til að hjálpa íslendingum í einu né neinu svo vitað sé, ekki einu sinnt þegar þjóðin reyndi að verja landhelgi sína og fiskimiðin gegn ágengni Eng- lendinga. Þá hreyfðu hiriir bandarísku verndarar okkar hvorki hönd né fót. En hvernig hefði farið, ef uppreisnin 1956 hefði ekki ver- ið bæld niður í Ungverjalandi? Því það var vitanlegt að að henni stóðu fasistar og aðrir þeir sem gengið höfðu á mála hjá Hitler á stríðsárunum með an Ungverjaland var hersetið þýzkum nazistum. Blóðugir bardagar eru alltaf skelfing. En hvernig hefði líka farið ef yf- irgangur þýzku nazistanna í Evrópu héfði ekki verið stöðv- aður? Þá voru það Bandaríkin og Sovétrikin, sem tóku saman höndum um að frelsa hinar her- teknu þjóðir Evrópu úr klóm hinnar voðalegustu villi- Framhald á 9. síðu. >--r-------------------------- Mario Alieata látinn, 48 ára RÓM 9/12 —Látinn er í Róm ritstjóri „l’Unitá", blaðs ítalskra kommúnista, Mario Alicata, 48 ára að aldri. Banamein þans var .hjartaslag. Alicata var bók- menntafræðingur að mennt og gat sér kornungur orð fyrir rit- dóma og heimspekjskrif. Rétt rúmlega tvítugur að aldri gekk hann í hinn leynilega félagsskap kommúnista i Róm, var hand- tekinn 1942, en látinn laus eftir fall Mússólinis. Hann varð þá ritstjórp „l‘Unitá“ sem enn kom út á laun, og einn af leiðtog- um andspyrnuqfeyfingarinnar gegn fasistum í Róm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.