Þjóðviljinn - 11.12.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 11.12.1966, Síða 4
 4 SlÐA — ÞJÖÐVILJTNTSr — Sunnudagur 11. desember 1966. Otgeíandi: Samelnlngarflokkiur alþýdu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús KJartansson, Siguróur Guómundsson. Fréttaritetjóri: Siguióur V. Frióþjófsson. Auglýeingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-600 (5 línur|. Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- eöluverð kr. 7.00. Þeir óttast Alþýðubandalagið Jjað leynir sér ekki þ.essa dagana, að stjórnmála- andstæðingar Alþýðubandalagsins óttast gengi þess. Hinum ótrúlegustu sögusögnum er komið á loft um Alþýðubandalagið, augljóslega í þeim til- gangi að sverta það í augum almennings. Ein slík furðusaga birtist nýlega í Morgunblaðinu um stór- átök innan Alþýðubandalagsins, sem m.a. áttu að vera á milli formanns þess og varaformanns. Til- efni þessara furðuskrifa Morgunblaðsins er það, að nýlega var kosinn formaður, varaformaður og ritari í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins eins og lög þess mæla fyrir um. Á fyrsta fundi fram- kvæmdastjómarinnar var Guðmundur Hjartarson kosinn formaður, Guðmundur Vigfússon varafor- maður og Gils Guðmundsson ritari. Tillaga hafði komið fram um það að Hannibal Valdimarsson yrði kosinn formaður, en meirihluti framkvæmda- stjórnarmanna leit svo á að ekki væri æskilegt að sami maður skipaði formannssséti í Alþýðubanda- laginu sjálfu, í miðstjórn þess og einnig í starfs- nefnd samtakanna eiris og framkvæmdastjómin er! "Engin átök urðu á fundinum heldur þvert á móti hið ágætasta samstarf um allt sem þar gerðist. purðusögur Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins sem nú hefur endursagt ósannindi Morgun- blaðsins, eru því úr lausu lofti gripnar, og sagðar til þess að reyna að vekja tortryggni á Alþýðu- bandalaginu. Ritstjórum Morgunblaðsins og Al- þýðublaðsins þykir það mesta svívirðing við Hanni- bal Valdimarsson, að hann skyldi ekki kosinn for- maður framkvæmdastjórnarinnar. En hvernig er hliðstæðum störfum hagað í þeirra flokkum? Ný- lega skýrði Morgunblaðið frá því, að Baldvin Tryggvason hefði verið kosinn formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins, en sú stofnun í þeim flokki er sambærileg við framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins. Var sú kosning Baldvins sér- stök svívirðing fyrir Bjama Benediktsson formann flokksins? Eða var verið að lítillækka formann Sjálfstæðisflokksins þó að annar maður væri kos- inn formaður fulltrúaráðsins? Og hvað segir Al- þýðublaðið um það, að Eggert Þorsteinsson hefur að undanförnu verið formaður í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins, en ekki Emil Jónsson formaður flokksins? Var sú skipan gerð til þess að lýsa yfir vantrausti á Emil? ^uðvitað var sú ákvörðun 1 framkvæmdastjóm Alþýðubandalagsins að kjósa Guðmund Hjart- arson sem formann þeirrar starfsnefndar á engan hátt gerð vegna vantrausts á Hannibal Valdimars- syni. Þar réð úrslitum mat manna á því hvað væri hagkvæmt fyrir störf 1 framkvæmdastjóminni Æsiskrif Morgunblaðsins og#Alþýðublaðsins um það að allt logi 1 ófriði í Alþýðubandalaginu eru al- gjörlega úr lausu lofti gripnar. Slík skrif eru fram kominn af ótta við styrk Alþýðubandalagsins, — ótta, sem er mjög athyglisverður. BAÐSTOFAN HAFNARSTRÆTI 23 í gær hófust í Laugarás- bíói sýningar á mynd sem við viljum eindregið hvetja fólk til að gefa sér tíma til að sjá þrátt fyrir jjóla- annirnar, en það er Veðlán- arinn, gerð af Bandaríkja- manninum Sidney Lumet, en í aðalhlutverki er Rod Steiger, sem fékk verðlaun fyrir bezta leik er kvik- myndin var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín 1964. Myndin Xjaliar um Gyðing, Sol Nazermann, sem rekurveð- lánarafyrirtæki í spæriska Har- lemhverfi í New York, viðskiþtavinir hans eru mestu iátæklingáí borgarinnar, vænd- iskonur, eiturlyfjáneytendur, ungir bófar og fleiri álíka. Sjálfur er Nazermann dauður fyrir heiminum kringum sig. Hsnn lifir og græðir næga pen- inga til að sjá fyrir ágjörnum ættingjum sínum, svt> þeir láti hann í friöi og hann geti lifað í einangrun. Framtíð á hann sér enga, aðeins fortíð, sem hann reynir að gleyma, en minningarnar ieita á hann: hamingjusamt h jónaband og ir.dæl börn, — líf sem nazistar lögðu í rúst. Hversdagsiegustu hljóð í ó- þverralegu nágrenninu vekja með honum minningar um hrylling fangabúðanna- Hundur sem geltir að unglingum í slagsmálum rifjar upp minn- inguna um hund sem reif með- fanga hans í tætlur á gadda- vírsgirðingu, vændiskona sem afklæðir sig og býður blíðu sína minnir' á þann atburð er hann var neyddur til að horfa á er SS menrj nauðguðu eigin- konu hans, 'andlit farþega í neðanjarðarlest breytast allt í einu í aridlit fanga á leið til fangabúðanna í gripalest þar sem sonur hans var trampaður niður án þess að hann sjálfur gæti nokkuð aðhafzt honum til hjálpar. Fyrir Sol Nazermann er lífið aðeins vélrænt, hann er dauður þótt hann sé lifandi. Áhorfandinn kynnist Nazer- mann, veðlánaranum, smám saman og þótt hann sé óaðlað- andi, bítur og fullur haturs og fyrirlitningar er ekki hægt annað en fá samúð með hon- um. Það er varla rétt að lýsa hér atburðarás myndarinnar þar sem sýningar á henni eru ný- byrjaðar, en óhætt er að segja að hún heldur áhorfandririum föngnum frá upphafi til enda, mannlýsingin er óviðjafnanleg, — efnið óvenjulegt. Við höfum að vísu fengið að sjá ýmsar myndir um ógnir nazistafanga- búðanna, en það eru færri sem tekið hafa fyrir það fólk 6em lifði þessar ógnir af, hvemig því hefur vegnað í lífinu á eft- ir, hver óafmáanleg merki fangavistin hefur sett á það, Rod Stciger og Jaime Sanchez i „Veðlánaranum“. líkamlega og þó ekki sízt and- lega. Eitt dæmi fáum við að sjá í þessari mynd. Byggingalán til iðnnema Framhald af 1. síðu. ekki viðbótarlánanna, þegar þeir þurfa flestum fremur á þeim að halda, og geta síðan að "loknu námi ekki notið þess réttar, sem iðnsveinar almennt fá, vegna þess að Viðbótarlánin eru ekki veitt út á aðrar fbúðir en þær, sem enu í byggingu. Iðnnemasamband Isl. sam- ; þykkti ályktun um þetta mál á ! þingi sínu hinn 28. — 30. okt. | siðast liðinn, þar sem gerð er krafa um, að iðnnemar fái að- ild að viðbótaríánum hjá bygg- ingarsjóði ríkisins, og á ■ -þingi- ASl fyrir skemmstu var sam- þykkt ályktun til stuðnings við iðnnema £ þessu máli. Þótt ýmsir aðrir vankantar, sem lagfæna þyrfti, séu í lög- unum um húsnæðismálastjóm, eru í frumvarpi þessu ekki gerð- ar tillögur um aðrar breytingar en þær, að iðnnemar fái að njóta þeirra viðbótarlána, sem nú eru einskorðuð við félagsmenn í verkalýðsfélögum innan A.S.Í. KRISTINN GUÐASON H.F. Klapparstíg 27 Sími 12314. Laugavegi 168 Sími 21965. „Veðlánarinn" Ný kjörbnð KR0N í Hlíðunum Framhald af 1. síðu. Ingimundarson fulltrúi séð um. Trésmíðameistari var Benedikt Deildárstjóri verður Hreinn Einarsson, sem jafnframt hafði f umsjón með byggingunni. Múr- ars1?on KKON í Barmahlið 4, og arameistari var Björn Kristjáns- er að vænta að viðskipta- son og pípulagningameistari Ingi- 01000 ro? 1 Hliðunum fagni bjartur Þorsteinsson. Raflagnir |>essum nyju husakynnum og teiknaði Ögmundur Kristgeirs- bættu aðstoðu og ekki sakar að son, og var hann jafnframt raf- feta þess að kringum verzlun- virkjameistari hússins. Kæli- og ma eru næe bilastæði fyrir þá frystikerfi annaðist Gísli Ágústs- sem tcnsra *toma að' son. Innréttingar allar eru írá®---------- ■---------------- sænska Samvinnusambandinu en frystikista og kjötafgreiðsluborð frá Levin í Svíþjóð. Kæliklefar í búðarhlið, sem ætlaðir eru fyr- ir mjólk og aðrar kældar vörur, eru frá Hugin í Stokkhólmi. ★ Skipulag innréttinga og nið- urröðun vara hefur Guðmundur K E,RT I í flestar gerðir bíla. Ásgrímskort, hand- unnar ullarvörur, gærur, myndabækur, brúður í þjóðbúning- um, silfurmunir, gestabækur. Hjartanlega þakka ég fyrir ógleymanlega samúð og vin- áttu, sem mér og fjölskyldu minni var sýnd af frændum og vinum við andlát og jarðarför elskulegrar konu minnar, KARÓLÍNU INGIBERGSDÓTTUR, með minningargjöfum og hlýjum kveðjum. Ingimundur Ólafsson, Langholtsvegi 151. „Allt sem þér þurfið oð , \ vita um..." Gissur jarl eftir Ólaf Hansson. f bók þessari er allt, sem þér þurfið að vita um Gissur jarl. Bók þessi er í nýjum bóka- flokki „Menn í öndvegi“. í sama flokki er bókin „Skúli fó- geti“ eftir Lýð Björnsson, cand mag. 152 bls. kr. 344. Sagt frá Reykjavík Eftir Árna Óla. Þessi nýja Reykjavíkurbók Árna er prýdd fjðlda mynda. 260 bls. kr. 446,15. ☆ ☆ ☆ Athugið hvort ekki vantar í ■þókasafn yðar þessar úrvals- bækur: Endurminningar Sveins Bjömssonar fyrsta forseta íslenzka lýðveld- isins. 320 bls. kr. 258. Lögfræðingatal eftir Agnar Kl. Jónsson. Frá- sagnir af 669 lögfræðingum á tímabilinu 1736—1963. — 736 bls. kr. 709.50. Jón Guðmundsson ritstjóri eftir Einar Laxness. Stór bók um einn helzta sam- starfsmann Jóns forsota. — 438 bls. kr. 268,75. safoid

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.