Þjóðviljinn - 11.12.1966, Page 9

Þjóðviljinn - 11.12.1966, Page 9
Sunnudagur 11. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g Éfeimsókn tíí Búdapesí Framhald af 7. sídu. mennsku sem átt hefur sér stað í heiminum. Hvernig sem farið hefði, ef uppreisnin í Ungverjalandi hefði ekki verið bæld niður, þá er eitt víst að í Budapest sér ferðamaðurinn frjálslegt, fal- legt og vel klætt fólk, hvort sem er á götum borgarinnar eða við hin ýmsu störf úti sem inni. Og þrifnað og snyrtimennsku hef ég hvergi séð slíka sem þar, nema ef vera kynni í Svi- þjóð, en þar virtist mér kyrr- staða meiri. Ungverjar hafa þurft að byggja upp og gera það. Óhemjumiklar bygginga- framkvæmdir hafa átt sér stað og virðast vera í fullum krafti. Dr. Huszka og Marika vin- kona hennar fóru einn sunnu- daginn með mér um borgina, svo ég gat skoðað margt af því markverðasta og fallegasta, sem þar var að sjá. í>ær fóru með mér á listasafnið, en þar eru málverk og höggmyndir flest- ar frá seinni hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar. Abstrakt eða nútírpalist sá ég þar ekki, því hún var í öðrum húsakynnum og stóð til að halda sérstaka sýningu á henni eingöngu, þá eftir nokkra daga. - Listasafn ungverska alþýðu- lýðveldisins var stofnað árið 1957, það er mjög stórt og er í sérstaklega fallegri byggingu. Sum af málverkunum festi ég niér í minni. Einna gleggst man ég eftir málverki frá 1873 eft- ir Mihály Munkácy og er af konu, sem situr við að strokka smjör. Hún minnti mig á gamla daga þegar strokkað var í næstum því alveg eins bullu- strokk í minni sveit, en aldrei sá ég setið við að strokka, eins . og ungverska konan gerir. Önn- ur mynd er þarna eftir hinn sama heimsfræga listamann: f klefa hinna dauðádáemdu, stór- kbstlega áhrifaríkt málverk. >á sá ég þarna brjóst-mynda- styttu af Bernard Shaw, sem gerð er 1932, er hún eftir Zsig- mond Kisfaludi-Stróbl. Það var skemmtilegt og fróð- legt að skoða þessi listaverk síðustu aldar og allt til 1950. Þá skoðuðum við Margrétar- eyjuna, sem er stór eyja í Dóná. Er eyjan öll hínn fegursti lysti- garður, með tjörnum og gos- brunnum, trjágöngum, mörgum listaverkum og myndastyttum. íægar rökkva tók var kveikt á mörgum fjólubláum ljósum við gosbrunnana, sem féllu á iðandi úðann svo því var lík- ast sem þarna væri maður kom- inn inn í hulduheima' ævintýr- anna. En Margrétareyjan var stolt höfuðborgarinnar í Ung- verjalandi. Sunnan við hana liggurt „ Márgrétarbrúin yfir Dóná. Þá fór’ég iheð þessum ágætu konum upp í„ kastalann í Buda. Miklar og glæsilegar bygging- ar og Matthíasarkirkjan er hin fegursta yölundarsmíði, með öll tumþokin innlögð mosaik- myndum: Ihhí ! kirkjuhni gat ég ekki vel • áttað mig. >að átti að fara að hefjast messa og búið var að kveikja undur- samleg og dularfull Ijós á alt- arinu og inn úr kórdyrum svifu einhverjar verur í messuskrúða eins og svipir í hálfrökkrinu. En mét varð kvnlega óglatt og hélt það stafaði af innibyrgðu lofti inni i kirkjunni og reyndi að koma mér út í anddyrið. Frúin bauð mér að skoða lista- verkadeild kirkjunnar en þvi miður treysti 'ég mér ekki tii að vera lénguf þarna inni. Mér fannst ég vera að kafna eða það væri a$ liðe yfir mig. Mar- ika, sem er prófessor í sál- fræði. hélt því fram að þessi vanlíðan mín væri sálræns eðl- is, því að í kirkjunni væri hreint loft. Ée- veit það ekki en mér batnaði fliótt þegar ég ge- feneið mér sæti úti í tæru úðaregni. * Og gott var að Vnma inn f veitingasalinn á Gellert og fá sér hressingu eftir þessa miklu ferð um borgina. Þegar ég fór að heiman hafði ég í höndum bréf frá ungvérsku friðarhreyfingunni undirritað af fyrrvérandi forseta hennar, Árpád Szakasits, en hann lézt fyrir rúmu ári. Ég gerði mér samt það ómak að ég hringdi í skrifstofuna og fór svó þangað á tilsettum tíma. Þar hitti ég miðaldra konu sem er ritari í stjóminni og aðra unga stúlku, sem ég talaði við. Könnuðust þær við mig og mundu eftir að hafa sent bréf það er ég hafði með mér, en svarbréf mitt hafði aldrei borizt þangað á skrif- stofuna, enda hafði ég sent það á nafn Szakasits, sem þá mun hafa verið orðinn sjúkur, og þess vegna ekki svarað bréfi mínu, en ég hafði áður haft við hann nokkur bréfaskipti. Að lítilli stundu liðinni kom svo inn ungur maður og að því er mér skildist núverandi for- seti hreyfingarinnar, sem heit- ir István Dóby. Talaði ég lengi við hann og sagði hann mér frá starfsemi friðarhreyfingar- innar í Ungverjalandi, einnig fræddi hann mig á ýmsu í sambandi við hinn nýlega látna foringja þeirra. En sú saga er í sjálfu sér nokkuð sérstæð oe merkileg. Árpád Szakasits var af al- þýðufólki kominn eða úr verka- mannastétt og sjálfur var hann í fyrstu steinhöggvari og kynnt- ist kjörum verkamanna svo haqn gerist ungur einn af for- ustumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar, og þegar demókrata- flokkurinn var stofnaður gekk hann strax undir hans merki. Á árunum eftir fyrra heims- stríðið dvaldist hann við nám í Dresden í nokkur ár. Eftir að hann kom aftur heim til Budapest gerðist hann blaða- maður og var um langt skeið formaður ungversku blaða- mannasamtakanna. Hann gaf sig mikið að atjórnmálum og gekk í kommúnistaflokkinn eft- ir að hann var stofnaður (en ég veit ekki nákvæmlega hve- nær). Árið 1949 varð hann forseti ungverska alþýðulýð- lýðveldisins, en ári síðar, 1950, hlaut hann ásamt 30 öðrum stjórnmálamönnum 20 ára fang- elsisdóm, en vorið 1956 var hann og hinir 30 aðrir, sýkn- aður, (reyndar mun hann aldrei hafá setið í fangelsi heldur undir dómi þessi 5—6 ár). Svo undarlega vildi til að ég las það í íslenzku blaði 1949 að hann hefði verið gerður for- seti Ungverjalands og mynd af honum- fylgdi þeirri frétt. Ég þekkti þá strax að þetta var hinn sami Árpád og kennt hafði mér þýzku í Dresden veturinn 1923, en svo vissi ég ekki meira, fyrr en ég las í franska stór- blaðinu l’Humanité, 4. apríl 1956 að hann hefði verið sýkn- aður af dómi þeim í 20 árá' fangavist ásamt 30 öðrum social-demókrötum, sem Georgy Marosan, þáverandi iðnaðar- málaráðherra lét dæma þá til. Þessa sömu frétt heyrði ég svo í Ríkisútvarpinu hér nokkr- um dögum seinna. Ég reyndi oft eftir þetta að fá nánari fregnir'f’ af þessum mínum ágæta kenn- ára og mikilhæfa manni, en af einskærri tilviljun fékk ég loks að vita að hann væri á lífi, ætti m.a. sæti í heimsfriðarráð- inu og væri forseti ungversku friðarhreyfingarinnar. Eftir það fóru nokkur bréf okkar á milli og sagði hann mér þá að hann helgaði friðarstarfinu alla sína krafta, en auk þess var hann í ungv. ríkisráðsstjórn- inni og hefði verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum. Árpád Szakasits var talinn fluggáfað- ur. menntaður og mikilhæfur stjórnmálamaður. Og nú þegar hefur verið gerð af honum brióst-mvndastytta og honum reistur minnisvarði, sem ein- um hinna ágætustu rhanna sinnar þjóðar, enda var hann mikill ættjarðarvinur. Ungi maðurinn, sem ég tal- aði við þarna á skrifstofu frið- arráðsins, sagði mér einnig frá ýmsu í sambandi við starfsemi þess nú. en það sem nú um sinn mestu máli skiptir er auð- vitað árásir Bandaríkjamanna í Vietnam og fékk ég hjá hon- um nokkuð nákvæma skýrslu um aðstoð þeirra við fólkið þar sem svo hart verður úti undir sprengjuárásunum sem yfir það er látið rigna rétt eins og guð gerir þegar hann lætur sína sól skína yfir rétt- láta og rangláta, en í stað sól- skins og regns frá guði varpa stríðsmenn Jónssonar eldi og brennisteini yfir lifandi mann- verur réttlátar jafnt sem rang- látar austur £ Víetnam. Handa þeim sem fyrir ósköpunum verða hafa Ungverjar látið reisa sjúkrahús, sent lyf- og læknishjálp matvörur. fatnað og æskulýðshreyfingin þar hef- ur sent marga tugi miljóna í peningum auk annars. Fólk af öllum stéttum frá verkamönn- um og bændum til æðstu emb- ættismanna, skálda og vís- indamanna um allt landið hef- ur tekið þátt í hinni margvís- legu söfnun til aðstoðar hinu nauðstadda fólki í Víetnam, sem ekkert annað hefur til saka unnið en það að vilja lifa óáreitt af óviðkomandi fjar- lægri þjóð, sem óbeðin fer að skipta sér af því, í þeim til- gangi að brenna það lifandi; að eyðileggja og eitra alla möguleika þess til lífsafkomu. Ungverska friðarhreyfingin hefur sannarlega látið mikið til sín taka í fjárhagslegri að- stoð við þetta fólk í Víetnam, sem þyngstar búsifjar hefur hlotið af völdum þeirra amerík- önsku vina okkar, sem hér á íslandi hafa einnig sínar her- döildir, til hvers sem þær nú eru. Auk þess hefur ungverska friðarráðið sent Johnson for- seta mótmæli gegn þessum sprengjuárásum á Víetnam, og krafizt þess að þeim verði hætt tafarlaust. Slík mótmæli hafa verið send Bandaríkjum N- Ameríku, undirrituð fólki af öllum stéttum og hinum ýmsu trúarbrögðum, jafnt kaþólsk- um sem gyðingum, trúuðum sem trúleysingjum, kvennasam- tökum, æskulýðssamtökum, lög- fræðingasamtökum og m.fl. >á hefur verið gefin út í stóru upplagi bæklingur með mynd- um af fórnardýrum þeim sem orðið hafa fyrir napalmsprengj- unum og þeim hnyllilegu af- leiðingum sem villimennska bandarísku stríðsárásanna hafa valdið börnum, mæðrum og alsaklausu fólki í Víetnam. Þessar myndir tala sínu máli betur en nokkur orð fá lýst. Ég spurði hvort sendingar og peningar, sem sent hefði verið til S-Víetnam myndu hafa kom- izt til réttra aðila, þar eð Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna hefðu hafið söfnun til þessarar harðleiknu þjóðar og sent þangað peninga- upphæð. Var mér tjáð að öll slík hjálp kæmist örugglega til skila og að fullum notum til þeirra sem hennar þörfnuðust. Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir - FLJÖT AFGREIÐSLA - S Y L G J A Laufásvegl 19 (bakhús) Sími 12656 tunsiacua ^ jsneumiMittraKson Fást i Bókabúð Máls og menningai Simi 19443. Smurt brauð Snittur við Oðinstorg. Simi 20-4-90 '■; ð» TRIUMPH undirfatnaður í fjölbreyttu úrvali. ELFUR Laugavegi 38. Snorrabraut 38. Vidgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Brötugötu 3 B. Sími '24-6-78 Auglýsið í Þjóðviljanum Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER' LÖK KODDAVER S Æ N G U R Endumýjum gömlu sæng arnar. eigum dún- og fið- arheld ver. æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda af vmsum stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Siml 18740 (örfá skref frá Laugavegi) Kostakaup Háteigsvegr 52 (beint á móti Sjómanna- skólanum). Frakkar Kr. 1000,00 Herra- og drengjaföt frá — 1000.00 Buxur . — 575,00 Skyrtur — 150.00 AN GLI A-skyrtur — 400.00 Herrasokkar ^' 25,00 ■ DÖMU -ny lonsokkar — 20.00 Handklæði - 36.00 Flónelsskyrtur 3 i pakka — 300,00 Kaki-skyrtur 3 í pakka — 300,00 Úipur, unglinga frá — 200.00 Úlpur á herra frá — 600.00 Komið og skoðið ó- dýra fatnaðinn og gerið jólainnkaupin hjá KOSTAKAUP Háteigsvegi 52 (beint á móti Sjómanna- skólanum). Vélrítun Símar: 20880 og 34757. Skólavörðustig 21 SÍMASTOLL Fallegur vandaður Verð kr. 4.306.00. Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7. Simi 10117. w/7 ing-tih úx /’() ASKUR BTÐUK YÐUR GRILLAÐA KJIJKLINGA GLÓÐAR STEIKUR HEITAR& KALDAR SAMLOKUR SMURT BRAUÐ & SNITTUR ASKUR suðurlandsbraut llf, sími 38550 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundlr bfla OTUR Hringbraut 121. Sími 10659 BRAUDHUSID SNACK BAR___ Laugavegi 126 SMURT BRAtJÐ SNTTTUR BRAUÐTERTUR * Sími: 24631 ~ tdrnm ' 3C

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.