Þjóðviljinn - 22.12.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.12.1966, Blaðsíða 1
% Fimmtudagur 22. desember 1966 — 31. árgangur — 293. tölublað. Óvenju hirœfiS ávlsanafals: Sveik út húsgögn og notaði annan til að falsa i banka Óvenju bíraefið og reyfara- kennt ávísanafals var framið hér í borginpi í fyrradag og nemur upphæð peninga og verðmæta sem svikin voru út alls kr. 112.620,00. Virðist sá er falsaði hafa fundið ávísanahefti og gaf hann út svo vitað sé tvær á- vísanir, aðra fyrir húsgögnum sem hann keypti og hina í banka fyrir peningum, að því er Magn- ús Eggertsson rannsóknarlög- reglumaður sagði Maðinu í gær. f húsgagnaverzlunina kom maðurinn um kl. 6 í fyrradag, en hafði þá komið daginn áð- ur og valið sér húsgögnin af mikilli kostgæfni, allt af vönd- uðustu gerð, og tókst meira að segj a að prútta verðinu niður ;-fyrir venjulegan afslátt sem gef- inn er þegar greitt er út í hönd. Nú kom hann til að sækja og greiða fyrir það sem hann hafði fest kaup á, sem var sófasett, hjónarúm með dýnum, snyrti- borð, borðstofuskápur og gæru- kollur, allt úr tekkviði og mjög vandað, og borgaði maðurinn fyrir þetta samtals 67.620 krónur með ávísun. Tók hann síðan sendiferðabíl, sem hafði verið að koma með vörur til verzlunarinnar, og lét aka sér niður i bse og í banka sem hefur kvöldafgreiðslu. Þar fer hann út, en kemur síðan til baka og biður bílstjórann fyrir alla muni að hjálpa sér, hann hafi séð stúlku í bankanum, sem hann megi ekki með nokkru móti láta sjá sig, hvort bílstjór- inn geti nú ekki gert sér þann ' greiða að fara. í bankann og fá ávísuninni skipt. Bílstjórinn Framhald á 12. síðu. Stefnuskrá vinstriflokka i Frakklandi var birt í gær 8Ó\«-> Htv VU. S 44« Auglýsinga- myndir eftir skólabörn Tvær af þeim 60 auglýs- ingum, sem skólabörn í Reykjavík hafa gert og settar hafa verið upp í strætisvögnum borgarinnar. Frá úrslitum samkeppni þeirrar meðal barnanna, sem Bariiaverndarnefnd Reykjavíkur efndi, til er sagt nánar á 4. síðu blaðs- ins í dag, en á baksíðunni eru myndir af stúlkunum þrem sem dómnefnd taldi að sent hefðu heztu teikn- ingarnar. Myndirnar hér að ofan eru eftir Pétur Orra Jóns- son, 11 ára, Landakotsskóla (til vinstri) og Ásdísi Sig- urþórsdóttur, Handíða- og myndlistarskólanum. PARÍS 21/12 — I dag var birt i Frakklandi stefnuskrá sú sem frönsku vinstriflokkamir hafa komið sér saman um, en sam- komulag tókst milli þeirra í gær um samstarf í þingkosningunum sem fram fara í Frakklandi 5. og 12. marz n.k. Meginatriði sam- HEILDARAFU N0RÐAN LANDS 0G AUSTAN 0RÐINN 690.320 LESTIR JHvinnuleysi vex NURNBERG 21/12 — Atvinnu- leysingjum í Vestur-Þýzkalandi fjölgaði úm 110.000 síðasta hálf- an mánuð og eru þeir nú orðnir 327-300. HlUtfallstala atvinnu- lausra manna hækkaði úr 1 í 1,5 prósent- Þess hefur verið getið til að atvinnuleysingjar í Vest- •tír-Þýzkalandi verði í vor um 700.000. □ í lok síðustu viku var heildarsíldaraflinn norðanlands og austan kominn upp í 690.230. Afla- hæsta skipið var þá Gísli Ámi frá Reykjavík með 12.775 lestir, en í öðru sæti Jón Kjartansson Eski- firði með 10.070 lestir. Aflinn skiptist verkunaraðferðum: í salt í frystingu í bræðslu Flutt út ísað Auk þess hafa þannig eftir lestir. 60.774 21.653 607.363 * 440 erlend skip jandað 4.829 lestum hérlendis til vinnslu. Á sama tíma í fyrra nam heildaraflinn 572.726 lestum og skiptist þannig eftir verkun- araðferðum: lestir í salt 58.745 í frystingu 5.816 í bræðslu " ^ 507.175 Helztu löndunarstaðir eru þess- ir: lestir Reykjavík ............... 41.868 Hafnarfjörður ............ 2.076 Akranes .................. 2.782 Bolungarvík .............. 7.204 Siglufjörður ........... 25.647 Ólafsfjörður ............ 6.740 Hj alteyri ..............‘10.006 Krossanes .............. 16.351 Húsavík ................. 4.260 Rauíarhöfn ............. 54.186 Þórshöfn ................ 2.313 Bakkafjörður ............ 1.359 Vopnafjörður ........... 36.454 Borgarfjörður eystri .... 8.556 Seyðisfjörður ......... 168.877 Mjóifjörður ............. 1.107 Neskaupstaður ......... 106.770 Eskifjörður ............ 74.429 Reyðarfjörður .......... 38.889 Fáskrúðsfjörður ........ 36.755 Stöðvarfjörður ......... 11.722 Breiðdalsvík ............ 8.449 Djúpivogur '............ 12.055 Vestmannaeyjar ........ 7.729 Grindavík ............... 3.014 Keflavík ................ 1.984 Sildveiðarnar sunnanlands I sunhanlands var í vikulokin orð- í vikunni fengu 2 bátar 94 inn 45.490 lestir, var á sama lestir við Eldey. Heildaraflinn I tíma í fyrra 134.479 lestir. komulagsins er að brjóta þurfi á bak aftur stjóm gaullista og munu flokkamir leggja allt kapp á að fella frambjóðendur þeirra í kosningunum. Hver flokkur fyr- ir sig mun bjóða fram í fyrri lotu kosninganna, en sameinast í síðari lotunni um þann fram- bjóðanda sem líklegastur er tal- inn til að fella frambjóðanda gaullista. Flckkarnir viðurkenna að i margt 'beri á milli þeirra, en þeir ' eru þó allir sammála um að ' Frakkar eigi að afsala sér ■kjamavopnum, vinna að afvopn- um og stuðla að friðsamlegri sambúð ríkja. Þess er krafizt að Bandaríkjamenn hætti loftárás- um sínum á Norður-Vietnam og lýst andstöðu við að Vestur- Þýzkaland fái aðild að kjama- vopnum. v Tveir látnir með skotsár - Þriðji maðurinn datt niður af húsþaki og lézt í gærkvöld fundust þrír menn látnir í Reykjavík. Einn þeirra hafði dottið niður af húsþaki en hinir tveir voru með skotsár þeg- ar komið var að þeim. Blaðið hafði samband við Ing- ólf Þorsteinssan, lögregluvarð- stjóra í gærkvöld. Gat hann ekki gefið teljandi upplýsingar að svo komnu máli. Maðurinn sem datt niður af þakinu hafði verið að vinna við að setja upp loftnet þegar slysið vildi til. Hinir tveir sem voru miðaldra menn fundust látnir í íbúð hér í bænum, báðir með skotsár, en þetta er ekki hálfranpsakað mál, sagði Ingólfur. I I I I Happdrœtti Þgóðvilians - 3 dagar eftir I ★ Minnum á að nú eru aðeins' tveir söludagar eftir — dregið verður annað kvöld, á Þorláks- messu. Allir sem fengið hafa miða í happdrættinu eru hvattir til að gera skil sem allra fytst. f Reykjavík er tekið við skil- um í afgreiðslu Þjóðviljans á Skólavörðustíg 19. Opið verð- ur þar frá 10 að morgni til kl. 10 í kvöld (líka opið í matar- tímunum). —Síminn er 17502 í kvöld. Vinningarnir eru tvær Mosk- witchbifreiðir af nýjustu ár- gerð, auk nokkurra smærri aukavinninga. OPIÐ til klukkan tíu í kvöld - Til miðncettis annað kvöld J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.