Þjóðviljinn - 22.12.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1966, Blaðsíða 12
! I í I \ \ \ \ * I ! Halldóra Magnúsdóttir við húsið sem þær Bryndís bjuggu til saman. — (Ljósm. Þjóðv- A. Kj). Þrjár tólf ára stúlkur áttu beztu myndir í keppninni ■ Úrslit hafa nú verið tilkynnt 1 samkeppui þeirri sem Bamaverndarnefnd Reykjavíkur efndi til meðal skólabarna í borginni um teikningar til stuðnings herferðinni gegn óleyfilegri útivist barna á kvöldin. Voru valdar úr sex- tíu beztu teikningarnar sem bárust og hafa þær nú verið hengdar upp á áberandi staði í strætisvögnum borgarinn- ar,- en börnunum sem teiknuðu þær verður veitt viðurkenn- ing 3. janúar n.k. og birtast nöfn þeirra og nánari frétt af tilhögun keppninnar á 4. síðu blaðsins í dag. ■ Þrjár myndir sem beztar»þóttu af hinum 60 útvöldu fá sérstaka viðurkenningu |0g verðlaun, en börnin sem /teiknuðu þær eru Björk Þorleifsdóttir úr Austurbæjarskóla, Bryndís Sveinsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir úr Landa- kotsskóla, allar tólf ára gamlar, og heimsótti Þjóðviljinn þessa ungu teiknara í gær og fékk að smella af þeim mynd. Björk Þorleifsdóttir. Bryndís Sveinsdóttir. Við hittum Bryndísi Sveins- dóttur á heimili móður sinnar og fósturföður, Guðlaugar Kristmundsdóttrur og Þorsteins Arasonar, Austurbrún «2, og var hún að gæta litlu systur þegar Við komum og hafði ekkert heyrt um úrslit keppn- innar. — Nei, ég blustaði ekki á útvarpið.' Þetta kemur alveg flatt upp á mig. segir hún bros^andi. Mynd hennar í keppninni var af tveim stelp- um sem voru að bíða fyrir ut- an heima hjá sér eftir þvi að einhver opnaði fyrir þeim, því að klukkan v»r að verða átta og þær ætluðu inn. Teikning hennar var máluð með vax- litum. Teiknikennari Bryndísar í Landakotsskóla er Þuríður Guðmundsdóttir, en annar nemandi hennar úr sama bekk var einnig á meðal þrigg.ia beztu, Halldóra lyiagnúsdóttir, Kaplaskjólsvegi 41, dóttir Magnúsar Hjálmarssonar og Ragnheiðar Þórðardóttur. Svo skemmtilega vill til að Bryndís og Halldóra eru vin- konur og hafa báðar mjög gaman af að teikna og mála og heima hjá Halldóru sjáum við veglegt jólahús sem þær hafa gert saman. — Min mynd var af stelpu sem var að ganga úti og ann- arri að líta á klukkuna og þegar hún sá að klukkan var orðin 8 þá fór hún að hugsa um lögregluna og það sést á myndinni hvað hún hugsar, segir Halldóra okkur. Og syst- kini hennar þyrpast að og horfa stórey á ljósmyndarann beina vélipni að stóru systur. Þriðju stúlkuna, Björk Þor- leifsdóttur, hittum við ekki heima, hún var að vinna í jólafríinu, sendast hjá Ludvig Storr ásamt tvíburasystur sinni, en Björk er ein af átta börnum Þorleifs Jónssonar lögregluþjóns og konu hans Hlífar Lárusdóttur. — Uss, ég er ekkert dugleg að teikna, segir Björk, ég er alveg hissa á þessu. Myndin mín var máluð með japönsk- um litum, hún er af kluikku og svo sást aftan á stelpu. Teiknikennarinn okkar í Aust- urbæjarskólammi heitir Björn Birnir. Neskaupstað bannað ai hef ja smíði skólahúsnæhis fyrir sitt eigið fé! ■ Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins felldu við 3. umræðu fjárlaga breytingartillögu Lúðvíks Jósepssonar uni 900 þús. kr. framlag til bygging- ar heimavistarhúsnæðis við gagnfræðaskólann í Neskaup- stað. Með tillögunni voru þingmenn Alþýðubandalagsins og allir þingmenn Framsóknar nema þrír, sem ekki virtust hafa áhuga á málinu og sátu hjá. Felld var líka varatil- laga Lúðvíks úm 250 þús.kr. framlag til undirbúningsfram- kvæmda í þessu máli. Meðal þeirra sem felldu tillögurnar vap Austurlandsþingmaðurinn Jónas Pétursson. Fxam kom í umræðunum að Neskaupstað- hefði verið meinað að hef ja smíði þessa húsnæðis fyrir sitt eigið fé! Þegar Lúðvík mælti fyrir til- lögunni lýsti hann yfir undrun sinni á því að meðferð þessa máls hefði verið með sérstæð- um hætti. í gagnfræðaskólanum í Neskaupstað væri tvisett í allar kennslustofur og mikil kennsla færi fram í skólanum þar að auki. Þangað sækti allmikið af unglingum úr öðrum byggðar- lögum á Austurlandi, og sterkar óskir væru uppi, um að byggð verði heimavist íyrir aðkomu- nemendur, og einnig til að leysa önnur húsnæðisvandamál skól- ans. Samkvæmt ráðleggingum fræðslumálastjóra og með fullu samráði við menntamálaráðherra var gerð teikning af slíku heima- vistarhúsnæði og allar áætlanir gerðar. Þær áætlanir hafa legið fyrir fjárveitinganefnd og fram- kvæmdavaldinu á þriðja ár, en við afgreiðslu fjárlaga hefur ekki fengizt tekin upp smáfjár- veiting sem viðurkenning á und- irbúningsframkvæmdunum. ★ Neskaupstað neitað að byggja Lúðvík kvaðst hafa snúið sér til menntamálaráðherra fyrir ári samkvæmt beiðni bæjarstjórnar- innar í Neskaupstað og spurzt fyrir um það hvort Neskaup- staður mætti ráðast í þessa byggingu fyrir sitt eigið fé, án þess að Ieitað yrði að sinni eftir nokkurri fjárveitingu frá rík- inu. Svarið var algert nei, slíkt væri ekki hægt þar sem fram- kvæmdin hefði ekki fengið neina viðurkenningu á fjárlögum. Nú hefði enn verið neitað að viðurkenna þessar framkvæmdj ir. Hinir háu fyrirmenn fræðslu- Fimmtiudagur 22. desember 1966 — 31. árgangur — 293. tölublað. Lífshættulegt eitur er í umferð / Eyjum Fyrir allnokkru, ekki er vitað hvenær, var stolið tveimur 50 kílóa pokum af rotvarnarefninu Nitrit úr geymslu fiskimjöls- verksmiðjunnar í Vestmannaeyj- Bkki vitnaðist um þjófnaðinn fyrr en í fyrradag, að efnafræð- ingur var staddur í húsi nokkru þar í bæ og vék sér þá að hon- urrt drengur á unglingsaldri og spurði hvernig farið væri að því að búa til sprengipúður. Hann svaraði því til að til þess þyrfti saltpétur. Stráksi sagðist eiga nóg af saltpétri og kom með sýnishom. Efnafræðingurinn sá þegar hvers kyns var og til- kynnti það til lögreglunnar. Hér var nefnilega um rotvam- arefnið Nitrit að ræða, en það er baneitrhð ef þess ef neytt,. en nauðalíkt saltpétri í útliti. Hvítt fínkomað duft. Lögreglan hóf þegar rann- sókn og hefur náð ‘í sínar vörzl- ur um 12 kílóum af efninu og hefur haft spumir af nokkru magni sem hefur verið eyðilagt. Ekki er henni kunnugt ,um að meira af því sé í umferð, en ítre^ar að hér er um lífshættu- legt efni að ræða og skorar á hvern þann sem hefur slíkt efni undir höndum eða veit af þvi í höndum unglinga, að fram- selja það strax. Sjópósturinn bíður I gærmorgun var byrjað að bera út jólapóst í Reykjavík þann sem afhentur var fyrir 15. desember og verður hann borinn út næstu daga ásamt öðrum pósti sem börizt hefur eftir 15. des- ember. Um 400 manns starfa nú við sundurgreiningu og drcifingu póstsins; þar a.f margt aukafólk. I samtali við Þjóðviljann sagði Mattiýas Guðmundsson, póst- meistari að hér væri um innlend- an póst og flugpóst frá útlönd- um að ræða, bæði bréf og pakka. Ekki hefði verið hægt að sinna pósti sem komið hefði með skip- 'um frá útlöndum þessa dagana vegna þess hve pósturinn hefði hrúgazt upp. T.d. hefðu komið 6- 700 póstpokar með Gullfossi sem ekki væri hægt að afgreiða strax. Síðan póstmenn fengu leiðrétt- ingu sinna mála og yfirvinnu- bannið var lagt niður hafa þeir unnið myrkranna á milli og síð- ustu daga frá kl. 8-12 og þar fram yfir. Um 80 aukamenn vinna nú í mála yrðu að vísu svolítið skrítnir í framan þegar rætt væri við þá hverníg á neituninni standi. Mér dylst það að vísu ekki, sagði Lúðvík, að hér er um freklega misbeitingu valds að ræða. Hér er verið að mis- muna aðilum á hinn herfileg- asta hátt, vegna þess að til- teknir aðilar vilja koma’ í veg fyrir að reist sé tiltekið skóla- mannvirki á þessum stað. Væri rétt að það kæmi alveg skýrt fram hverjir vildu neita Nes- kaupstað að ráðast í þessa framkvæmd, og það jafnvel þó hann bjóðist til að leggja fram fjármunina sjálfur. Því flytti hann nú tilögu sem hann teldi réttláta, um 900 þús. króna framlag til heimavistar- byggingar; en til vara að veitt- ar yrðu 250 þús. kr. til undir- búningsframkvæmda, svo ljóst væri að framkvæmdin væri við- urkennd og hægt að athafna sig við hana. Stjórnðritiyiidun reynd í Aþenu AÞENU 21/12 — Konstantm konungur fól í dag Paraskevo- poulos þjóðbankastjóra að reyna að mynda nýja stjórn. Stjórn Stephanopoulosar féll í gær, þegar íhaldsflokkurinn ERI aft- urkallaði stuðning sinn við hána, en hann á 99 fulltrúa á þingi. Stjómin hafði aðeins tveggja atkvæða meirihluta. Stjórnin féll vegna þess að Stephanopoulos hafði neitað að verða við kröfu um að siglingamálaráðherrarm segði af sér, en hann er talinn bera ábyrgð á hinu mikla sjó- slysi fyrir skömmu, þegar ferju- skipið „Iraklion" fórst og með því 232 menn. Pósthúsinu og aUs bera 180 út póst. Með föstum starfsmönnum sagði póstmeistari að um 400 manns ynni nú við að koma jólapóstinum til skila. Avísanafaís Framthald af 1. síðu. verður við þessari bón og tekur þarna út fyrir viðskiptavin sinn 45 þús. krónur og skrifar að sjálfsögðu sitt eigið nafn á á- vísunina við móttöku. Að þessu loknu lætur maður- inn aka sér á bilastæði við Rauðarárstig milli Njálsgötu og Grettisgötu, þar tekur hann hús- gögnin út, breiðir yfir þau og borgar bílinn. En þegar bíl- stjórinn ekur burt fer hann að hugsa um að hálf sé þetta nú skrýtið að skilja húsgögnin eft- ir svona úti á berangri, bæði var veðrið vont og'5 húsgögnin ný og sérlega vönduð. Fer svo að lokum að bilstjórinn snýr við og ekur aftur að stæðinu, en þá var allt horfið, maður og húsgögn, og munu hafa liðið um 20 mín. frá því að þeir skildú. f gær kom svo í ljós að báðar ávísanirnar voru falsaðar og voru úr tékkhefti sem nýlega hafði tapazt og hafði eigandi heftisins tilkynnt bankanum tap- ið á mánudag. Nú biður rannsóknarlögreglan þá er kynnu að hafa orðið var- ir við flutning á húsgögnum á stæðinu við Rauðarárstíg, annað hvort vegfarendur, vöru- eða sendiferðabilstjóra að láta sig vita. Klukkan var rúmlega sjö um kvöldið þegar bílstjórinn skildi við manninn á stæðinu, svo flutningurinn hefur farið fram á tímanum sjö til hálfátta. Sovéikt geimfpr á leið til tunglsins MOSKVU 21/12 — I inorgun var skotið á loft frá Sovétrikjunum nýju geimfari, Lúnu 13. og er því æfflað að fara til tunglsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvort ætlunir. er að geimfarið lendi á tunglinu, heldur aðeins sagt að það eigi að halda áfram rannsóknum á tunglinu og næsta nágrenni þess. Talið hefur verið sennilegt að sovézkir vísindamenn myndu reyna aö senda geimfar á braut umhverfis tunglið, en taka það síðan aftur til jarðar og er vel hugsandi að sú tilraun verði gerð með Lúnu 13. í dag var einnig skotið á braut frá Sovétríkjunum nýju gervi- tungli af gerðinni Kosmos, þvi 137. í röðinni. Braut þess liggur alllangt frá jörðu, jarðfirð er 1720 km, og er talið hugsanlegt að það eigi að fylgjast m<'!' ferð- um Lúnu 13. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.