Þjóðviljinn - 22.12.1966, Side 4
<g SlÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Pimmtudagur 22. desember 1966.
Otgelandl: Samelnlngarflokioux alþýöu — Sósialistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Frióþjófss<.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Simi 17-500 (5 línur)- Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 7.00.
Skammtaður fríður
j fjörutíu og átta klukkustundir á að vera friður
í Víetnam. í heila tvo sólarhringa eiga íbúar
þessa hrjáða lands að geta litið til himins án þess
að sjá morðdreka stórveldisins sá dauða og tortím-
ingu yfir jörðina, án þess að eiga það á hættu að
brenna lifandi í bensínhlaupi, tætast sundur fyr-
ir nálasprengjum, kafna í gasi og öðrum eitur-
efnum. í tvo daga og tvær nætur eiga þeir að fá
örlítinn smekk af friðsamlegu lífi hins rúmhelga
dags, því lífi sem náttúran býður mannkyninu,
en þau kynni eru aðeins veitt sem náð og miskunn,
sem undantekning til hátíðabrigða, svo að þegn-
um árásarríkisins bragðist jólamaturinn betur,
svo að ekki verði keimur af brenndu holdi af steik-
inni og blóðremma af ídýfunni.
0* svo þarf að gefa hræsnaranum í Hvíta húsinu
tækifæri til að umhverfa jólabæninni um frið
á jörðu í auglýsingaskrum og afskræmislegan
loddaraskap, í þá tegund orða sem ekki eiga að
skýra veruleikann heldur dylja hann. Bandaríkin
hafa aldrei boðið Víetnömum frið, heldur aðeins
uppgjöf. Sú stáðreynd er viðurkennd einkar greini-
lega í forustugrein Morgunblaðsins í gær, en þar
segir svo um svokölluð friðartilboð Bandaríkja-
stjórnar: „Hitt er nauðsynlegt, að kommúnistar
í Víetnam og annars staðar geri sér fulla grein
fyrir að óhugsandi er að samningar verði gerðir,
sem tryggi kommúnistum endanleg yfirráð í Suð-
ur-Víetnam.“ Það er þannig ekki mál íbúanna í
Víetnam hvert stjórnarfar . þeir velja sér; þeir
eiga að afsala sér pólitískum sjálfsákvörðunarrétti,
til þess að öðlast þann frið sem erlendir 'valds-
menn skammta og Víetnamar hafa haft kynni af
í heila öld. Um það liggja fyrir órækir vitnisburð-
ir frá Eisenhower forseta og fjölmörgum öðrum
bandarískum valdamönnum, að innrás var gerð í
Víetnam vegna þess að yfirgnæfandi meirihluti
íbúanna (80% sagði Eisenhower) aðhylltist það
stjórnarfar sem Bandaríkin telja kommúnisma —
en sú skilgreining nær raunar til hverra þeirra
stjórnarhátta sem Bandaríkin hafa vanþóknun á.
Þess vegna voru Genfarsamningamir sviknir;
þess vegna var komið í veg fyrir frjálsar kosning-
ar og kröfum um sjálfstæði og frið mætt með blóði,
eldi og dauða, með því að beita allri tækni voldug-
asta herveldis. heims gegn viljaþreki snauðra
manna. Það sætir engum tíðindum þótt Bandaríkin
segist bjóða frið uppgjafarinnar, lofi að hætta að
myrða fólkið í Víetnam ef það sættir sig við er-
lend yfirráð, leppstjórnir sem heimili bandarísk-
um auðhringum að fara sínu fram að eigin geð-
þótta. Um það einfalda meginatriði hefur verið
barizt allan tímann.
gá naumi friðarskammtur sem fólkinu í Víetnam
hefur verið úthlutað á hátíðisdögum kristinna
manna verður því miður ekkert fyrirheit um eðli-
legt líf fyrr en Bandaríkin láta af yfirdrottnunar-
stefnu sinni. Varanlegur friður tekst aldrei í Víet-
nam fyrr en viðurkennd eru þau einföldu megin-
atriði að hver bjóð heims á rétt til að lifa ein og |
frjáls landi sínu og velja sér sjálf stjómarfar við
hæfi. — m.
Mikil þátttaka barna í auglýsinga-
samkeppni Barnaverndarnefndar
Farþegar í sirætisvögnum R-
vikur veita athygli þessa dag-
ana nokkuð sérken® ilegu m aug-
lýsingaspjöldum aftan á vagn-
stjórasætinu. En eins og kunn-
ugt er efndi Barnaivemdamefnd
Rvíkur til samkeppni, með-
al skólabama í Reykjavík, um
teikningar til stuðnings her-
ferðinni gegn óleyrfilegri útivist
bama á kvöldin. 60 beztu
teikningamar skyldu síðar
sýndar í Strætisvögnum Rvík-
ur-
Skilafrestur í samkeppninni
rann út þ.' 15. des. og hafði
þá borizt á skrifstofu Bama-
verndamefn'dar fjöídi teikninga
r>g hefur þátttakan verið til-
tölulega góð-
Sérstök dómnefnd, skipuð
fulltrúum frá Barnaverndar-
nefnd Reykjavíkur, Strætis-<s>
vögnum Reykjavíkur, Auglýs-
ingaþjónustunni og að auki
Hjörleifi Sígurðssyni, listmál-
ara, skar úr um hvaða 60
myridir skyldu sýndar í vögn-
unum.
Þær myndir, sem dæmdar
voru beztar voru gerðar af:
Bryndísi Sveinsdóttur 12 ára
Landakotssk., Halldóru Magn-
úsdóttur 12 ára, Landakots-
skóla, Björk Þorleifsdóttur 12
ára 6-C Austurbæjarskóla.
Hinar 57, sem valdar voru,
eiga eftirtaJin börn:
Landakotsskóli: Pétur Orri
Jónss. 11 ára. Einar Guðjohn-
sen 11 ára, Ásta Björg Björns- I
dóttir 11 ára, Ingibjöng Hilm-
arsdóttir 11 ára, Anna V- Gunn-
arsdóttir 10 ára, Sigurbjörg
Þorgrímsdóttir 12 ána og Mar-
grét Gunnarsdóttir 12 ára.
Austurbæjarskóli: Sigurbjörg
Pétursdóttir 5-B, Jóna Fríður
Jónsdóttir 5-A, Rakel Þórisdótt-
ir 6-C.
Laugarnessk.: Erla G. Einars-
dóUir.- S^A, Auður Rafnsd. 5-B,
Snorri Birgisson 6-A, Sverrir Ó-
Hjartar 5-B, Jón Pálsson 6-B,
Sævar Þ. Carlsson 5-A, Guð-
finna Helgadóttir 6-B, Hlíf B.
Sigurjónsdóttir 6-B, Eiður
Steingrímsson 6-B, Inga Gúst-
afsdóttir 6-B, Kristján Þ. Sig-
urðsson 6-B-
Æfingadeild Kennaraskólans:
Kristján Kristinsson 11 ára B
Sigriður Jónsdóttir 12 ára A,
Steinunn Harðardóttir 10 ára
B, Hildigerður Jakobsdóttir 12
ára B, Finnbogi Jakobsson 10
ára A.
Mýrarhúsaskóli, Selt jarnarn.
Ársæll' Þ- Ármannsson I-A,
Ævar Halldór Kolbeinsson 12
ára A, Sverrir Jónsson 12 ára
B, Sigríður Atladóttir 11 ára A,
éJón Óskarsson 12 ara A, Bryn-
dís H. Snæbjörnsdóttir 11 ára
A, Guðrún Hafsteinsdóttir 11
ára A, Finnur Árnason 8 ára
A, Sigríður Hrafnkelsdóttir 10
ára A, Sunneva Hafsteinsdótti'r
10 ára A, Guðrún Jónsdóttir 10
ára A, Sæmundur Auðunsson
12 ái-a A, Jóna Dóra Óskars-
dóttir 10 ára A, Jón Ámason
12 ára A, Kolbrún Stefánsdótt-
ir 8 ára A, Anna Ingadóttir 11
ái'a A, Björn Auðunsson 11 ára
C, Herdís Hallvarðsdóttir 10
ára A, Pétur G- Gunnarsson 10
ára A, Þór Sigvarðsson 12 ára
B, María L. Ragnarsdóttir^ 11
ára B, JBjarni Ómar Ragriars-
son 12 ára A, Karolína Stefáns-
dóttir 12 ára A, Valgarður
Hafsteinsson 11 ára B, Oddný
Hallgeirsdóttir 12 ára A.
• Handíða- og Myndlistaskólinn
Stella Kluck, Guðmundur
Gíslason, Ásdís Sigurþórsdóttir,
María I. Martin, Gísli Bald-
ursson.
öllum þeim 60 bömum, sem
eiga sfraar teikningar uppi í
vögnunum verða veitt verð-
laun- Leitaði Bamavemdar-
nefnd fanga um verðlaunagripi
hjá ýmsum fyrirtækjum í bæn-
um, sem bnxgðust yfirleitt mjög
vel við og kann nefndin þeim
beztu þakkir fyrir. Þar að auki
fá verðlaunahafamir og einnig
öH hin bömin, sem skiluðu
myndum, ókeypis kvikmynda-
sýningu sem viðurkenningu og
laun fyrir fyrirhöfn sína og
áhuga á þessum málefnum-
Hefur ftorstjóri Háskólabíóa
góðfúslega lofað nefndinni • sýn-
ingu endurgjaldslaust þriðj»!d.
3: ja<núar 1966, kl. 1.30 og
verða þá verðlaunin afhent um
leið, — áður en sýningin hefst-
Verður þetta auglýst riánar,
þegar að því kemur.
Bamavemdamefnd flytur öll-
Framhald á. 6. síðu.
Ritdómar um „Æskufjör
og ferðagaman"
„Það getur nærri að maður, sem svo langa sögu
hefur lifað sem Björgúlfur læknir hafi frá ýmsu
að segja, ekki sízt höfundur með jafn ótvíræða
ritgáfu og ritgleði og hann“.Gamansemi af
þessu tagi er annað stíleinkenni Björgúlfs sem
hvarvetna yljar frásögn hans, og gerir þætti
hans skemmtilegri en hliðstæð efni yrðu í
höndum ólagnari höfunda".
Ó. J. Alþ.bl. 23. 11. 1966.
„ . . . . Þessar ævimipningar hans eru mjög
frábrugðnar öðrum þeim aragrúa slíkra bóka,
sem út hafa komið á íslenzku og rekja oft og
tíðum ýmis smáatvik, sem fáa skipti nema höf-
undinn sjálfan".
„Það sem gefur henni þó mest gildi er það, að
hún er ekki aðeins skemmtilestur heldur skil-
merkileg þjóðlífslýsing frá þeim tíma sem nú
er að verða jafnfjarlægur og niiðaldirnar. Mun
því oft á komandi árum og öldum verða til
hennar vitnað, sem merkilegrar heimildar um
aldamótaskeiðið".
P.V.G. Kolka, Mbl. 25. ll 1966.
Fjórtán þœttir íslenzkra sjómahna,
hraknings þeirra og svaSilfara.
SögusviS bókarinnar er að mestu sjávarplóss:
Seyðisfjörður, Mjóifjörður og Norðfjörður, Land-
eyjar og Vestmannaeyjar, Stokkseyri og Þorláks-
höfn, Grindavík og Suðurnes, — allt vestur til
Breiðafjarðar nœr saga þessara sœvíkinga.
Hér er sagt frá Sigurði Ingimundarsyni, sem varð allt
að því landskunnur undir nafninu Siggi Munda, sjó-
ferðum hans og sjóhrakningum. Einnig er hér sagt
frá sjósókn við Landeyjarsand, sjóslysunum miklu, fimm
daga ferð tveggja manna frá Þorlákshöfn til Reykja-
víkur til að sœkja tvœr vœttir af síld, sjóferðum á gamla
Gideon með Hannesi lóðs, sögulegum mannflutningum
milli Vesfmannaeyja og Reykjavíkur, ofviðrinu í Grinda-
vík árið 1916 og hinu frœkilega björgunarafreki Guð-
• bjarts Ólafssonar.
Þessir sœvíkingar voru umvafSir sœroki og
þaS er seltubragS af þessum þátfum.
SHÖCGSJA