Þjóðviljinn - 30.12.1966, Qupperneq 1
Föstudagur 30. desember 1966 — 31. árgangur — 298. töldblað.
Skilodogur í HÞ -
til kl. 10
| í dag er sklladagur í Happ-
drætti Þjóðviljans og verð-
ur afgreiðsla happdrættis-
ins að Skólavörðustíg 19
opin til kl. 10 í kvöld. Skfl-
uni verðnr einnig veitt
möttaka f dag í Tj^rnar-
götu 20 og ættu aliir sem
enn eiga eftir að gera skil
að Ijúka því í kvöld. Vinn-
ingsnúmerin verða birt
eftir áramótin svo það er
að verða hver siðastnr að
Ijúka skilum.
Úti mp land geri menn skil
til umboðsmanua happ-
drættisins, sjá skrá yfir þá
inni í blaðinu, eða sendi
skil strax í pósti til af-
greiðslunnar að Skóla-
vörðustíg 19.
Að beinbrjóta sig fyrir
borgarstjórnaríhaldið
Vitanlega ér ekki hægt að
álasa borgaryfirvöldunum þótt
snjór komi úr loftinu og verði
. að klaka eftir eins dags hláku
með eftirfarandi frosti og þótt
erjn komi snjór úr lofti og
hylji kiakann með sakleysis-
legu hvítu yfirborði en á-
kaflega svikulu. Þetta er ekki
annað en gangur véðráttunn-
ar.
En þegar kemur að því að
j vemda mannfólkið gegn af-
leiðingunum af gangi véðrátt-
unnar, þá er svo sannarlega
hsegt að álasa borgaryfir-
völdunum fyrir að hafa ekki
gert nokkurn skapaðan hlut
x þá átt, enda er fólk að detta
um allar götur og þeinbrjóta
sig þessa dagana og ekki að
vita hvenær verra hlý^t af.
Satt er það að vísu, að
endur fyTir löngu, líklega í
fyrstu snjóum í vetur fóru
snjóplógar um aðalumferðar-
göturnar og ruddu snjónum af
þeim í himinháa hrauka upp
á gangstéttamar. Um langt
skeið var t.d. gersamlega A-
mögulegt að komast út á
rrierkta gangbraut frá Eski-
hlíðarblokkunum og yflr
Reykjanesbrautina, .riema vera
allt í senn: fjallgöngumaður,
til þess að komast upp á
, hraukinn; línudansari með
\ talsverðri reynslu, til að halda
\ iafnvægi á hvössum hryggn-
t um og alhliða akróbat, eða
fjölleikamaður til að komast
niður af honum aftur og út á
götuna, þegar færi gafst.
Það, var aldeilis loku fyr-
ir það skotið að nokkrum
manni inni í Skúlatúni dytti
í hug að láta moka þó ekki
væri nema eins og meters
breiða rennu við þessa gang-
braut í gegnum hraukinn, svo
hægt væri að komást yfir.
Þetta eina dæmi, sem auð-
vitað er ekki einsdæmi, held-
ur mjög sönn mynd af ástand-
inu allsstaðar 1 bænum, hefur
undirritaður haft fyrir augun-
um síðan löngu íyrir jól á
hverjum einasta degi.
Og kla.kabunkarnir hlaðast
upp á gangstéttunum án þess
að nokkuð sé gert, nema þeg-
ar einhver dettur og beinbrýt-
ur sig. Þá kemur sjúkrabíll
og hirðir bann slasaða.
Það getur verið að íhaldið
treysti á staðfestu og vilja-
þrek kjósenda sinna, endahef-
ur það oftast nær burft á þess-
um eiginleikum kiósenda að
halda. En hitt. er óvíst að fólk
sem íhaldið hefur beinlínis
beinbrotið með slóðaskap og
sofandahætti láti bera sig á
, sjúkrabörum inn á kjörstað ti!
að kjósa þetta sama íhald.
Og eina gkgnið af hitaveit.-
unni í gamla hverfinu, virðist
manni að sé að halda nokkr-
um gangstéttum auðum og
færum. — GO.
(,
ý símaskrá í vor
Útgáfa nýrrar símaskrár er
nú í undirbúningi hjá I.ands-
símanum. Símaskráin kemur
út í vor og er upplagið rúm-
. lega 60 þúsund. Undanfarið
hefur verið auglýst eftir
nafna- og 'atvinnubreytingum
og verða þær að hafa borizt
fyrir 14. jan. n.k. eigi þær
að komast í nýju skrána.
Eins og menn muna kom
símaskráin síðast út vorið 1965
en í þessari nýju verða töluvert
fleiri. númer t.d. bætast um
2000 númer við í Reykjavík um
og eftir áramót og á- þessu ári
hafa bætzt við 400 númer í
Hafnarfirði og 600 í Kópavogi.
Ekki er hægt að se'gja riá-
kvæmlega til um hve mörg núm-
er eru í skránni í allft sagði
Hafsteinn Þorsteinsson, skrif-
stofustjóri hjá bæjarsímanum í
viðtali við Þjóðviljann í gær, en
þau munu vera 3900 í Reykja-
vík, Hafnarfirði, Kópavogi og
nágrenni.
Götuskrá kom út sl. vor og
hefur hvorki verið tekin ákvörð-
un um að gefa út aðra slíka né
númeraskrá.
Símaskráin er prentuð í Leiftri
og Odda og er hún innifalin í
afnotagjaldinu en kostar annars
um 100 kr.
Kanadískur alúmínhringur
beygir norska stórþingið
NorSmenn neyddir fil oð selja arðbcera alúmlnverksmiSju
Búnaðarbankinn ræður úti-
bússtjóra á Egi/sstöðum
Ráðinn hefur verið nýr úti-
bússtjóri Búnaðarbanka íslands
á Egilsstöðum. Þorður Benedikts-
son, skólastjóri tekur við starfi
Halldórs Ásgrímssonar, alþingis-
manns sém laétur af störfum sök-
um aldurs þann 1. janúar.
Þórður Benediktsson var for-
stjóri Sparisjóðs FljótsdalsHér-
aðs sem verður sameinaður úti-
búi. Búnaðarbankans á Egils-
stöðxAn frá 1. janúar að telja.
Hinn nýi útibússtjóri er fædd-
ur 21. desember' á Mosfeili í
Svínavatnshreppi, Austur-Húna-
vatnssýslu. Hann tók kennara-
próf 1946 og kenndi f barna-
skólunum á Eskifirði, Reyðarfirði
og víðar. Þórður Benediktsson
varð skólastióri bamaskólans á
Egilsstöðum 1956 og skólastjóri
Iðnskólans þar 1960.
■ 13da desember s.l. á-^
kvað norska stórþingið
á lokuðum og leynileg-
um fundi að selja kanad-
íska einokunarhringnum
Alcan helming hluta-
bréfanna í alúmín-
bræðslunni A/S Árdal
og Sunndal Verk. Alú-
mínbræðsla þessi var
eign norska ríkisins, hú”
hafði skilað miklum arði,
og árum saman hafði
V erkamannáf lokkurinn
bent á hana sem dæmi
um frábæran árangur af
'kisrekstri.
Astæðan fyrir sölunni er sú að
stóru einokunarhringarnir verða
sífellt umsvifameiri á markaðn-
um. Þeir hafa að undanförnu
keypt upp verksmiðjur þær sem
fullvinna- hráalúmín og ráða auk
þess yfir flestum báxitnámum
heims. Norska alúmínbræðslan
átti í sívaxandi erfiðleikum með
að selja hráefni sitt, stóru ein-
okunarhringamir neituðu að
kaupa af keppinaut sínum á
viðunandi verði. Hafa hringam-
ir keypt upp viðskiptavini
hræðslunnar í Svíþjóð, Dan-
mörku, V-Þýzkalandi og Banda-
ríkjunum og markaðurinn varð
sífellt þrengri. Auk þess sá
verksmiðjan fram á að einokun-
arhringarnir gætu svift hana
hráefni á viðunandi verði ef
þeir héldu þessari styrjöld áfram.
Af þessum éstæðum gafst stór-
þingið að lokum upp og sam-
þykkti söluna með öllum greidd-
um atkvæðum gegn þremur.
„Okkur í Vinstriflokknum var
það ekki ánægjuefni að greiða
þannig atkvæði", sagði Gunnar
Garho formaður flokksins í við-
tali við Dagbladet 22an des. sl.
„en vaxandi einokun á alúmín-
markaðnum gerði það óhjá-
kvæmilegt. Það hefffi vcrið mik-
ill ábyrgðarhluti að greiða at-
kvæði á móti. Við hefðum átt
á hættu að þeir stóru hefðu
gengiff af okkur dauðum."
í sölusamningnum felst það
að alúmínbræðslan fær trygg-
ingu fyrir hráefnum og sölu á
viðunandi verði, en Alcan mun
Framhald á 7. síðu.
Þó-5ur Benediktsson
Rutf úr vegi
fyrir
follgœzlu
C Þessa dagana er verið aðrífa
niður hinar gömlu vöru-
skenunpr Eimskips og Sam-
einaða gufuskipafélagsins við
hiið Hafnarhússins, en á
þessum stað mun síðan rísa
ný hafnarskemma og skrif-
stofuhús sem Tollyfirvöidin
Iáta byggja, samkvæmt upp-
Iýsingum Gunnars B. Guð-
mundssonar hafnarstjóra. —
Verður þetta uppskipunar-
skemma meff skrifstofuhæð
ofan á og mun toilgæzlan
fá aðstöðu þar.
□ f stað þessara skemma skipa-
félaganna er búið og verið að
hyggja skemmur úti á Granda,
auk þess sem unniff er að
skipulagningu á ansturbakk-
anum öllum, þar sem skipa-
félögin munu einnig fá að-
stöðu fyrir sína starfsemi.
□ Myndina af skemmunum sem
verið er að rífa tók Ijós-
myndari Þjóðviljans, A. K. 1
gærmorgun.
Mislingar gera i wrt
við sig í Reykjavík
. Mislingarnir ganga vanalega á ^
þriggja til fjögurra ára fresti. Nú
eru u.þ.b. fjögur ár síðan þeir
gengu yfir síðast og hefur und-
anfarið orðið vart við allmörg
tilfelli í Reykjavík.
Það er ekki gott að segja hve
margir hafa veikzt núna af misl-
ingum, sagði Margrét Jóhannes-
dóttir, forstöðukona á Heilsu-
verndarstöðinni er blaðið hafði
samband við hana í gær. Nokkrir
veiktust í nóvember og allmarg-
ir í þessum mánuði og má búast
við að veikin breiðist ört út þar
eð smitið er mest áður en út-
brotin komá í ljós:
Fólki hefur verið gefinn kost-
ur á að lóta bólusetja sig í
Heilsuvemdarstöðinni undan-
farna daga og einnig hefur bólu-
efni verið pantað út um land. í
Heilsuverndarstöðinni hafa 50
verið bólusettir og 170 hafa
pantað bólusetningu. Er þetta
Framhald á 7. síðu.
Fylgizt með ver5laginu
Ríkisstjómin hef ur nú til-
kynnt aff hún muni nota heim-
ildarlö«:in um verðstöðvun og
séu aliar verffhækkanir óheim-
ilar sem orðiff hafi e'íir 15da
nóvember si. Verfflagsskrifstof-
an hefur jafnframt hvátt ai-
menning til samvinnu, og er á-
stæða til aff taka undir þá á-
skorun. Sérstakiega mun ástæða
til aff kanna hækkun á verðlagi
á ýmsum veitingastöðum og
hækkun á hverskyns þjónustu.
Einn af viðskiptavinum smur-
brauðs- og kaffistofunnar Rauðu
Myllunnar hi. hefur til dæmis
skýrt Þjóðviljanum frá þvi aff
sama daginh og fnumvarpið um
verðstöðvun kom fram á þingi
hafi veitingastofan hækkað verð
á flestum vörum sínum; kaffi-
bollinn hœkkaði um krónu,
brauðsneið sem ádur kostaði kr.
30 hækkaði upp í 35 kr. eða um
17% o.s.frv. Aðaleigandí Rauðu
Myllunnar er Sigurður Magnús-
son, formaður Félags matvöru-
kaupmanna og forustumaður í
Sjálfstæðisflokknum.
Hliðstæð dæmi hafa vafalaust
gerzt annarsstaðar og er þessað
vænta að stjómarvöldin láti aft-
urkalla slíkar hækkanir strax.
,,Lofterí'-
happdrœtti
1 kvöldverðarboði Happ-
drættis fslands í ^fyrrakvöld
sýndi Ármann Snævarr há-
skólarektor fréttamönnum 72ja
ára gamlan íslenzkan „lott-
erí“-seðil og er það merkileg-
ast við þennan seðil að Hið
íslenzka kvenfélag stofnaði til
þessa „lotterís" í þvi skyni
að koma á fót íslenzkum há-
skóla, en eins og kunnugt er
hefur Happdrætti Háskóla fs-
lands lagt Háskólanum drýgst-
an skerf til uppbyggingar
starfsemi sinni nú um þriggia
áratuga skeið.
Þá gat rektor þess að á Al-
þingi árið 1912 hefði komið
frumvarp um „peningalott-
erí“. f nefndaráliti kvaðst
Bjarni frá Vogi vilja kalla
þetta „peningahappdrætti“ og
flutti hann sfðan breytingar-
tillögu við frumvarpið þess
efnis. Mun Bjarni hafa bú-
ið orðið happdrætti til en
, ekki hlaut þessi tillaga hans
um íslenzkun orðsins „lottéri'*
góðar undirtektir þingmanna
því þeir kolfelldu hana en
samþykktu hins vegar frum-
varpið um „peningalotteríið11.
Ekki var nú mábmékkur al-
þingismanna bet.ri en þetta í
þá daga.