Þjóðviljinn - 30.12.1966, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 30. desember 1966.
Otgetaudl: Sainemmgarflolctou aiþýðu — SóslaUstaflokk-
urinn.
Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Siguróur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur lóhannesson.
Simi 17-500 (5 Iínur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa-
söluverð kr. 7.00.
Hækkun fískverðs
gjö ára „viðreisn“ hefur leikið sjávarútveginn
grátt; meira að segja þingmenn stjórnarflokk-
anna viðurkenna hvernig komið sé fyrir stórum
hluta bátaflotans og togaraútgerðinni, þó þeir
reyni í lengstu lög að kenna einhverju öðru um
en stjómarstefnunni. Verði haldið áfram á þeirri
braut er ekld annað fyrirsjáanlegt en að stórfelld-
ur samdráttur verði í veiðum þorsks og ýsu og
annarra þeirra fisktegunda sem verið hafa megin-
hráefni fiskvinnslustöðvanna um land allt. Þau
mál geta lent í harðan hnút nú í byrjun árs og
vertíðar ef ekki vercíur reynt að afstýra verstu
afleiðingunum af óstjóm íhaldsins og Alþýðu-
flokksins á þessu sviði atvinnulífsins.
j^jeðal þeirra ráðstafana sem verða óhjákvæmi-
legar ef bátar eiga að stunda vetrarvertíð, er
veruleg hækkun fiskverðs til bátanna. Þar eru að
koma fram gamlar vanrækslusyndir; þingmanna-
nefndin sem rannsakaði hag minni bátanna mun
hafa komizt að þeirri niðurstöðu að fiskverðið
hafi enganveginn hækkað til jafns við annað á
undangengnum árum, en það hefur þýtt rýrn-
andi kjör sjómanna, ekki sízt þar sem aflamagnið
hefur jafnframt minnkað. Þetta er þeim mun víta-
verðara sem einmitt hefði verið hægt á undan-
förnum árum að hækka fiskverðið mun meir en
gert var, til þess voru öll ytri skilyrði vegna hækk-
andi verðlags á afurðunum erlendis. Þegar talað
er um sjómannakjör þessara ára dugar ekki að
einblína á tekjur manna á aflamestu sí-ldarbát-
unum. Sverrir Júlíusson alþingismaður hældist
um nýlega á fundi útgerðarmanna hve aðgerða-
laust hefði verið undanfarin tvö ár í kjarabaráttu
sjómanna, þeir hefðu nær eingöngu fengið kjara-
bætur með hækkuðu fiskverði. Þeim mun harka-
legra er að fiskverðinu skuli hafa verið haldið
óeðlilega lágu, þannig að sjómenn hafi ekki held-
ur með því móti fengið hlutfallslegar kjarabætur
við ^ðra. Og þó hér hafi verið talað um bátana
mun sama gilda með togarana, þeir munu heldur
ekki una hinu óeðlilega lága fiskverði.
gn hvað þá um getu fiskvinnslustöðvanna til að
kaupa fisk hærra verði? Allt fram á þetta ár
a.m.k. hefðu þær átf að geta það, útflutningsvör-
ur þeirra hafa stigið í verði. Nú eru hins vegar
hin heimatilbúnu vandamál, afleiðing rangrar
stjómarstefnu, að leggjast með vaxandi þunga á
fiskvinnslustöðvamar. Bn vandli þeirra verður
ekki leystur með því að búa þannig að þeirri út-
gerð og sjómönnum sem stunda bolfiskveiðar, afla
hráefnis fiskvinnslustöðvanna, að sú útgerð stöðv-
ist og sjómennimir sem þær veiðar hafa stund-
að leiti til annarra veiða eða starfa í landi. Þess
vegna hlýtur fiskverðshækkun til báta og togara
að verð^, uú um áramótin og hún veruleg; þing-
nefndin mun hafa lagt til 10% hækkun til bátanna
strax og meirj hækkun síðar á árinu; það er þó
sennilega illt of lítið,. eigi tilætlaður árangur að
nást. — s:
Hjartaslög eldfjallsins
Á Kamtsjatkaskaga í Austur-Síbcríu eru eldfjöll allmörg og sum þerrra athafnasöm. Eitt þekktasta
þessarra fjalla er Avatsjínskcldfjallið — streyma einhverskonar gosefni úr gig þess linnulaust, en
oftast er það ekki nema gas og gufa. — Ekki alls fyrir löngu gerðu sovézkir eldfjallafræðingar sér
erindi upp á Avatsjínsk. Komu þeir fyrir niðri í gíg fjallsins margvíslegum senditækjum sem taka
við og skrá niður margvíslegar upplýsingar um athafnir eldfjallsins og útvarpa þehn á tveggja
stunda fresti. Ctvarpsstöð þessi fær rafmagn frá Iítilli vindmyllurafstöð á fjallinu. — Efri myndin
sýnir nokkra vísindamenn horfa niður i gíginn, sú neðri sýnir m. a loftnetið sem kemur skila-
boðum um hjartaslög eldfjallsins áleiðis til Sibirsku vísindaakademíunnar.
nfsvestía“ bjart-
sýn á pélitíska
þróun V-Evrópu
MOSK'VU 28/12 — Utanríkis-
málaritstjóri „Isvestia“, mál-
gagns sovétstjórnarinnar, Nikol-
aj Poljanof, gefur til kynna í
áramótagrein sem birtist í blað-
inu i dag að telja megi að póli-
tísk þróun í Vestur-Evrópu á
árinu sem er að líða hafi verið
hagstæð og ne/nir hann sérstak-
lega gang mála á Norðurlöndum
sem dæmi um það.
Poljanof segir að á síðasts
misseri hafi veriá stöðugt sam-
band á miHi ríkisstjórna í báð-
um hlutum Evrópu. Hugmynd-
irnar úm öryggissáttmála Evr-
ópuþjóða móti æ meir afstöðu
Finna og Svía til utanríkismála
og þeirra gæti einnig i Norégi
og Danmörku, þar sem stjórn-
arvöldin hafi hafnað öllum til-
mælum Bandaríkjamanna um
staðsetningu kjarnávopna.
Sættir um bókina
„Dauði forseta"?
NEW YORK 28/12 — Nokkrar
horfur eru nú á því að fullar
sættir geti tekizt í deilu þéirri
sem risin t vegna' bókarinnar
um morðið á Kennedy forseta,
„Dauði forseta" eftir William
Manchester. Jacqueline Kennedy
hefur fallið frá þeirri kröfu
sinni að útgáfa bókarinnar verði
stöðvuð með dómsúrskurði, en
forlagið, Harper and Row, hef-
ur fyrir sitt leyti lofað að gefa
bókina ekki út fyrir 1. apríl.
Talið er sennilegt að forlagið
samþykki að íella úr bókinni þá
kafla sem Jacqueline Kennedy
hefur amazt við, en tímaritið
,,Look“ sem hefur forbirtingár-
réttinn hefur þegar fallizt á að
sleppa köflum sem samtals eru
1600 orð.
Félag hljómlist-
armanna opnar
ráðningarstofu
Félag íslenzkra hljómlistar-
manna hefur opnað ráðningar-
stofu. Geta þeir aðilar, sém
þurfa á hljómsveitum að halda
eða einstökum hljóðfæraleikur-
um framvegis snúið sér til skrif-
stofunnar en hún er að Óðins-
götu 7 og er hún opin frá kl.
14—19 alla virka daga. Síminn
20255.
Félagið rak ráðningarstofu fyr-
ir nokkrum árum og gaf það
mjög góða raun, en sú starfserrii
hefur legið niðri þar sem hús-
nseðisskortur stóð starfseminni
fyrir þrifum. En með tilkomu
eigin húsnæðis að Óðinsgötu 7
hefur þessi starfsemi verið tek-
in upp að nýju.
B/að-
dreifíng
Blaðburðarböm
óskast í eftirtalin
hverfi.
Langholt
Vesturgötu
Hverfisgötu
Tjarnargötu
Leifsgötu
Laufásveg
Laugaveg
Múlahverfi
Seltjarnames II
Símj 17-500
V