Þjóðviljinn - 07.02.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.02.1967, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. fobrúar 1967 — ÞJOÐVXLJINN — SÍÐA 3 r Konur neyddar til ad krjúpa fyrir Maó og Stalín Skrílslæti rauðra varðliða gagn sovézkum borgurum aliírei ofsalegri PEKING, MOSKVA 6/2 — Hatur Rauðra varð- liða á Sovétmönnum hefur aldrei tekið á sig jafn ferlegar myndir og nú um helgina. Sendiráðs- starfsmönnum sem hafa fylgt konum sínum og börnum til flugvéla hefur verið haldið föstum í allt að ellefu klukkustundir og látnar ganga yfir þá svívirðingar og hrækingar og síðast í dag voru • • • * • sovézkar konur, sumar með ungböm í fanginu, neyddar til að krjupa undir stórum myndum af Maó, Stalín og Lenín á flugvellinum í Peking með- an mönnum þeirra og starfsbræðrum viðærlend sendiráð var meinað með barsmíðum að vernda Fimm fundir Kos- ygins og Wilsons LONDON 6/2 — Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kom í dag í opinbera heimsókn til Bretlands. Móttökur voru mjög virðulegar og margir viðræðufundir hans og Wilsons eru áformaðir og þykir margt benda til þess að Bretar telji heimsóknina mjög þýðingarmikla. þær. Brottflutningur sovézkra borg- ara, einkum kvénna og . barna, hófst á laugardag og kom þá strax til kasta rauðra varðliða. Á sunnudag ætluðu um 90 kon- ur og > börn' heimleiðis og töfðú varðliðar brottför flugvélarinn- ar um sex klukkustundir. Þrjátíu sendiráðsstarfsmenn sem fylgdu þeim voru umsetnir í alls ellefu klukkustundir og látnar ganga á þeim svívirðingar allan tím- ann. í dag fór þriðji hópurinn heimleiðis frá Peking. Um leið og um fimmtíu konur og börn komu út úr bifreiðúnum á flug-' vellinum voru þau umkringd- af æpandi varðliðum. í flugstöðvar- byggingunni úði og grúði af varðliðum sem mynduðu þröng- an gangveg og höfðu þar við uppý stórar myndir af Maó, Stal- ín og Lenín og neyddu konurn- ar að^’krjúpa fyrir myndum og ætluðu varðliðar bersýnilega að auðmýkja þetta varnarlausa fólk sem mest með þessu ritúali og þá einkum með því að kasta því flötu undir myndum af Maó og Stalin (sem fréttaritarar líkja við keisara- hyllingu fyrri tíma í Kína). Framhald af 10. síðu. suður að Fornahvammi kl. hálf- fimm á sunnudagsmorguninn. Sneri snjóplógurinn síðan aftur norður til að aðstoða þá seni voru í sæluhúsinu og voru þeir komnir norður yfir heiðina um ki 2 aðfaranótt mánudagsins. Ástand veganna. Það er mesta furða hvernig vegirnir eru eftir óveðrið. sagði starfsmaður Vegamálaskrifstof- unnar. Ágæt færð er um allt suðurlandsundirlendið, fyrir Hval- fjörð og um Borgarfjörð. A Snæfellsnesi hafa Kerlingarskarð og Fróðárheiði lokazt, en búizt var við að hægt yrði að opna þá.vegi í dag. Brattabrekka vest- ur í Dali er lokuð. en átti líka að opnast í dag. Einnig átti að reyna að opna Holtavörðuheiði og öxnádalsheiði. Frá Akureyri er fært til Húsavíkur. greiðfært er um Þingeyjarsýslur og vfirleitt innansveita á Norðurlandi. Ekki var i gær vitað um ó- stand veganna á Vestfjörðum, en á Austurlandi er fært um Fljóts- dalshérað og Fagradal. en Odd- skarð og Fjarðarheiði eru lokuð, þó halda snjóbílar unpi sam- göngum um Fjarðarheiði. Rafmagnsbilanir Talsverðar truflanir urðu á rafmagni, mest á Suðurlandi 0" í. Vestmannaeyjum. Voru raf- magnstruflanir 05™ hverju á þessu svæði mestallan sunnudag- inn. Víða varð tjón á raflínum og varð áð kalla út aukavakt hjá Rafveitunni til viðgerða. Hjá Jaðri féll niður háspennulína. og bráðabirgðalínum sló saman Starfsmenn austurevrópskra sendiráða, sendiherra Frakk- lands, sendifulltrúi. Bretlands og ýmsir starfsbræður þeirra aðrir reyndu að hjálpa sovézku kon- unum en þeim var hrundið frá og sumir voru. barðir. Martröð Niutíu og sjö sovézkir borgar- ar komu til Móskvu i dag frá Peking, meirihluti þeirra börn. Fólkið. var mjög þreytulegt og virtust atburðir undanfarinna daga hafa fengið mjög á það. Blaðamenn hófu þégar að sþyrja fólkið" tíðinda.' Könurnár sem urðu fyrir svörum sögðu að síðustu vikurnar hefðu verið samfelld martröð og hafi verið stefnt að því kerfisbundið að gera sovézkum borgurum lífið óbærilegt. Þannig hefði til : að mynda ekki gefizt svefnfriður fyrir við sendiráðið voru látnir öskra nótt sem dag. Rauðir varð- liðar' hefðu strax ráðizt inn i bifreiðar ■ þær sem fluttu fólkið til flugvallar er þær fóru frá sendiráðinu og haft uppi for- mælingar og hótanir. Á flug- vellinum hefðu þeir reynt að 1 Árbæjarhverfi og rofar fóru í Elliðaárstöðinni og fór þá raf- magnið af Vatnsendahæðinni, meðal annars. Særok olli víða rafmagnstrufl- unum, td. fór rafmagnið tvisvar af Gróttuvita og rafmagnslaust varð á utanverðu Seltjarnar- resinu. í Kópavogi og Skerja- firði urðu truflanir er línur slóg- ust saman og í Kjósinni var straumlaust mestallan sunnudag- inn. Einnig urðu rafmagnstnjfl- anir öðru hverju á sunnudaginn í Þingvallasveit. Grímsnesi, Biskupstungum, undir Eyja fjöllum og i Vestmannaeyjum. Ctvarps- og sjónvarpssending- ar féllu niður. Þegar rafmagnið fór af Vatns- er.dahæð féllu niður útsending- ar útvarps og sjónvarps. Var það kl. 18.28 og stóð bilunin til kl. 19,25. Sendi útvarpið á meðan út á stuttbylgju, en einnig sú útsending féll niður um tíma. ! s.iónvarpinu var verið að sýna mynd frá heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik þegar bil- unin varð og var þeim þætti sjónvarpað aftur eftir dagskrána í gærkvöld. dreifa fólkinu í smá hópa, en ekki tekizt, og hefðu starfsmenn ýmissa sendiráða tekið sig sam- an um að mynda einskonar göng fyrir konurnar og börnin út að flugvélinni. í dag kom sovézk farþegalest yfir landamærin frá Kína og hafði henni seinkað um tólf stundir. Farþegar sögðu að á leiðinnj hefðu rauðir varðliðar verið viðbúnir á hverri brautar- stöð með lurka og járnstengur og látið bylja á vögnunum á nótt sem degi. Ekki sá í vagnana fyrir álímdum spjöldum með svívirðingum um Sovétríkin. Kröfuganga 1 Moskvu I dag fóru nokkur hundruð verkamanna frá þrem verksmið.i- um í Moskvu i kröfugöngu að kínverska sendiráðinu þar og höfðu uppi spjald þar sem mót- mælt var framkomu Kínverja við sovézka borgara. Er þetta í fyrsta skipti að til slíkra að- gerða kemur við kinverska sendi- ráðið í Moskvu. Vildu sumir hefja hróp að kínverskum, en sovézkir lögreglumenn sögðu þeim að hafa sig hæga. Nokkr- ir göngumanna vildu afhenda mótmælabréf. en kínverskur sendiráðsmaður neitaði að taka við því. Síðari fréttir Sovézka fréttastofan Tass skýrði frá því í gærkvöld að BERLÍN 6/2 — Ágreiningur m'lli Austur-Þýzkalands og Rúnteníu hcfur orðið til þess. að fundi utanríkisráðherra Var- sjárbandalagsríkja, sem átti að hefjast í Berlín í dag, hefur verið frestað, og verður hann haldinn síðar í Varsjá. Rúmenar neita að senda nefnd til fundarins vegna þess, að austurþýzka flokksmálgagnið Neues Deutschland gagnrýndi þá ákvörðun Rúmena að taka upp stjórnmálasamband við V- Þýzkaland. Málgagn rúmenska kommúnistaflokksins. Scinteia, skrifar á laugardag, að tilraun Austur-Þjóðverja til að kenna öðrum utanríkispólitík væri af- skiptasemi sem gæti aðeins skað- að sambúð sósíalistískra ríkja. Pravda aðalmálgagn sovézka kommúnistaflokksins, skrifar í dag grein sem skoðuð er sem óbein gagnrýni á stefnu Rúm- ena. Þar segir að öllum megi vera ljóst að stefna vesturþýzku stjórnarinnar, sem ekki viður- kennir núverandi landamæri i Sex ölvaðir Sex menn voru teknir ölvaðir við akstur um helgina, þ.á.m. einn um miðjan dag á laugardag. Var hann mjög drukkinn og endaði langa ökuferð á því að aka á hitaveitustokk á Hæðar- garði. Böm voru að leik réttvið stokkinn og mesta mildi að þau skyldu sleppa. enn væri bifreið með 27 sovézk- um sendiráðsmönnum umkringd af rauðum varðliðum og hefði þeim nú í tólf tíma verið mein- að að komast áleiðis til sendi- ráðsins 34 starfsmenn aðrir hefðu leitað hælis í austurevr- ópsku sendiráði. Nú munu aðeins 60 starfsmenn eftir í sovétsendi- ráðinu í Peking og eru þá að- eins vaktmenn eftir í bygging- unni sjálfri •— þykir augljóst að ófært reymst að halda uppi stjórnmálasambandi milli ríkj- arina ef svo heldur áfram. KENNEDYHÖFÐA 6/2 — Haft var eftir áreiðanlegum heimild- um é Kennedyhöfða í dag, að bandarískir geimvísindamenn hefðu skorið niður vissa liði i stárfsáætlun sinni til að geta orðið á undan Sovétmönnum i kapphlaupiiiu til tunglsins og er hugsanlegt. að þetta hafi haft i för með sér það . slys er þrír geimfarar brunnu inni í Appol- Evrópu, sé alvarleg ógnun við frið í álfunni og heimi öllum. Þá er talið að athugasemdir blaðsins sneiði einnig að Ung- verjalandi og Búlgaríu, sem einn- ig hafi í huga að taka upp stjórnmálasamband við Bonn- stjórnina. Þar segir, að Rúmen- ía. Búlgaria og Ungverjaland Iljúsín-flugvél forsætisráðherr- ans lenti í London hálftíma síðar en áætlað var fyrir þoku sakir og á öðrum flugvelli en til stóð. Þar voru þá fyrir -þeir Wilson forsætisráðherra og Brown utan- ríkisráðherra. í ávarpi er Kosygin flutti á flugvellinum minnti hann á sam- stöðu Breta og Sovétmanna í síðustu heimstyrjöld og sagði að þó mörg ágreiningsmál hefðu lógeimfari fyrir rúmri’ viku. Sagt er, að hlaupið hafi ver- ið yfir tilraun með að fylla Apollogeimfarið með súrefni og láta það verða fyrir þrýstingi eftir að því var komið fyrir ofan á Saturn-eldflaug. Hefði þessi til-aun verið .gerð með mannlausu geimfari. hefðu smíðagallar eða önnur hætta getað komið í ljós. hafi barizt með nazistum í heimsstyrjöldinni síðari, og megi þessi ríki þakka Sovétríkjunum að þau komust hjá hörðum friðarskilmálum Bandamanna. Og það hefði verið stefnu Sov- étríkjanna að þakka að unnt reyndist að byggja upp sósíal- isma í þessum löndúm. komið upp síðan teldi hann samt ástæðu til bjartsýni um sam- búð landanna. Wilson flutti og stutta ræðu og hældi starfsbróð- ur sínum á hvert reipi, kallaði hann vin sinn og aðgætinn stjóm- málaskörung. Forsætisráðherrarnir munu hittast fimm sinnum meðan á stendur vikuheimsókn Kosygins. Þeir munu ræða um Vietnam, öryggismál Evrópu og viðskipti landanna, en Bretland er nú stærsti viðskiptavinur Sovétríkj- anna á Vesturlöndum og keppa Bretar að því að auka enn út- flutning sinn þangað. MONTE CARLO 6/2 — Franska kvikmyndaleikkonan Martine Carol fannst látin á hótelher- bergi í Mont.e Carlo í dag. Talið er að hún hafi látizt úr hjarta- slagi. Martine Carol var 46 ára gömul. Sildarsjómenn Framhald af 1. síðu Fundurinn ítrekaði fyrri sam- þykktir félagsins, gerðar á Reyð- arfírði og fól • stjófninni aðvinna áfram að framgangi þeirra. Á fundinum voru eftirfarandi tillögur samþykktar einróma: ★ Fundur „Samtaka síldveíði- sjómanna“ álítur að við ákvörð- un síldarverðs komi ekki til greina að verðákvörðun sé byggð á verksmiðjum, sem fjarri eru teiðisvæðum og hafa lítið og ekkert hráefni fengið. Einnig telur fundurinn að þegar verðlögð sé síld til söltunar eigi að reikna með að tunnur séu keyptar, þar sem þær fást ódýrastar. ★ Fundur „Samtaka síldveiði- sjómanna“ skorar á sjávarútvegs- málaráðuneyti og háttvirt Al- þingi að sjá um, að þegar síld- veiðiflotinn ^r að veiðum á fjar- lægum miðum, fylgi honum skip, sem geti veitt læknisaðstoð og flutt siúklinga til hafnar ef með þarf. Tvöfalt gler - Tvöfalt gler Þið fáið tvöfalda einangrunarglerið með ótrúlega stuttum fyrirvara. GLUGGAÞJÓNUSTAN Hátúni 27 — Sími 12880. í Gluggaþjónustunni Hátúni 27: Allar þykktir af rúðugleri, litað gler, falleg munstur Sjáum um ísetningu á öllu gleri. Sími 12880 Kjötbúö Suöurvers tilkynnir: Tökum að okkur veizlur, kalt borð, smurt brauð, KJÖTBtJÐ SUÐURVERS. horni Stigahlíðar og snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. Hamrahlíðar. - Sími 35645. - Geymið auglýsinguna. þessuirr< þvi að hátalarar sem komió var Veðrið um helgina Metna&ur orsök Apollóslyssins? jT A greimgur í A -E vrópu vegna afstöiimnar til V-Þýzkalands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.