Þjóðviljinn - 07.02.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.02.1967, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. febrúar 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Reykjavík—Kaupnwnnahöfn Framhald af 2. síðu. En Danir eiga betri enda- sprett og á næstu mín. skorar K. Christiansen tvö mörk í röð 9:7 en Guðjón bætir enn við með skoti í hornið, og enn munar aðeins einu marki. Litlu síðar bætir W. Gaard einu marki við, og öðru rétt fyrir leikhlé, en þar voru Reykvík- ingar óheppnir, því að Danir fengu innkast sem Reykjavík átti og kom markið beint úr því áhlaupi. Þannig lauk fyrri hálfleik með 11:8 fyrir Kaup- mannahöfn. Þegar á annarri mínútu síð- ari hálfleiks skorar Stefán Sandholt af línu eftir sérlega skemmtilega sendingu á línu frá Guðjóni. Nokkru síðar er dæmt vítakast á Reykjavík og skorar M. Nielsen 12:9. Það cr greinilegt að Rvíkingar eru held- ur að ná betri tökum á leiknum og líður alllöng stund, að hvor- ugum tekst að skora, og það var vafalaust þýðingarmikið fyrir Reykjavíkurliðið að það skoraði næst, og var Einar Magnússon þar að verki. Kaupmannahöfn bætir þó enn við og var það Gert Andersen, en á 17. mín- útu skorar Stefán Sandholt af línu, sem var sérlega vel af sér vikið eins og aðstaðan var; og staðan er 13:11. Næstu mínút- urnar gefa Reykvíkingar heldur eftir og skora gestimir 3 mörk á meðan Reykjavík skorar eitt, og var það Hermann sem skor- aði úr víti. Fyrir Danina skor- uðu Klaus Jörgensen, Arne Andersen og Max Nielsen úr víti. Aðeins 7-8 mín. til leiksloka og leikstaðan er 16:12. Þá er það sem Guðjón Jónsson finn- ur leiðina í hornið Sem oft áð- ur: 16:13. En það er dæmt viti á Reykjavík og Max Nielsen skorar, og enn er fjögra marka munur, og að því er virðist engin von til að jafna' eða vinna. Á 25. mín. á Gunnlaugur eitt af sínum gömlu góðu skot- um og sikorar, og röskri mín. síðar bastir Einar Magnússon við 17:15 fyrir Kaupmannahöfn. Enn rúmar'tvær mín. til leiks- loka, og þá tekst Hermanni að skora, og hann bætir öðru við þegar um 50 sek eru eftir af leiknum og jafnar 17:17. Danir fá knöttinn og leita eftir mögu- leikum að knýja fram sigur, en missa knöttinn. Leggst þá einn leikmanna Kaupmannahafnar á knöttinn sem fastast, og rýkur Gunnlaugur til og hyggst taka Khöfn-Fram knöttinn og velta manninum í burt. Hannes kann greinilega ekki við þessi afskipti Gunn- laugs af leiknum og rekur hann þegar af leikvelli. Það var veila hjá Hannesi að telja á- stæðulaust að finna að þessari framkomu Danans. Voru leik- menn Reykjavfkur þá ekki nema 6 og ryðst markmaður þá fram völlinn, og lætur sér detta í hug þá fáránlegu hugmynd að skjóta utanaf miðjum velli á þennan ágæta markmann, og missa þar með knöttinn. Mátti minnstu muna að Danir skor- uðu í gagnáhlaupi, á meðan Þorsteinn var, eins og Danir segja „ude at svömme". En þessum sögulega leik lauk með jafntefli 17:17. Danir voru lengst af betra liðið hvað snertir samleik og hraða, og léku og náðu betur saman en Reykvíkingamir. Varnarleíkur þeirra var um of harður og mun harðari en lög leyfa og eðlilegt er, og þar átti Hannes að láta meir til sín taka eins og áður sagði. Mark- maður þeirra Steen Sörensen var mun betri en okkar mark- menn, og ennfremur voru skot gestanna betri en okkar manna. Hinsvegar voru einstakling- arnir ekkert betri, og með meiri samæfingu ætti þetta R- víkurlið að ná mun betri ár- angri, og að því viðbættu að skotin verði fastari og örugg- ari. Þessi frammistaða Rvíkur- liðsins var þvi mjög góð miðað við að þarna léku i móti þvi þrautreyndir handknattleiks- menn, og 6 úr silfurliðinu danska frá H.M. i Svfþjóð á dögunum. Reykvíkingarnir áttu yfirleitt góðan leik og þar komu fram ungir menn eins og Einar Magnússon og Jón Hjaltalín sem lofa mjög góðu. Stefán Sandholt átti bezta leik sinn til þessa. Guðjón var og ágætqr, og sömuleiðis Gunnlaugur, nema hvað hann sem fyrirliði og leikmaður brýtur siðferðis- reglur keppapdans. Danska liðið var mjög jafnt og erfitt að gera upp á mil!i þeirra nema hvað markmaður- inn vakti sérstaka athygli fyrir góðan leik. Dómari var Hannes Þ. Sig- urðsson, og hefur honum oft tekizt mun betur upp en í þess- um leik, en það er mannlegt að ; skjátlast. — Frímann. Framhald af 2. síðu. tánni, og það er varið! Rétt fyrir leikslok tókst Klaus Jörg- ensen að skora sigurmarkið, og lauk leiknum með 20:19 fyrir úrvalslið Kaupmannahafnar. Þetta var mjög góður leikur, og þá sérstaklega af Fram hálfu, sem yfirleitt var betra liðið með forustu lengst af í leikn- um og hefði átt að vinna. Framliðið féll vel saman og betur en Reykjavíkurliðið daginn áður. Beztir voru Gunn- laugur, sem átti sérlega góðan fyrri hálfleik, enda sleppti hann öllum kjánaskap í framkomu. Guðjón og Þorsteinn í mark- inu voru einnig góðir. Ungu mennirnir í liði Fram lofa góðu eins og t.d. Sigurbergur Sigur- steinsson og Pétur Böðvarsson. Sigurður Einarsson er sterkur á línunni og satt að segja furðu- legt.hvað hann þolir illa með- ferð, pústra og hrindingar, en það hrín ekkert á honum, Ing- ólfur Óskarsson virtist mun slakari en hann hefur oft ver- ið, óviss í skotum og sending- um. og bungur. Af Kaupmannahafnarleik- mönnum voru einna beztir þeir sem komu inn nýir og ekki léku með fyrri daginn, beir Per Krustrub og sérstaklega Börge Thomsen. Sten Sören- sen í markinu var og ágætur, svo og Max Nielsen og Christ- iansen. Annars var liðið sam- stillt og lék ágætan handknatt- leik. Þetta var i heild ánægjulee heimsókn, sem sannar enn einu sinni að handknattleikur okkar hér er góður, og ef að er gáð getur þó náð mun lengra ef verulega vel er haldið á spilunum.. Dómari var Karl Jóhannsson: ákveðinn og dæmdi mjög vel. — Frímann. z ^ISV* Tílboð óskast í smíði gluggaeininga, ytri óg innihurða í anddyri 6 fjölbýlishúsa fram- kvæmdanefndar byggingaráætlunar í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora gegn kr. 2000 skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Sonur okkar, GUÐB.TARTUR ÓLAFSSON, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 1.30. Dóra Guðbjartsdóttlr, Ólafur Jóhannesson. . S.Æ.N G € R . . Endumýjum gömlu sæng- urnar: eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af vms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig a. Simi 18740 (örfá skref frá Laugavegi) veitingahúsið Fiskimá! Framhald af 5. síðu. hagsmunamál þess verkafólks sem að fiskiðnaðinum vinnur að reksturinn geti verið sam- felldur allt árið um kring, enda lífsnauðsyn á slíkum verð- \ bólgutímum sem nú eru. Þá ! er það jafnhliða þjóðhagslega 1 séð óumflýjanlegt að gerðar verði ráðstafanir sem tryggi það, að íslenzk fiskiðju- ver séu ekki látin standa auð stóran hluta úr árinu sökum hráefnisskorts. Ég sé engin önnur ráð til að tryggja hrá- efni frystihúsunum til handa, heldur en þá leið að afla þess hráefnis sem vantar með tog- veiðum, það ættum við að geta alveg eins og Norðmenn. En sjái aðrir einhver betri ráð eða jafngóð, þá er nú nauðsynlegt að þau komi fram í dagsljós- ið. Hér er engin undankoma, þennan vanda verður að horf- ast í augu við og leysa hann. Að gera það ekki á meðan ennþá er tími til þess, það er að víkjast undan honum þora ekki að glíma við hann. En slíkt hlýtur að leiða til ó- sigurs allra í þessu máli, verði það ástand lengi við lýði sem verið hefur og farið versn- andi. URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS 0RNELÍUSH , jonsson! ^rur SKOLAVORDUSTÍG 8 - SÍMI: 18S88 Hi ■ ■ Simi 19443 ASKUR BÝÐUR ’T)UR GRILLAÐA KJÚKLINGA GLÓÐAR STEIKUR HEITAR & KALDAR SAMLOKUR SMURT BRAUÐ & SNITTUR ASICUK suðurlandsbraut 14- sími 38550 Hamborgarar Franskar kartoflur Bacon og egg - Smurt brauð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178 Sími ‘34780 Smurt brauð Snittur brauö bœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90. Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Sími 24-6-78 SÍMASTÓLL Fallegur - vandaður Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7 Simi 10117 CÓLFTEPPI V/ILTON TEPPADRECLAR TEPPALACNIR EFTIR MÁLI iLaugavegi 31 - Simi 11822. iuðjón Styrkársson AUSTURSTRÆTl 6 Sími 18354 hæstaréttarlögmaður S MTJR S T.ÖÐIN Kópavogshálsi jími 41991 Opin frá kl. 8—18. A föstudögum kl. 8—20. ☆ ☆ ☆ HEFUR AULAR algengustu smuroliuteg- undir fyrir diesel- og benzinvélar. Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆS ADÚNSSÆN GUR DRALONSÆN GUR ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER Snorrabraut 38 Skólavörðustíg 13 ÚTSALA 4? Veitum mikinn afslátt af margskonar fatnaaði. * BRlDG ESTO NE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar-gæðin. B. R I D G E S T O N E veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt Fyrirliggjandi. GÖÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 biði* Skólavörðustig 21 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI a allar tegundir bíla. O T U R Hringbraut 121. Sími 10659 SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Vd ÍR'VúUAJsLT&f öez? Ji==F 1 KHfllO t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.