Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 12
— Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna með sýningardeild Vorkaupstefnan f Leipzig fer fram dagana 5.—14- marz n.k. og er þessa dagana verið að ganga frá undxrbúningi kaupstefnunn- ar í Þýzka alþýðulýðveidinu oe í fjölmörgum öðrum löndum heims. Yfir 10 þúsund sýningar- aðilar frá rúmlega 70 löndum taka þátt í kaupstefnunni að þessu sinni. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna mun hafa sýningardeild á kaup- stefnunni en í hitteðfyrra var síðast þátttakandi frá Islandi og var það einnig SH. Sölumiðstöð hraöfryst.ihúsanna sýnir úrval af framleiðstu sinni í myndarlegri sýningardeild ' í Messehof-sýningarhöllinni, sagði aMstur-þýzki verzhmhrfulltrúinn í viðtali við fréttamenn. Gerði Þýzka alþýðulýðveldið strax í byrjun þessa árs samninga um nokkurt magn af frystri. síld og síldarflökum. Af þessu magni voru afskipuð 1500 tonn a£ Drengur meidd- ist á höfði Það slys varð á gatnamótum Sólvallagötu og Blómvallagötu um eittleytið í gærdag að 9 ára gamall drengur á reiðhjóli lenti fyrir bifreið, Drengurinn hlaut ernhver meiðsl á höfði og var fluttur á Slysa-'arðstofuna, en ekki er talið að meiðslin hafi verið alviarleg. frystri síld þegar í janúar. Sagðd verzlunarfulltrúinn ’ að verið væri að athuga möguleika á að flytja út gærur héðan til Austur- Þýzkalands. Austur-Þjóðverjar hefðu áhuga á að fá héðan síld- arlýsi en íslenzk stjórnarvöld hefðu ekki veitt útflutningsleyfi til þess enn sem komið væri. Árið 1962 voru sýningaraðilar frá öðrum löndum en Austur- Þýzkalandi 3021 en á komandi vonsýningu verða þeir rúmlega 5500 og eru þá meðtaldir fram- leiðendur í Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Berlín- Á sama tíma stækkaði sýningarsvæði erlendu þátttakendanna úr 98 000 ferm. í 120.000 ferm.; þannig að þrátt fyrir stórfellda aukningu sýning- arsvæðisins 1962 um 55.000 ferm. í 350.000 ferm., er nú svp komið að eftirspumin er orðdn meiri en hægt er að sinna. Á vorkaupstefnunni í Leipzig| munu framleiðendur frá Austur- Þýzkalandi sýna á 230.000 fernu svæði vörur í öllum 60 vöru- flokkum kaupstefnunnar. Verziunarfulltrúinn gat þess að í smfði fiskiskipa væri Þýzka alþýðuiýðveldið nú í 4. sæti í heiminum og á kaupstefnunni yrðu sýnd afköst skipasmíða- stöðvarinnar aðallega fiski- og flutningaskipa. Búast má við því að sýning VEB Carl Zeiss, Jena, veki mikla athygli en fyrirtæki þetta sýnir m.a. nýtt fótografiskt tæki sem á algjörlega sjálfvirkan hátt finnur stöðu geimskipa með jtr- ustu nákvæmni. Kaupstefnan í Leipzig veitir sérstaklega gott tækifæri til þess að bera saman verð og gæði á vörum framleiðenda, enda eru þarna hlið við hlið framleiðend- ur bæði úr vestri og austri. Kaupstefnur ' og vörusýningar pg þá ekki sízt Kaupstefnan í Leipzig efla mjög alþjóðleg við- skiptatengsl og út frá þessu sjónarmiði hafa nokkrar útflutn- ingsmiðstöðvar Þýzka alþýðulýð- veldisins ákveðið að taka. þátt í vörusýningu þeirri sem verður hér r Reykjavík 20- maí n-k- Auglýsing um með- ferð forsetavalds Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, fór í dag til útlamda. I fjarveru hans fara forsætis- ráðherra, forseti sameinaðs Al- þingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta Islands samkvæmt 8. gr. stjómarskrárinnar. (Frá forsætisráðuneýtinu). •k Umræðuhópur Æ.F.R. um verkalýðsmál heldur áfram á föstudagskvöld kl. 9. ★ Viðfangsefni: Kjararann- sóknarnefnd; Björn .Tónsson al- þingismaður mætir og reifar málið. Þátttakendur í námskeiðinu Námskeið fyrir verkstjóra sveitarfélaga Á mánudag hófst í húsa- kynnum Iðnaðarmálastofnunar íslands verkstjórnarnámskeið, er sérstaklega er ætlað verkstjór- um sveitarfélaga. Námskeið þetta er haldið fyrir frumkvæði Sambands íslenzkra sveitarfé- laga en framkvæmd þess er í höndum stjórnar verkstjórnar- námskeiðanna. Er þetta annað sérnámskeiðið, sem efnt er til og ætlað er verkstjórum í til- tekinni starfsgrein. Verulegur hluti námsefnis ér miðaður við sérþarfir bæjarverkstjóra. Hef- ur borgarverkfræðingurinn í Reykjavík verið til ráðuneytis um val námsgreina og munu nokkrir starfsmenn hans annast kennslu eða flytja þar erindi Af slíku efni má nefna gatna- gerð, steinsteypu, vinnuvélar, vir.nutcikningar, hallamælíngar, sprer il~ ur"iingavinnu og umgengni á vinnustöðum og samskipti við íbúa. Að auki fer fram kennsla í verkstjórn og vinnuhagræðingu og öðrum venjulegum kennslugreinum verkstjórnarnámskeiðanna. Af 17 þátttakendum- á nám- skeiðinu eru 15 verkstjórar sveitarfélaga. Eru þeir frá Keflavík, Njarðvíkurhreppi, Kópavogi, • Akranesi, Patreks- firði, Bíldudal, Suðureyri, ísa- firði, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsa- vík, Eskifirði, Vestmannaeyjum og Selfossi. Verkstjórnarnámskeiðið er í tvennu lagi. Fyrri hluti stendur yfir frá 13.— 25. febrúar en síð- ari hluti frá 10.—22. apríl n.k. Þetta er fyrsta námskeiðið, sem lialdið er fyrir verkstjóra svei4arfélaga og nýr þáttur í starfsemi Sambands íslenzkra sveitarfélaga að beita sér fyrir námskeiði sem þessu, en það hefur á síðari árum í vaxandi mæli staðið að ráðstefnym og tekið fyrir verkefni, sem miðast við starfsfólk sveitarfélaga. Franskur gerfi- hnöttur á lofti HAMMAGUIR 15/2 — Frakkar skutu i dag á loft gerfihnetti „Diademe-2“ sem hefur það verkefni aö kortleggja jörðina með nákvæmari hætti en hing- að til hefur verið gert. 1 Geimskotið gekk vel og komst hnötturinn á rétta braut. öðrum hnetti svipuðum var skotið áloft í fyrri viku en hann komst ekki nógu hátt á loft og mun því ekki geta gegnt því hlutveivsi sem til var ætlazt. Mjólkin á sl. ári betri en nokkru sinni fyrr A árinu 1966 reyndist mjólkur- framleiðslan betri en nokkru sinni áður. Tvö mjöJkursamlög hættu að starfa á árinu, þ.e. Mjólkúrstöð Kaupfélags Suður-Borgfirðinga, Akranesi, og Mjólkurbú K. F. B., Djúpavogi en eitt nýtt tók til starfa, Mjólkurbú Kaupfélags Laxngnesinga, Þórshöfn. Mjólkur- samlögin enx því nú 17 talsins. Gæðamat mjólkurinnar reynd- ist þannig: í I. og H- flokk fóru 99.497.673 kg. eða 97.88%. 1 III. flokk fóru 1.994.681 kg. eða 1,96%. 1 IV. flokk fóru 156.130 kg eða 0,16%. Eins og gæðamatið segir til um er III. og IV." flokks mjólk að mestu úr sögunni, enda má segja, að meðferð mjólkur hér á landi fari ört batnandi. (Frá mjólkureftirliti ríkisins). Barnatónleikar Sinfóníunnar í dag og á morgun Einn vinsælasti þáttur í starfi Sinfóníuhljómsveitar íslands eru skólatónleikarnir fyrir 6 til 12 ára börnin. í hvert skipti, sem tónleikar eru haldnir fyrir þau, þrífylla bömin Háskólabíó og engir áheyrendur eru þeim þakklátari. Nú eru skólatónleik'ar í dag og á morgun. fimmtudag og föstudag. — I dag verða tón- leikarnir kl: 10.30 og kl. 14.30, en á morgun kl. 14.30. Stjórn- andi tónleikanna verður Bohdan Wodiczko. Verkefnavalið er töluvert sér- kennilegt í þetta skipti, og verð- Ur að þessu sinni haft algerlega hljótt um það — það er algert leyndarmál, sem ekki upplýsist fyrr en á tónleikunum sjálfum. Kynnir á tónleikunum verður Þorkell Sigurbjörnsson. Frá tæknisýningunni í Leipzig. Nor&urlanda nú fullgerður ^ ■ Sýningarskáli Norður- landa á heimssýningunni í Montreal í Kanada er nú fullgerður og verður byrjað að ganga frá sýningardeild- um hinna einstö'ku landa upp úr miðjum næsta mánuði, en sýningin verður opnuð í aprílmánuði -=- Gunnar J. Friðriksson skýrði frá þessu í gær, á fundi for- stöðunefndar þeirrar sem umnið hefur að undirbúningi / þátttöku Islands í sýnirigunni fyrir hönd ríkisstjómarinnar. Gunnar sagði enn fremur að utan sýningarskálans yrði komið fyrir höggmyndum norrænrfa listamanna og hefði myndin „öldugjálfur“ eftir Ásmund Sveinsson orðið fyrir valinu af Islendinga hálfu- Er nýbúið að steypa þessa mynd í eir í Osló, en eigandi hennar er Reykjavík- urboi'g. Fjórir menn hafa einkum haft með höndum framkvæmdir í sambandi við undirbúning ís- lenzku sýningax-deildarinnar: — Skarphéðinn Jóhapnsson, Sigurð- ur Þórarinsson, Rafn Hafnfjörð og Diderot, en níu Islendingar munu væntanlega starfa við ís- lenzku deildina og veitingahús Norðurlandaþjóðanna- Gert er ráð fyrir að 10 manna flokkur héðan"’ sýni íslenzka glímu í Montreal og Karlakór Reykjavíkur mun halda vestur og efna til tónleika þar 23. og 24. júní n.k. Áður hefur verið sagt frá hinni opinberu heimsókn forseta Islands til Kanada í júlímánuði n.k., en sýninguna í Montreal ’ Framhald á 9. síðu. Tilboð opnuð i iagn- ingu ,KÍSiL VEGAR’ Liggur frá Mývatni að Laxamýri Tilboð í Iagningu svokallaðs Kísilvegar frá Laxamýri um Reykja- hverfi að Grímsstöðuin í Mývatnssveit vonx opnuð á skrifstofu vegamálastjóra í gær kl. 2. Tilboðin voru sem hér segir: \ 1. Miðað við að leggja veginn á árinu 1967. a) í kaflann frá Laxamýri að Geitafelli, sem er 21,9 kílómetr- ar, bárust 2 tilboð: frá Almenna byggingarfélaginu h.f., Rvík 20,3 milj. kr. 2. frá Loftorku h.f. o.fl., Reykjavík b) í kaflann frá Geitafelli að Grímsstöðum, sem er 20,6 km., bárust 3 tilboð: frá Almenna byggingarfélaginu h.f. frá Loftorku h.f. o.fl. frá Steingrími Felixsyni o.fl., Skagafirði c) f allt verkið bárust 2 tilboð: frá Almenna byggingarfélaginu h.f. frá Vegalögnum h.f., Suður-Þingeyjarsýslu Miðað við að leggja veginn á 2 árum. a) f kaflann Laxamýri - GeitafeH bárust 2 tilboð: 19,6 milj. kr. 17,8 milj. kr. 18.1 milj. kr. 17,0 milj kr. 40.2 milj. kr. 43.3 milj. kr. frá Loftorku h.f. o.fl. frá Steingrími Felixsyni o.fl. 18,7 milj. kr. 19,9 milj. kr. b) í kaflann Geitafell - Grímsstaðir bárust 2 tilboð: frá Loftorku h.f. o.fl. 17,5 milj. kr. frá Steingrími Felixsyni o.fl. 15,9 milj. kr. c) í verkið allt bárust 3 tilboð: frá Almenna byggingarfélaginu h.f. 36,7 milj. kr. frá Norðurverki h.f., Akureyri 33,9 milj. kr. frá Vegalögnum h.f. 36,5 milj. kr. Tilboðin eru í athugun á vegamálaskrifstofunni. (Frá vegamálastjóra). Heimssýningin: Sýningarskáli í Montreal er DIODVIUINN Fimmtudagur 16. febiúar 1967 — 32. árgangur — 39. tölublað. Vorkaupstefnan í Leipzig verður haldin 5.-14. marz >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.