Þjóðviljinn - 17.02.1967, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 17. febrúar 19W.
Útgefandi: Sa-meiningarflokkur aiþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Siguröur Guðmundsscm.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson-
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust 19.
Sími 17500 (5 limur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. —
Lausasöluverð kr. 7.00-
Ræktun lýðs og lands
JJvernig má það verða að ríkisstjórn íhaldsins og
Alþýðuflokksins hafi komið atvinnuvegum ís-
lendinga í þann vanda sem nú blasir við, enda
þótt stjórnin hafi farið með völd á mesta góðær-
istímabili sem íslendingar hafa notið? Hvert ligg-
ur leiðin frá því öngþveiti sam nú er staðreynd?
í forystugrein í nýju Réttarhefti er fjallað um
þetta mál og segir þar m.a.:
JJin þjóðfélagslega afleiðing sjö ára dansins um
gullkálfinn er að ísland er siðferðilega að
verða frumskógur gróðaþorsta og vinnuþrældóms.
Gegn þessum þjóðfélagslegu hnignunarfyrirbær-
um þarf verkalýðshreyfingin öll að rísa. Það verð-
ur tafarlaust að útrýma öllum gróðamöguleikum
af húsbyggingum fyrir almenning, gera slíkt og
fleiri athafnasvið einvörðungu að þjóðfélagslegri
þjónustu, sem óheimilt sé að græða á. Og um leið
og arðráninu er þannig létt af almenningi minnkar
þörfin á- þeiim vinnuþrældómi, sem er að gera
stóran hluta íslendinga að vinnuþrælum, sem
sviptir eru frístundum og menningaraðstöðu. Sá
vinnuþrældómur, 10 —12 —14 stundir á dag, sem
nú viðgengst, er ekki mönnum bjóðandi. Og mest
af þessum vinnuþrældómi stafar af því að verka-
menn eru að borga íbúðir á 15—20 árum með 8%
vöxtum, en ættu að fá að greiða þær á 60—80 ár-
um með 2—3% vöxtum, og þá þyrfti ekki þræl-
dóimsins við.“
Of eún segir í Réttargreininni: „Verkalýðshreyf-
ingin þarf að rísa upp gegn yfirvofandi atvinnu-
leysi og ríkjandi vinnuþrældómi í senn með slíkri
siðferðilegri fordæmingu,.að knúin sé fram tafar-
laus umbreyting í þessum efnum, þótt svö braki
í fúnum stoðum auðvaldsskipulagsins og stjórn-
leysið í efnahagslífi íslendmga fari- veg allrar ver-
áldar. Verkalýður íslands þarf að tilkynna vald-
höfunum, að hinar heilögu kýr „viðreisnarinnar“
verði ekki lengur fóðraðar með vinnuþrældómi
verkamanna. Annað hvort verði auðvaldsskipu-
lagið á íslandi að sýna sig fært um að tryggja nú-
verand'i heildartekjur verkamanna með 40—44
tíma vinnuviku og atvinnuöryggi — eða þoka
burtu ella. Fruipskógur gróðaþorsta og atvinnu-
þrældóms verður að víkja fyrir viturlegri rækt-
un lýðs og lands: skipulögðum þjóðarbúskap
manna sem eru frjálsir af þrældómi 60—70 tíma
vinnuviku og öruggir gegn atvinnuleysi í þjóðfé-
lagi, þar sem íslenzk þjóð ræður sjálf og ein at-
vinnulífi sínu.“
JJér er sterklega minnt á skuggahlið lífskjaranna
* sem nú er búið við, vinnuþrælkun 'undanfar-
inna ára sem vart á sér neina hliðstæðu í ná-
grannalöndum okkar, og ekki sízt stafar af skipu-
lagsleysi og okri í húsnæðismálunum. Og hversu
skammt er yfir í andstæðuna, atvinnuleysið, þeg-
ar landinu er stjórnað með hagsmuni gróðalýðs-
ins að leiðarljósi, sést í samþykktum verkalýðs-
hreyfingarinnar í Hafnarfirði, og vamaðarorðuim
hennar að selja ekki atvinnutækin burt og leggja
íslenzka atvinnulífið í rústir. — s.
Jarðakaup ríkisins
Herra ritstjóri!
1 tilefni af þvi aö ríkisstjóm-
in hefur í hyggju að kaupa
jarðir af bændum, sem flosna
upp af jöröum' sínum, svo þeir
gangi ekki frá þeim slyppir og
snauðir, datt mér í hug að
geta þess, að þó að þetta sé
það eina, sem þessi ríkisstjórn
hefur til að leggja í landbún-
aðarmálum, þá mun langt i
land að henni takist að leysa
þetta verkefni svo vel fari, ef
hún leysir það ekki betur, en
gerzt hefur við kaup á eignum
tilheyrandi þeim ríkisjörðum,
sem hún nú á og keypt hefur
af ábúendum' þeirra fram að*
þessu.
Nú skal ég geta þess máli
mínu til skýringar að 19. maí
1964 hætti ég hokri á ríkisjörö-
inni Minni-Ölafsvöllum á Skeið-
um. Þá átti ég samkvæmtmati
lögfræðings jarðeignadeildar
ríkisins, (hann metur síður en
svo bændum í hag) að fá
greiddar 197,000 krónur með
jöfnum afborgunum á fjórum
árum og 7% vöxtum.
Með endalausu þrefi og jagi
hef ég fengið greiddar 47,500
kr., takk, en enga vexti, en
því miður er hér ekki um ein-
stakt tilfelli að ræða og hafa
ýmsir lent í miklum erfiðleik-
um út af samskonar viðskipt-
um við ríkið, því að fæstir
þeirfa hafa fengið jafn góðaaf-
greiðslu og Guðmundur í. fyrr-
verandi ráðherra, þegar hann
seldi því eigur sínar í Hafnar-
firði eins og mörgum er í fersku
minni. Guðmundur í. hefur
vitað sem var að lögfræðingar
eða bankar kaupa slík ríkis-
skuldabréf ekki háu verði;
gott ef hægt er að selja þau
með 35% afföllum.
Ef greiðslan af ríkisins hálfu
í væntanlegum jarðakaupum af
bændum verður ekki ábyggi-
legri en viðskipti þess viðfyrr-
verandi ábúendur ríkisjarða, þá
held ég að alþingi verði lftill
sómi af þessum lögum og
margur eigi eftir að verða fyr-
ir vonbrigðum.
Reykjavílí 7/2 ’67.
“ H. H.
samkvæmt áætlun þeirra.
Er að roínu áliti með öllu
ófært að láta fólk standa þarna
á bersvæði, hvemig sem veð-
ur er, oft er hvassviðri og
rigning eða hríð eftir árstim-
um.
Það er talið ómannúðlegt að
menn hefðu í umsjá sinni fleiri
útigangshross en þeir áttu hús
yfir og var það sem betur fór
af mannúðartilfinningu að Al-
þingi staðfesti það með laga-
setningu að enginn mætti hafa
fleiri hross í umsjá sinni en
hann hefði hús yfir. Var ævi
útigangshrossa talin ill aevi, en
nú er búið að sjá þeirri betur
fyrir skjóli í næðingum vetrar-
ins en þeir hafa enn gert sem
hafa með áðurnefnda jlólks-
flutninga að gera.
Þess ber að geta að þessir
aðilar hafa ekki yfir lóð að
ráða undir biðskýli. þar sem
þetta er í Reykjavíkurborg.
Hvort eftir því hefur verið leit-
að er mér ekki ljóst, en eftir
þeim mannúðarræðum og rit-
gerðum sem fram voru settar
af borgarstjóra og fleiri ráða-
mönnum Reykjavikurborgar
fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar mætti ætla að beiðni
um byggingu biðskýlis til að
veita fólki betri aðbúnað mundi
verða mætt með fullum skiln-
ingi.
Hvort um væri að ræða þann
stað sem bílarnir stanza nú á
eða annan sem hentugri þætti
vegna skýlisbyggingarinnar og
aðstöðu fólks til að hafa sam-
band við bílana, teldi ég auka-
atriði.
Vænti ég þess að fram-
kvæmdastjórar áðurnefndra
strætisvagna taki þetta til vin-
samlegrar athugunar og það
sem allra fyrst, því að ég tel
að með þessum aðbúnaði geti
heilsu fólks verið teflt í nokkra
tvísýnu og sérstaklega þess
fólks sem vinnur innivinnu og
kemur úr heitu húsnæði og
þarf svo að bíða óákveðinn
tíma þarna úti í kuldanum.
K.
Ai
bersvæði
Nú á þessum framfara-, við-
reisnar- og velgengnistímum er
á mörgum sviðum reynt eftir
föngum að veita fólki aukin
þægindi og bæta aðbúnaðinn.
En þetta er þó ekki á öllum
sviðum og vil ég taka hér eitt
dæmi- sem mér finnst mjög
tilfinnanlega ábótavant. Er það
aðbúnaður þess fólks, sem þarf
að ferðast með strætisvögnum.
sem ganga úr Lækjargötu til
Kópavogs og Hafnarfjarðar.
. Eins og öllum er ljóst sem
þessar ferðir þurfa að nota og
ekki síður þeim sem rekstur
þessara farartækja hafa með
höndum, er ekkert afdrep fyrir
fólk sem þessar ferðir þarf
að nota úr Lækjargötu og er
bið þarna aHlöng, sérstaklega
á'. tímabilinu frá kl. 6—7 á
.kvöldin þegar fólk er að koma
úr vinnu,- en á 'þessum tíma
koma bílarnir alloftast nokkuð |
mikið seinna en búast má við !
Raunvísindastofnun Háskólans hyggst veita
á árinu 1967 vinnuaðstöðu um takmarkað-
an tíma fáeinum imönnum, sem hafa styrki
til rannsókna á þeim sviðum, er undir stofn-
unina falla, en þau eru: stærðfrgeði, eðlis-
fræði, efnafræði og jarðeðlisfræði.
Þeir, sem hafa eða eiga í vændum slíka
styrki og óska eftir vinnuaðstöðu við stofn-
unina, skulu senda skriflegar umsóknir til
stjórnar stofnunarinnar, og fylgi rækileg
greinargerð um verkefnið svo og um að-
stöðu mannsins til að vinna að því, aðra en
þá, er stofnunin veitir.
Umsóknir skulu hafa borizt stjórn Raun-
vísindastofnunar Háskólans, Dunhaga 3,
Reykjavik, eigi síðar en 15. marz Í967.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Auglýsingasími Þjóðviljahs 17 500
Bifreiðaeigendur
Málið og bónið bílana ykkar sjálfir. — Við
sköpum aðstöðuna.
Meðalbraut 18 — Sími 41924 — Kópavogi.
P O NTUNARLISTI
jZjódabækut
Bókaútgáfa Menningarsjóðs leyfir "sér 'Jié'r íaeS aS vekja at-
hygli á þvi, aS enn eru fáanlegar hjá forlaginu eftirtaldar. IjóSa-
bækur, en upplag sumra þeirra er senn á þrotum. 1
KlippiS auglýsinguna úr blaSinu, krossiS viS þær bækur, sem
þér viljiS panta, og sendiS pöntunina ásamt heimilisfangi ySar
tií Bókaútgáfu MenningarsjóSs, pósthólf 1398, Reykjavík.
Þeir, sem panta fyrir 500 Jir. eða meira samltvamt þessum
pöntunarlista, fá 20% afslátt frá ncðangreindu útsöluverði.
Sendum bækur gegn póstkröfu um land allt.
□ Andvikur I—IV, Stephan G. Stephansson, skinnlíki 517.00
□ Andvökur I—IV, skinnband ....................... 900.00
□ Passíusálmar, myndskreytt útgáfa, innb......... 400.00
□ Kalcvala /—//,. tölusctt viðhafnarútgáfa, ób. .. 500.00
□ ístcnzk ljótf 1944—1955, innb................... 170.00
□ Ljóðasafn I—II, Jakob Jóh. Smari, ínnb.......... 385.00
□ Landsvisur, Guðmundur Böðvarsson, innb.......... 200.00
□ Siðuslu Þýdd Ijóð, Magnús Ásgeirsson, innb...... 150.00
□ Segðu mér að sunnan, Hulda, IjóSaúrval, innb. .. 165.00
□ Maurildashógur, Jón úr Vör, innb;............... 258.00
□ Visur um drauminn, horgeir Sveinbjarnarson, innb. 258.00
□ Visur Bergþóru, I’orgeir Sveinbjarnarson, innb. .. 95.00
□ Raddir morgunsins, Gunnar Dal, innb............. 180.00
Q Ferhenda, Kristján Ólason, inrib. ................ 140.00
□ Frönsk Ijóð, Jón Óskar þýddi, innb. ............ 140.00
□ Trumban .og lútan, Halldþra B. Björnsson, innb. .. 75.00
Q Ævintýri dagsins, Erla, innb. .................... 75.00
Q Alþingisrimur, innb............................... 34.00
Ég undirrh.... óska þess, aS mþr verði sendar gegn póst-
kröfur bækur þær, sem merkt er við á skrá’ hér að ofan.
Nafn
Heimili
PóststöS
■•••*«»••••«*■••••«••••««*••••••«•«•««•»••«••••«•*»•
I•••••••••••••••••••••»•••«••••••••«
IHltllltlMIIMdMia
Bókaútgáfa SVIenningarsjóðs
Aðalfundur
Aðalfundur Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði
verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 1967
kl. 20.30 í Félagsheimilinu.
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á iðnþing.
3. Önnur mál.
STJÓRNIN.