Þjóðviljinn - 22.02.1967, Side 5
Midvikudagur 22. febrúar 1967 — ÞJÓÐV1L.TINN — SÍ&A ^
Á samyrkjubúi
Næsta morgun, 7. júli, fórum
við aftur á landbúnaðarsýning-
una og sáum þá búfé, svín,
kýr og sauðfé. Voru þetta ekki
einungis sýningargripir þama,
heldur nytjaskepnur einnig, við
hinn bezta aðbúnað í húsakosti
og umhirðu. Sauðburður stóð
yfir á fjárbúinu. Aðalverðmæti
þessa sauðfjár er ullin, sem er
mikil af hverri kind og í mjög
háu verði eða 60 mörk kg.
Grísir voru í uppeldi í svína-
búinu. Skildist mér að gyltan
ætti 16—24 grísi á ári og tæki
10 mánuði að ala þá í 100—110
kílóa þunga. Þeir hafa verið
óragir í DDR að flytja inn
kynbótagripi, og sýndu þama
valinn gölt ættaðan frá Eng-
landi.
Þarna vorum við fram undir
hádegi en fórum þá í heimsókn
á samyrkjubú á Landsberg, sem
er nokkurn kipp frá Leipzig.
— Nema hvað Ingimar fór
þennan dag að skoða blóma-
og garðyrkjusýningu í Erfurt,
og lét hann vel af þeirri för
sinni. Síðar sá hann einnig
garðyrkjustöð í Satsnitz í
grennd við Rostock.
Við fengum mjög góðan mat
á samyrkjubúinu, eins og alls-
staðar þar sem við borðuðum
á meðan við dvöldum í land-
inu, og fljótt þótti okkur sterki
bjórinn þeirra ómissandi með
hverri máltíð. Lítið var um fisk
en mikið um kjötrétti og græn-
meti og ljúffengar súpur.
Við fræddumst þarna um
margt varðandi samyrkjubú-
skapinn, og leyndi sér ekki
hvernig allt var framkvæmt
eftir fyrirfram útreikningum
og skipulagningu. Mig minnir
að væri um eða yfir 200 fjöl-
skyldur í þessu samyrkjubúi,
enda sáum við; þegar við ók-
um þama um í okkar „búss“
á eftir, ekkert nema ræktan-
lönd langar leiðir til allra átta
— gula. gulbrúna og græna
akra með þroskamiklum gróðri.
Vegir lágu víðsvegar og stór-
ir flutningabílar voru í förum
með uppskeru. — Mig skar í
hjartað þegar ég hugsaði til
kalauðnarinnar heima í Fnjóska-
dalnum eftir harðindin s.l. vet-
ur og vor, og kunnáttuleysi
mitt og annarra í jarðrækt-
inni hér heima.
Framhald á 7. síðu.
Ragnar Arnalds:
Veríur brottför herliðsins ávallt
skilyrði fyrir stjórnarþátttöku?
Á fundi Æskulýðsfylkingar-
innar og ungra framsóknar-
manna um brottför hersins og
NATO 12. febrúar s.l. lögðu
framsóknarmenn fyrir mig þá
spurningu, hvort ég myndi
nokkurn tíma styðja ríkis-
stjórn, sem ekki hefði brott-
för hersins eða úrsögn íslands
úr NATO á stefnuskrá sinni.
Ég svaraði þessari spurningu
undanbragðalaust og eftir beztu
sannfæringu, en síðan hafa
ýmsir aðilar reynt að rangíæra
þessi ummæli, m.a. Tíminn,
leiðarahöfundur Alþýðublaðsins
og forsætisráðherra í þingræðu.
Mér þykir því rétt að endur-
taka ummæli mín og gera frek-
ari grein fyrir þcim.
Ég sagðist mundu elga crfitt
með að styðja nokkra þá rík-
isstjórn sem ckki liefði brott-
för hersins á stefnuskrá sinni.
Hius vegar benti ég á, að hæp-
ið væri að gefa yfirlýsingu í
þessa átt, scm gilda ætti um
alla framtíð. Aðstæður gætu
breytzt og hugsanlegt væri, að
upp kæmi slíkt stórmál, að öll
önnur mál yrðu að víkja fyrir
því, hversu mikilvæg sem þau
vaeru. Þar hafði ég til dæmis
í liuga innlimun íslands í Efna-
hagsbandalagið. Ef stuðningur
Alþýðubandalagsins við ríkis-
stjórn réði úrslitum um það,
hvort komið yrði í veg fyrir
slíka ógæfu, yrði að sjálfsögðu
ekki mn það spurt, hvort þcssi
ríkisstjórn stefndi að brottfor
hersins eða ekki. í öðru lagi
tók ég það dæmi, að liugsan-
iegt væri að styðja þá ríkis-
stjórn, sem héti því að leggja
hersetumálið undir þjóðarat-
kvæði.
Eins og hér kemur íram,
neita ég að gefa urn það yfir-
lýsingu fyrir alla framlíð, að
ég muni alltaf gera brottför
hcrsins að úrslitaskilyrði íyrir
sluðningi við rikisstjórn, af
þeirri einföldu ástæðu, að slík
yfirlýsing cr út í hött: aðrar
leiðir í þessu máli eru hugs-
anlegar og auk þess geta að-
stæður gerbreytzt.
Tíminn og Alþýðublaðið hafa
reynl að gera sér pólitískan
mat úr þesr-u svari mínu og
sagt það jafngilda því, að ég
sé hvenær sem er reiðubúinn
að styðja ríkisstjórn, sem ekki
mundi láta herinn fara! Og
þegar þannig er búið að breyta
ummælum mínum með al-
kunnri fölsunartækni er eftir-
leikurinn auðveldur. 17. febrú-
ar s.l. segir Tíminn, að orð mín
hafi sýnt, að ég hafi greinilega
„takmarkaðan áhuga á því...
að herinn íari“.
Hvað tákna nú svona hunda-
kúnstir?
Þær tókna það eitt, að menn,
sem eru þckktir af því að
vera með eða móti hersetu og
scgja það í dag, sem þeir svíkja
ó morgun, hafa ólæknandi
löngun til að reyna að sanna.
að í rauninni séu allir svikar-
ar í þessu móli, líka þeir, sem
frá upphafi og alla tíð hafa
barizt gegn hersetunni. Þess-
um mönnum er það bæði nauð-
syn og fróun, að reyna að
draga mannorð annarra niður
til sín í svað sannfæringarleys-
is og hentistefnu.
Hersetan og vinstristjórnin
Hitt er svo annað mál, að
vert er að hugleiða þá spurn-
ingu, hve langt flokkar geta
gengið í þá átt að styðja rík-
isstjóm, sem ekki hefur öll
helztu barátumál þeirra á
stefnuskrá sinni.
Alþýðubandalagið hefur alla
tíð barizt gegn aðild íslands
að Atlanzhafsbandalaginu. Þó
hefur aldrei komið til greina,
að Alþýðubandalagið yrði for-
takslaust í stjórnarandstöðu,
svo lcngi scm samningurinn
stæði. Hvorki Sósíalistaflokk-
urinn né Alþýðubandalagið
hafa talið skynsamlegt að úti-
loka sig frá áhriíum á stjórn
landsins í áratugi. Þess vegna
studdi Alþýöubandal. vinstri-
stjórnina, þótt meirihluti henn-
ar fylgdi frá upphafi NATO-
stefnu, og enginn mun hafa
efazt um, að afstaða Alþýöu-
bandalagsins gagnvart NATO
væri óbreytt.
Allir stuðningsflokkar vinstri-
stjórnarinnar lofuðu brottför
hersins íyrir kosningar 1956.
og herstöðvamálið var efst á
dagskrá. þcgar stjórnarsátt-
málinn var undirritaður. En
eftir þriggja mánaða starfsfer-
il ákvað meirihluti stjórnar-
innar, Alþýðuflokks- og Fram-
sóknarmenn, að fresta af-
greiðslu herstöðvamálsins. Hvað
átti Alþýðubandalagið að gera?
Miklar vonir voru bundnar við
þessa ríkisstjórn og hún hafði
aðeins starfað í fáa mánuði.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
létu sér nægja að gefa út sér-
staka yfirlýsingu og mótmæla
forsendum þessarar frestunar.
Afstaða þeirra til hersetunnar
var ótvíræð og afdráttarlaus,
en þeir töldu ekki fullreynt,
hvort samstarfsflokkarnir ætl-
uðu að svíkja heit sín eða ekki.
Ári síðar, 1. nóvember 1957,
gerði Alþýðubandalagið nýja
tilraun til að knýja samstarfs-
flokka sína til að standa við
loforð sín, en Framsókn og Al-
þýðuflokkurinn ákváðu enn að
fresta málinu. Eins og kunn-
ugt er sprakk svo þessi stjórn,
þegar kjörtímabilið var liðlega
hálfnað.
Um það má vissulega deila,
hvort Alþýðubandalagið hefði
átt að segja sig úr stjórninni,
þegar hinir flokkarnir sviku.
Á sínum tíma áleit ég, að rétt-
ara heíði verið fyrir Alþýðu-
bandalagið að tiltaka ákveðinn
frest og segja sig úr stjórn-
inni, ef ekki væri hreyft við
málinu innan þess tíma. Svik-
in loforð eiga að kosta stjórn-
arslit í þessu stórmáli sem öðr-
um. En írestun málsins í
vinstristj óminni var því miður
í óákveðinn tíma, og stjórnin
var sprungin, áður en til þess
kæmi, að Alþýðubandalagið
gerði úrslitaatlögu til að knýja
fram efndir.
En hver var þá munurinn á
Alþýðubandalaginu og 6am-
starfsflokkum þess í vinstri-
stjórninni? Þar er óliku sam-
an að jafna. Alþýðubandalagið
barðist fyrir brottför hersins
innan stjórnarinnar og utan,
að vísu án árangurs, en hinir
flokkamir hindruðu, að herinn
Ragnar Arnalds.
færi. Þrátt fyrir þessa stað-
reynd, eru ýmsir nógu ósvífn-
ir til að halda því fram ár
eftir ár, að Alþýðubandalagið
hafi svikið herstöðvamálið í
vinstristjórninni. En þó tekur
út yfir allan þjófabálk, þegar
svikararnir sjálfir, framsókn-
armenn og kratar, reyna að ó-
frægja Alþýðubandalagið fyrir
að hafa ekki gengið nógu rösk-
lega fram á sínum tíma •—
gegn þeim sjálfum!
Skilyrði fyrir stjórnar-
þátttöku
Mér er það ljóst, að þegar
mynda á nýja ríkisstjórn, er
flokkur eins og Framsóknar-
flokkurinn, sem hefur tvær
stefnur í hverju máli, ekki í
neinum sérstökum vanda stadd-
ur.
Hins vegar er þvi ekki að
Framhald á 7. sídu.
□ Ferðaþættir frá Austnr-Þýzkalandi — 2.
kafli af 3 — 1. kaflinn birtist í Þjéðviijanum
sunnudaginn 19. febrúar sl.
OIgeír Lúfersson:
SJÓN ER
SÖGU RÍKARI
Næsta dag skoðuðum við
hluta af landbúnaðarsýningunni
í Leipzig fram að hádegi. Var
það véltækni allskonar sem við
sáum þá, til hvers konar rækt-
unar- og uppskerustarfa. Þar
var margt merkilegt að sjá,
eins og t.d. DDR-traktor, sem
var sannkallaður fjölyrki, því
hann mátti nota til 30 mismun-
andi verka. Hann var þannig
að mótorinn var milli afturhjól-
anna undir sætinu, en ferkant-
aður, öflugur málmbiti fram á
milli framhjóla, og við þennan
bita var hægt að tengja hin
margvíslegustu tæki, auk þess
mátti tengja aftan í traktorinn
margskonar tæki eins og aðra
traktora. — Mátti af margskon-
ar vélakosti þama sjá, að vax-
andi sjálfvirkni er í uppsigl-
ingu við ræktun hverskonar og
uppskerustörf í sósíalistaríkj-
unum — en ýmis þeirra áttu
traktora og tæki á sýningunni.
Sýningarsvæðið er á margan
hátt gert fagurt og aðlaðandi,
t.d. með gosbrunnum, skraut-
blómarækt og fánaskreytingum.
Lika er hinn fagri trjágróður
hvarvetna.
Sérfræðiþekking
Síðari hluta dagsins skoðuð-
um við tilraunastöð í jarðrækt
sem þeir þýzku nefndu land-
búnaðarháskóla. Voru þarna
umfangsmiklar tilraunir gerð-
ar í lífrænum og ólífrænum
jarðvegi með hverskonar fóð-
urgrös. korntegundir, garðá-
vexti, grænfóður o.fl. Var okk-
ur ekið um þessa akra á fjór-
hjóluðum vögnum, sem fyrir
hvern var beitt tveim stórum
hestum.
Auðheyrt var á yfirmönnum
þarna, að líöfuð áherzla var á
það lögð að breyta hinni ólíf-
rænu jörð í lífræna jörð, með
sérstakri jarðvinnslu, áburðar-
notkun og sáðskiptum, og mikla
áherzlu lögðu þeir á gildi bú-
fjáráburðar og annarra lif-
rænna úrgangsefna til ræktun-
ar.
Þarna í DDR miða þeir gæði
ræktunarinnar við magn mat-
vælaframleiðslu á ha. T.d. 1150
kg. mjólk á ha., 480 kg. flesk
á ha. o.s.frv. Sem sé: því full-
komnari ræktun, því minna
land fyrir matvælaeininguna.
Og þarna kynntumst við því
hvernig þeir grundvalla allan
sinn búskap á vísindalegri sér-
fræðiþekkingu og að til for-
stöðu í hverri búgrein veljast
aðeins þeir menn, sem staðizt
hafa strangan lærdóm og upp-
fylla strangar kröfur um hæfni
til leiðsagnar í landbúnaðinum.
Getur enginn efazt um að land-
búnaður, sem er þannig grund-
vallaður, muni taka skjótum
íramförum. Þótt þjóðin sé ekki
énn laus úr viðjum síðustu
stríðseyðileggingar.
Þama var okkur sýndur bú-
staður einhleyps starfsfólks í
tilraunastöðinni. Var gamalt,
lirelt gripahús endurbætt og
breytt í maunabústað.
Uppi á annarri hæð komum
Við uppskerustörf í einu af landbúnaðarhéruðum Austur-Þýzkalands.
við inn á gang eins og í gisti-
húsi, en beggja vegna við hann
voru íbúðarherbergi fólksins.
Voru þau vel búin að húsgögn-
um og vistleg. Sameiginlegt
þvóttahús hafði fólkið þamá
og einnig frysti- eða kæli-
geymslu þar sem hver einstak-
lingur hafði lítið hólf til af-
nota.
Verið var að byggja þarna
nýtízku fjós mjög stórt, því
öll kúabú í landinu eru stór
vegna samyrkjunnar. Þá sáum
við þarna beitiland fyrir kýr,
sundurhólfað, og bar mikið á
sméra í gróðrinum. Sjálfvirkt
vökvunarkerfi var í gangi og
mun það hafa verið fært á
milli hólfa til að skola niður
áburði og verja landið of-
þornun.
Þetta kvöld var hinum ýmsu
sendinefndum haldið samsæti á
Hótel Astoria. Var það mikil
veizla í mat og drykk. Ætlazt
var til að einn frá hverri sendi-
nefnd flytti stutta tölu, uppúr-
sér, og kom það í minn hlut
fyrir okkur félagana. Guðrúnu
þótti ræðan ekki merkileg hjá
mér, eh ég hélt að ekki skipti
máli hvað ég sagði á íslenzku,
þar sem hún átti eftir að breyta
því í þýzku. Svo vorum við
tekin þarna á filmu, og á þeirri
mynd reyndist Guðrún svo fög-
ur að hún trúði ekki sínum
eigin augum!