Þjóðviljinn - 22.02.1967, Side 6
0 SÍÐA _ ÞJ,ÓÐVTX«TINN — Miðvftudagur 22. Mucúar 2007.
• Stefnir Grænmetisverzlunin
stjórn Neytendasamtakanna?
Þjóðviljanum hefur borizt
svofellt fréttabréf frá Græn-
metisverzlun landbúnaðarins:
Með bréfi til sjó- og verzl-
unardóms Rvíkur, dags. 28. júli
s.l. kærði stjóm Neytendasam-
takanna Grænmetisverzlun
landbúnaðarins fyrir meintbrot
á lögum nr. 84/1933 um varnir
gegn ólögmætum verzlunarhátt-
um, sem stjóm samtakanna
taldi að Grænmetisverzlun’.n
hefði gerzt sek um í sambandi
við sölu á innfluttum kartöfl-
um.
Kæruatriðin voru bau, að
kartöflur 'þessar hefðu verið
meira og minna skemmdar oe
hefðu verið seldar í lokuðum
umbúðum með villandi ein-
kennum. í kæru Neytendasam-
takanna var ekki beint fram
tekið, hvaða grein eða grein^r
fyrmefndra laga Grænmetis-
verzlunin væri talin hafa brot-
ið. en væntanlega var bar átt
við 1. gr. beirra, sem bannarað
gefa út villandi upplýsingar um
vörur í þeim tilgangi að hafa
áhrif á eftirspum þeirra eða
sölu.
Rannsókn á máli þessu lauk
hinn 20. október s.l. og varþað
sent saksóknara rfkisins til fyr-
irsagnar 9. nóv. s.l. Með bréfi
dags. 19 janúar s.i. hefir sak-
sóknari tilkynnt, að af hálfu á-
kæruvaldsins séu ekki fyrir-
skipaðar frekari aðgenðir í
máli þessu.
Af þessu tilefni vill stjórn
Grænmetisverzlunarinnar taka
fram, að hún telur, að stofnun-
ip hafi orðið fyrir algerlega ó-
réttmætri gagnrýni og aðkasti
í sambandi við þetta mál. Eink-
um telur hún vítavert, að fyrir-
svarsmenn Neytendasamtak-
anna skyldu hafa þann hátt á
rekstri málsins að rjúka með
það fyrst í blöðin og kveðaupp
áfellisdóm fyrirfram yfir stofn-
uninni og reyna þannig að gera
mál þetta að æsimáli.
Grænmetisverzlun landbún-
aðarins vill að sjálfsögðu eiga
sem bezt samstarf við við-
skiptamenn sína, kaupmenn og
neytendur, og reyna eftir megni
að koma til móts við óskir
þeirra. f þessu sambandi er a-
stæða til að taka fram, að for-
ráðamenn Neytendasamtak-
anna hafa ekki leitað eftirsllíku
samstarfi.
Stjórn Grænmetisverzlunar-
innar hefur nú til athugunar,
hvort þess skuli krafizt, að for-
stöðumenn Neytendasamtak-
anna verði látnir sæta ábyrgð
fyrir óréttmæta órás á hendur
stofnuninni.
(Framanrituð greinargerð barst
Þjóðviljanum ekki fyrr en eftir
að önnur blöð höfðu birt hana).
(§ntmeiital
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar lull-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita íyllsta öryggi í snjó ög
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjélbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til H. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GUMMIVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
FARFUGLAR:
Árshátíð
verður í Lindarbæ föstudaginn 24. febrúar
og hefst kl. 8,30.
Aðgöngumiðar fást í verzluninni Húsið,
Klapparstíg. — Fjölmennið og takið með
ykkur gesti. — NEFNDIN.
Sveinafélag
pípulagningamanna
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvasða-
greiðslu um kjör stjómar og trúnaðarráðs félags-
ins 1967.
Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins
fyrir kl. 20. þann 28. þ.m.
Stjórnin.
• „Lukkuriddarinn" í 16. sinn
• írski gamanleikurinn „Lukkuriddarinn" hcfur nú verið sýndur
fimmtán sinnum í Þjóðlcikhúsinu við góða aðsókn, og verður
næsta sýning á lciknum í kvöld. Með aðalhlutverkin fara sem
kunnugt er leikararnir Bessi Bjarnason og Kristbjörg Kjeld- —
Leikstjóri er Kevin Palmcr. Myndin er af lcikurunum Bessa
og Kristbjörgu í aðalhlulverkunum.
Ctvarpið 22. febrúar.
13.15 Við vinnuna.
14.40 Edda Kvaran les fram-
haldssöguna Fortíðin gengur
aftur.
15.00 Miödegisútvarp. Bravo
Pops hljómsvtitin, Julie
Andrews, D- van Dyke og
H- Manvini og hljómsveit
hans leika og syngja.
16.00 Síðdegisútvarp. Lögreglu-
kór Reykjavíkur syngur
Kaldaiónskviðu. I- Seefried
og D. Fischer-Dieskau syngja
atriði úr Júiíusi Cesar eftir
Hándel. Rostroprovitsj og
Fílharmon/usveitin í Lenín-
grad leika Tilbrigði um roko-
kostef fyrir selló og hljóm-
sveit op. 33 eftir Tjaikovský:
G. Rozhdestvenskij stjórnar.
17.05 Framburðarkennsla
í esperanto og spænsku.
1720 Þingfréttir-
17.40 Sögur og söngur. Guðrún
Bimir stjórnar þætti fyrir
yngstu hlustendurna.
19-30 Daiglegt mól.
19.35 Föstuguðsþjónusta í út-
varpssal. Séra Lárus Hall-
dórsson.
20.05 Gestur í útvarpssal: Stan-
ley Weiner frá Bandaríkjun-
um leikur eigin tónsmfðar:
Sjö kaprísur fyrir einleiks-
fiðlu, tileinkaðar frægum
fiðluleikurum.
20.20 Framhaldsieikritið Skytt-
urnar- Marcel Sicard samdi
eftir slcáldsögu Alexanders
Dumas. Flosi Ólafsson bjó
til flutnings í útvarp og er
leikstjóri Leikendur í 5.
þætti: Arnar Jónsson, Heigi
Skúiason. Rúrik Haraldsson,
Erlingur Gíslason, Krist-
björg Kjeld, Valdemar Helga-
son, Ævar R. Kvaran, Vaidi-
mar Lárusson, Pétur Einars-
son, Bessi Bjarnason, Jón
Sigurbjömsson, Árni
Tryggvason, Jón Júlíusson,
Sigurður Karlsson og Borgar
Garðarsson.
21.30 Þrjú verk eftir Pál Is-
ólfsson. a) Ostinato og fúg-
hetta. Páll Kr. Pálsson leik-
ur á orgel. b) Inngamgur og
passacaglia í f-moll. Ámi
Arinbjarnar lcikur á orgel.
c) Lýrísk svíta. Sinfónfu-
hljómsveit Islands leikur;
Páll P. Pálsson stjórnar.
22.00 Kvöldsagan: Litbrigði
jarðarinnar. (7).
22,20 Djassþáttur- Ólafur Step-
hensen kynnir.
22.55 Tónlist á 20. öld: Atli
Heimir Sveinsson kynnir. a)
Fjórir þættir fyrir fiðiu og
píanó op. 7 eftir A. Weþern-
þ) Structur I fyrir tvö píanó
eftir Boulez- c) Zeitmasse
fyrir fimm tréblásara eftir
Stockhausen.
23.35 Dagskrárlok.
Sfónvarpið
20.00 Fréttir.
20.30 Steinaldarmennimir. —
Teiknimynd gerð af Hanna
og Barbera. Islenzkan texta
gerði Pétur H- Snæland.
20.55 Það er svo margt. Kvik-
myndaþáttur Magnúsar Jó-
hannssonar. Sýndar verða
myndirnar „Hálendi Islands“
og ,,Arnarstapair“.
21.30 Andlit í hópnum. („A
face in the Crowd“). Kvik-
mynd gerð af Elia Kazan.
Með aðalhlutverk fara Andy
Griffith, Patricia Neal, á-
samt Anthony Franciosa,
Walther Matthau og Lee
Remick. Islenzkan texta gerði
Dóra Hafsteinsdóttir.
23.00 Dagskrárlok.
URA- OG
SKARTGRIPAVERZL
KORNELlUS
J0NSS0N
SKOl AVORDUSTÍG 8 - SÍMI: 18S68
tii fmgvaliarins og brennt gaffc
• Vakti mikla
athygli
• Það vakti mikla athygli hjá
enskum blaðamörmum um dag-
inn, þegar Harold Wilson,
brezki forsætisráðherrann,
fylgdi Alexei Komygin, hin-
um sovézka, á Lundúnaflugvöll,
eftir heimsókn hins síðar-
nefnda, til Bretlandseyja, að
Wilson var með stórt gat á®
annarri jakkaerminni. Blöðin
vörpuðu fram þeirri spurningu
hvort hin 14 þúsund punda árs-
laun ráðherrans nægðu ekki til
þess að hann gæti klæðzt á við-
unandi hátt. En frá ráðuneyt-
inu kom skýring á gatinu. Glóð
hafði fallið úr hinni frægu
pípu forsætisráðherrans á leið
á ermina. Og enginn timi var
til að skipta um jakka — og
því fór sem fór. — (TrmrnTÖ
• Bretar gera
kraftaverk
• Eitt er víst, að Bretar hafa
gert kraftaverk síðustu tuttugu
ár hvað menningarlíf á öllum
sviðum snertir. Þeir hafa
breytt ihaidssömum og jafnvel
steinrunnum venjum í lifandi,
iðandi líf. Þeir hafa jafnvel
náð yfirtökum í tízteuheimin-
um með stuttum pilsum og
ungum lœrum. Allur heimurinn
syngur og æpir jeje eftir hin-
um frægu Bítlum.
(Valtýr Pétursson í Lund-
únabréfi í Mbl).
KAUPUM
gamlar bækur og
frímerki.
Njálsgata 40
Toyota Crown
Tryggið yður Toýota
Japanska bifreiðasalan hi
Ármúla 7 — sími 34470.